Fleiri fréttir Lögin voru hefndarleiðangur Stjórnarandstaðan gagnrýnir vinnubrögð ríkisstjórnarinnar harðlega og segir greinilegt að hún hafi viðurkennt uppgjöf í fjölmiðlamálinu. Efast er um að heimilt sé að hætta við þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem skýrt sé kveðið á um hana í stjórnarskrá. 20.7.2004 00:01 Tveir hermenn létust Tveir ísraelskir hermenn létust og annar særðist þegar ísraelski herinn og Hizbollah skæruliðar skiptust á skotum við landamæri Ísraels og Líbanons í morgun. Skothríðin hófst eftir að leyniskyttur úr Hizbollah-hreyfingunni gerðu árás á varðturn Ísraelshers. 20.7.2004 00:01 Mótmælendur skutu upp neyðarblysum Tilkynning barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 12:24 í gær um að neyðarblys hefði sést út af Gróttu á Seltjarnarnesi. Stjórnstöðin óskaði þegar eftir því við strandarstöðvarnar að þær kölluðu út til skipa á svæðinu. Slysavarnarfélagið Landsbjörg var einnig beðið um að senda björgunarbát þangað. 20.7.2004 00:01 Kínverskur læknir laus úr haldi Jiang Yanyong, kínverskur læknir sem afhjúpaði HABL-veirusýkinguna í Kína á síðasta ári var látinn laus úr fangelsi í dag eftir sjö vikur í haldi. Jiang, sem er 72 ára, krafðist þess í fjölmiðlum að yfirvöld í Kína færu ofan í saumana á atburðunum sem áttu sér stað á torgi Hins himneska friðar árið 1989 þegar hundruð, jafnvel þúsundir námsmanna voru drepnir. 20.7.2004 00:01 Arafat stal milljörðum Fyrrverandi gjaldkeri PLO samtaka Yassers Arafats, segir að leiðtoginn hafi stolið milljörðum króna úr sjóðum þeirra. Jawid al Ghussein var gjaldkeri PLO í tólf ár, en varð að flýja land fyrir tveim árum, eftir að hafa sakað leiðtoga samtakanna, opinberlega, um spillingu. 20.7.2004 00:01 Tugir fórust í sprengingu Á fjórða tug manna lét lífið þegar sprenging varð í úkraínskri kolanámu. Björgunarstarfsmenn börðust við mikið bál, banvænar gasgufur og allt að fimmtíu stiga hita þegar þeir reyndu að bjarga nokkrum kolanámumönnum sem var saknað eftir slysið. 20.7.2004 00:01 Hefði viljað kosningar Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar, sem barist hefur gegn fjölmiðlalögunum, segist telja að lögin séu ekki á hendi Alþingis og að þjóðin hafi stjórnarskrárvarinn rétt til þess að greiða um þau atkvæði. 20.7.2004 00:01 Blóðið er úr Sri Ramawati Niðurstaða hefur nú borist á DNA prófum vegna hvarfs Sri Ramawati. Í ljós hefur komið að blóð sem fannst í íbúð og bíl mannsins sem hefur verið handtekinn vegna hvarfs hennar, er allt úr Sri Ramawati. 20.7.2004 00:01 Staðfestir að fallið sé frá lögum Fundi allsherjarnefndar er lokið. Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar, rakti niðurstöður hans fyrir fréttamönnum, og var þar í fyrsta skipti staðfest opinberlega að fallið yrði frá lögum um takmarkanir á eignarhaldi fjölmiðla. 20.7.2004 00:01 SH festir kaup á Seachill Ltd. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur fest kaup á 80% hlutafjár í breska matvælafyrirtækinu Seachill Ltd. sem sérhæfir sig í framleiðslu kældra sjávarafurða. Kaupverð hlutarins er 4,9 ma.kr. en áætluð velta Seachill er 12 ma.kr. á þessu ári. 20.7.2004 00:01 Eldur í rafstöðinni slökktur Eldurinn sem kviknaði í gömlu rafstöðinni í Elliðaárdalnum á 3. tímanum í dag hefur verið slökktur. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á vettvang og tókst fljótlega að ráða niðurlögum eldsins. 