Fleiri fréttir Haförn sást í Víðidal Haförn hefur gert sig heimakominn í Húnaþingi vestra, á slóðum þar sem þessi konungur fuglanna á Íslandi sést venjulega ekki. Íbúarnir á bænum Dæli í Víðidal segja að hann hafi fyrst sést í október og síðan hafi hann öðru hverju komið í heimsókn. 24.2.2005 00:01 Hæstiréttur staðfestir lögbann Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands vestra um lögbann við því að stofnfé í Sparisjóði Skagafjarðar verði aukið. 24.2.2005 00:01 Ekki ákærður fyrir að skjóta Íraka Bandarískur hermaður sem skaut særðan og óvopnaðan írakskan uppreisnarmann til bana í nóvember á síðasta ári verður ekki ákærður þar sem sönnunargögn skortir. Atvikið náðist á myndband en það reyndist ekki nóg. 24.2.2005 00:01 Rannsókn á líkamsleifum hætt Rannsókn á líkamsleifum þeirra sem fórust í hryðjuverkaárásunum á tvíburaturnana í New York 11. september 2001 hefur verið formlega hætt. Ekki tókst að bera kennsl á meira en ellefu hundruð fórnarlömb árásanna en heilbrigðisyfirvöld segja að lengra verði ekki komist með nútímatækni. Afar erfitt reynist að greina líkamsleifar frá rusli og spýtnabraki. 24.2.2005 00:01 Deilumálin hrannast upp Þeir eru enn þá vinir en deilumálin hrannast upp og það verður æ grynnra á því góða með þeim. Íran, Tsjetsjenía, Kyoto-bókunin, lýðræði og frelsi fjölmiðla eru meðal ágreiningsefna Bush og Pútíns sem hittust á fundi í dag. 24.2.2005 00:01 Orkuverð hækkar vegna orkulaga Orkuverð hækkar víða um land vegna nýrra raforkulaga sem banna ýmis sérkjör sem áður buðust. Reynt er að finna lausn en helst kemur til greina að auka niðurgreiðslur á orkuverði til ýmissa hópa. 24.2.2005 00:01 Fjöltækniskóli Íslands Fjöltækniskóli Íslands er nýtt nafn sameinaðs Stýrimannaskóla og Vélskóla Íslands. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðhera svipti hulunni af nýja nafninu í gærmorgun. 24.2.2005 00:01 Menningarverðlaun DV afhent Gamlir sykurmolar voru áberandi við afhendingu menningarverðlauna DV undir kvöld. Björk hlaut þar verðlaun fyrir tónlist. Kvikmyndaverðlaunin féllu Berki Gunnarssyni í skaut og Íslenski dansflokkurinn skaraði fram úr í leiklistarflokki. Bragi Ólafsson rithöfundur hlaut bókmenntaverðlaunin í ár. 24.2.2005 00:01 Þrjú ár fyrir fíkniefnainnflutning Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær hinn 33 ára Árna Geir Norðdahl Þórðarson í þriggja ára fangelsi fyrir vörslu á um hálfu kílói á fíkniefnum og fyrir brot á skotvopnalögum. 24.2.2005 00:01 Kærður fyrir fjárdrátt Héraðsdómur Reykjavíkur þingfesti í gær ákæru á hendur lögregluþjóni úr Dalasýslu. Lögregluþjóninum er gefið að sök að hafa dregið að sér fé og nota lögreglubifreið í eigin þágu, sem er brot í opinberu starfi. Meint brot voru framin í fyrra. 24.2.2005 00:01 Ríkið greiði bætur fyrir varðhald Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær íslenska ríkið til að greiða 36 ára gömlum karlmanni 500 þúsund krónur í bætur fyrir að hafa hneppt hann í gæsluvarðhald án fullnægjandi rökstuðnings. Maðurinn stefndi ríkinu í júní í fyrra. 24.2.2005 00:01 Tveir teknir með fíkniefni Tveir menn á fertugsaldri voru handteknir með tvö grömm af amfetamíni og lítilræði af hassi í Hafnarfirði um tíuleytið í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði hafa báðir mennirnir komið við sögu lögreglunnar áður og þótti ástæða til afskipta þegar þeir sáust á gangi. 