Erlent

Reykháfurinn reistur

Verkamenn í Páfagarði settu í gær upp reykháf á Sixtínsku kapelluna en upp úr honum mun hvítur eða svartur reykur streyma á mánudaginn. Þá verður haldinn kardínálafundur í kapellunni þar sem nýr páfi verður valinn. Aldagömul hefð er fyrir því að kardínálarnir brenni kjörseðla sína að atkvæðagreiðslu lokinni. Með sérstökum efnum er hægt að lita reykinn. Svartur mökkur mun streyma upp úr strompinum ef klerkarnir eru ósammála um hver verði páfi en hvítur hafi þeir náð sátt um valið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×