20.7.2004 00:01 Yfir 500 látin Náttúruhamfarirnar í Suður-Asíu halda áfram að kosta fjölda manns lífið. Sautján létust af völdum eldinga í Bangladess og 49 Indverjar drukknuðu þegar þeir lentu í hringiðu í miklum vatnavöxtum í Assam héraði í noðausturhluta Indlands. 20.7.2004 00:01 Ljósmyndari umkringdur hermönnum Ljósmyndari Víkurfrétta var í dag umkringdur af hermönnum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli þar sem hann var við störf sín fyrir utan hliðið að Patterson flugvelli. Hermenn og herlögreglumenn gerðu athugasemdir við störf ljósmyndarans og meinuðu honum að taka myndir af flugvellinum. 20.7.2004 00:01 Eldur í Elliðaárdal Allt tiltækt slökkvilið var kallað út að gömlu rafstöðinni í Elliðaárdal rétt fyrir klukkan tvö í gær. Talsvert mikinn reyk lagði frá húsinu sem hýsir enga starfsemi og notað er sem geymsla. 20.7.2004 00:01 Flugþjónar börðu farþega Tveir drukknir flugþjónar börðu farþega eftir að hann gerði athugasemd við drykkju þeirra og bað um að vera afgreiddur af allsgáðum flugþjóni. 20.7.2004 00:01 Erfitt að endurgreiða skattinn Skattayfirvöld í Singapúr standa frammi fyrir óvenjulegum vanda. Þau vita ekki hvernig þau eiga að koma andvirði tæps milljarðs króna til réttmætra eigenda sinna. 20.7.2004 00:01 Kúgaði stórfé út úr skólabróður Ellefu ára fauti neyddi bekkjarfélaga sinn um nokkurra ára skeið til að láta sig hafa pening fyrir tölvuleikjum og sælgæti með hótunum um að beita hann barsmíðum ella. Þegar upp var staðið hafði sá sem lagður var í einelti afhent honum vel yfir hálfa milljón króna. 20.7.2004 00:01 Hefði átt að kjósa Þarna er verið að gefa sér að þjóðin hefði hafnað lögunum og ekki síst gengið á rétt þeirra sem hefðu viljað fá tækifæri til þess að sýna samþykki sitt við lögin," segir Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður. 20.7.2004 00:01 Vilja meiri vinnu fyrir sömu laun Starfsmenn Bosch í Frakklandi samþykktu í kosningum að lengja vinnuvikuna um eina klukkustund gegn engri launahækkun. Forsvarsmenn Bosch höfðu hótað uppsögnum. Aðeins tvö prósent starfsmanna í verksmiðjum Bosch höfnuðu hugmyndinni. 20.7.2004 00:01 Landhelgin óvarin Útlit er fyrir að ekkert íslenskt varðskip gæti landhelgi Íslands sem og öryggis sjómanna á hafi úti næstu tvo til þrjá dagana en eina varðskipið sem er við skyldustörf á hafi úti er á leið í land í vikufrí. 20.7.2004 00:01 Funda um miðjan ágúst Það verður ekkert fundað vegna þessa máls fyrr en stjórnarmenn eru komnir til baka úr sumarfríum sínum," segir Hörður Harðarson, stjórnarformaður Mjólkurfélags Reykjavíkur, en margir félagsmenn krefjast rannsóknar á meintum brotum fyrrverandi stjórnarformanns, Kristins Gylfa Jónssonar. 20.7.2004 00:01 Leita sátta Mér finnst virðingarvert að ríkisstjórnin skuli reyna að leita sátta um fjölmiðlafrumvarpið," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, um afturköllun ríkisstjórnarinnar á fjölmiðlalögunum. 20.7.2004 00:01 Bryggjuhátíð á Drangsnesi Siginn bútungur, lundi, hrefnukjöt, selskjöt og sigin grásleppa voru meðal þess sem var á boðstólum á árlegri Bryggjuhátíð sem haldin var í blíðskaparveðri á Drangsnesi um helgina. Fjölmenni var mætt á Bryggjuhátíðina á laugardaginn, sem orðinn er árviss viðburður í Drangsnesi. 20.7.2004 00:01 Skoðar Kárahnjúka vegna kæru Erindreki Bernar-sáttmálans í Strassborg hefur skoðað svæðið við Kárahnjúka sem sökkt verður í vatn, vegna kæru Alþjóða fuglaverndunarfélagsins. 