24.2.2005 00:01 Segir R-listann svíkja samkomulag R-listinn sveik samkomulag sem hann gerði við F-listann, að sögn Ólafs F. Magnússonar borgarfulltrúa. Ólafur segist hafa frestað að flytja tillögu um stofnun nýs starfshóps um deiliskipulag við Laugaveg að ósk Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra. Hún hefði á móti heitið að R-listinn myndi ekki nýta frestunina til að flytja aðrar tillögur um málið. 24.2.2005 00:01 Efast um að fé fari til fatlaðra Rúmlega átta þúsund fermetra húsnæði hefur verið byggt á Sólheimum, þar sem aðeins 40 fatlaðir búa. Þar á meðal er bygging sem er leigð út fyrir ráðstefnuhald og kirkja sem rúmar tvöfaldan íbúafjölda Sólheima. Stjórnarmaður Þroskahjálpar á Suðurlandi segir þetta brandara og fyrrverandi starfsmaður Sólheima vill heldur sjá fénu varið í að bæta þjónustuna við fatlaða. 24.2.2005 00:01 Ekki hrifinn af ályktun um ESB Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, er ekki hrifinn af tillögu um að flokksþing Framsóknarflokksins álykti að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið. 24.2.2005 00:01 Ölvun ógildir ekki bótarétt Þótt fólk sé drukkið þegar það verður fyrir óhappi missir það ekki sjálfkrafa rétt til slysa- eða dánarbóta. Hæstiréttur tók af öll tvímæli um þetta þegar Tryggingamiðstöðin var dæmd til að greiða sjö milljónir í dánarbætur vegna konu sem lést þegar henni var ýtt fram af svölum á Kanaríeyjum. 24.2.2005 00:01 Deilt um friðargæsluna Alþingiskonur stjórnarandstöðunnar deildu hart á íslensku friðargæsluna í dag og sögðu hana skilgetið afkvæmi karla. Konum hefur fækkað í friðargæslunni enda verkefnaval hennar konum í óhag eins og ný skýrsla leiðir í ljós. 24.2.2005 00:01 Ólík sýn á lýðræði Rússa Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna voru sammála um að koma yrði í veg fyrir að Íran og Norður-Kórea réðu yfir kjarnorkuvopnum en greindi á um lýðræðið í Rússlandi. 24.2.2005 00:01 Segjast fara frá Líbanon Líbanski varnarmálaráðherrann, Abdul-Rahim Murad, segir ákvörðun hafa verið tekna um brottför sýrlenska hersins frá strand- og fjallahéruðum Líbanons. Hann sagði hins vegar að sýrlenskar hersveitir yrðu áfram í Bekaadal nærri sýrlensku landamærunum. 24.2.2005 00:01 Páfi gekkst undir skurðaðgerð Læknar skáru gat á barka Jóhannesar Páls II páfa í gærkvöldi og komu fyrir pípu til að auðvelda honum að anda. Barkaskurðurinn tók hálftíma og heppnaðist vel að sögn talsmanna Vatíkansins. 24.2.2005 00:01 Afsögn ekki á dagskrá Franski ráðherrann Herve Gaymard þvertekur fyrir að segja af sér í kjölfar uppljóstrana um að ríkissjóður hafi greitt leiguna fyrir lúxusíbúð sem hann býr í á sama tíma og hann leigði út sína eigin íbúð í nágrenninu. 24.2.2005 00:01 Aldrei fleiri tilnefningar 199 einstaklingar og félagasamtök voru tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels þetta árið og hefur fjöldi tilnefninga aldrei verið meiri. Tilnefningarnar skiptust milli 163 einstaklinga og 36 samtaka. 24.2.2005 00:01 Stjórnarkreppu afstýrt í Palestínu Stuttri stjórnarkreppu í Palestínu lauk í gær þegar palestínska þingið lagði blessun sína yfir ráðherralista Ahmed Qureia forsætisráðherra. Hann þykir hafa beðið hnekki af málinu en Mahmoud Abbas forseti styrkst. </font /></b /> 24.2.2005 00:01 Voru með ófullnægjandi skilríki Fimm Portúgalar sem lögreglan á Selfossi stöðvaði síðdegis í gær eftir að bíll þeirra hafði mælst á of miklum hraða reyndust vera með ófullnægjandi skilríki. Tveir þeirra höfðu engin skilríki, þrír höfðu aðeins dvalarleyfi og aðeins einn hafði atvinnuleyfi þótt þeir væru allir í fullri vinnu sem smiðir austur í Rangárvallasýslu. 