Fleiri fréttir Minnst 15 látnir Minnst 15 hafa látist og nokurra er saknað eftir mikinn fellibyl sem gekk yfir suðvesturströnd Japan í morgun. Þá hafa 30 manns slasast í bylnum, sem farið hefur vel yfir 40 metra á sekúndu. Óttast er að bylurinn gangi yfir Tokyo síðar í dag. Á ákveðnum stöðum í suðurhluta Japans liggur öll starfsemi niðri vegna fellibylsins. 20.10.2004 00:01 Mikill mannfjöldi í kröfugöngu Mikill mannfjöldi er nú saman kominn í miðbæ reykjavíkur. Þúsundir manna fylla Ingólfstorg, Austurstræti, Bankastræti og uppá laugaveg. Kennarasambandið stendur fyrir kröfugöngu og útifundi á Ingólfstorgi sem nú stendur yfir en nákvæmlega mánuður er liðinn frá því yfirstandandi verkfall félagsmanna í félagi grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands hófst. 20.10.2004 00:01 Margir með illlæknanleg sár Þeir sem þjást af slæmum langvarandi sárum eru þögull hópur. En nú er komið að stofnun samtaka. 20.10.2004 00:01 Bill mætir til leiks Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun líklega þátt í kosningafundi fyrir John Kerry, forsetaframbjóðanda Demókrata, í Philadelphiu í næstu viku. Ekki er ljóst hvort Kerry sjálfur verður á fundinum, en Clinton hefur ákveðið að heiðra viðstadda með nærveru sinni. 20.10.2004 00:01 Hvað á hann að heita? Enn er óvíst hvað nýr sameinaður skóli Háskólans í Reykjavík og Tækniháskóla Íslands mun heita enda barnið svo að segja ný fætt. Þeir sem unnu að sameiningunni létu það ógert að velta nafnamálum fyrir sér og ætla nýrri stjórn hins sameinaða skóla að sjá um málið. 20.10.2004 00:01 Um 260 milljóna heimildir ónýttar Hátt í þriðja hundrað milljónir vantaði upp á að Tryggingastofnun fullnýtti heimildir sínar til niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði á síðustu þremur árum. Tannlæknir telur, að fjárhæðina hefði átt að nota til að hækka gjaldskrá heilbrigðisráðherra. </font /></b /> 20.10.2004 00:01 Tannheilsa rannsökuð Innan skamms verður hrundið af stað stórri rannsókn á stöðu tannheilsu barna. Er þetta gert til að bæta úr þeim skorti á nýjum upplýsingar um þennan heilsuþátt að sögn Gunnars Leifssonar tannlæknis. 20.10.2004 00:01 Misnotaði Oppfeldt fleiri drengi? Grunur leikur á að Flemming Oppfeldt, þingmaður Venstre í Danmörku, sem var handtekinn í gær og sakaður um að hafa beitt þrettán ára dreng kynferðisofbeldi, hafi níðst á fleiri drengjum. Danska lögreglan kannar vísbendingar um að Oppfeldt hafi ítrekað boðið ungum drengjum borgun fyrir kynmök. 20.10.2004 00:01 Bannar skopparabuxur Enginn er unglingur meðal unglinga nema hann klæðist svokölluðum skopparabuxum sem hanga varla uppi á mjöðmunum þannig að það skín í bæði nafla og nærbuxur. Ítalskur skólastjóri hefur nú fengið nóg af þessari tísku og bannar nemendum sínum að koma svona klæddum í skólann. 20.10.2004 00:01 Kosningunum mótmælt Átök brutust út í Minsk, höfuðstað Hvíta Rússlands í nótt, þegar andstæðingar Lukashenkos, forseta landsins, komu saman til að mótmæla því að hann hefur verið kosinn forseti ævilangt. Eftirlitsmenn segja að kosningasvindl hafi verið víðtækt í kosningunum sem fram fóru á sunnudaginn. 