Fleiri fréttir

Launamunur jafnmikill hjá ríkinu

Ríkið hefur ekki staðið sig betur en einkageirinn í að útrýma launamisrétti kynjanna. Kynbundinn launamunur er jafnmikill þar og á almennum vinnumarkaði, karlar eru með 17 prósentum hærri heildarlaun en konur.

Clinton til í slaginn

Bill Clinton er orðinn nægilega heill heilsu til að taka þátt í kosningabaráttu Johns Kerry. Ákveðið hefur verið að Clinton verði með Kerry á fundi í Philadelphiu næsta mánudag og einnig stendur til að hann ferðist um og hvetji fólk til að kjósa Kerry.

Morðinginn gengur enn laus

Enn hefur enginn verið handtekinn vegna morðanna á konu og átta ára dreng í Linköping í fyrradag. Pilturinn var myrtur á leið sinni í skólann og konan skammt frá. Morðinginn er talinn vera rúmlega tvítugur.

Foringi vígamanna handtekinn

Einn af leiðtogum arabískra vígamanna í Darfur hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Mohammed Barbary Ahab el-Nabi var fundinn sekur um gripdeildir og íkveikju. Hann er fyrsti leiðtogi Janjaweed vígamanna, sem ofsótt hafa svarta íbúa Darfur, til að verða dæmdur til fangelsisvistar.

Ísland í góðum málum

Ísland er enn meðal þeirra landa í heiminum þar sem minnst spilling þrífst, samkvæmt alþjóðlegri könnun. Prófessor í stjórnmálafræði segir íslenskt samfélag þeirrar gerðar að þar ríki traust milli manna og viðskiptalífið hagnast á verunni á þessum lista.

Fjölskylda fórst í loftárás

Sex manna fjölskylda lét lífið þegar bandarískir hermenn skutu eldflaugum að miðborg Falluja í fyrrinótt. Fólkið hafði að sögn nágranna sinna nýlega snúið aftur heim eftir að hafa flúið borgina um nokkurra daga skeið vegna hættunnar sem þar ríkir.

Skylda að nota belti

Lagaskylda er að nota bílbelti í rútum, ef belti eru til staðar. Óli H. Þórðarson, formaður Umferðarráðs, segir banaslys að undanförnu, þar sem belti voru ekki notuð, gríðarlegt áfall.

Ætlar að minnka leynd

Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra, hyggst draga úr þeirri leynd sem hvílt hefur yfir störfum Fjármálaeftirlitsins og heimila því að gera niðurstöður sínar opinberar í eftirliti með verðbréfamarkaði.

Nóbel Halldórs var umdeildur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir að Halldór Laxness hafi stuðst við skáldsögu frá Mið-Evrópu þegar hann ritaði Atómstöðina. Hann hefur einnig fundið gögn um að mikil andstaða hafi verið innan sænsku akademíunnar við því að Halldóri yrðu veitt Nóbelsverðlaunin.

Fleiri vélmenni inn á heimilin

Sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum búast við því að sala á vélmennum til heimilisnota muni sjöfaldast fyrir árið 2007. Heimili í Bandaríkjunum nýta sér nú í auknum mæli þjónustu vélmenna við ýmis misvinsæl heimilisstörf. Vinsælast er að kaupa vélmenni sem sjá um að slá blettinn.

Samkeppnisyfirvöld gagnrýnd

Olíufélögin gagnrýna að sami aðili rannsaki mál og úrskurði. Þau segja ekki eðlilegt að Samkeppnisstofnun sitji fundi með Samkeppnisráði þar sem úrskurður er ræddur. Héraðsdómur gagnrýndi þetta fyrirkomulag í grænmetismálinu svokallaða. </font /></b />

Á móti sameiningu sveitarfélaga

Sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum hafa lagst gegn tillögu Árna Magnússonar félagsmálaráðherra um sameiningu allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum í eitt. Tillagan er hluti af áætlun um að fækka sveitarfélögum á landinu á næsta ári um 64, úr 103 í 39.

Íslendingar ódýrir

Íslenskir iðnverkamenn eru næst ódýrasta vinnuaflið í hópi tuttugu þjóða sem skoðaðar voru í skýrslu viðskiptaháskólans IMD í Sviss. Samkvæmt henni eru það einungis spænskir iðnverkamenn sem eru ódýrari. Í skýrslunni er ríkjum raðað upp eftir samkeppnishæfni og var Ísland talið fimmta í röðinni.

Vill opna Fjármálaeftirlitið

Fjármálaeftirlitið mun starfa fyrir opnari tjöldum en hingað til hefur tíðkast samkvæmt tillögum sem unnið er að í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að ákveðnir þættir í starfi stofnunarinnar séu þess eðlis að þá þurfi að opinbera.

Bílum fjölgar mikið í Reykjavík

Fjöldi bíla á götum Reykjavíkur jókst um 45 prósent milli áranna 1996 og 2003 og fjöldi dísilbíla tvöfaldaðist. Þar af munar mestu um mikla fjölgun stórra jeppa. Þetta kemur fram í skýrslu Umhverfisstofu Reykjavíkur.

