Fleiri fréttir Andstaðan með eigið frumvarp Stjórnarandstaðan ætlar að leggja fram frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðsluna um fjölmiðlalögin. Samkvæmt því á einfaldur meirihluti að duga til þess að hafna lögunum. Formaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórnin sé hrædd við vilja fólksins í landinu. 30.6.2004 00:01 Þögnin er gull, segir Guðni Forystumönnum í Framsóknarflokknum líst illa á hugmyndir sjálfstæðismanna um að gera kröfu um að 44 prósent kosningabærra manna þurfi, til að hafna lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, hvetur til þess að ófriðaröldur verði lægðar í samfélaginu, en telur þó sjálfur mikilvægt að lágmarksskilyrði verði sett. 30.6.2004 00:01 Lettar mótmæltu í Hafnarfirði Lettneskir sjómenn á skipinu Arnarborginni sem liggur við höfn í Hafnarfirði mótmæltu í gær. Þeir eru með 18 þúsund krónur á mánuði í laun og mótmæltu því að þeir fengu ekki borguð launin. Eigandi skipsins er Íslendingur. Meira um málið í DV í dag. 30.6.2004 00:01 Davíð fundar með Bush Davíð Oddsson forsætisráðherra væntir þess að niðurstaða geti fengist um framtíð Keflavíkurstöðvarinnar á fundi með George Bush í Hvíta húsinu á þriðjudaginn kemur. Bandaríkjaforseti býður til fundarins, en á honum á að ræða um alþjóðamál og samskipti landanna. Davíð segir fundinn í Washington engin áhrif hafa á fyrirhugaða fundi Alþingis á sama tíma. 30.6.2004 00:01 Edwards vinælasta varaforsetaefnið Fjórir mánuðir eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. George W. Bush og John Kerry eru nánast hnífjafnir samkvæmt skoðanakönnunum. Mikið veltur á vali frambjóðendanna á varaforsetaefni. 30.6.2004 00:01 Hugsanlega sæst á skilyrði um 1/3 Enn á ný standa stjórnarflokkarnir frammi fyrir því að þurfa að ná lendingu í stórmáli sem flokkarnir eru í aðalatriðum ósammála um. Nú eru það lög um þjóðaratkvæðagreiðslu. Líklegt þykir að flokkarnir sættist á skilyrði um þriðjung. 30.6.2004 00:01 Þjóðarbókhlaðan minna opin Formaður Stúdentaráðs segir styttri afgreiðslutíma Þjóðarbókhlöðunnar bakslag fyrir baráttu stúdenta fyrir betri aðgangi að Háskólanum. Rektor segir þjónustu við nemendur aukast og Háskólann spara þrettán milljónir. 30.6.2004 00:01 Fá 260 milljónir fyrir hitaveituna Minnihluti bæjarstjórnar segir upphæðina ekki réttlæta söluna. Fjölmörg vafamál séu ekki afgreidd í samningnum. Forseti bæjarstjórnar segir söluna gríðarlegan kost fyrir bæjarbúa og verðið ásættanlegt. Meirihlutinn felldi tillögu minnihlutans um borgarafund. 30.6.2004 00:01 Lögreglan tekur ekki skuldarana Lögreglan hefur ekki sinnt þeim skyldum sínum að handtaka skuldara, sem hunsað hafa boðun sýslumanns, og færa þá til embættisins, að sögn formanns Lögmannafélags Íslands. Hann segir þetta óþolandi með öllu. 30.6.2004 00:01 Ónóg virðing fyrir öldruðum Ónóg virðing fyrir einkamálum aldraðra á fimm öldrunarstofnunum, og skortur á sjálfræði er meðal þess sem fram kemur í athyglisverðri könnun sem birt hefur verið. Æskilegt er að fólkið taki virkari þátt í sínu daglega umhverfi. 