20.10.2004 00:01 Danskur þingmaður í gæsluvarðhald Danskur þingmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir kynferðislega misnotkun á þrettán ára dreng. Þingmaðurinn er talinn hafa reynt margoft að tæla til sín unga drengi gegn borgun. </font /></b /> 20.10.2004 00:01 Beittu ofbeldi, brutu og brömluðu Þrír menn réðust inn á ritstjórn DV í dag og gengu í skrokk á fréttastjóra blaðsins. Þeir unnu einnig skemmdarverk á skrifstofunni áður en þeir hurfu á braut. Lögregla telur sig vita hvaða menn voru að verki og leitar þeirra. Laust eftir klukkan eitt í dag ruddust mennirnir inn á ritstjórn DV. 20.10.2004 00:01 Rúmur helmingur tekna í fræðslu Rúmur helmingur tekna íslenskra sveitarfélaga var notaður til fræðslu- og uppeldismála í fyrra. Tvö sveitarfélög vörðu rúmlega 90 prósentum tekna sinna til þessa málaflokka. Samtals vörðu sveitarfélögin tæplega 48 milljörðum króna til fræðslu og uppeldismála í fyrra. Það eru 51,1% tekna þeirra. 20.10.2004 00:01 Kjarabarátta sem þarf að heyja "Ég ætla að vona að kennararnir standi sig enda er þetta kjarabarátta sem þarf að heyja. Það lifir enginn á 150 þúsundkallinum nú á dögum," segir Birgir Hólm Björgvinsson, sjómaður, spurður um hvað honum finnist um verkfall kennara. 20.10.2004 00:01 Segja styrk ekki stuðning Félag fréttamanna á Ríkisútvarpinu og Ríkissjónvarpinu hefur afthent verkfallssjóði Kennarasambands Íslands styrk að upphæð 220 þúsund krónur. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður félagsins vísar því á bug að með þessu séu fréttamenn ríkisfjölmiðlanna orðnir vanhæfir til að fjalla um kennaradeiluna. 20.10.2004 00:01 Farþegarnir bera ábyrgðina sjálfir Það er mjög slæmt mál og algjörlega óviðunandi að einungis tveir af fjörutíu sem voru í rútunni sem valt á veginum undir Akrafjalli í fyrradag skuli hafa verið spenntir í bílbelti. Þetta segir Sigurður Helgason, verkefnastjóri hjá Umferðarstofu. 20.10.2004 00:01 Karlar varist beinþynningu Á síðasta áratug hafa komið fram vísbendingar um að beinþynning sé ekki síður fylgifiskur öldrunar hjá körlum en konum. Vegna þessa var yfirskrift Alþjóðlega beinverndardagsins í gær "Karlar og beinþynning". 20.10.2004 00:01 Uppgreiðslugjald leyfilegt Valgerður Sverrisdóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra segir uppgreiðslugjald ekki bannað í íslenskum neytendalögum og sama gildi um löggjöf í nágrannalöndunum. Ákvæði um þetta mætti að hluta rekja til tilskipana Evrópusambandsins. 20.10.2004 00:01 Þörf á hugarfarsbreytingu Báðir þeir sem voru í beltum þegar rútan fór út af veginum undir Akrafjalli í fyrradag og endaði á hvolfi sluppu ómeiddir. Sigurður Guðmundsson landlæknir segir þetta sýna hversu brýnt það sé að fólk fari eftir reglum og spenni beltin. 20.10.2004 00:01 Láta ekki hótanir stoppa sig Ritsjórar DV ætla ekki að láta af umfjöllun sinni um handrukkara og aðra glæpamenn, þrátt fyrir árásir og hótanir frá þrem mönnum fyrr í dag. Ritstjórarnir segjast ekki vita hvað mönnunum hafi gengið til, en umfjöllun blaðsins um handrukkara og glæpamenn muni halda áfram hvað sem öllum hótunum líður. 20.10.2004 00:01 Stutt við skógrækt Jón Loftsson skógræktarstjóri og Sigurður E. Ragnarsson, framkvæmdastjóri byggingasviðs BYKO, hafa skrifað undir samning um fjárstuðning BYKO við viðarnýtingarnefnd skógræktargeirans. 