Fleiri fréttir

Sveiflaði eggvopnum í Breiðholti

Maður, vopnaður tveim eggvopnum, var handtekinn í Breiðholti í dag, eftir að hafa reynt þar innbrot og veifað vopnum sínum að nálægu fólki. Íbúi í Fellahverfi, sem fréttastofan ræddi við, sagði að lögreglumenn hefðu verið eldsnöggir á vettvang og fundið manninn eftir skamma leit, en hann var þá kominn inn í íbúð í hverfinu, þar sem hann mun eiga sér afdrep.

Gefinn hundum að éta

Þýsk kona hefur verið ákærð fyrir að hjálpa tveim dætrum sínum að myrða föður þeirra og leikur grunur á að líkið hafi verið bútað niður og gefið sjö Doberman hundum fjölskyldunnar, að éta. Fjölskyldan tilkynnti í október árið 2001, að heimilisfaðirinn væri horfinn.

Enn leitað að al-Zarkawi

Fimm manns létu lífið þegar bandarísk flugvél skaut eldflaug að húsi í bænum Fallujah, í Írak, í dag. Undanfarna daga hafa Bandaríkjamenn gert loftárásir á nokkur hús sem þeir telja að tengist jórdanska hryðjuverkamanninum Abu Musab al-Zarkawi.

LSH vill skoða tillögur um stokk

Fulltrúar stjórnarnefndar Landspítalans háskólasjúkrahúss segja mikilvægt að skoða allar tillögur um færslu Hringbrautar, þótt framkvæmdir séu þegar hafnar. Stjórnarnefndin hitti í dag fulltrúa Höfuðborgarsamtakanna og Samtaka um betri byggð, sem telja bestu lausnina að setja Hringbraut í 600 metra opinn stokk.

Vandi framhaldsskóla leystur

Vandi framhaldsskólanna hefur verið leystur með fjárveitingu úr fjáraukalögum, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra. Gagnrýnt hefur verið að fjárveitingu vanti fyrir allt að 700 nemendur, sem sótt hafa um framhaldsskólanám næsta haust, en skólastjórnendur segja þennan vanda hafa verið fyrirsjáanlegan, en lítið hafi verið að gert.

Fara ekki fram á opinbera rannsókn

Félag heyrnarlausra ætlar ekki, að svo stöddu, að fara fram á opinbera rannsókn á því hversu mörg heyrnarlaus börn hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Talskona Stígamóta segir að nýlegur dómur í máli gegn heyrnarlausum manni, feli í sér alvarleg skilaboð út í samfélagið.

Syrtir í álinn hjá Yukos

Enn syrtir í álinn hjá rússneska olíurisanum Yukos. Lánveitendur fyrirtækisins segja það í vanskilum með lán upp á marga milljarða og gengi bréfa hríðlækkar. Yukos-olíufélagið er í eigu Mikhails Khodorkovsky, sem nú er fyrir rétti sakaður um ýmis fjármálabrot.

Skortir á heiðarleika stjórnvalda

Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar, segir skorta á heiðarleika stjórnvalda og segir nýjasta útspil þeirra undanbrögð. Ólafur var meðal þeirra sem hvöttu forseta Íslands til að skjóta fjölmiðlalögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu en í kjölfarið urðu til samtökin Þjóðarhreyfingin með lýðræði.

Breytir engu fyrir Norðurljós

Stjórnarformaður Norðurljósa kallar nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar skrípaleik. Verið sé að gera sýndarbreytingar á fjölmiðlafrumvarpinu, sem hafi engin efnisleg áhrif. Ekki var um það deilt að fjölmiðlalögin myndu harðast bitna á fyrirtækinu Norðurljósum og forystumenn í stjórnarflokkunum leyndu ekki þeirri skoðun sinni að brjóta þyrfti upp það fyrirtæki.

Brella eða ekki brella

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kallaði það brellu fyrir mánuði að afturkalla fjölmiðlalögin og sagði að sú skylda hvíldi á ríkisstjórninni að efna til þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Forystumenn Framsóknarflokksins aftóku einnig fyrir helgi að hætt yrði við atkvæðagreiðsluna.

Stenst enn ekki stjórnarskrá

Þrátt fyrir nýjustu breytingar telja lögfræðingarnir Sigurður Líndal og Jakob Möller enn verulega hættu á að fjölmiðlalögin stangist á við stjórnarskrána.Það var raunar Sigurður Líndal sem varpaði fyrstur fram þeirri hugmynd að ríkisstjórnin afturkallaði fjölmiðlalögin og kæmi þannig í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ekki frestað til haustsins

Davíð Oddsson forsætisráðherra segir ekki koma til greina að fresta samþykkt nýrra fjölmiðlalaga til haustsins eins og stjórnarandstaðan vill. Í sama streng tekur Halldór Ásgrímsson. Stjórnarandstöðunni býðst að skipa fulltrúa í fjölmiðlanefnd sem tekur til starfa með haustinu.

