Innlent

Náið samstarf mikilvægt

Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að niðurstaða málþings verkalýðshreyfingarinnar um ólöglegt erlent vinnuafl hafi verið sú að samstarf verkalýðshreyfingarinnar og samtaka á almennum vinnumarkaði við stjórnvöld sé mikilvægt. "Það þarf samstillt átak til að taka á þessum vanda sem er að verða hér í sambandi við ólöglega atvinnustarfsemi og þátttöku útlendinga í því sambandi. Það er lykilatriðið í niðurstöðunni," sagði Skúli eftir málþingi sem haldið var á Selfossi. "Þetta var merkileg og góð ráðstefna að því leytinu til að hér var fulltrúi skattrannsóknastjóra, Vinnumálastofnunar og lögregluyfirvalda. Við fórum yfir veruleikann eins og hann er og það er kannski í fyrsta skipti sem menn gera það með þessum hætti." Á málþinginu kom fram að skerpa þarf á regluverkinu, sérstaklega í sambandi við starfsmannaleigur. "Menn standa í vandræðum hvað varðar skattalega meðferð og vinnu þessara útlendinga. Þar reyna menn að sniðganga lögin með öllum tiltækum ráðum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×