30.6.2004 00:01 Víða barist í Tsjetsjeníu Árásir og sprenging í námu kostuðu sex rússneska hermenn lífið og særðu tólf í Tsjetsjeníu í gær. Rannsókn sprengingar fyrir utan kaffihús í Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu, á sunnudag stendur enn yfir en hún kostaði einn lífið og særði fimm. 29.6.2004 00:01 Óvænt valdaafsal Bráðabirgðastjórn tók við óvænt við völdum í Írak í gær, tveimur dögum fyrr en áætlað hafði verið. Paul Bremer, landstjóri Bandaríkjamanna í Írak, afhenti nýjum stjórnvöldum skjöl um valdaafsalið í lítilli athöfn í höfuðstöðvum hernámsliðsins í gærmorgun. Um tveimur klukkustundum síðar yfirgaf Bremer Írak. 29.6.2004 00:01 Búist við hörðum viðbrögðum Palestínskir vígamenn skutu fjölda heimatilbúinna sprengja að ísraelskum landamærabæ í gær. Skothríðin kostaði tvo Ísraela lífið, þriggja ára dreng og afa hans, auk þess sem sjö særðust 29.6.2004 00:01 93% ætla að kjósa um fjölmiðlalög 93% landsmanna telja líklegt að þeir taki þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. RÚV skýrði frá þessu í gær. Rúmlega sex af hverjum tíu sögðust ætla að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum en þrír af hverjum tíu sögðust munu greiða atkvæði með þeim. 29.6.2004 00:01 Ákærður fyrir 480 e-töflur Maður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af ríkissaksóknara fyrir að hafa haft, í október í fyrra, 480 e-töflur og tæp þrjú grömm af töflumulningi í sinni vörslu á heimili sínu. Hann er sakaður um að hafa ætlað fíkniefni til sölu hér á landi. 29.6.2004 00:01 Fimm fluttir á sjúkrahús Fimm ferðamenn voru fluttir með sjúkrabíl til Reykjavíkur eftir að bíll þeirra valt á Vatnaleið á Snæfellsnesi seinnipart sunnudags. Að sögn lögreglunnar í Stykkishólmi voru meiðsl þeirra ekki alvarleg en bíllinn er mjög illa farinn og talinn ónýtur. 29.6.2004 00:01 Lofa mikilli aðstoð við Írak Leiðtogar NATO lofuðu miklum stuðningi við ný stjórnvöld í Írak á fundi sem nú stendur yfir í Istanbul. Leiðtogarnir samþykktu meðal annars að veita hjálp við þjálfun hersveita Íraka. Þá mun NATO íhuga frekari aðgerðir til að auka öryggi Íraka. 29.6.2004 00:01 Skipið í Straumsvík í skoðun hér Súrálskipið sem losnaði af standstað út af Straumsvík í gær fer í sérstaka skoðun hér á landi samkvæmt Parísarsamkomulaginu svonefnda um öryggi skipa. Komið er í ljós að það hefur tvisvar verið stöðvað á jafn mörgum árum fyrir að framfylgja ekki samkomulaginu en það nær m.a. til ýmissa öryggisþátta. 29.6.2004 00:01 Viðskiptahindranir á bjór afnumdar Þótt ótrúlegt megi virðast er nú verið að að afnema viðskiptahindranir með bjór í Danmörku og færa þá viðskiptahætti til þess sem ríkir í yngsta bjórvædda landi Evrópu, Íslandi. 29.6.2004 00:01 Tveir vélhjólaökumenn slasast Tveir ökumenn torfærumótorhjóla slösuðust í gærkvöldi þegar þeir voru að æfa sig. Annars vegar stakkst hjól inn í fyrirstöðu á æfingasvæðinu á Álfsnesi þannig að ökumaður kastaðist fram á stýrið og meiddist á brjósti. 29.6.2004 00:01 Kona slasast í bílveltu Þýsk ferðakona slasaðist alvarlega þegar bíll sem hún var í valt út af þjóðveginum sunnan við Húsavík í gærkvöldi. Hún var fyrst flutt ásamt annarri konu úr bílnum á Sjúkrahúsið á Akureyri og síðan með sjúkraflugi á Landspítalann í Reykjavík þar sem hún liggur nú. 29.6.2004 00:01 Bandarískur gísl tekinn af lífi Hryðjuverkamenn í Írak hafa tekið bandarískan hermann sem var í gíslingu þeirra af lífi. Sjónvarpsstöðin al-Jazeera greindi frá þessu í gærkvöldi. Sýnt var myndbandsupptaka af manni með bundið fyrir augun en ekki var sýnt þegar maðurinn var skotinn. 