20.10.2004 00:01 ME heldur upp á 25 ára afmæli Menntaskólinn á Egilsstöðum heldur um þessar mundir upp á 25 ára afmæli sitt. Formleg hátíðarhöld verða á laugardaginn og lýkur þeim með dansleik um kvöldið. 20.10.2004 00:01 Ein mínúta um lýðræði og ungt fólk Tuttugu ungmenni frá Íslandi, Grænlandi, Færeyjum, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi eru samankomin í Reykjavík til þess að vinna að framleiðslu einnar-mínútu myndbanda um lýðræði og þátttöku ungs fólks í samfélaginu. 20.10.2004 00:01 Benni gefur skátunum 400 þúsund Bílabúð Benna hefur ákveðið að styrkja skátahreyfinguna um 400 þúsund krónur og renna peningarnir í útilífsmiðstöð skáta að Úlfljótsvatni. 20.10.2004 00:01 Embættismenn firra sig ábyrgð Það er ekki rétt að kalla það mistök þegar Gullhamrar ehf., eigendur verslunarhúsnæðisins við Þjóðhildarstíg í Grafarholti, fengu verslunarleyfi að sögn Salvarar Jónsdóttur, sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur. Nóatún leigir nú húsnæðið og rekur verslun á staðnum. 20.10.2004 00:01 Fjármálaeftirlitið beiti sektum Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra segir koma til greina að Fjármálaeftirlitið fái heimild til að beita stjórnvaldssektum. 20.10.2004 00:01 Íkveikjur þrefaldast milli ára Það sem af er ári hafa komið þrisvar sinnum fleiri íkveikjur inn á borð lögreglu en allt árið í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá tölfræðideild Ríkislögreglustjóra er þá átt við mál þar sem vísvitandi er kveikt í eigum, en ekki talin með tilvik þar sem kveikt er í rusli á sorphaugum eða við vinnustaði. 20.10.2004 00:01 Sauðkrækingar þéna mest Meðallaun íbúa Sauðárkróks eru umtalsvert hærri en laun annarra íbúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Atvinnuþróunarfélags Norðurlands vestra. Skýrslan er unnin fyrir atvinnu og ferðamálanefnd sveitarfélagsins. 20.10.2004 00:01 Samgöngubót fyrir vestan Í nóvemberlok á að taka í notkun nýja 230 metra langa brú yfir Kolgrafafjörð á Snæfellsnesvegi, skammt austan Grundarfjarðar. Hingað til hafa þeir sem farið hafa um Snæfellsnes norðanmegin þurft að aka fjörðinn, en leiðin styttist nú um 7,3 kílómetra. 20.10.2004 00:01 Skutu í gegnum bíl Sprengingar og byssuskot kváðu við á öryggisnámskeiði sem Rauði kross Íslands hélt um helgina fyrir sendifulltrúa sína. 20.10.2004 00:01 Kokkar heimsóttu leikskóla Matreiðslumenn heimsóttu í gær 30 leikskóla í Reykjavík með það fyrir augum að kynna hollan mat og gott mataræði. Heimsóknirnar voru í tilefni af alþjóðlega kokkadeginum sem haldinn var hátíðlegur í fyrsta sinn í gær. 20.10.2004 00:01 Netumferð tryggari á eftir Netumferð innanlands á ekki að truflast þó svo að samband falli niður við umheiminn eftir að settur var upp speglunarpunktur fyrir einn af rótarnafnaþjónum netsins við skiptipunkt íslenskrar netumferðar (RIX - Reykjavík Internet Exchange) í Tæknigarði við Dunhaga í Reykjavík síðasta fimmtudag. 20.10.2004 00:01 Brottfall á undanhaldi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra sagði á Alþingi í gær að brottfall úr framhaldsskólum væri "á undanhaldi". Þetta kom fram í svari ráðherranns við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, Samfylkingunni. 