20.7.2004 00:01 Lögreglan sannfærð um sök Lögregla er sannfærð um að karlmaður, sem situr í gæsluvarðhaldi, hafi ráðið hinni indónesísku Sri Ramawati bana. DNA-rannsókn staðfestir að blóð í íbúð mannsins og bíl sé allt úr konunni. Í íbúðinni voru merki um barsmíðar, en maðurinn neitar enn sök. 20.7.2004 00:01 Þjóðarhreyfingin starfar áfram Þjóðarhreyfing um lýðræði, sem hefur barist gegn fjölmiðlalögunum, segist enn hafa hlutverki að gegna. Hreyfingin verði ekki lögð niður. Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar telur Alþingi ekki hafa vald til að afturkalla fjölmiðlafrumvarpið þar sem það sé enn í höndum þjóðarinnar eftir synjun forseta á því. 20.7.2004 00:01 Norðurljós ekki á móti lögum Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, segir það fagnaðarefni að fjölmiðlafrumvarpið verði dregið til baka. Hann segist ekki vera á móti því að sett verði lög um eignarhald á fjölmiðlum, en fólk sem þekki fjölmiðla verði að koma að setningu slíkra laga. 20.7.2004 00:01 Skynsamlegt en samt brot Dögg Pálsdóttir, hæstaréttarlögmaður, segir að forseti Íslands standi andspænis erfiðu vali, ef og þegar hann fær nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar til staðfestingar: Á hann að velja leið skynseminnar eða leið stjórnarskrárinnar? 20.7.2004 00:01 Með Alþingi í gíslingu Leiðtogar stjórnarandstöðunnar segja að nú sé möguleiki á að ná sátt í samfélaginu um fjölmiðlalög, ef undirbúningur þeirra verður unnin í samstarfi við alla. Formaður Samfylkingarinnar segir fráleitt að afnema málsskotsrétt forsetans, hann sé eina vörn borgaranna gegn ráðherraræðinu. 20.7.2004 00:01 Vill endurskoða málskotsrétt Forsætisráðherra vill láta endurskoða 26. grein stjórnarskrárinnar um málskotsrétt forseta. Þetta er þó ekki liður í samkomulagi formanna stjórnarflokkanna. Davíð Oddsson sagði í morgun að fulltrúar allra flokkanna hefðu rætt um endurskoðun stjórnarskrárinnar hvað þetta varðar. 20.7.2004 00:01 Alþingi ræðir frumvarp um afnám Alþingi verður kallað saman á morgun til að ræða nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um afnám fjölmiðlalaganna. Samkomulagið var kynnt í allsherjarnefnd síðdegis. Forsætisráðherra segist ekki líta svo á að ríkisstjórnin hafi bakkað, hann segir alla stjórnmálaflokka vilja setja lög um fjölmiðla nema þá, sem sækja stefnu sína til Norðurljósa. 20.7.2004 00:01 Ákvörðun forseta stendur eftir Fjölmiðlamálið svokallaða hefur nú tekið enda eftir þriggja mánaða sleitulausar umræður og deilur jafnt á Alþingi sem í samfélaginu. Umræður um málið á Alþingi voru hinar næstlengstu frá upphafi, en alls töluðu þingmenn í þrjá og hálfan sólarhring. 20.7.2004 00:01 Vill enn fjölmiðlalög Sjálfstæðismenn lýsa yfir vonbrigðum með málalyktir og sjá fram á að nýtt fjölmiðlafrumvarp verði lagt fram. Framsóknarmenn vildu koma í veg fyrir aukna sundrung. Stjórnarandstaðan segir niðurstöðuna gríðarlegt áfall fyrir ríkisstjórnina. 20.7.2004 00:01 Afturköllun vegna stjórnlagakreppu Þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið um afturköllun fjölmiðlalaganna segir meirihluti allsherjarefndar í áliti sínu að hann telji að þau standist stjórnarskrá. Synjun forsetans á lögunum hafi leitt til stjórnlagakreppu um túlkun stjórnarskrár 20.7.2004 00:01 Framkvæmdir fyrir endur Hringbraut hefur verið þrengd við Sæmundargötu þar sem verið er að endurnýja ræsi fyrir endur svo þær komist leiðar sinnar undir akbrautina. Umferð hefur ekki raskast verulega vegna framkvæmdanna sem lýkur um miðjan ágúst, þó mönnum seinki líklega aðeins á háannatíma. 