31. dagur verkfalls

Rætt var um stöðu skólastarfs eftir rúmlega mánaðarverkfall kennara og áhrif þess á skólastarfið eftir að því ljúki á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði.

Yfirheyrsla

Hvernig telur þú starfsaðferðir Coca-Cola breytast í Evrópu eftir samkomulagið við ESB? Ég hugsa að engar stórfelldar breytingar verði á störfum Coca-Cola. Ég tel að menn hafi verið farnir að vinna eftir þessum reglum áður en samkomulagið var gert því þeir sáu í hvað stefndi.

Gaf Skotum granítegg

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, afhenti forseta skoska þingsins nýlega gjöf frá Alþingi í tilefni af opnun nýs skosks þinghúss. Gjöfin er egg heiðargæsarinnar, mótað úr graníti sem hvílir á hraunhellu frá Þingvöllum.

Bílaröð á sandinum

Brúin yfir Núpsvötn var opnuð fyrir umferð á ný um ellefuleytið í gærmorgun en hún skemmdist mikið í óveðrinu í fyrradag þegar málmgrindur sem lagðar voru í brúna fyrir skömmu flettust upp.

Kynnti stefnu stjórnvalda

Íslendingar leggja áherslu á fjögur málefni á 59. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í New York. Hjálmar W. Hannesson, sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðununum, kynnti stefnu Íslands fyrir fastanefndum þingsins í gær og fyrradag.

Fann nýra á Netinu

Þau tímamót urðu í gær að nýra sem sjúklingur útvegaði sér sjálfur í gegnum Netið var grætt í hann á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum.

600 kindur drápust í eldi

Um það bil sex hundruð lömb og kindur drápust þegar stórt fjárhús og hlaða brunnu til kaldra kola að bænum Knerri í Breiðuvík á sunnanverðu Snæfellsnesi í gærkvöldi og nótt. Ábúendur kölluðu á aðstoð slökkviliðs laust fyrir klukkan átta í gærkvöldi og héldu slökkvilið Snæfellsbæjar og Grundarfjarðar á vettvang.

Rúta fauk út af

Rúta með nokkra tugi starfsmanna álversins á Grundartanga fauk út af Akrafjallsvegi um sjöleytið í morgun. Þrír voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar en ekki liggur ljóst fyrir hvort þeir séu alvarlega slasaðir.

Hryðjuverkamenn handteknir á Spáni

Sjö meintir hryðjuverkamenn hafa verið handteknir á Spáni, grunaðir um að skipuleggja hryðjuverkaárás á hæstarétt þar í landi. Mennirnir eru allir sagðir tilheyra hópi öfgafulltrúa múslíma en það var rannsókn rannsóknardómarans Baltasars Garzon sem leiddi til handtöku þeirra. Fjórir mannanna eru frá Alsír og einn frá Marokkó.

Ofsaveður í Vík í Mýrdal

Á annan tug bíla stórskemmdist í ofsaveðri í Vík í Mýrdal í gærkvöldi þegar grjóthríð buldi á þeim, braut í þeim rúður og rispaði þá og dældaði. Þak fauk af bílskúr og ýmislegt lauslegt fauk um þannig að talsvert tjón hlaust af.

Utankjörfundarkosning byrjar illa

Forsetakosningarnar eru hafnar í Bandaríkjunum - það er að segja utankjörfundarkosning á Flórída - og ekki byrjar ferlið vel. Til að mynda hrundi fullkomið tölvukerfi sem gerði kjósendum kleift að kjósa með því að strjúka snertiskjá.

Horfur í flugi skárri

Öllu innanlandsflugi var aflýst í gær nema til Akureyrar og bíða margir farþegar flugs í dag. Horfur eru skárri í dag. Þá er víða illfært landveginn, bæði vegna ófærðar og illviðris.

Köld eru kvennaráð

Tortímandinn Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, fékk bágt fyrir stuðning sinn við George Bush á flokksþingi repúblikana í haust. Eiginkona Schwarzeneggers, Maria Shriver, er af Kennedy-ættinni og þó að hún hafi stutt við bakið á eiginmanni sínum í baráttunni í Kaliforníu var stuðningurinn við Bush meira en hún þoldi.

27 á sjúkrahús eftir rútuslys

Tuttugu og sjö manns voru fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi eftir að rúta, með starfsmenn álversins á Grundartanga innanborðs, fauk út af Akrafjallsvegi um sjöleytið í morgun. Að sögn Ragnars Guðmundssonar, framkvæmdastjóra stjórnunarsviðs álversins, var ákveðið að fara með tvo hinna slösuðu til aðhlynningar í Reykjavík eftir að á Akranes var komið.

Olíuverð snarlækkaði óvænt

Olíuverð snarlækkaði skyndilega og óvænt á markaði í New York undir lok dags í gær. Það fór hæst í 55 dollara og 33 sent en lækkaði svo um ríflega tvo dollara. Þegar lokað var fyrir viðskipti í New York í gær var verðið rétt rúmlega fimmtíu og þrír dollarar á olíufatið.

