Innlent

Svanhildur hæf fyrir borgina

Kærunefnd jafnréttismála telur ekki efni til að líta svo á að Reykjavíkurborg hafi brotið jafnréttislög þegar borgin réð Svanhildi Konráðsdóttur í starf sviðstjóra menningar- og ferðamálasviðs. Karlmaður sem sótti ásamt Svanhildi um starfið óskaði eftir álitinu. Hann taldi sig hafa meiri menntun og fjölþættari starfsreynslu, yfirgripsmeiri og lengri en Svanhildur. Kærunefndin ályktar að þar sem Svanhildur hafi þekkt betur til stjórnkerfisins sem kröfur voru um í umsókninni hafi ráðningin verið í lagi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×