19.7.2004 00:01 Ísland í dag og fyrir 30 árum Frönsk hjón og kvikmyndagerðarmenn, sem fjölluðu um Ísland á margmiðlunarsýningu árið 1971, hafa tekið upp þráðinn að nýju. Ætlunin er að bera saman Ísland í dag og Ísland fyrir 30 árum. 19.7.2004 00:01 Ný kynslóð abstraktmálara Ný kynslóð abstraktmálara gerir mikla lukku meðal listaelítunnar í Rússlandi þessa dagana. Verkin eru máluð af svínum, kráku, fíl, höfrungi og apa. Listrænn þjálfari dýranna hefur unnið með þeim í fimm ár og afrakstur þeirrar vinnu dregur að sér fjölda fólks. 19.7.2004 00:01 Þyrla sækir slasaðan sjómann Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, lenti um sjöleytið með slasaðan sjómann úr skipinu Mánabergi frá Ólafsfirði. Tilkynnt var um slysið seint í gærkvöldi, en þyrlan var kölluð út um hálf fjögur í nótt. 19.7.2004 00:01 Nemendum rænt í Nepal Skæruliðar í Nepal rændu í gær 50 nemendum og um tug kennara þeirra í Katmandu, höfuðborg landsins. Nemendurnir eru aðallega stelpur á aldrinum þrettán til sextán ára. Skæruliðarnir beindu byssum að ungmennunum og kennurum þeirra og neyddu þau út úr skólanum. Skæruliðasamtök maóista í Nepal vilja steypa konungsveldinu af stóli. 19.7.2004 00:01 Sprenging utan við lögreglustöð Að minnsta kosti 10 manns létust og 50 særðust í sjálfsmorðsárás við lögreglustöð í Bagdad í morgun. Ekkert lát virðist á árásum þrátt fyrir að Írakar hafi tekið við stjórn landsins. Bifreið eða einhvers konar bensíntrukki var ekið inn á bílastæði fyrir framan lögrelgustöðina um átta leytið í morgun en þá voru flestir á leið til vinnu sinnar. 19.7.2004 00:01 Fundi frestað í allsherjarnefnd Fundi Allsherjarnefndar Alþingis, sem boðað hafði verið til klukkan 10, var frestað til klukkan fimm síðdegis. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar eru afar ósáttir við þessa ákvörðun. Þeir höfðu krafist þess að nefndin kæmi saman á föstudaginn var, en þeirri beiðni var synjað og fundur boðaður klukkan 10 í dag. 19.7.2004 00:01 Fyrsti hermaðurinn heim Yfirmaður mannúðarsveita filippseyska hersins í Írak lenti í Manila, höfuðborg Filippseyja í gær. Hann kom fyrstur hermanna Filippseyja sem hafa verið kallaðir heim frá Írak vegna hótana uppreisnarmanna um að taka af lífi filippseyskan gísl, mánuði fyrr en ráðgert var. 19.7.2004 00:01 Góður árangur tóbaksforvarna Sala á tóbaki á Íslandi minnkaði um 42.5 % á tímabilinu 1984-2001. Þetta er meðal þess sem kom fram í ræðu Hjálmars W. Hannessonar, sendiherra og fastafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum, sem hann hélt á aðalfundi Efnahags- og félagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC) sem hófst 28. júní og stendur til 23. þessa mánaðar. 19.7.2004 00:01 Bossi segir af sér Umberto Bossi, leiðtogi Norðurbandalagsins á Ítalíu, hefur sagt af sér sem ráðherra í ríkisstjórn Berlusconis. Þrátt fyrir afsögn hans er talið að ríkisstjórnin haldi velli, enda munu aðrir þingmenn Norðurbandalagsins áfram styðja stjórnina. Norðurbandalagið hefur áður fellt ríkisstjórn Berlusconis, en árið 1994 sprakk stjórn hans eftir aðeins sjö mánuði. 19.7.2004 00:01 Fangarnir vinsælir í Danmörku Danskir fangar virðast vinsælir, í það minnsta er kapphlaupið hafið í Danmörku um hvaða sveitarfélag fær nýtt fangelsi til sín. Áformað er að reisa nýtt fangelsi á austurhluta Danmerkur og mun það skapa um 250 til 300 störf. 19.7.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Lögin voru hefndarleiðangur Stjórnarandstaðan gagnrýnir vinnubrögð ríkisstjórnarinnar harðlega og segir greinilegt að hún hafi viðurkennt uppgjöf í fjölmiðlamálinu. Efast er um að heimilt sé að hætta við þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem skýrt sé kveðið á um hana í stjórnarskrá. 20.7.2004 00:01