29.6.2004 00:01 Áframhaldandi árásir Ísraela Enn á ný héldu ísraelskar hersveitir á Gasa-ströndina í nótt og drápu þar Palestínumann. Skriðdrekar og jarðýtur sáust á götum bæjarins Beit Hanoun. Skömmu áður gerðu herþyrlur árás á byggingu upplýsingaskrifstofu sem sögð er tengjast Hamas-samtökunum. Í sömu byggingu eru m.a. CNN, BBC, tyrkneska sjónvarpið og al-Jazeera með skrifstofur. 29.6.2004 00:01 Bush sækir á Kerry George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sækir nú á ný á John Kerry samkvæmt nýrri könnun CBS. Fyrir mánuði var átta prósentu munur á þeim en nú er Kerry með 45% fylgi og Bush 44%. 29.6.2004 00:01 Nader ekki frambjóðandi Græningja Öllum á óvart tilnefndi Græningjaflokkurinn í Bandaríkjunum ekki Ralph Nader sem forsetaframbjóðanda sinn um helgina. Fyrir fjórum árum sökuðu margir demókratar Nader um að hafa stolið atkvæðum frá Al Gore og þar með komið í veg fyrir að hann yrði forseti. 29.6.2004 00:01 Fiskveiðideila í uppsiglingu Enn ein fiskveiðideilan við Norðmenn kann að bresta á í sumar og eru gagnkvæmar hótanir þegar hafðar uppi. Flestir muna líklega eftir Smugudeilunni svonefndu sem blossaði upp fyrir tæpum áratug vegna þorskveiða íslenskra skipa á alþjóðlegu hafsvæði á milli Noregs og Íslands. 29.6.2004 00:01 Reglur fyrir þjónustu á netinu Samkeppnisstofnun hefur tekið saman skýrar og aðgengilegar starfsreglur fyrir fyrirtæki sem veita þjónustu á netinu. Reglurnar eiga við um öll fyrirtæki, einstaklinga og félög sem veita slíka þjónustu. 29.6.2004 00:01 Mega ekki bera höfuðklúta Mannréttindadómstóllinn í Strassburg hefur úrskurðað að ríkisháskólar í Tyrklandi megi banna múslimum að bera höfuðklúta þar sem það sé undirstöðuatriði í aðskilnaði ríkis og kirkju. Þetta gæti verið fordæmisgefandi úrskurður í málaferlum um þetta atriði. 29.6.2004 00:01 Berjast við sjóræningja Malasía, Singapúr og Indónesía ætla að senda sérstakar flotadeildir út á Malakka-sund til þess að berjast gegn sjóræningjum. Meira en eitt sjórán á dag var framið þar á síðasta ári. Malakka-sund er ein mikilvægasta sjóleið heimshafanna en um það fer um fjórðungur sjóflutninga í heimsviðskiptum. 29.6.2004 00:01 Írakar fá Saddam á morgun Íröksk stjórnvöld fá lögsögu yfir Saddam Hússein á morgun og ellefu háttsettum flokksfélögum hans. Saddam verður þó ekki seldur Írökum í hendur í orðsins fyllstu merkingu því hann verður áfram í gæsluvarðhaldi hjá Bandaríkjaher. 29.6.2004 00:01 Líklega mistök flugmanna Flest bendir til þess að mistök flugmanna hafi orðið til þess að Dornier-flugvél Íslandsflugs magalenti á Siglufjarðarflugvelli í síðustu viku. Fulltrúar frá Rannsóknarnefnd flugslysa fóru með flugrita flugvélarinnar til aflestrar í Englandi í gær og verða niðurstöðurnar skoðaðar síðar í dag. 29.6.2004 00:01 Þarf fleiri en kusu Ólaf Ragnar Fleiri þurfa að kjósa gegn fjölmiðlalögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu til að fella lögin úr gildi en kusu Ólaf Ragnar Grímsson forseta lýðveldisins þriðja kjörtímabilið í röð, verði þess krafist að minnst 44% atkvæðabærra manna synji lögunum. 