Innlent

Vilja fella niður fyrningafrest

Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna skora á allsherjarnefnd að hleypa frumvarpi um niðurfellingu fyrningarfrests í kynferðisafbrotamálum gegn börnum út úr nefndinni enda hafi frumvarpið legið óafgreitt í nefndinni í tvö ár. Í sameiginlegri ályktun þeirra segir að kynferðisafbrot gegn börnum eigi að flokka með öðrum brotum sem ekki fyrnast, svo sem manndrápi og mannráni. Eigi Alþingi því að afgreiða frumvarpið á lýðræðislegan hátt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×