20.10.2004 00:01 Segist ekki mega spyrja um Skjá 1 Geir H. Haarde, fjármálaráðherra neitaði í gær á Alþingi að svara spurningu Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar um kostnað Símans á helmingshlut í Skjá 1. Sagðist fjármálaráðherra sem fer með 99% hlut ríkisins i Símanum ekki hafa rétt til þess umfram aðra eigendur að afla slíkra upplýsinga 20.10.2004 00:01 Hvetja hjálparstofnanir til dáða Íröksk yfirvöld hvetja hjálparstofnanir til að gefast ekki upp og hætta starfsemi í landinu þrátt fyrir ítrekuð mannrán og sprengjuárásir. Öfgahópur rændi yfirmanni alþjóðlegu hjálparstofnunarinnar Care International í Bagdad gær. 20.10.2004 00:01 17 prósenta kynbundinn launamunur Launamunur kynjanna er sá sami hjá ríki og bæ og viðgengst á almennum vinnumarkaði. Ný rannsókn HASLA sýnir að fólk telur launaleynd skaðlega, en hún viðgengst í auknum mæli. Margir stunda símenntun sem þó hækkar ekki laun. Karlar eru með 17 prósent hærri heildarlaun á mánuði en konur. 20.10.2004 00:01 Kennarar í kröfugöngu Grunnskólakennarar og stuðningsmenn þeirra fjölmenntu í kröfugöngu í miðborg Reykjavíkur í dag, nú þegar verkfall hefur staðið yfir í heilan mánuð. 20.10.2004 00:01 Hjálparstarfsmenn í hættu Breskum starfsmanni hjálparstofnunarinnar CARE var rænt í Írak í vikunni. Mannránið vekur upp spurningar um öryggi fulltrúa hjálparsamtaka. 20.10.2004 00:01 Lambakjöt ódýrt erlendis Íslenska lambakjötið er ódýrara í verslunum erlendis en á Íslandi. 20.10.2004 00:01 Fæðingum fjölgar á Norðurlöndunum Fæðingum í norrænu ríkjunum fimm hefur fjölgað talsvert á milli ára en það hefur ekki gerst í háa herrans tíð. 20.10.2004 00:01 Kjósendur svartsýnir á efnahaginn Bandaríkjamenn eru svartsýnni á efnahagsástandi nú, tæpum tveimur vikum fyrir kosningar, en þeir voru fyrir mánuði síðan, samkvæmt skoðanakönnun Gallups sem birt var í fréttum CNN-sjónvarpsstöðvarinnar. 20.10.2004 00:01 Brutust inn á skrifstofu DV Fréttastjóri DV var tekinn hálstaki þegar þrír menn ruddust inn á ritstjórnarskrifstofur DV í hádeginu í gær og kröfðust þess að fá að tala við annan ritstjóra blaðsins. Skömmu síðar átti blaðamaður blaðsins fótum sínum fjör að launa þegar mennirnir bökkuðu bíl sínum á miklum hraða upp á gangstétt þar sem hann stóð og fylgdist með brottför þeirra. 20.10.2004 00:01 Fjölga lífvörðum ráðamanna Aldrei áður hafa jafn margir lífverðir gætt ísraelsks forsætisráðherra og nú. Öryggisgæslan um ísraelska ráðherra og þingmenn hefur verið aukin vegna hættu sem leyniþjónustan telur að kunni að steðja að ráðamönnum vegna atkvæðagreiðslu um brotthvarf frá Gaza. 20.10.2004 00:01 Höfum jafn mörg gen og ormar Maðurinn er ekki flóknari lífvera en ormur eða lítið blóm ef aðeins er miðað við fjölda gena sem hver lífvera býr yfir. "Við virðumst ekkert sérlega merkileg í þessari samkeppni," sagði Francis Collins, einn höfunda nýrrar greiningar á þeim fjölda gena sem mynda manninn, en hann telur þau mun færri en áður var talið. 20.10.2004 00:01 Írakar skamma Sameinuðu þjóðirnar Sameinuðu þjóðirnar standa ekki undir væntingum þegar kemur að aðstoð við undirbúning kosninganna í Írak sem fram eiga að fara í janúar. Þetta sagði Hoshyar Zebari, utanríkisráðherra í írösku bráðabirgðastjórninni. 20.10.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Minnst 15 látnir Minnst 15 hafa látist og nokurra er saknað eftir mikinn fellibyl sem gekk yfir suðvesturströnd Japan í morgun. Þá hafa 30 manns slasast í bylnum, sem farið hefur vel yfir 40 metra á sekúndu. Óttast er að bylurinn gangi yfir Tokyo síðar í dag. Á ákveðnum stöðum í suðurhluta Japans liggur öll starfsemi niðri vegna fellibylsins. 20.10.2004 00:01