29.6.2004 00:01 Samfylkingin stærst Samfylkingin fengi 33,6% atkvæða ef kosið yrði til Alþingis nú, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 31,1%. Könnunin var gerð á tímabilinu frá 26. maí til 24. júní. Úrtakið var 2.638 manns en 63% þeirra svöruðu. 29.6.2004 00:01 Umboðsmaður vísar frá kvörtun Umboðsmaður Alþingis hefur vísað frá kvörtun fréttastjóra Stöðvar 2 og Bylgjunnar vegna ákvörðunar Davíðs Oddssonar forsætisráðherra að neita að svara spurningum fréttastofunnar eftir að forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. 29.6.2004 00:01 Samstarf gegn hryðjuverkum Mikið hefur verið fjallað um aukið samstarf ríkja gegn hryðjuverkum á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem nú fer fram. Lagt hefur verið til að auka upplýsingaflæði á milli aðildarríkja bandalagsins og samstarfsríkja til að sporna við alþjóðlegum hryðjuverkum. 29.6.2004 00:01 Netnotkun eykst Netnotendum fjölgar ekki á Íslandi. Fækkar ekki heldur - og Íslendingar státa líkast til enn af heimsmeti í Netnotkun þrátt fyrir að hún standi í stað þriðja árið í röð. Fjórir af hverjum fimm Íslendingum nota Netið. Þetta kemur fram á vef Tæknivals, <strong><a href="http://www.taeknival.is" target="_blank">taeknival.is</a></strong> 29.6.2004 00:01 Jarðgöng undir Vaðlaheiði í bígerð Undirbúningsfélag um jarðgöng undir Vaðlaheiði, austan Akureyrar, telur að göngin geti orðið að veruleika eftir sex ár ef allur undirbúningur gengur að óskum. KEA hefur þegar ákveðið að leggja fram hundrað milljónir króna í hlutafé vegna ganganna. 29.6.2004 00:01 Barroso reiðubúinn að taka við Forsætisráðherra Portúgals, José Manuel Durao Barroso, tilkynnti nú áðan að hann væri reiðubúinn að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins af Ítalanum Romano Prodi í nóvember. 29.6.2004 00:01 Hafsteinn á Ólympíuleikana Hafsteini Ægi Geirssyni, siglingamanni úr Siglingaklúbbnum Þyt í Hafnarfirði, hefur verið boðin þátttaka á Ólympíuleikunum í Aþenu nú í sumar. Hafsteinn hefur sl. fjögur ár stefnt markvisst að þátttöku í leikunum og á HM sem fram fór í Tyrklandi í maí var hann aðeins tveimur sætum frá því að tryggja sér ólympíusæti. 29.6.2004 00:01 Kynlífslyf fyrir konur Vísindamenn í Bandaríkjunum telja sig í fyrsta skipti hafa þróað kynlífslyf fyrir konur sem virki örugglega. 29.6.2004 00:01 Ákæruvaldið fær á baukinn Ákæruvaldið fær á baukinn í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í fjársvikamáli sem kveðinn var upp í dag. Um er að ræða mál þar sem maður var ákærður í níu liðum fyrir að hafa svikið fé úr fjórum tryggingafélögum á árunum 1989-1991. 29.6.2004 00:01 Kvikmynd um ímyndarsköpun Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt styrk að upphæð 165 þúsund krónur til gerðar heimildarmyndar um ímyndarsköpun tveggja bæjarfélaga á Íslandi. Myndin verður gerð í samstarfi við mannfræðiskor félagsvísindadeildar Háskóla Íslands og Kvikmyndaskóla Íslands. 29.6.2004 00:01 24 starfsmenn Sþ létust Tuttugu og fjórir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna létu lífið í Afríkuríkinu Síerra Leóne í dag þegar þyrla þeirra flaug á fjallshlíð í vesturhluta landsins. Ekkert bendir til annars en að þetta hafi verið slys. 29.6.2004 00:01 Utankjörfundarkosning nauðsyn Svokölluð Þjóðarhreyfing - viðbragðshópur sérfræðinga - telur nauðsynlegt að boðið verði upp á utankjörfundarkosningu í þjóðaratkvæðagreiðslunni um fjölmiðlalögin. 