Tveir hermenn létust Tveir ísraelskir hermenn létust og annar særðist þegar ísraelski herinn og Hizbollah skæruliðar skiptust á skotum við landamæri Ísraels og Líbanons í morgun. Skothríðin hófst eftir að leyniskyttur úr Hizbollah-hreyfingunni gerðu árás á varðturn Ísraelshers. 20.7.2004 00:01
Mótmælendur skutu upp neyðarblysum Tilkynning barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 12:24 í gær um að neyðarblys hefði sést út af Gróttu á Seltjarnarnesi. Stjórnstöðin óskaði þegar eftir því við strandarstöðvarnar að þær kölluðu út til skipa á svæðinu. Slysavarnarfélagið Landsbjörg var einnig beðið um að senda björgunarbát þangað. 20.7.2004 00:01
Kínverskur læknir laus úr haldi Jiang Yanyong, kínverskur læknir sem afhjúpaði HABL-veirusýkinguna í Kína á síðasta ári var látinn laus úr fangelsi í dag eftir sjö vikur í haldi. Jiang, sem er 72 ára, krafðist þess í fjölmiðlum að yfirvöld í Kína færu ofan í saumana á atburðunum sem áttu sér stað á torgi Hins himneska friðar árið 1989 þegar hundruð, jafnvel þúsundir námsmanna voru drepnir. 20.7.2004 00:01
Arafat stal milljörðum Fyrrverandi gjaldkeri PLO samtaka Yassers Arafats, segir að leiðtoginn hafi stolið milljörðum króna úr sjóðum þeirra. Jawid al Ghussein var gjaldkeri PLO í tólf ár, en varð að flýja land fyrir tveim árum, eftir að hafa sakað leiðtoga samtakanna, opinberlega, um spillingu. 20.7.2004 00:01
Tugir fórust í sprengingu Á fjórða tug manna lét lífið þegar sprenging varð í úkraínskri kolanámu. Björgunarstarfsmenn börðust við mikið bál, banvænar gasgufur og allt að fimmtíu stiga hita þegar þeir reyndu að bjarga nokkrum kolanámumönnum sem var saknað eftir slysið. 20.7.2004 00:01
Hefði viljað kosningar Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar, sem barist hefur gegn fjölmiðlalögunum, segist telja að lögin séu ekki á hendi Alþingis og að þjóðin hafi stjórnarskrárvarinn rétt til þess að greiða um þau atkvæði. 20.7.2004 00:01
Blóðið er úr Sri Ramawati Niðurstaða hefur nú borist á DNA prófum vegna hvarfs Sri Ramawati. Í ljós hefur komið að blóð sem fannst í íbúð og bíl mannsins sem hefur verið handtekinn vegna hvarfs hennar, er allt úr Sri Ramawati. 20.7.2004 00:01
Staðfestir að fallið sé frá lögum Fundi allsherjarnefndar er lokið. Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar, rakti niðurstöður hans fyrir fréttamönnum, og var þar í fyrsta skipti staðfest opinberlega að fallið yrði frá lögum um takmarkanir á eignarhaldi fjölmiðla. 20.7.2004 00:01
SH festir kaup á Seachill Ltd. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur fest kaup á 80% hlutafjár í breska matvælafyrirtækinu Seachill Ltd. sem sérhæfir sig í framleiðslu kældra sjávarafurða. Kaupverð hlutarins er 4,9 ma.kr. en áætluð velta Seachill er 12 ma.kr. á þessu ári. 20.7.2004 00:01
Eldur í rafstöðinni slökktur Eldurinn sem kviknaði í gömlu rafstöðinni í Elliðaárdalnum á 3. tímanum í dag hefur verið slökktur. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á vettvang og tókst fljótlega að ráða niðurlögum eldsins. 20.7.2004 00:01