Loftlaust á tónleikum

Fjórir gestir á tónleikum Metallicu voru fluttir á slysadeild eftir að þeir féllu í öngvit og tugir áttu erfitt með andardrátt, vegna loftleysis í Egilshöll í gærkvöld. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir þó að allt hafi farið vel fram og gefur tónleikagestum bestu einkunn.

Stjórnin sökuð um svik og pretti

Stjórnarandstaðan segir stefna í stórstyrjöld á vettvangi stjórnmálanna með nýju frumvarpi stjórnarinnar um fjölmiðla. Hafa eigi þjóðaratkvæðagreiðsluna af þjóðinni með svikum. Uppnám varð á Alþingi þegar Halldór Blöndal frestaði sumarþinginu til miðvikudags þrátt fyrir að stjórnarandstaðan vildi ræða fundarstjórn forseta.

Gjaldþrot ef UMFÍ greiðir ekki

Ríkarður Másson sýslumaður á Sauðárkróki, segir sýslumannsembætti hans verða galdþrota greiði Landsmótsnefnd UMFÍ ekki 2,4 milljóna króna kostnað við aukna löggæslu á tveimur mótum félagsins.

Greina nýtt tilfelli kúariðu

Ítölsk stjórnvöld hafa staðfest að ein kýr á býli á Mið-Ítalíu hafi greinst með kúariðu. Þetta er fjórða tilfelli kúariðu sem hefur greinst á Ítalíu á árinu og það 121.

Fjögurra akreina Vesturlandsvegur

Útboð vegna framkvæmda við Vesturlandsveg stendur til 13. júlí. Akreinar til beggja átta verða tvíbreiðar, ásamt því að tvö ný hringtorg verða byggð, tvær vegbrý og göngubrú yfir Úlfarsá.

Tvö sjúkraflug til Grænlands

Tveir sjúklingar komu með sjúkraflugi frá Grænlandi í gær. Flugfélag Íslands sinnti þremur sjúkraflugum í einu.

Enn deilt um Austurbæjarbíó

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og borgarráðsmaður Sjálfstæðisflokks, segir ágreining innan Reykjavíkurlistans um hvort rífa eigi Austurbæjarbíó.

Hindrun á skipulagsvinnu

Salvör Jónsdóttir, sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar, hefur óskað skýringa á fullyrðingum átakshóps Höfuðborgarsamtakanna og samtaka um betri byggð. Hópurinn er ósáttur við meðferð sem tillögur hópsins varðandi færslu Hringbrautar fengu hjá Reykjavíkurborg.

Íslenskir dómstólar ekki á tánum

Íslensk lög taka af allan vafa um að meinsæri fyrir dómstólum er refsivert og liggja við þungir dómar. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður segir dómstóla ekki vera á tánum gagnvart slíkum brotum.

Verða að fá kostnaðinn greiddan

Ríkarður Másson sýslumaður á Sauðárkróki, segir sýslumannsembætti hans verða galdþrota greiði Landsmótsnefnd UMFÍ ekki 2,4 milljóna króna kostnað við aukna löggæslu á tveimur mótum félagsins.

Gæsluvarðhald framlengt

Kona sem grunuð er um að hafa orðið ellefu ára dóttur sinni að bana á heimili þeirra í vesturbæ Reykjavíkur í lok maí verður áfram í haldi lögreglu.

Tíu féllu í loftárás

Í það minnsta tíu manns létu lífið þegar bandarískar herþotur vörpuðu sprengjum á íbúðarhús í írösku borginni Falluja í gær.

Þremur nótum bætt við

Tvær nótur bættust við heimsins lengsta tónverk í mannlausri kirkju í Þýskalandi í gær. Flutningur tónverksins hófst fyrir þremur árum en hann mun í heild taka 639 ár.

Kanna hvort frumvarpið sé þinglegt

Fyrsta fundi sumarþings lauk með háreysti í þingsölum í gær. Stjórnarandstaðan deildi hart á ríkisstjórnina. Forseti Alþingis lætur kanna hvort nýtt fjölmiðlafrumvarp sé þinglegt.

Bandaríkjamaður hálshöggvinn

Líbanskt ættaður Bandaríkjamaður hefur verið hálshöggvinn í Írak samkvæmt fjölmiðlum í morgun. Ekki hefur enn borist staðfesting á morðinu frá Bandaríkjaher.

Umferðaróhöpp í gær og nótt

Harður árekstur varð á Suðurlandsvegi við gatnamót Þrúðvangs á Hellu þar sem bifhjól og bíll skullu saman. Áreksturinn var nokkurð harður og var ökumaður bifhjólsins fluttur á sjúkrahús í Reykajvík.

Á þriðja tug fíkniefnamála á Hellu

Talið er að um 11 þúsund gestir hafi verið á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum við Hellu en mótinu lýkur síðar í dag. Á þriðja tug fíkniefnamála hafa komið upp í tengslum við Landsmótið sem telst mikið fyrir fjölskyldu- og íþróttamót.

