Erlent

Verðlaunahestur kemur í heiminn

Á Ítalíu er verðlaunahestur kominn í heiminn. Hvernig geta menn verið vissir um það? Jú, þetta folald er afkvæmi verðlaunahests. Skyldleikinn er töluvert meiri en alla jafna þar sem þetta folald er klónað. Faðirinn var verðlaunakappreiðahestur og það sem meira er: Hann er geldingur. Folaldið var klónað úr húðfrumu. Það þurfti 226 tilraunir til að klóna hestinn og eru vísindamennirnir afar ánægðir með árangurinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×