Yfir 500 látin Náttúruhamfarirnar í Suður-Asíu halda áfram að kosta fjölda manns lífið. Sautján létust af völdum eldinga í Bangladess og 49 Indverjar drukknuðu þegar þeir lentu í hringiðu í miklum vatnavöxtum í Assam héraði í noðausturhluta Indlands. 20.7.2004 00:01
Ljósmyndari umkringdur hermönnum Ljósmyndari Víkurfrétta var í dag umkringdur af hermönnum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli þar sem hann var við störf sín fyrir utan hliðið að Patterson flugvelli. Hermenn og herlögreglumenn gerðu athugasemdir við störf ljósmyndarans og meinuðu honum að taka myndir af flugvellinum. 20.7.2004 00:01
Eldur í Elliðaárdal Allt tiltækt slökkvilið var kallað út að gömlu rafstöðinni í Elliðaárdal rétt fyrir klukkan tvö í gær. Talsvert mikinn reyk lagði frá húsinu sem hýsir enga starfsemi og notað er sem geymsla. 20.7.2004 00:01
Flugþjónar börðu farþega Tveir drukknir flugþjónar börðu farþega eftir að hann gerði athugasemd við drykkju þeirra og bað um að vera afgreiddur af allsgáðum flugþjóni. 20.7.2004 00:01
Erfitt að endurgreiða skattinn Skattayfirvöld í Singapúr standa frammi fyrir óvenjulegum vanda. Þau vita ekki hvernig þau eiga að koma andvirði tæps milljarðs króna til réttmætra eigenda sinna. 20.7.2004 00:01
Kúgaði stórfé út úr skólabróður Ellefu ára fauti neyddi bekkjarfélaga sinn um nokkurra ára skeið til að láta sig hafa pening fyrir tölvuleikjum og sælgæti með hótunum um að beita hann barsmíðum ella. Þegar upp var staðið hafði sá sem lagður var í einelti afhent honum vel yfir hálfa milljón króna. 20.7.2004 00:01
Hefði átt að kjósa Þarna er verið að gefa sér að þjóðin hefði hafnað lögunum og ekki síst gengið á rétt þeirra sem hefðu viljað fá tækifæri til þess að sýna samþykki sitt við lögin," segir Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður. 20.7.2004 00:01
Vilja meiri vinnu fyrir sömu laun Starfsmenn Bosch í Frakklandi samþykktu í kosningum að lengja vinnuvikuna um eina klukkustund gegn engri launahækkun. Forsvarsmenn Bosch höfðu hótað uppsögnum. Aðeins tvö prósent starfsmanna í verksmiðjum Bosch höfnuðu hugmyndinni. 20.7.2004 00:01
Landhelgin óvarin Útlit er fyrir að ekkert íslenskt varðskip gæti landhelgi Íslands sem og öryggis sjómanna á hafi úti næstu tvo til þrjá dagana en eina varðskipið sem er við skyldustörf á hafi úti er á leið í land í vikufrí. 20.7.2004 00:01
Funda um miðjan ágúst Það verður ekkert fundað vegna þessa máls fyrr en stjórnarmenn eru komnir til baka úr sumarfríum sínum," segir Hörður Harðarson, stjórnarformaður Mjólkurfélags Reykjavíkur, en margir félagsmenn krefjast rannsóknar á meintum brotum fyrrverandi stjórnarformanns, Kristins Gylfa Jónssonar. 20.7.2004 00:01
Leita sátta Mér finnst virðingarvert að ríkisstjórnin skuli reyna að leita sátta um fjölmiðlafrumvarpið," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, um afturköllun ríkisstjórnarinnar á fjölmiðlalögunum. 20.7.2004 00:01
Bryggjuhátíð á Drangsnesi Siginn bútungur, lundi, hrefnukjöt, selskjöt og sigin grásleppa voru meðal þess sem var á boðstólum á árlegri Bryggjuhátíð sem haldin var í blíðskaparveðri á Drangsnesi um helgina. Fjölmenni var mætt á Bryggjuhátíðina á laugardaginn, sem orðinn er árviss viðburður í Drangsnesi. 20.7.2004 00:01
Skoðar Kárahnjúka vegna kæru Erindreki Bernar-sáttmálans í Strassborg hefur skoðað svæðið við Kárahnjúka sem sökkt verður í vatn, vegna kæru Alþjóða fuglaverndunarfélagsins. 20.7.2004 00:01