29.6.2004 00:01 Uppsagnir meinatækna Meinatæknafélag Íslands mótmælir harðlega þeirri ákvörðun að öllum meinatæknum á Heilsuverndarstöð Íslands var sagt upp í dag með aðeins þriggja daga fyrirvara en uppsagnirnar taka gildi 1. júlí. 29.6.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Andstaðan með eigið frumvarp Stjórnarandstaðan ætlar að leggja fram frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðsluna um fjölmiðlalögin. Samkvæmt því á einfaldur meirihluti að duga til þess að hafna lögunum. Formaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórnin sé hrædd við vilja fólksins í landinu. 30.6.2004 00:01
Þögnin er gull, segir Guðni Forystumönnum í Framsóknarflokknum líst illa á hugmyndir sjálfstæðismanna um að gera kröfu um að 44 prósent kosningabærra manna þurfi, til að hafna lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, hvetur til þess að ófriðaröldur verði lægðar í samfélaginu, en telur þó sjálfur mikilvægt að lágmarksskilyrði verði sett. 30.6.2004 00:01
Lettar mótmæltu í Hafnarfirði Lettneskir sjómenn á skipinu Arnarborginni sem liggur við höfn í Hafnarfirði mótmæltu í gær. Þeir eru með 18 þúsund krónur á mánuði í laun og mótmæltu því að þeir fengu ekki borguð launin. Eigandi skipsins er Íslendingur. Meira um málið í DV í dag. 30.6.2004 00:01
Davíð fundar með Bush Davíð Oddsson forsætisráðherra væntir þess að niðurstaða geti fengist um framtíð Keflavíkurstöðvarinnar á fundi með George Bush í Hvíta húsinu á þriðjudaginn kemur. Bandaríkjaforseti býður til fundarins, en á honum á að ræða um alþjóðamál og samskipti landanna. Davíð segir fundinn í Washington engin áhrif hafa á fyrirhugaða fundi Alþingis á sama tíma. 30.6.2004 00:01
Edwards vinælasta varaforsetaefnið Fjórir mánuðir eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. George W. Bush og John Kerry eru nánast hnífjafnir samkvæmt skoðanakönnunum. Mikið veltur á vali frambjóðendanna á varaforsetaefni. 30.6.2004 00:01
Hugsanlega sæst á skilyrði um 1/3 Enn á ný standa stjórnarflokkarnir frammi fyrir því að þurfa að ná lendingu í stórmáli sem flokkarnir eru í aðalatriðum ósammála um. Nú eru það lög um þjóðaratkvæðagreiðslu. Líklegt þykir að flokkarnir sættist á skilyrði um þriðjung. 30.6.2004 00:01
Þjóðarbókhlaðan minna opin Formaður Stúdentaráðs segir styttri afgreiðslutíma Þjóðarbókhlöðunnar bakslag fyrir baráttu stúdenta fyrir betri aðgangi að Háskólanum. Rektor segir þjónustu við nemendur aukast og Háskólann spara þrettán milljónir. 30.6.2004 00:01
Fá 260 milljónir fyrir hitaveituna Minnihluti bæjarstjórnar segir upphæðina ekki réttlæta söluna. Fjölmörg vafamál séu ekki afgreidd í samningnum. Forseti bæjarstjórnar segir söluna gríðarlegan kost fyrir bæjarbúa og verðið ásættanlegt. Meirihlutinn felldi tillögu minnihlutans um borgarafund. 30.6.2004 00:01
Lögreglan tekur ekki skuldarana Lögreglan hefur ekki sinnt þeim skyldum sínum að handtaka skuldara, sem hunsað hafa boðun sýslumanns, og færa þá til embættisins, að sögn formanns Lögmannafélags Íslands. Hann segir þetta óþolandi með öllu. 30.6.2004 00:01
