Fleiri fréttir

Engin niðurstaða

Engin niðurstaða fékkst á fundi Bush Bandaríkjaforseta og Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, í dag um framtíð Keflavíkurstöðvarinnarr. Bush vill að Íslendingar taki aukin þátt í kostnaði við Keflavíkurflugvöll.

Íslensk stjórnvöld gegn norskum

Íslensk stjórnvöld afhentu norska sendiráðinu formleg mótmæli á reglugerð um síldveiðar á Svalbarðasvæðinu í gær. Norsk stjórnvöld settu reglugerðina 14. júní. Þar er þeim fimm ríkjum sem eiga ásamt Noregi norsk-íslenska síldarstofninn veitt leyfi til að veiða samtals 80 þúsund tonn á afmörkuðum hluta Svalbarðasvæðisins.

Viðbragðstími styttur

Tilkynningarskyldan hefur stytt viðbragðstíma um helming gefi sjálfvirki tilkynningabúnaður í bátum ekki frá sér merki.

Sýndarbreytingar

Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa, segir að breytingarnar á fjölmiðlalögum sem kynntar voru af ríkisstjórninni í gær breyti engu. Hann segir að Norðurljós muni halda áfram að undirbúa málshöfðun vegna laganna.

Getur leitt til þráteflis

Sigurður Líndal lagaprófessor segist ekki geta sagt til um það hvort breytingar á lögum um fjölmiðla geri það að verkum að lögin séu líklegri en áður til að standast stjórnarskrá.

Þrjár breytingar í frumvarpinu

Ný fjölmiðlalög verða lög fyrir Alþingi í dag. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að afturkalla lögin sem samþykkt voru 24. maí og forsetinn hafði skotið til þjóðarinnar. Þetta útspil ríkisstjórnarinnar þýðir að engin þjóðaratkvæðagreiðsla verður um málið.

Vill sjá sátt

"Ég legg mikið upp úr því að menn vinni að málinu á næstunni þannig að um það ríki bærileg sátt," segir Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, um nýtt frumvarp að lögum um fjölmiðla.

Engar forsendur til að hafna

Davíð Oddsson forsætisráðherra segir engar forsendur til þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafni þessum lögum. "Enda væri þá kominn upp skrípaleikur í landi sem ég held að enginn vilji stuðla að."

Hápunktur sumarsins

Um tvö hundruð manns voru á fyrstu sumarhátíð hjúkrunar- og endurhæfingaheimilisins Rjóðurs sem haldin var á laugardaginn. Til fagnaðarins var fjölskyldum barnanna sem þar dvelja boðið auk velunnurum Rjóðurs.

Næstu þingkosningar ráða úrslitum

"Tillögur ríkisstjórnarinnar voru samþykktar samhljóða," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra eftir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins sem lauk upp úr átta í gærkvöld.

Fötluð börn í áhættuhópi

Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu, telur fagnaðarefni ef farið verður ofan í saumana á málefnum heyrnarlausra barna.

Klókur leikur

"Ég myndi halda að þetta væri klókur leikur," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði um ákvörðun ríkisstjórnarinnar að afturkalla fjölmiðlalögin. 

Niðurlæging fyrir Davíð

"Þetta er ekki kosningamál," segir Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur um ákvæði í nýju fjölmiðlafrumvarpi að það taki ekki gildi fyrr en eftir kosningar 2007.

Lagalega umdeilanlegt

"Þetta er lausn sem er upphaflega komin frá Sigurði Líndal en þá var gert ráð fyrir að lögin yrðu dregin til baka," segir Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði.

25 fikniefnamál á landsmótinu

Tuttugu og fimm fíkniefnamál komu upp á Landsmóti hestamanna á Hellu um helgina. Töluvert magn fannst af hvítu efni, smjörsýru, hassblöndu og sljóvgunarefnum auk þess sem nokkrar E-pillur fundust.

Vel heppnuð humarhátíð

Gestir á Humarhátíð á Höfn um helgina voru í kringum þrjú þúsund og heppnaðist hátíðin vel.

Viktor og Viktor í framboði

Rúmlega 40.000 manns kom saman í gær í Kiev, höfuðborg Úkraínu, til að sýna stuðning í verki við leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Viktor Júshtsjenko þegar hann tilkynnti um framboð sitt til forsetaembættis í kosningunum sem verða 31. október.

Kom skemmtilega á óvart

"Þessi lausn kom skemmtilega á óvart," segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokks, um nýtt frumvarp að lögum um fjölmiðla og ákvörðun þess efnis að fella þau gömlu úr gildi.

Alger sátt

Einar Kristinn Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, segir algera sátt vera innan þingflokksins um breytt fjölmiðlalög. "Það tjáðu sig mjög margir og allir voru mjög ánægðir og sáttir við niðurstöðuna."