23.2.2005 00:01 Segir að ekki verði ráðist á Íran George Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að það væri fráleitt að halda því fram að stjórnvöld í Bandaríkjunum væru að skipuleggja árás á Íran. Á fundi með leiðtogum allra 25 landa Evrópusambandsins í gær lýsti Bush því í fyrsta skipti yfir með afgerandi hætti að innrás í Íran væri ekki á dagskrá. 23.2.2005 00:01 Tvö rán framin í gærkvöld Tvö rán voru framin á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og eru vísbendingar um að sami maður hafi verið á ferð í báðum tilvikum. Rétt fyrir klukkan tíu hótaði maður með hulið andlit afgreiðslustúlku í söluturni við Borgarholtsbraut og sprautaði á hana úr meisúðabrúsa, en úði úr þeim hálfblindar fólk. Síðan hrifsaði hann peninga úr peningakassanum og hljóp á brott. 23.2.2005 00:01 Sagður hafa ætlað að myrða Bush Bandaríkjamaður af arabískum uppruna hefur verið ákærður fyrir að skipuleggja morðtilræði við George Bush Bandaríkjaforseta. Í ákæru á hendur manninum segir að hann hafi tvívegis lagt á ráðin um það með öðrum manni hvernig ráða mætti forsetann af dögum. Ætlunin hafi verið að skjóta Bush eða sprengja bílsprengju í námunda við hann. 23.2.2005 00:01 Enn mótmæli gegn Bush í Evrópu Þrátt fyrir að þíða sé nú á milli ráðamanna Evrópu og Bandaríkjanna heldur almenningur í Evrópu áfram að mótmæla komu George Bush Bandaríkjaforseta til álfunnar. Meira en þúsund manns mótmæltu í kuldanum í Brussel í gær þegar Bush hitti leiðtoga aðildarríkja ESB og til átaka kom eftir að mótmælendur hentu mólotov-kokkteilum og glerflöskum í átt að lögreglumönnum. 23.2.2005 00:01 Slasaðist á skíðum í Bláfjöllum Fjórtán ára súlka slasaðist þar sem hún var á skíðum í Bláfjöllum í gær. Slysið varð með þeim hætti að maður á snjóbretti lenti harkalega á henni en við það féll hún og meiddist á baki og öxl. Brettamanninn sakaði ekki en stúlkan var flutt á slysadeild. 23.2.2005 00:01 Leitað að lífsmarki í rústum Björgunarsveitarmenn leita nú í óða önn að lífsmarki í rústum eftir jarðskjálftann sem varð meira en fimm hundruð manns að bana í Íran í gær. Enn hafa ekki verið gefnar út tölur um mannfall í þrem afskekktustu þorpunum sem lentu í skjálftanum og því hætt við því að tala látinna muni hækka töluvert. 23.2.2005 00:01 Fjölmargir árekstrar í gær Fjöldi árekstra varð í Reykjavík í gærdag en engin slasaðist alvarlega þrátt fyrir talsvert eignatjón í sumum þeirra. Lögregla kann enga skýringu á þessu því þótt þoka hafi verið í borginni var hún ekki svo svört að hún hafi átt að byrgja ökumönnum sýn. 23.2.2005 00:01 Reykjavíkurflugvöllur opinn á ný Þokunni sem legið hefur yfir Reykjavík síðustu daga hefur nú létt og Reykjavíkurflugvöllur er því opinn á ný. Um 1500 farþegar eru bókaðir í flug í dag og er gert ráð fyrir að hægt verði að koma þeim öllum á áfangastað án mikillar röskunnar.</span /> 23.2.2005 00:01 Varað við fuglaflensu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur nú gríðarmikla áherslu á að vara fólk við hættunni sem stafar af fuglaflensunni svokölluðu. Sérfræðingar stofnunarinnar segja að mikil hætta sé á ferðum og að miklar líkur séu á að alheimsfaraldur brjótist út. Það sem veldur mestum áhyggjum er að þetta flensuafbrigði sem nú berst frá fuglum í menn stökkbreytist þannig að flensan fari að smitast manna á milli. 23.2.2005 00:01 Flugi frestað vegna Bush Þýska flugfélagið Lufthansa þurfti að fresta tugum ferða frá flugvellinum í Frankfurt í morgun vegna komu George Bush Bandaríkjaforseta til landsins. Af öryggisástæðum var brugðið á það ráð að draga úr flugi frá vellinum í að minnsta kosti klukkutíma en flugvél Bush lenti á flugvellinum rétt fyrir klukkan níu í morgun. 