Ónóg virðing fyrir öldruðum Ónóg virðing fyrir einkamálum aldraðra á fimm öldrunarstofnunum, og skortur á sjálfræði er meðal þess sem fram kemur í athyglisverðri könnun sem birt hefur verið. Æskilegt er að fólkið taki virkari þátt í sínu daglega umhverfi. 30.6.2004 00:01
Víða barist í Tsjetsjeníu Árásir og sprenging í námu kostuðu sex rússneska hermenn lífið og særðu tólf í Tsjetsjeníu í gær. Rannsókn sprengingar fyrir utan kaffihús í Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu, á sunnudag stendur enn yfir en hún kostaði einn lífið og særði fimm. 29.6.2004 00:01
Óvænt valdaafsal Bráðabirgðastjórn tók við óvænt við völdum í Írak í gær, tveimur dögum fyrr en áætlað hafði verið. Paul Bremer, landstjóri Bandaríkjamanna í Írak, afhenti nýjum stjórnvöldum skjöl um valdaafsalið í lítilli athöfn í höfuðstöðvum hernámsliðsins í gærmorgun. Um tveimur klukkustundum síðar yfirgaf Bremer Írak. 29.6.2004 00:01
Búist við hörðum viðbrögðum Palestínskir vígamenn skutu fjölda heimatilbúinna sprengja að ísraelskum landamærabæ í gær. Skothríðin kostaði tvo Ísraela lífið, þriggja ára dreng og afa hans, auk þess sem sjö særðust 29.6.2004 00:01
93% ætla að kjósa um fjölmiðlalög 93% landsmanna telja líklegt að þeir taki þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. RÚV skýrði frá þessu í gær. Rúmlega sex af hverjum tíu sögðust ætla að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum en þrír af hverjum tíu sögðust munu greiða atkvæði með þeim. 29.6.2004 00:01
Ákærður fyrir 480 e-töflur Maður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af ríkissaksóknara fyrir að hafa haft, í október í fyrra, 480 e-töflur og tæp þrjú grömm af töflumulningi í sinni vörslu á heimili sínu. Hann er sakaður um að hafa ætlað fíkniefni til sölu hér á landi. 29.6.2004 00:01
Fimm fluttir á sjúkrahús Fimm ferðamenn voru fluttir með sjúkrabíl til Reykjavíkur eftir að bíll þeirra valt á Vatnaleið á Snæfellsnesi seinnipart sunnudags. Að sögn lögreglunnar í Stykkishólmi voru meiðsl þeirra ekki alvarleg en bíllinn er mjög illa farinn og talinn ónýtur. 29.6.2004 00:01
Lofa mikilli aðstoð við Írak Leiðtogar NATO lofuðu miklum stuðningi við ný stjórnvöld í Írak á fundi sem nú stendur yfir í Istanbul. Leiðtogarnir samþykktu meðal annars að veita hjálp við þjálfun hersveita Íraka. Þá mun NATO íhuga frekari aðgerðir til að auka öryggi Íraka. 29.6.2004 00:01
Skipið í Straumsvík í skoðun hér Súrálskipið sem losnaði af standstað út af Straumsvík í gær fer í sérstaka skoðun hér á landi samkvæmt Parísarsamkomulaginu svonefnda um öryggi skipa. Komið er í ljós að það hefur tvisvar verið stöðvað á jafn mörgum árum fyrir að framfylgja ekki samkomulaginu en það nær m.a. til ýmissa öryggisþátta. 29.6.2004 00:01
Viðskiptahindranir á bjór afnumdar Þótt ótrúlegt megi virðast er nú verið að að afnema viðskiptahindranir með bjór í Danmörku og færa þá viðskiptahætti til þess sem ríkir í yngsta bjórvædda landi Evrópu, Íslandi. 29.6.2004 00:01
Tveir vélhjólaökumenn slasast Tveir ökumenn torfærumótorhjóla slösuðust í gærkvöldi þegar þeir voru að æfa sig. Annars vegar stakkst hjól inn í fyrirstöðu á æfingasvæðinu á Álfsnesi þannig að ökumaður kastaðist fram á stýrið og meiddist á brjósti. 29.6.2004 00:01