Geðveikt í Egilshöllinni

Átján þúsund manns gafst kostur á að kaupa sér miða á tónleika Metallicu sem haldnir voru í Egilshöllinni í gær. Þrátt fyrir að nokkrir miðar voru óseldir, voru þetta stærstu innitónleikar sem nokkurn tímann hafa verið haldnir á Íslandi.

Fyrstu lýðræðiskosningarnar

Forseti verður kosinn í Indónesíu í dag í fyrstu lýðræðislegu forsetakosningunum í þessu stærsta múslimaríki heims. Skoðanakannanir benda til þess að sitjandi forseti, Megawati Sukarnoputri, bíði lægri hlut og að Susilo Bambang Júd-hojono, hershöfðingi og fyrrverandi öryggismálaráðherra, verði kjörinn forseti. Hann hefur um 20 prósenta forskot á Sukarnoputri.

Skrípaleikur segir Skarphéðinn

Skrípaleikur, er það orð sem Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa, segir fyrst koma upp í hugann þegar breytingar á fjölmiðlalögunum og málsmeðferð ríkisstjórnarinnar séu skoðuð. Prósentubreytingar og frestun gildistöku laganna breyti engu fyrir Norðurljós, og ríkisstjórnin sé að hæðast bæði að forsetanum og þjóðinni.

Engin þjóðaratkvæða- greiðsla

Fjölmiðlafrumvarpið, sem til stóð að bera undir þjóðaratkvæðagreiðslu, verður afturkallað, samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarflokkanna í gær, og verður nýtt fjölmiðlafrumvarp kynnt á Alþingi í dag. Engin lög um þjóðaratkvæðagreiðslu verða lögð fram, að því tilskyldu að forseti synji nýjum fjölmiðlalögum ekki staðfestingar.

Óður maður í banka

Tveir lögreglumenn særðust lífshættulega þegar vopnaður maður fór inn á skrifstofu banka í Zürich í morgun og hóf skothríð. Eftir að hafa skotið á starfsmenn bankans og lögreglumenn framdi maðurinn sjálfsmorð. Skotmaðurinn var sjálfur starfsmaður í bankanum og er talið að rekja megi skotárásina til deilna á vinnustað.

Fjölgar mest á Austurlandi

Örlítil hækkun var á gistinóttum í maí á milli ára samkvæmt tölum Hagstofunnar. Í ár voru gistinætur í maí 80.100 en voru 79.739 árið 2003 (0,45%). Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Suðurlandi þar sem þeim fækkaði um rúmlega 6 % og tæplega 3% á Norðurlandi.

Barroso segir af sér

Forsætisráðherra Portúgals, Jose Manuel Durao Barroso, mun líklega segja af sér í dag enda tekur hann bráðlega við forsetaembætti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Næstu þingkosningar eru ekki fyrr en árið 2006 og því er nú leitað eftir nýjum forsætisráðherra. Talið er líklegt að Pedro Santana Lopes, borgarstjóri Lissabon, muni verða fyrir valinu.

Rétti frestað vegna veikinda

Fresta varð réttarhaldi yfir Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, í morgun þar sem Milosevic er veikur. Saksóknarar vilja að honum verði skipaður verjandi og málinu haldið áfram.

Farþegum Ryanair fjölgar enn

Farþegum lágfargjaldaflugfélagsins Ryanair fjölgar sífellt. Miðað við sama tíma fyrir ári hefur þeim fjölgað um 24 prósent. Sætanýting var 79 prósent fyrir ári, en er nú 87 prósent. Félagið hefur lækkað miðaverð til að fylla vélar sínar, og segja forsvarsmenn Ryanair þann hátt hafa skilað tilætluðum árangri.

Liggur þungt haldinn

Forseti Austurríkis liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hjarta hans hætti skyndilega að slá í morgun. Læknum tókst að blása lífi í Thomas Klestil og bjarga þannig lífi hans. Klestil hefur verið forseti Austurríkis í tvö ár og á að láta af því embætti innan nokkurra daga.

Miklum verðmætum stolið

Ungur maður hefur verið úrskurðaður í allt að viku gæsluvarðhald, grunaður um innbrot í íbúðarhús í Hafnarfirði á föstudagskvöld, þar sem miklum verðmætum var stolið. Þýfið er ekki komið i leitirnar og lögregla telur ekki útilokað að fleiri hafi verið í vitorði með honum, og því var krafist gæsluvarðhalds vegna rannsóknarhagsmuna.

Auðkífingur veiðir lunda

Dularfullur rússneskur auðkýfingur, sem hér er á ferð, sparaði sér klifrið upp í Bjarnarey, þegar hann hélt þangað til lundaveiða í fyrradag, og lét þyrlu flytja sig og fylgdarlið sitt út í eyna. Þar náði hann að veiða nokkra lunda í soðið áður en þyrlan sótti þá aftur, og lenti við Höfðaból í Eyjum. Þar var lundinn matreiddur og snæddur að hætti Eyjamanna.