23.2.2005 00:01 Ekki boðið á fund um neyðarlínu Fulltrúa slökkviliðs Ísafjarðar var ekki boðið á fund um neyðarlínuna í kjölfar mistaka hjá henni þegar sjúkrabíll var kallaður frá Ísafirði þegar maður hneig niður í Bolungarvík. 23.2.2005 00:01 Almenningur hundfúll út í Bush Þrátt fyrir að leiðtogar Evrópu og Bandaríkjanna séu að sættast og grafa stríðsöxina er hinn almenni Evrópubúi enn þá hundfúll út í Bush Bandaríkjaforseta. Andstaðan endurspeglast í miklum mótmælum sem hafa brotist út hvar sem Bush hefur farið um Evrópu. 23.2.2005 00:01 Ræningi enn ófundinn Tvö rán voru framin á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og eru vísbendingar um að sami maður hafi verið á ferð í báðum tilvikum. Hann er ófundinn þrátt fyrir mikla leit. 23.2.2005 00:01 Sýknaður af tilraun til manndráps Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði fyrir hádegi tæplega fimmtugan karlmann af ákæru um tilraun til manndráps. 23.2.2005 00:01 Rýnihópur komi að Laugavegsmáli Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, hyggst í dag á fundi ráðsins leggja til að skipaður verði rýnihópur um útlit nýbygginga, viðbygginga og breytinga við Laugaveg. Á hópurinn að vera skipulagsráði til stuðnings við mat á tillögum um uppbyggingu við Laugaveg á grundvelli samþykkts deiliskipulags eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá skipulagsráði. 23.2.2005 00:01 Tveir hjálparstarfsmenn drepnir Tveir afganskir hjálparstarfsmenn fundust látnir í suðurhluta Afganistans í gær og fyrradag en þeir höfðu verið skotnir í höfuðið. Hjálparstarfsmennirnir unnu fyrir samtökin IbnSina og sagði talsmaður þeirra við Reuters-fréttaveituna að þeir hefðu fundist á vegi í Kandahar-héraði. Talið er að skæruliðar hafi banað þeim en þeir hafa látið mikið að sér kveða í héraðinu að undanförnu. 23.2.2005 00:01 Rannsókn lögreglu ábótavant Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði tæplega fimmtugan karlmann af ákæru um tilraun til manndráps. Dómurinn segir rannsókn lögreglu á málinu stórlega ábótavant en þær rannsóknir sem hefði átt að gera í tengslum við málið, en voru ekki gerðar, hefðu ein eða fleiri getað haft úrslitaáhrif á niðurstöðu þess. 23.2.2005 00:01 Sjávarútvegsakademíu komið á fót Komið hefur verið á fót norrænni sjávarútvegsakademíu sem mun standa fyrir námskeiðum í fiskveiðistjórnun og fylgjast með fiskistofnum og auðlindum hafsins. Sjávarútvegsakademían verður ekki með fast heimilisfang heldur mun hún starfa sem tengslanet og verður því stjórnað frá Háskólanum í Björgvin eftir því sem segir í tilkynningu frá Norðurlandaráði. 23.2.2005 00:01 Kosið um stjórnarskrá í sumar Hollendingar kjósa um nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins 1. júní næstkomandi. Frá þessu greindu skipuleggjendur kosninganna í dag. Stuðningur við Evrópusambandið hefur lengi verið góður í Hollandi en undanfarið hefur þeim fjölgað sem líta samstarfið hornauga og því óttast yfirvöld í Hollandi nú að ef þátttaka í kosningunum verði lítil muni andstæðingar stjórnarskrárinnar hafa nauman sigur. 23.2.2005 00:01 Sektuð vegna samráðs Samkeppnisráð dæmdi í dag þrjú tryggingafélög til að greiða 60,5 milljónir króna í sekt vegna ólögmæts verðsamráðs. Félögin sem um ræðir eru Sjóvá-Almennar, Tryggingamiðstöðin og VÍS. 23.2.2005 00:01 Ormahreinsun, gelding og örmerking Umhverfisráð Reykjavíkur hefur samþykkt reglur um kattahald og annað gæludýrahald. 23.2.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Haförn sást í Víðidal Haförn hefur gert sig heimakominn í Húnaþingi vestra, á slóðum þar sem þessi konungur fuglanna á Íslandi sést venjulega ekki. Íbúarnir á bænum Dæli í Víðidal segja að hann hafi fyrst sést í október og síðan hafi hann öðru hverju komið í heimsókn. 24.2.2005 00:01
