Innlent

Framhúsið ekki rifið

Ekki er heimilt að rífa framhúsið við Laugaveg 17, að sögn Dags B. Eggertssonar, formanns skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar. Samkvæmt deiliskipulagi eru hús við Laugaveg 17 meðal þeirra sem heimilt verður að rífa en Dagur segir að sú heimild nái aðeins til bakhúsanna á reitnum, þar sem verslanirnar Plastikk og Oni eru meðal annars. Bolli Kristinsson kaupmaður, sem sat í ráðgefandi starfshópi fyrir Reykjavíkurborg, segir framhúsið vera sérlega fallegt og setja mikinn svip á götuna og leggur hann til að það verði með öllu friðað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×