Kona slasast í bílveltu Þýsk ferðakona slasaðist alvarlega þegar bíll sem hún var í valt út af þjóðveginum sunnan við Húsavík í gærkvöldi. Hún var fyrst flutt ásamt annarri konu úr bílnum á Sjúkrahúsið á Akureyri og síðan með sjúkraflugi á Landspítalann í Reykjavík þar sem hún liggur nú. 29.6.2004 00:01
Bandarískur gísl tekinn af lífi Hryðjuverkamenn í Írak hafa tekið bandarískan hermann sem var í gíslingu þeirra af lífi. Sjónvarpsstöðin al-Jazeera greindi frá þessu í gærkvöldi. Sýnt var myndbandsupptaka af manni með bundið fyrir augun en ekki var sýnt þegar maðurinn var skotinn. 29.6.2004 00:01
Áframhaldandi árásir Ísraela Enn á ný héldu ísraelskar hersveitir á Gasa-ströndina í nótt og drápu þar Palestínumann. Skriðdrekar og jarðýtur sáust á götum bæjarins Beit Hanoun. Skömmu áður gerðu herþyrlur árás á byggingu upplýsingaskrifstofu sem sögð er tengjast Hamas-samtökunum. Í sömu byggingu eru m.a. CNN, BBC, tyrkneska sjónvarpið og al-Jazeera með skrifstofur. 29.6.2004 00:01
Bush sækir á Kerry George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sækir nú á ný á John Kerry samkvæmt nýrri könnun CBS. Fyrir mánuði var átta prósentu munur á þeim en nú er Kerry með 45% fylgi og Bush 44%. 29.6.2004 00:01
Nader ekki frambjóðandi Græningja Öllum á óvart tilnefndi Græningjaflokkurinn í Bandaríkjunum ekki Ralph Nader sem forsetaframbjóðanda sinn um helgina. Fyrir fjórum árum sökuðu margir demókratar Nader um að hafa stolið atkvæðum frá Al Gore og þar með komið í veg fyrir að hann yrði forseti. 29.6.2004 00:01
Fiskveiðideila í uppsiglingu Enn ein fiskveiðideilan við Norðmenn kann að bresta á í sumar og eru gagnkvæmar hótanir þegar hafðar uppi. Flestir muna líklega eftir Smugudeilunni svonefndu sem blossaði upp fyrir tæpum áratug vegna þorskveiða íslenskra skipa á alþjóðlegu hafsvæði á milli Noregs og Íslands. 29.6.2004 00:01
Reglur fyrir þjónustu á netinu Samkeppnisstofnun hefur tekið saman skýrar og aðgengilegar starfsreglur fyrir fyrirtæki sem veita þjónustu á netinu. Reglurnar eiga við um öll fyrirtæki, einstaklinga og félög sem veita slíka þjónustu. 29.6.2004 00:01
Mega ekki bera höfuðklúta Mannréttindadómstóllinn í Strassburg hefur úrskurðað að ríkisháskólar í Tyrklandi megi banna múslimum að bera höfuðklúta þar sem það sé undirstöðuatriði í aðskilnaði ríkis og kirkju. Þetta gæti verið fordæmisgefandi úrskurður í málaferlum um þetta atriði. 29.6.2004 00:01
Berjast við sjóræningja Malasía, Singapúr og Indónesía ætla að senda sérstakar flotadeildir út á Malakka-sund til þess að berjast gegn sjóræningjum. Meira en eitt sjórán á dag var framið þar á síðasta ári. Malakka-sund er ein mikilvægasta sjóleið heimshafanna en um það fer um fjórðungur sjóflutninga í heimsviðskiptum. 29.6.2004 00:01
Írakar fá Saddam á morgun Íröksk stjórnvöld fá lögsögu yfir Saddam Hússein á morgun og ellefu háttsettum flokksfélögum hans. Saddam verður þó ekki seldur Írökum í hendur í orðsins fyllstu merkingu því hann verður áfram í gæsluvarðhaldi hjá Bandaríkjaher. 29.6.2004 00:01
Líklega mistök flugmanna Flest bendir til þess að mistök flugmanna hafi orðið til þess að Dornier-flugvél Íslandsflugs magalenti á Siglufjarðarflugvelli í síðustu viku. Fulltrúar frá Rannsóknarnefnd flugslysa fóru með flugrita flugvélarinnar til aflestrar í Englandi í gær og verða niðurstöðurnar skoðaðar síðar í dag. 29.6.2004 00:01