Hæstiréttur staðfestir lögbann Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands vestra um lögbann við því að stofnfé í Sparisjóði Skagafjarðar verði aukið. 24.2.2005 00:01
Ekki ákærður fyrir að skjóta Íraka Bandarískur hermaður sem skaut særðan og óvopnaðan írakskan uppreisnarmann til bana í nóvember á síðasta ári verður ekki ákærður þar sem sönnunargögn skortir. Atvikið náðist á myndband en það reyndist ekki nóg. 24.2.2005 00:01
Rannsókn á líkamsleifum hætt Rannsókn á líkamsleifum þeirra sem fórust í hryðjuverkaárásunum á tvíburaturnana í New York 11. september 2001 hefur verið formlega hætt. Ekki tókst að bera kennsl á meira en ellefu hundruð fórnarlömb árásanna en heilbrigðisyfirvöld segja að lengra verði ekki komist með nútímatækni. Afar erfitt reynist að greina líkamsleifar frá rusli og spýtnabraki. 24.2.2005 00:01
Deilumálin hrannast upp Þeir eru enn þá vinir en deilumálin hrannast upp og það verður æ grynnra á því góða með þeim. Íran, Tsjetsjenía, Kyoto-bókunin, lýðræði og frelsi fjölmiðla eru meðal ágreiningsefna Bush og Pútíns sem hittust á fundi í dag. 24.2.2005 00:01
Orkuverð hækkar vegna orkulaga Orkuverð hækkar víða um land vegna nýrra raforkulaga sem banna ýmis sérkjör sem áður buðust. Reynt er að finna lausn en helst kemur til greina að auka niðurgreiðslur á orkuverði til ýmissa hópa. 24.2.2005 00:01
Fjöltækniskóli Íslands Fjöltækniskóli Íslands er nýtt nafn sameinaðs Stýrimannaskóla og Vélskóla Íslands. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðhera svipti hulunni af nýja nafninu í gærmorgun. 24.2.2005 00:01
Menningarverðlaun DV afhent Gamlir sykurmolar voru áberandi við afhendingu menningarverðlauna DV undir kvöld. Björk hlaut þar verðlaun fyrir tónlist. Kvikmyndaverðlaunin féllu Berki Gunnarssyni í skaut og Íslenski dansflokkurinn skaraði fram úr í leiklistarflokki. Bragi Ólafsson rithöfundur hlaut bókmenntaverðlaunin í ár. 24.2.2005 00:01
Þrjú ár fyrir fíkniefnainnflutning Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær hinn 33 ára Árna Geir Norðdahl Þórðarson í þriggja ára fangelsi fyrir vörslu á um hálfu kílói á fíkniefnum og fyrir brot á skotvopnalögum. 24.2.2005 00:01
Kærður fyrir fjárdrátt Héraðsdómur Reykjavíkur þingfesti í gær ákæru á hendur lögregluþjóni úr Dalasýslu. Lögregluþjóninum er gefið að sök að hafa dregið að sér fé og nota lögreglubifreið í eigin þágu, sem er brot í opinberu starfi. Meint brot voru framin í fyrra. 24.2.2005 00:01
Ríkið greiði bætur fyrir varðhald Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær íslenska ríkið til að greiða 36 ára gömlum karlmanni 500 þúsund krónur í bætur fyrir að hafa hneppt hann í gæsluvarðhald án fullnægjandi rökstuðnings. Maðurinn stefndi ríkinu í júní í fyrra. 24.2.2005 00:01
Tveir teknir með fíkniefni Tveir menn á fertugsaldri voru handteknir með tvö grömm af amfetamíni og lítilræði af hassi í Hafnarfirði um tíuleytið í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði hafa báðir mennirnir komið við sögu lögreglunnar áður og þótti ástæða til afskipta þegar þeir sáust á gangi. 24.2.2005 00:01