Strokufanginn fundinn

Hafnarfjarðarlögreglan handtók seint í gærkvöldi ungan mann sem slapp úr höndum lögreglu og fangavarða við Hegningarhúsið við Skólavörðustíg um hádegisbil í gær. Þá var verið að flytja hann og greip hann tækifærið, reif sig lausan og komst undan á hlaupum.

Friðarsamkomulag á Norður-Írlandi?

Nýtt friðarsamkomulag gæti verið í augsýn á Norður-Írlandi. Þetta er mat ráðherra Norður-Írlands í bresku ríkisstjórninni. Paul Murphy telur að írski lýðveldisherinn leggi von bráðar niður vopn og að hægt verð að endurvekja heimastjórn Norður-Írlands í kjölfarið.

Brúargólfið flettist af

Brúin yfir Núpsvötn við Lómagnúp er óökufær og hefur lögreglan í Vestur-Skaftafellssýslu lokað hringveginum um Skeiðarársand. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Kirkjubæjarklaustri hafa tréborð í brúargólfinu flest af en þar er nú snældvitlaust veður, sandfok og fólki ekki stætt.

Beðið eftir að veður lægi

Rútan sem fauk út af Akrafjallsvegi í morgun er enn á hvolfi utan vegar. Að sögn lögreglu- og björgunarsveitarmanna er beðið eftir að veður lægi áður en reynt verður að ná henni af slysstað, skammt frá bænum Reyni, u.þ.b. 3-4 kílómetra frá Hvalfjarðargöngum.

Björn drap mann í Svíþjóð

Sænskur veiðimaður sem var á elgsveiðum skilaði sér ekki eftir veiðiferð um helgina. Björgunarsveitir hófu leit og loks fannst veiðimaðurinn í nágrenni við bjarnarhíði og var ekki lengur á lífi.

Ferð Norrænu aflýst aftur

Ferð Norrænu til Seyðisfjarðar var aflýst í gærkvöld vegna óveðurs. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem ferð ferjunnar fellur niður vegna vonskuveðurs.

Mikill ávinningur af göngunum

Árlegur ávinningur Vesturlands vegna Hvalfjarðarganga nemur hálfum milljarði króna. Þá má rekja átján prósenta hækkun á fasteignaverði á Akranessvæðinu beint til Hvalfjarðarganganna.

Fellibylur gengur yfir Japan

Fellibylurinn Tokage gekk yfir Okinawa í Japan í morgun með úrhellisrigningu og kraftmiklum vindhviðum, allt að 48 metrum á sekúndu. Sex slösuðust í Okinawa en Tokage stefnir nú hraðbyri á meginland Japans. Þrjú hundruð flugferðir hafa verið felldar niður sem og ferjusiglingar.

Yfir 100 látnir eða slasaðir

Yfir hundrað manns eru látnir eða slasaðir eftir sprengjuárásir skæruliða á höfuðstöðvar þjóðavarnarliðsins í Írak í morgun. Sex sprengjum var varpað á híbýli þjóðavarnarliðsins með fyrrgreindum afleiðingum.

Ummæli boða ekki gott

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segir að ummæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um að Framsóknarflokkurinn væri "ömurlegur flokkur" boði ekki gott. Aðspurður um framtíð R-listans segir Halldór að samstarfið hafi gengið vel.

Bóndinn lagði sig í lífshættu

Friðgeir Karlsson, bóndi að Knerri á sunnanverðu Snæfellsnesi, lagði sig í lífshættu þegar hann bjargaði hátt í hundrað kindum út úr logandi fjárhúsum sínum í gærkvöldi áður en hann varð frá að hverfa og 600 lömb og kindur, sem eftir urðu í fjárhúsunum, brunnu þar inni.

Hringveginum lokað

Brúin yfir Núpsvötn við Lómagnúp skemmdist í veðurofsanum í morgun og er ekki hægt að aka yfir hana. Lögreglan í Vestur-Skaftafellssýslu lokaði hringveginum um Skeiðarársand.

Bush og Kerry hnífjafnir

Þúsundir kjósenda biðu fyrir utan kjörstaði á Flórída í morgun þegar utankjörstaðakosning hófst þar. Kosningin gekk ekki vandræðalaust, tölvur biluðu, kjörseðlar voru rangir og kjörstaðir of fáir. Samkvæmt könnun <em>New York Times</em> og CBS sem birt var í morgun eru Bush og Kerry hnífjafnir með fjörutíu og sex prósentu fylgi hvor.

2 1/2 árs fangelsi hæfilegt

Ríkissaksóknari telur hæfilegt að allir sakborningar í líkfundarmálinu verði dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi. Verjendur krefjast sýknu af flestum ákæruliðum. Aðalmeðferð í Héraðsdómi lauk rétt fyrir hádegi.

Sjá næstu 50 fréttir