Innlent

Brot á útlendingalögum

Ákæra á hendur Jóni Guðmundssyni fyrir brot á lögum um útlendinga, atvinnuréttindi útlendinga og almennum hegningarlögum, var þingfest hjá Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. Jón er ákærður fyrir að hafa nýtt starfskrafta þriggja Pólverja til byggingavinnu við nýtt hótel sem nú er að rísa á landi Drangshlíðar 1, Rangárþingi eystra án þess að þeir hefðu tilskilin atvinnuleyfi til að starfa hér á landi. Einnig fyrir að hafa veist að rannsóknarlögreglumanni og kastað í hann gsm síma við yfirheyrslu á lögreglustöðinni á Selfossi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×