Hefði getað farið illa

Fjórir voru fluttir á Slysadeild Landsspítalans eftir að hafa hnigið í öngvit af súrefnisskorti á tónleikum Metallicu í Egilshöll í gærkvöldi og björgunarsveitarmenn þurftu að bjarga tugum manna út úr húsinu, sem komnir voru í andnauð. <strong></strong>

Börn í herfangelsum

Bandaríkjamenn eru sakaðir um að halda allt að hundrað börnum og ungmennum í herfangelsum í Írak. Hermenn eru sagðir hafa misnotað börnin og beitt þau ofbeldi. Þýskur fréttaskýringaþáttur svipti hulunni af þessu, og byggir frétt sína á frásögn ónafngreinds starfsmanns bandarísku herleyniþjónustunnar.

Óvíst um þinghald í dag

Óvíst er um þinghald í dag og á morgun. Samkvæmt þingsköpum þarf að leita afbrigða svo hægt sé að ræða nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um fjölmiðla í dag. Allt stefnir í að þingfundur klukkan þrjú verði eingöngu útbýtingarfundur og umræða um frumvarpið verði ekki fyrr en á miðvikudag.

Harkaleg viðbrögð andstöðunnar

Stjórnarandstaðan og hagsmunaaðilar hafa brugðist harkalega við þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að afturkalla fjölmiðlalögin, og leggja fram nýtt frumvarp með nokkrum breytingum. Talsverð átök hafa verið innan ríkisstjórnarinnar um fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu.

Á ekki von á miklum umræðum

Davíð Oddsson forsætisráðherra, á ekki von á miklum umræðum um nýja frumvarpið, eins og urðu um það fyrra, þar sem þingmenn séu nú þegar búnir að ræða efnisatriðin í þaula.

Umferðaröryggi fyrir ferðamenn

Gefinn hefur verið út bæklingur fyrir erlenda ferðamenn um umferðaröryggi. Að útgáfunni standa Slysavarnafélagið Landsbjörg, Umferðastofa, Umhverfisstofnun og Vegagerðin, en hingað til hafa upplýsingar um akstur á Íslandi hafa ekki verið til nægilegar aðgengilegar fyrir ferðamenn.

Kann að leiða til þráteflis

Sigurður Líndal, lagaprófessor, sem varð fyrstur manna til að stinga upp á því að taka fjölmiðlalögin aftur, óttast að eins og að því er staðið, kunni það að leiða til þráteflis á milli forseta og Alþingis.

Vill ná sáttum

Össur Skarphéðinsson, segir að enn sé hægt að ná sáttum um fjölmiðlafrumvarpið, þótt framkoma ríkisstjórnarinnar í málinu sé með eindæmum. Össur hefur verið í fremstu víglínu þeirra sem berjast gegn fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og hann er ekki hrifinn af þessum nýjasta gjörningi ríkisstjórnarinna.

Myrti tugi ferðamanna

Dómari í Nepal frestaði því að kveða upp dóm yfir Charles Sobhraj, tæplega sextugum karlmanni sem hefur viðurkennt að hafa myrt fjölda vestrænna ferðamanna í Asíu og Mið-Austurlöndum á áttunda áratugnum. Dómarinn vill fá fleiri skjöl í hendurnar áður en hann kveður upp dóminn.

Nýtt tilfelli kúariðu

Ítölsk stjórnvöld hafa staðfest að ein kýr á býli á Mið-Ítalíu hafi greinst með kúariðu. Þetta er fjórða tilfelli kúariðu sem hefur greinst á Ítalíu á árinu og það 121. frá því að prófanir hófust árið 2001. Leitað er að kúariðu í nautgripum sem orðnir eru tveggja og hálfs árs og eru ætlaðir til slátrunar og manneldis.

Mun fara dómstólaleiðina

Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, segir ljóst að fyrirtækið muni fara dómstólaleiðina til þess að fá hinu nýja fjölmiðlafrumvarpi hnekkt, ef það þá verður samþykkt. Hann segir viðbrögð sín svipuð og þegar fyrra frumvarpið var sett fram enda sé útgáfan nú ekki skárri.

Sumarþing hafið

Fundir Alþingis hófust á ný klukkan þrjú í dag. Til stóð að dreifa tveimur frumvörpum, annars vegar stjórnarfrumvarpi um afnám nýsettra fjölmiðlalaga og ný og breytt fjölmiðlalög. Hins vegar frumvarpi formanna stjórnarandstöðunnar um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu um hin fyrri fjölmiðlalög.

Saddam verði líflátinn

Þúsundir Kúrda tóku þátt í kröfugöngu í bænum Halabja til að krefjast þess að Saddam Hussein verði tekinn af lífi fyrir að beita efnavopnum gegn íbúum bæjarins. 5.000 manns létu lífið í árás stjórnvalda 1988.

Sjá næstu 50 fréttir