Innlent

Verðstríð á tímaritamarkaði

Verðstríð virðist hafið tímaritamarkaðnum hér á landi eftir að Office One tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði hafið sölu á erlendum tímaritum á mun lægra verði en áður hefur tíðkast. Í dag tilkynnti Griffill í Skeifunni að verslunin ætlaði að taka þátt í verðstríðinu. Forsvarsmenn Griffils segjast í 20 ár hafa haft að leiðarljósi að vera alltaf ódýrari og á því verði engin breyting í þetta skiptið. Telur fyrirtækið að þetta sé skammtímasamkeppni í fáum titlum á óskynsamlegu verði. Penninn blaðadreifing sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem segir að mögulegt sé að selja fáa titla á fáum stöðum með lítilli sem engri álagningu í skamman tíma en slíkt geti enginn sem ætli að veita góða þjónustu til lengri tíma. Penninn ætli sér áfram að bjóða mikið og alþjóðlegt úrval erlendra tímarita og þjóna lesendum tímarita um langa framtíð og því geti fyrirtækið ekki leyft sér að taka þátt í upphlaupi á þessum markaði, eins og það er orðað í tilkynningu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×