Mikill mannfjöldi í kröfugöngu Mikill mannfjöldi er nú saman kominn í miðbæ reykjavíkur. Þúsundir manna fylla Ingólfstorg, Austurstræti, Bankastræti og uppá laugaveg. Kennarasambandið stendur fyrir kröfugöngu og útifundi á Ingólfstorgi sem nú stendur yfir en nákvæmlega mánuður er liðinn frá því yfirstandandi verkfall félagsmanna í félagi grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands hófst. 20.10.2004 00:01
Margir með illlæknanleg sár Þeir sem þjást af slæmum langvarandi sárum eru þögull hópur. En nú er komið að stofnun samtaka. 20.10.2004 00:01
Bill mætir til leiks Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun líklega þátt í kosningafundi fyrir John Kerry, forsetaframbjóðanda Demókrata, í Philadelphiu í næstu viku. Ekki er ljóst hvort Kerry sjálfur verður á fundinum, en Clinton hefur ákveðið að heiðra viðstadda með nærveru sinni. 20.10.2004 00:01
Hvað á hann að heita? Enn er óvíst hvað nýr sameinaður skóli Háskólans í Reykjavík og Tækniháskóla Íslands mun heita enda barnið svo að segja ný fætt. Þeir sem unnu að sameiningunni létu það ógert að velta nafnamálum fyrir sér og ætla nýrri stjórn hins sameinaða skóla að sjá um málið. 20.10.2004 00:01
Um 260 milljóna heimildir ónýttar Hátt í þriðja hundrað milljónir vantaði upp á að Tryggingastofnun fullnýtti heimildir sínar til niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði á síðustu þremur árum. Tannlæknir telur, að fjárhæðina hefði átt að nota til að hækka gjaldskrá heilbrigðisráðherra. </font /></b /> 20.10.2004 00:01
Tannheilsa rannsökuð Innan skamms verður hrundið af stað stórri rannsókn á stöðu tannheilsu barna. Er þetta gert til að bæta úr þeim skorti á nýjum upplýsingar um þennan heilsuþátt að sögn Gunnars Leifssonar tannlæknis. 20.10.2004 00:01
Misnotaði Oppfeldt fleiri drengi? Grunur leikur á að Flemming Oppfeldt, þingmaður Venstre í Danmörku, sem var handtekinn í gær og sakaður um að hafa beitt þrettán ára dreng kynferðisofbeldi, hafi níðst á fleiri drengjum. Danska lögreglan kannar vísbendingar um að Oppfeldt hafi ítrekað boðið ungum drengjum borgun fyrir kynmök. 20.10.2004 00:01
Bannar skopparabuxur Enginn er unglingur meðal unglinga nema hann klæðist svokölluðum skopparabuxum sem hanga varla uppi á mjöðmunum þannig að það skín í bæði nafla og nærbuxur. Ítalskur skólastjóri hefur nú fengið nóg af þessari tísku og bannar nemendum sínum að koma svona klæddum í skólann. 20.10.2004 00:01
Kosningunum mótmælt Átök brutust út í Minsk, höfuðstað Hvíta Rússlands í nótt, þegar andstæðingar Lukashenkos, forseta landsins, komu saman til að mótmæla því að hann hefur verið kosinn forseti ævilangt. Eftirlitsmenn segja að kosningasvindl hafi verið víðtækt í kosningunum sem fram fóru á sunnudaginn. 20.10.2004 00:01