Lögreglan sannfærð um sök Lögregla er sannfærð um að karlmaður, sem situr í gæsluvarðhaldi, hafi ráðið hinni indónesísku Sri Ramawati bana. DNA-rannsókn staðfestir að blóð í íbúð mannsins og bíl sé allt úr konunni. Í íbúðinni voru merki um barsmíðar, en maðurinn neitar enn sök. 20.7.2004 00:01
Þjóðarhreyfingin starfar áfram Þjóðarhreyfing um lýðræði, sem hefur barist gegn fjölmiðlalögunum, segist enn hafa hlutverki að gegna. Hreyfingin verði ekki lögð niður. Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar telur Alþingi ekki hafa vald til að afturkalla fjölmiðlafrumvarpið þar sem það sé enn í höndum þjóðarinnar eftir synjun forseta á því. 20.7.2004 00:01
Norðurljós ekki á móti lögum Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, segir það fagnaðarefni að fjölmiðlafrumvarpið verði dregið til baka. Hann segist ekki vera á móti því að sett verði lög um eignarhald á fjölmiðlum, en fólk sem þekki fjölmiðla verði að koma að setningu slíkra laga. 20.7.2004 00:01
Skynsamlegt en samt brot Dögg Pálsdóttir, hæstaréttarlögmaður, segir að forseti Íslands standi andspænis erfiðu vali, ef og þegar hann fær nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar til staðfestingar: Á hann að velja leið skynseminnar eða leið stjórnarskrárinnar? 20.7.2004 00:01
Með Alþingi í gíslingu Leiðtogar stjórnarandstöðunnar segja að nú sé möguleiki á að ná sátt í samfélaginu um fjölmiðlalög, ef undirbúningur þeirra verður unnin í samstarfi við alla. Formaður Samfylkingarinnar segir fráleitt að afnema málsskotsrétt forsetans, hann sé eina vörn borgaranna gegn ráðherraræðinu. 20.7.2004 00:01
Vill endurskoða málskotsrétt Forsætisráðherra vill láta endurskoða 26. grein stjórnarskrárinnar um málskotsrétt forseta. Þetta er þó ekki liður í samkomulagi formanna stjórnarflokkanna. Davíð Oddsson sagði í morgun að fulltrúar allra flokkanna hefðu rætt um endurskoðun stjórnarskrárinnar hvað þetta varðar. 20.7.2004 00:01
Alþingi ræðir frumvarp um afnám Alþingi verður kallað saman á morgun til að ræða nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um afnám fjölmiðlalaganna. Samkomulagið var kynnt í allsherjarnefnd síðdegis. Forsætisráðherra segist ekki líta svo á að ríkisstjórnin hafi bakkað, hann segir alla stjórnmálaflokka vilja setja lög um fjölmiðla nema þá, sem sækja stefnu sína til Norðurljósa. 20.7.2004 00:01
Ákvörðun forseta stendur eftir Fjölmiðlamálið svokallaða hefur nú tekið enda eftir þriggja mánaða sleitulausar umræður og deilur jafnt á Alþingi sem í samfélaginu. Umræður um málið á Alþingi voru hinar næstlengstu frá upphafi, en alls töluðu þingmenn í þrjá og hálfan sólarhring. 20.7.2004 00:01
Vill enn fjölmiðlalög Sjálfstæðismenn lýsa yfir vonbrigðum með málalyktir og sjá fram á að nýtt fjölmiðlafrumvarp verði lagt fram. Framsóknarmenn vildu koma í veg fyrir aukna sundrung. Stjórnarandstaðan segir niðurstöðuna gríðarlegt áfall fyrir ríkisstjórnina. 20.7.2004 00:01
Afturköllun vegna stjórnlagakreppu Þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið um afturköllun fjölmiðlalaganna segir meirihluti allsherjarefndar í áliti sínu að hann telji að þau standist stjórnarskrá. Synjun forsetans á lögunum hafi leitt til stjórnlagakreppu um túlkun stjórnarskrár 20.7.2004 00:01
Framkvæmdir fyrir endur Hringbraut hefur verið þrengd við Sæmundargötu þar sem verið er að endurnýja ræsi fyrir endur svo þær komist leiðar sinnar undir akbrautina. Umferð hefur ekki raskast verulega vegna framkvæmdanna sem lýkur um miðjan ágúst, þó mönnum seinki líklega aðeins á háannatíma. 19.7.2004 00:01