Segir R-listann svíkja samkomulag R-listinn sveik samkomulag sem hann gerði við F-listann, að sögn Ólafs F. Magnússonar borgarfulltrúa. Ólafur segist hafa frestað að flytja tillögu um stofnun nýs starfshóps um deiliskipulag við Laugaveg að ósk Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra. Hún hefði á móti heitið að R-listinn myndi ekki nýta frestunina til að flytja aðrar tillögur um málið. 24.2.2005 00:01
Efast um að fé fari til fatlaðra Rúmlega átta þúsund fermetra húsnæði hefur verið byggt á Sólheimum, þar sem aðeins 40 fatlaðir búa. Þar á meðal er bygging sem er leigð út fyrir ráðstefnuhald og kirkja sem rúmar tvöfaldan íbúafjölda Sólheima. Stjórnarmaður Þroskahjálpar á Suðurlandi segir þetta brandara og fyrrverandi starfsmaður Sólheima vill heldur sjá fénu varið í að bæta þjónustuna við fatlaða. 24.2.2005 00:01
Ekki hrifinn af ályktun um ESB Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, er ekki hrifinn af tillögu um að flokksþing Framsóknarflokksins álykti að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið. 24.2.2005 00:01
Ölvun ógildir ekki bótarétt Þótt fólk sé drukkið þegar það verður fyrir óhappi missir það ekki sjálfkrafa rétt til slysa- eða dánarbóta. Hæstiréttur tók af öll tvímæli um þetta þegar Tryggingamiðstöðin var dæmd til að greiða sjö milljónir í dánarbætur vegna konu sem lést þegar henni var ýtt fram af svölum á Kanaríeyjum. 24.2.2005 00:01
Deilt um friðargæsluna Alþingiskonur stjórnarandstöðunnar deildu hart á íslensku friðargæsluna í dag og sögðu hana skilgetið afkvæmi karla. Konum hefur fækkað í friðargæslunni enda verkefnaval hennar konum í óhag eins og ný skýrsla leiðir í ljós. 24.2.2005 00:01
Ólík sýn á lýðræði Rússa Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna voru sammála um að koma yrði í veg fyrir að Íran og Norður-Kórea réðu yfir kjarnorkuvopnum en greindi á um lýðræðið í Rússlandi. 24.2.2005 00:01
Segjast fara frá Líbanon Líbanski varnarmálaráðherrann, Abdul-Rahim Murad, segir ákvörðun hafa verið tekna um brottför sýrlenska hersins frá strand- og fjallahéruðum Líbanons. Hann sagði hins vegar að sýrlenskar hersveitir yrðu áfram í Bekaadal nærri sýrlensku landamærunum. 24.2.2005 00:01
Páfi gekkst undir skurðaðgerð Læknar skáru gat á barka Jóhannesar Páls II páfa í gærkvöldi og komu fyrir pípu til að auðvelda honum að anda. Barkaskurðurinn tók hálftíma og heppnaðist vel að sögn talsmanna Vatíkansins. 24.2.2005 00:01
Afsögn ekki á dagskrá Franski ráðherrann Herve Gaymard þvertekur fyrir að segja af sér í kjölfar uppljóstrana um að ríkissjóður hafi greitt leiguna fyrir lúxusíbúð sem hann býr í á sama tíma og hann leigði út sína eigin íbúð í nágrenninu. 24.2.2005 00:01
Aldrei fleiri tilnefningar 199 einstaklingar og félagasamtök voru tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels þetta árið og hefur fjöldi tilnefninga aldrei verið meiri. Tilnefningarnar skiptust milli 163 einstaklinga og 36 samtaka. 24.2.2005 00:01
Stjórnarkreppu afstýrt í Palestínu Stuttri stjórnarkreppu í Palestínu lauk í gær þegar palestínska þingið lagði blessun sína yfir ráðherralista Ahmed Qureia forsætisráðherra. Hann þykir hafa beðið hnekki af málinu en Mahmoud Abbas forseti styrkst. </font /></b /> 24.2.2005 00:01
Voru með ófullnægjandi skilríki Fimm Portúgalar sem lögreglan á Selfossi stöðvaði síðdegis í gær eftir að bíll þeirra hafði mælst á of miklum hraða reyndust vera með ófullnægjandi skilríki. Tveir þeirra höfðu engin skilríki, þrír höfðu aðeins dvalarleyfi og aðeins einn hafði atvinnuleyfi þótt þeir væru allir í fullri vinnu sem smiðir austur í Rangárvallasýslu. 23.2.2005 00:01