Danskur þingmaður í gæsluvarðhald Danskur þingmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir kynferðislega misnotkun á þrettán ára dreng. Þingmaðurinn er talinn hafa reynt margoft að tæla til sín unga drengi gegn borgun. </font /></b /> 20.10.2004 00:01
Beittu ofbeldi, brutu og brömluðu Þrír menn réðust inn á ritstjórn DV í dag og gengu í skrokk á fréttastjóra blaðsins. Þeir unnu einnig skemmdarverk á skrifstofunni áður en þeir hurfu á braut. Lögregla telur sig vita hvaða menn voru að verki og leitar þeirra. Laust eftir klukkan eitt í dag ruddust mennirnir inn á ritstjórn DV. 20.10.2004 00:01
Rúmur helmingur tekna í fræðslu Rúmur helmingur tekna íslenskra sveitarfélaga var notaður til fræðslu- og uppeldismála í fyrra. Tvö sveitarfélög vörðu rúmlega 90 prósentum tekna sinna til þessa málaflokka. Samtals vörðu sveitarfélögin tæplega 48 milljörðum króna til fræðslu og uppeldismála í fyrra. Það eru 51,1% tekna þeirra. 20.10.2004 00:01
Kjarabarátta sem þarf að heyja "Ég ætla að vona að kennararnir standi sig enda er þetta kjarabarátta sem þarf að heyja. Það lifir enginn á 150 þúsundkallinum nú á dögum," segir Birgir Hólm Björgvinsson, sjómaður, spurður um hvað honum finnist um verkfall kennara. 20.10.2004 00:01
Segja styrk ekki stuðning Félag fréttamanna á Ríkisútvarpinu og Ríkissjónvarpinu hefur afthent verkfallssjóði Kennarasambands Íslands styrk að upphæð 220 þúsund krónur. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður félagsins vísar því á bug að með þessu séu fréttamenn ríkisfjölmiðlanna orðnir vanhæfir til að fjalla um kennaradeiluna. 20.10.2004 00:01
Farþegarnir bera ábyrgðina sjálfir Það er mjög slæmt mál og algjörlega óviðunandi að einungis tveir af fjörutíu sem voru í rútunni sem valt á veginum undir Akrafjalli í fyrradag skuli hafa verið spenntir í bílbelti. Þetta segir Sigurður Helgason, verkefnastjóri hjá Umferðarstofu. 20.10.2004 00:01
Karlar varist beinþynningu Á síðasta áratug hafa komið fram vísbendingar um að beinþynning sé ekki síður fylgifiskur öldrunar hjá körlum en konum. Vegna þessa var yfirskrift Alþjóðlega beinverndardagsins í gær "Karlar og beinþynning". 20.10.2004 00:01
Uppgreiðslugjald leyfilegt Valgerður Sverrisdóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra segir uppgreiðslugjald ekki bannað í íslenskum neytendalögum og sama gildi um löggjöf í nágrannalöndunum. Ákvæði um þetta mætti að hluta rekja til tilskipana Evrópusambandsins. 20.10.2004 00:01
Þörf á hugarfarsbreytingu Báðir þeir sem voru í beltum þegar rútan fór út af veginum undir Akrafjalli í fyrradag og endaði á hvolfi sluppu ómeiddir. Sigurður Guðmundsson landlæknir segir þetta sýna hversu brýnt það sé að fólk fari eftir reglum og spenni beltin. 20.10.2004 00:01
Láta ekki hótanir stoppa sig Ritsjórar DV ætla ekki að láta af umfjöllun sinni um handrukkara og aðra glæpamenn, þrátt fyrir árásir og hótanir frá þrem mönnum fyrr í dag. Ritstjórarnir segjast ekki vita hvað mönnunum hafi gengið til, en umfjöllun blaðsins um handrukkara og glæpamenn muni halda áfram hvað sem öllum hótunum líður. 20.10.2004 00:01
Stutt við skógrækt Jón Loftsson skógræktarstjóri og Sigurður E. Ragnarsson, framkvæmdastjóri byggingasviðs BYKO, hafa skrifað undir samning um fjárstuðning BYKO við viðarnýtingarnefnd skógræktargeirans. 20.10.2004 00:01
