Innlent

Kærður fyrir fjárdrátt

Héraðsdómur Reykjavíkur þingfesti í gær ákæru á hendur lögregluþjóni úr Dalasýslu. Lögregluþjóninum er gefið að sök að hafa dregið að sér fé og nota lögreglubifreið í eigin þágu, sem er brot í opinberu starfi. Meint brot voru framin í fyrra. Í ákærunni segir að maðurinn hafi keyrt bílinn um níu þúsund kílómetra í eigin erindagjörðum og krefst ríkissaksóknari þess að manninum verði refsað. Við þingfestingu sagði yfirlögregluþjónninn að ákæran væri röng í báðum liðum og mótmælti henni algjörlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×