Ísland í dag og fyrir 30 árum Frönsk hjón og kvikmyndagerðarmenn, sem fjölluðu um Ísland á margmiðlunarsýningu árið 1971, hafa tekið upp þráðinn að nýju. Ætlunin er að bera saman Ísland í dag og Ísland fyrir 30 árum. 19.7.2004 00:01
Ný kynslóð abstraktmálara Ný kynslóð abstraktmálara gerir mikla lukku meðal listaelítunnar í Rússlandi þessa dagana. Verkin eru máluð af svínum, kráku, fíl, höfrungi og apa. Listrænn þjálfari dýranna hefur unnið með þeim í fimm ár og afrakstur þeirrar vinnu dregur að sér fjölda fólks. 19.7.2004 00:01
Þyrla sækir slasaðan sjómann Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, lenti um sjöleytið með slasaðan sjómann úr skipinu Mánabergi frá Ólafsfirði. Tilkynnt var um slysið seint í gærkvöldi, en þyrlan var kölluð út um hálf fjögur í nótt. 19.7.2004 00:01
Nemendum rænt í Nepal Skæruliðar í Nepal rændu í gær 50 nemendum og um tug kennara þeirra í Katmandu, höfuðborg landsins. Nemendurnir eru aðallega stelpur á aldrinum þrettán til sextán ára. Skæruliðarnir beindu byssum að ungmennunum og kennurum þeirra og neyddu þau út úr skólanum. Skæruliðasamtök maóista í Nepal vilja steypa konungsveldinu af stóli. 19.7.2004 00:01
Sprenging utan við lögreglustöð Að minnsta kosti 10 manns létust og 50 særðust í sjálfsmorðsárás við lögreglustöð í Bagdad í morgun. Ekkert lát virðist á árásum þrátt fyrir að Írakar hafi tekið við stjórn landsins. Bifreið eða einhvers konar bensíntrukki var ekið inn á bílastæði fyrir framan lögrelgustöðina um átta leytið í morgun en þá voru flestir á leið til vinnu sinnar. 19.7.2004 00:01
Fundi frestað í allsherjarnefnd Fundi Allsherjarnefndar Alþingis, sem boðað hafði verið til klukkan 10, var frestað til klukkan fimm síðdegis. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar eru afar ósáttir við þessa ákvörðun. Þeir höfðu krafist þess að nefndin kæmi saman á föstudaginn var, en þeirri beiðni var synjað og fundur boðaður klukkan 10 í dag. 19.7.2004 00:01
Fyrsti hermaðurinn heim Yfirmaður mannúðarsveita filippseyska hersins í Írak lenti í Manila, höfuðborg Filippseyja í gær. Hann kom fyrstur hermanna Filippseyja sem hafa verið kallaðir heim frá Írak vegna hótana uppreisnarmanna um að taka af lífi filippseyskan gísl, mánuði fyrr en ráðgert var. 19.7.2004 00:01
Góður árangur tóbaksforvarna Sala á tóbaki á Íslandi minnkaði um 42.5 % á tímabilinu 1984-2001. Þetta er meðal þess sem kom fram í ræðu Hjálmars W. Hannessonar, sendiherra og fastafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum, sem hann hélt á aðalfundi Efnahags- og félagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC) sem hófst 28. júní og stendur til 23. þessa mánaðar. 19.7.2004 00:01
Bossi segir af sér Umberto Bossi, leiðtogi Norðurbandalagsins á Ítalíu, hefur sagt af sér sem ráðherra í ríkisstjórn Berlusconis. Þrátt fyrir afsögn hans er talið að ríkisstjórnin haldi velli, enda munu aðrir þingmenn Norðurbandalagsins áfram styðja stjórnina. Norðurbandalagið hefur áður fellt ríkisstjórn Berlusconis, en árið 1994 sprakk stjórn hans eftir aðeins sjö mánuði. 19.7.2004 00:01
Fangarnir vinsælir í Danmörku Danskir fangar virðast vinsælir, í það minnsta er kapphlaupið hafið í Danmörku um hvaða sveitarfélag fær nýtt fangelsi til sín. Áformað er að reisa nýtt fangelsi á austurhluta Danmerkur og mun það skapa um 250 til 300 störf. 19.7.2004 00:01