ME heldur upp á 25 ára afmæli Menntaskólinn á Egilsstöðum heldur um þessar mundir upp á 25 ára afmæli sitt. Formleg hátíðarhöld verða á laugardaginn og lýkur þeim með dansleik um kvöldið. 20.10.2004 00:01
Ein mínúta um lýðræði og ungt fólk Tuttugu ungmenni frá Íslandi, Grænlandi, Færeyjum, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi eru samankomin í Reykjavík til þess að vinna að framleiðslu einnar-mínútu myndbanda um lýðræði og þátttöku ungs fólks í samfélaginu. 20.10.2004 00:01
Benni gefur skátunum 400 þúsund Bílabúð Benna hefur ákveðið að styrkja skátahreyfinguna um 400 þúsund krónur og renna peningarnir í útilífsmiðstöð skáta að Úlfljótsvatni. 20.10.2004 00:01
Embættismenn firra sig ábyrgð Það er ekki rétt að kalla það mistök þegar Gullhamrar ehf., eigendur verslunarhúsnæðisins við Þjóðhildarstíg í Grafarholti, fengu verslunarleyfi að sögn Salvarar Jónsdóttur, sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur. Nóatún leigir nú húsnæðið og rekur verslun á staðnum. 20.10.2004 00:01
Fjármálaeftirlitið beiti sektum Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra segir koma til greina að Fjármálaeftirlitið fái heimild til að beita stjórnvaldssektum. 20.10.2004 00:01
Íkveikjur þrefaldast milli ára Það sem af er ári hafa komið þrisvar sinnum fleiri íkveikjur inn á borð lögreglu en allt árið í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá tölfræðideild Ríkislögreglustjóra er þá átt við mál þar sem vísvitandi er kveikt í eigum, en ekki talin með tilvik þar sem kveikt er í rusli á sorphaugum eða við vinnustaði. 20.10.2004 00:01
Sauðkrækingar þéna mest Meðallaun íbúa Sauðárkróks eru umtalsvert hærri en laun annarra íbúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Atvinnuþróunarfélags Norðurlands vestra. Skýrslan er unnin fyrir atvinnu og ferðamálanefnd sveitarfélagsins. 20.10.2004 00:01
Samgöngubót fyrir vestan Í nóvemberlok á að taka í notkun nýja 230 metra langa brú yfir Kolgrafafjörð á Snæfellsnesvegi, skammt austan Grundarfjarðar. Hingað til hafa þeir sem farið hafa um Snæfellsnes norðanmegin þurft að aka fjörðinn, en leiðin styttist nú um 7,3 kílómetra. 20.10.2004 00:01
Skutu í gegnum bíl Sprengingar og byssuskot kváðu við á öryggisnámskeiði sem Rauði kross Íslands hélt um helgina fyrir sendifulltrúa sína. 20.10.2004 00:01
Kokkar heimsóttu leikskóla Matreiðslumenn heimsóttu í gær 30 leikskóla í Reykjavík með það fyrir augum að kynna hollan mat og gott mataræði. Heimsóknirnar voru í tilefni af alþjóðlega kokkadeginum sem haldinn var hátíðlegur í fyrsta sinn í gær. 20.10.2004 00:01
Netumferð tryggari á eftir Netumferð innanlands á ekki að truflast þó svo að samband falli niður við umheiminn eftir að settur var upp speglunarpunktur fyrir einn af rótarnafnaþjónum netsins við skiptipunkt íslenskrar netumferðar (RIX - Reykjavík Internet Exchange) í Tæknigarði við Dunhaga í Reykjavík síðasta fimmtudag. 20.10.2004 00:01
Brottfall á undanhaldi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra sagði á Alþingi í gær að brottfall úr framhaldsskólum væri "á undanhaldi". Þetta kom fram í svari ráðherranns við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, Samfylkingunni. 20.10.2004 00:01
