Erlent

Börn í herfangelsum

Bandaríkjamenn eru sakaðir um að halda allt að hundrað börnum og ungmennum í herfangelsum í Írak. Hermenn eru sagðir hafa misnotað börnin og beitt þau ofbeldi. Þýskur fréttaskýringaþáttur svipti hulunni af þessu, og byggir frétt sína á frásögn ónafngreinds starfsmanns bandarísku herleyniþjónustunnar. Meðal annars er greint frá því að írakskar unglingsstúlkur hafi mátt þola ofbeldi og misnotkun í Abu-Ghraib fangelsinu nærri Bagdad. Ein frásögnin er á þá leið, að fimmtán eða sextán ára gömul stúlka hafi verið yfirheyrð á harkalegan máta og að herlögregla hafi skorist í leikin þegar hún stóð eftir nánast nakin. Í öðru tilviki munu hermenn hafa tekið sextán ára gamlan pilt, helt köldu vatni yfir hann og látið hann þramma í kuldanum. Því næst þöktu þeir drenginn drullu og sýndu hann föður sínum, sem einnig var í haldi. Faðirinn féll saman, grét og hét því að segja allt sem hann vissi. Talsmaður Alþjóða rauða krossins staðfestir, að 107 börn hafi fundist í herfangelsum á milli janúar og maí í ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×