Innlent

Íslendingar hækka kvóta

Aflaheimildir íslenskra skipa í norsk-íslenskri síld verða 14 prósentum hærri í ár en þegar samningar voru í gildi um stjórn veiða úr stofninum. Ástæðan er sú að Norðmenn hafa ekki viljað fallast á skiptingu heildarmagnsins og krafist þess að fá stærri hlut en þeir hafa haft. Því settu þeir kvóta fyrir árið 2005 sem er 14 prósentum hærri en áður. Þar sem ekkert bendir til þess að Norðmenn muni endurskoða ákvörðun sína um aflaheimildir í norsk-íslenskri síld hafa Íslendingar einnig hækkað kvóta sinn til jafns við hækkun Norðmanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×