540 m hár turn í New York

Uppbygging á Frelsisturninum í New York hefst með formlegum hætti í dag. Frelsisturninn mun rísa þar sem Tvíburaturnarnir stóðu fyrir hryðjuverkin 11. september 2001.

Spádómur frá 1969 að rætast?

„Í fyrsta lagi eigum við við harðsnúinn mótstöðumann að etja sem er forseti landsins, en hann mun ekki hika við að beita neitunarvaldi sínu gegn framlengingu samningsins. Verður þá gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu, og tel ég vafasamt að hún verði okkur í vil.

Hersveit Bandaríkjamanna heim

Sú hersveit Bandaríkjamanna sem lengst hefur dvalið í Írak hélt heim á leið í dag. Hershöfðingjar deildarinnar eru sannfærðir að aðgerðirnar í landinu verði að lokum metnar að verðleikum og í ljós muni koma að fólkið í Írak hafi fengið frábært tækifæri.

Dönsk stúlka í klóm Fournirets?

Mál franska barnaníðingsins Michels Fournirets hefur nú teygt anga sína til Danmörku. Lögregla þar í landi hefur undir höndum teikningar af manni sem reyndi að myrða ellefu ára gamla stúlku en þær líkjast Fourniret.

Össur biðlar til Halldórs

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, gefur berlega í skyn að Framsóknarflokknum standi betri vist til boða í ríkisstjórn en með Sjálfstæðisflokknum. Forystumenn stjórnarflokkanna reyna enn að ná samkomulagi um lagafrumvarp vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Stefnt er að því að halda ríkisstjórnarfund klukkan 18 í dag.

11 þúsund manns á Hellu

Talið er að um 11 þúsund gestir hafi verið á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum við Hellu en mótinu lýkur síðar í dag. Á þriðja tug fíkniefnamála hafa komið upp í tengslum við Landsmótið sem telst mikið fyrir fjölskyldu- og íþróttamót.

Hlusta ekki á neyðarbylgju

Landhelgisgæslan segir áhyggjuefni hve fáir skipstjórar hlusti á rás 16 sem er neyðarbylgja fyrir skip og báta og öllum sjófarendum er skylt að hlusta á. Landhelgisgæslan segir að þessi vanræksla dragi verulega úr öryggi á sjó.

Ökumaður sefur við Smáralind

Tilkynnt var um ökumann sem svæfi djúpum svefni í bifreið sinni á miðri götu fyrir utan Smáralindina núna á þriðja tímanum. Að sögn vegfaranda sat maðurinn undir stýri og virtist í fastasvefni.

Her í Keflavík óþarfur?

Endurskoðun á hlutverki herja Bandaríkjamanna erlendis er óhjákvæmileg í ljósi nýrra aðstæðna í veröldinni segir Michael O´Hanlon, sérfræðingur Brookings Institution í Washington. Óneitanlega verður að skoða framtíð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli í ljósi þessarar endurskoðunar.

Hermaðurinn ekki hálshöggvinn

Íröksku mannræningjarnir, sem í morgun voru sagðir hafa hálshöggvið bandarískan hermann, báru til baka fréttir af aftökunni fyrr í dag.

Mikil umferð og engin slys

Umferð á vegum úti er nokkuð mikil en ekki hafa borist fréttir af slysum. Mestur er straumurinn frá Hellu þar sem u.þ.b. 11 þúsund manns hafa verið á Landsmóti hestamanna um helgina.

Lík stúlknanna fundust

Lík stúlknanna tveggja sem franski fjöldamorðinginn Michel Fourniret játaði að hafa grafið árið 1989 fundust í dag. Fourniret benti lögreglu sjálfur á staðinn þar sem líkin fundust.

Frumvarpið tilbúið

Davíð Oddsson forsætisræðherra mætti á ríkisstjórnarfundinn rétt fyrir klukkan 18 með lagafrumvarpið um þjóðaratkvæðagreiðsluna í hendinni. Hvorki hann né Halldór Ásgrímsson vildu tjá sig um atriði frumvarpsins fyrir fundinn.

Hlusta ekki á neyðarbylgju

Landhelgisgæslan hefur áhyggjur af því hve fáir skipstjórar hafi stillt á rás 16, neyðarbylgjuna sem öllum sjófarendum er skylt að hlusta á. Varðstjórar hjá gæslunni urðu varir við þetta í gær þegar hafin var leit úr lofti og á legi að sómabátnum Eskey sem hafði dottið úr sjálfvirku tilkynningaskyldukerfi.

Sátt um frumvarpið

Ríkisstjórnarfundi lauk nú rétt fyrir klukkan 19. Að sögn formanna stjórnarflokkanna, Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar, er sátt um frumvarpið í ríkisstjórninni.

Rannsókn ábótavant

Rannsókn á sifjaspellsmáli í Færeyjum vegna barna sem búið hafa á Íslandi undanfarin ár var ábótavant að mati nýs saksóknara í málinu. Hjón voru ranglega dæmd í fangelsi og var dómurinn eingöngu byggður á vitnisburði barna sem nú segjast hafa logið fyrir dómi.

Sjá næstu 50 fréttir