Segist ekki mega spyrja um Skjá 1 Geir H. Haarde, fjármálaráðherra neitaði í gær á Alþingi að svara spurningu Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar um kostnað Símans á helmingshlut í Skjá 1. Sagðist fjármálaráðherra sem fer með 99% hlut ríkisins i Símanum ekki hafa rétt til þess umfram aðra eigendur að afla slíkra upplýsinga 20.10.2004 00:01
Hvetja hjálparstofnanir til dáða Íröksk yfirvöld hvetja hjálparstofnanir til að gefast ekki upp og hætta starfsemi í landinu þrátt fyrir ítrekuð mannrán og sprengjuárásir. Öfgahópur rændi yfirmanni alþjóðlegu hjálparstofnunarinnar Care International í Bagdad gær. 20.10.2004 00:01
17 prósenta kynbundinn launamunur Launamunur kynjanna er sá sami hjá ríki og bæ og viðgengst á almennum vinnumarkaði. Ný rannsókn HASLA sýnir að fólk telur launaleynd skaðlega, en hún viðgengst í auknum mæli. Margir stunda símenntun sem þó hækkar ekki laun. Karlar eru með 17 prósent hærri heildarlaun á mánuði en konur. 20.10.2004 00:01
Kennarar í kröfugöngu Grunnskólakennarar og stuðningsmenn þeirra fjölmenntu í kröfugöngu í miðborg Reykjavíkur í dag, nú þegar verkfall hefur staðið yfir í heilan mánuð. 20.10.2004 00:01
Hjálparstarfsmenn í hættu Breskum starfsmanni hjálparstofnunarinnar CARE var rænt í Írak í vikunni. Mannránið vekur upp spurningar um öryggi fulltrúa hjálparsamtaka. 20.10.2004 00:01
Lambakjöt ódýrt erlendis Íslenska lambakjötið er ódýrara í verslunum erlendis en á Íslandi. 20.10.2004 00:01
Fæðingum fjölgar á Norðurlöndunum Fæðingum í norrænu ríkjunum fimm hefur fjölgað talsvert á milli ára en það hefur ekki gerst í háa herrans tíð. 20.10.2004 00:01
Kjósendur svartsýnir á efnahaginn Bandaríkjamenn eru svartsýnni á efnahagsástandi nú, tæpum tveimur vikum fyrir kosningar, en þeir voru fyrir mánuði síðan, samkvæmt skoðanakönnun Gallups sem birt var í fréttum CNN-sjónvarpsstöðvarinnar. 20.10.2004 00:01
Brutust inn á skrifstofu DV Fréttastjóri DV var tekinn hálstaki þegar þrír menn ruddust inn á ritstjórnarskrifstofur DV í hádeginu í gær og kröfðust þess að fá að tala við annan ritstjóra blaðsins. Skömmu síðar átti blaðamaður blaðsins fótum sínum fjör að launa þegar mennirnir bökkuðu bíl sínum á miklum hraða upp á gangstétt þar sem hann stóð og fylgdist með brottför þeirra. 20.10.2004 00:01
Fjölga lífvörðum ráðamanna Aldrei áður hafa jafn margir lífverðir gætt ísraelsks forsætisráðherra og nú. Öryggisgæslan um ísraelska ráðherra og þingmenn hefur verið aukin vegna hættu sem leyniþjónustan telur að kunni að steðja að ráðamönnum vegna atkvæðagreiðslu um brotthvarf frá Gaza. 20.10.2004 00:01
Höfum jafn mörg gen og ormar Maðurinn er ekki flóknari lífvera en ormur eða lítið blóm ef aðeins er miðað við fjölda gena sem hver lífvera býr yfir. "Við virðumst ekkert sérlega merkileg í þessari samkeppni," sagði Francis Collins, einn höfunda nýrrar greiningar á þeim fjölda gena sem mynda manninn, en hann telur þau mun færri en áður var talið. 20.10.2004 00:01
Írakar skamma Sameinuðu þjóðirnar Sameinuðu þjóðirnar standa ekki undir væntingum þegar kemur að aðstoð við undirbúning kosninganna í Írak sem fram eiga að fara í janúar. Þetta sagði Hoshyar Zebari, utanríkisráðherra í írösku bráðabirgðastjórninni. 20.10.2004 00:01