Segir að ekki verði ráðist á Íran George Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að það væri fráleitt að halda því fram að stjórnvöld í Bandaríkjunum væru að skipuleggja árás á Íran. Á fundi með leiðtogum allra 25 landa Evrópusambandsins í gær lýsti Bush því í fyrsta skipti yfir með afgerandi hætti að innrás í Íran væri ekki á dagskrá. 23.2.2005 00:01
Tvö rán framin í gærkvöld Tvö rán voru framin á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og eru vísbendingar um að sami maður hafi verið á ferð í báðum tilvikum. Rétt fyrir klukkan tíu hótaði maður með hulið andlit afgreiðslustúlku í söluturni við Borgarholtsbraut og sprautaði á hana úr meisúðabrúsa, en úði úr þeim hálfblindar fólk. Síðan hrifsaði hann peninga úr peningakassanum og hljóp á brott. 23.2.2005 00:01
Sagður hafa ætlað að myrða Bush Bandaríkjamaður af arabískum uppruna hefur verið ákærður fyrir að skipuleggja morðtilræði við George Bush Bandaríkjaforseta. Í ákæru á hendur manninum segir að hann hafi tvívegis lagt á ráðin um það með öðrum manni hvernig ráða mætti forsetann af dögum. Ætlunin hafi verið að skjóta Bush eða sprengja bílsprengju í námunda við hann. 23.2.2005 00:01
Enn mótmæli gegn Bush í Evrópu Þrátt fyrir að þíða sé nú á milli ráðamanna Evrópu og Bandaríkjanna heldur almenningur í Evrópu áfram að mótmæla komu George Bush Bandaríkjaforseta til álfunnar. Meira en þúsund manns mótmæltu í kuldanum í Brussel í gær þegar Bush hitti leiðtoga aðildarríkja ESB og til átaka kom eftir að mótmælendur hentu mólotov-kokkteilum og glerflöskum í átt að lögreglumönnum. 23.2.2005 00:01
Slasaðist á skíðum í Bláfjöllum Fjórtán ára súlka slasaðist þar sem hún var á skíðum í Bláfjöllum í gær. Slysið varð með þeim hætti að maður á snjóbretti lenti harkalega á henni en við það féll hún og meiddist á baki og öxl. Brettamanninn sakaði ekki en stúlkan var flutt á slysadeild. 23.2.2005 00:01
Leitað að lífsmarki í rústum Björgunarsveitarmenn leita nú í óða önn að lífsmarki í rústum eftir jarðskjálftann sem varð meira en fimm hundruð manns að bana í Íran í gær. Enn hafa ekki verið gefnar út tölur um mannfall í þrem afskekktustu þorpunum sem lentu í skjálftanum og því hætt við því að tala látinna muni hækka töluvert. 23.2.2005 00:01
Fjölmargir árekstrar í gær Fjöldi árekstra varð í Reykjavík í gærdag en engin slasaðist alvarlega þrátt fyrir talsvert eignatjón í sumum þeirra. Lögregla kann enga skýringu á þessu því þótt þoka hafi verið í borginni var hún ekki svo svört að hún hafi átt að byrgja ökumönnum sýn. 23.2.2005 00:01
Reykjavíkurflugvöllur opinn á ný Þokunni sem legið hefur yfir Reykjavík síðustu daga hefur nú létt og Reykjavíkurflugvöllur er því opinn á ný. Um 1500 farþegar eru bókaðir í flug í dag og er gert ráð fyrir að hægt verði að koma þeim öllum á áfangastað án mikillar röskunnar.</span /> 23.2.2005 00:01
Varað við fuglaflensu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur nú gríðarmikla áherslu á að vara fólk við hættunni sem stafar af fuglaflensunni svokölluðu. Sérfræðingar stofnunarinnar segja að mikil hætta sé á ferðum og að miklar líkur séu á að alheimsfaraldur brjótist út. Það sem veldur mestum áhyggjum er að þetta flensuafbrigði sem nú berst frá fuglum í menn stökkbreytist þannig að flensan fari að smitast manna á milli. 23.2.2005 00:01
Flugi frestað vegna Bush Þýska flugfélagið Lufthansa þurfti að fresta tugum ferða frá flugvellinum í Frankfurt í morgun vegna komu George Bush Bandaríkjaforseta til landsins. Af öryggisástæðum var brugðið á það ráð að draga úr flugi frá vellinum í að minnsta kosti klukkutíma en flugvél Bush lenti á flugvellinum rétt fyrir klukkan níu í morgun. 23.2.2005 00:01
Ekki boðið á fund um neyðarlínu Fulltrúa slökkviliðs Ísafjarðar var ekki boðið á fund um neyðarlínuna í kjölfar mistaka hjá henni þegar sjúkrabíll var kallaður frá Ísafirði þegar maður hneig niður í Bolungarvík. 23.2.2005 00:01
Almenningur hundfúll út í Bush Þrátt fyrir að leiðtogar Evrópu og Bandaríkjanna séu að sættast og grafa stríðsöxina er hinn almenni Evrópubúi enn þá hundfúll út í Bush Bandaríkjaforseta. Andstaðan endurspeglast í miklum mótmælum sem hafa brotist út hvar sem Bush hefur farið um Evrópu. 23.2.2005 00:01
Ræningi enn ófundinn Tvö rán voru framin á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og eru vísbendingar um að sami maður hafi verið á ferð í báðum tilvikum. Hann er ófundinn þrátt fyrir mikla leit. 23.2.2005 00:01
Sýknaður af tilraun til manndráps Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði fyrir hádegi tæplega fimmtugan karlmann af ákæru um tilraun til manndráps. 23.2.2005 00:01
Rýnihópur komi að Laugavegsmáli Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, hyggst í dag á fundi ráðsins leggja til að skipaður verði rýnihópur um útlit nýbygginga, viðbygginga og breytinga við Laugaveg. Á hópurinn að vera skipulagsráði til stuðnings við mat á tillögum um uppbyggingu við Laugaveg á grundvelli samþykkts deiliskipulags eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá skipulagsráði. 23.2.2005 00:01
Tveir hjálparstarfsmenn drepnir Tveir afganskir hjálparstarfsmenn fundust látnir í suðurhluta Afganistans í gær og fyrradag en þeir höfðu verið skotnir í höfuðið. Hjálparstarfsmennirnir unnu fyrir samtökin IbnSina og sagði talsmaður þeirra við Reuters-fréttaveituna að þeir hefðu fundist á vegi í Kandahar-héraði. Talið er að skæruliðar hafi banað þeim en þeir hafa látið mikið að sér kveða í héraðinu að undanförnu. 23.2.2005 00:01
Rannsókn lögreglu ábótavant Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði tæplega fimmtugan karlmann af ákæru um tilraun til manndráps. Dómurinn segir rannsókn lögreglu á málinu stórlega ábótavant en þær rannsóknir sem hefði átt að gera í tengslum við málið, en voru ekki gerðar, hefðu ein eða fleiri getað haft úrslitaáhrif á niðurstöðu þess. 23.2.2005 00:01
Sjávarútvegsakademíu komið á fót Komið hefur verið á fót norrænni sjávarútvegsakademíu sem mun standa fyrir námskeiðum í fiskveiðistjórnun og fylgjast með fiskistofnum og auðlindum hafsins. Sjávarútvegsakademían verður ekki með fast heimilisfang heldur mun hún starfa sem tengslanet og verður því stjórnað frá Háskólanum í Björgvin eftir því sem segir í tilkynningu frá Norðurlandaráði. 23.2.2005 00:01
Kosið um stjórnarskrá í sumar Hollendingar kjósa um nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins 1. júní næstkomandi. Frá þessu greindu skipuleggjendur kosninganna í dag. Stuðningur við Evrópusambandið hefur lengi verið góður í Hollandi en undanfarið hefur þeim fjölgað sem líta samstarfið hornauga og því óttast yfirvöld í Hollandi nú að ef þátttaka í kosningunum verði lítil muni andstæðingar stjórnarskrárinnar hafa nauman sigur. 23.2.2005 00:01
Sektuð vegna samráðs Samkeppnisráð dæmdi í dag þrjú tryggingafélög til að greiða 60,5 milljónir króna í sekt vegna ólögmæts verðsamráðs. Félögin sem um ræðir eru Sjóvá-Almennar, Tryggingamiðstöðin og VÍS. 23.2.2005 00:01
Ormahreinsun, gelding og örmerking Umhverfisráð Reykjavíkur hefur samþykkt reglur um kattahald og annað gæludýrahald. 23.2.2005 00:01