Þarf fleiri en kusu Ólaf Ragnar Fleiri þurfa að kjósa gegn fjölmiðlalögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu til að fella lögin úr gildi en kusu Ólaf Ragnar Grímsson forseta lýðveldisins þriðja kjörtímabilið í röð, verði þess krafist að minnst 44% atkvæðabærra manna synji lögunum. 29.6.2004 00:01
Samfylkingin stærst Samfylkingin fengi 33,6% atkvæða ef kosið yrði til Alþingis nú, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 31,1%. Könnunin var gerð á tímabilinu frá 26. maí til 24. júní. Úrtakið var 2.638 manns en 63% þeirra svöruðu. 29.6.2004 00:01
Umboðsmaður vísar frá kvörtun Umboðsmaður Alþingis hefur vísað frá kvörtun fréttastjóra Stöðvar 2 og Bylgjunnar vegna ákvörðunar Davíðs Oddssonar forsætisráðherra að neita að svara spurningum fréttastofunnar eftir að forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. 29.6.2004 00:01
Samstarf gegn hryðjuverkum Mikið hefur verið fjallað um aukið samstarf ríkja gegn hryðjuverkum á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem nú fer fram. Lagt hefur verið til að auka upplýsingaflæði á milli aðildarríkja bandalagsins og samstarfsríkja til að sporna við alþjóðlegum hryðjuverkum. 29.6.2004 00:01
Netnotkun eykst Netnotendum fjölgar ekki á Íslandi. Fækkar ekki heldur - og Íslendingar státa líkast til enn af heimsmeti í Netnotkun þrátt fyrir að hún standi í stað þriðja árið í röð. Fjórir af hverjum fimm Íslendingum nota Netið. Þetta kemur fram á vef Tæknivals, <strong><a href="http://www.taeknival.is" target="_blank">taeknival.is</a></strong> 29.6.2004 00:01
Jarðgöng undir Vaðlaheiði í bígerð Undirbúningsfélag um jarðgöng undir Vaðlaheiði, austan Akureyrar, telur að göngin geti orðið að veruleika eftir sex ár ef allur undirbúningur gengur að óskum. KEA hefur þegar ákveðið að leggja fram hundrað milljónir króna í hlutafé vegna ganganna. 29.6.2004 00:01
Barroso reiðubúinn að taka við Forsætisráðherra Portúgals, José Manuel Durao Barroso, tilkynnti nú áðan að hann væri reiðubúinn að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins af Ítalanum Romano Prodi í nóvember. 29.6.2004 00:01
Hafsteinn á Ólympíuleikana Hafsteini Ægi Geirssyni, siglingamanni úr Siglingaklúbbnum Þyt í Hafnarfirði, hefur verið boðin þátttaka á Ólympíuleikunum í Aþenu nú í sumar. Hafsteinn hefur sl. fjögur ár stefnt markvisst að þátttöku í leikunum og á HM sem fram fór í Tyrklandi í maí var hann aðeins tveimur sætum frá því að tryggja sér ólympíusæti. 29.6.2004 00:01
Kynlífslyf fyrir konur Vísindamenn í Bandaríkjunum telja sig í fyrsta skipti hafa þróað kynlífslyf fyrir konur sem virki örugglega. 29.6.2004 00:01
Ákæruvaldið fær á baukinn Ákæruvaldið fær á baukinn í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í fjársvikamáli sem kveðinn var upp í dag. Um er að ræða mál þar sem maður var ákærður í níu liðum fyrir að hafa svikið fé úr fjórum tryggingafélögum á árunum 1989-1991. 29.6.2004 00:01
Kvikmynd um ímyndarsköpun Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt styrk að upphæð 165 þúsund krónur til gerðar heimildarmyndar um ímyndarsköpun tveggja bæjarfélaga á Íslandi. Myndin verður gerð í samstarfi við mannfræðiskor félagsvísindadeildar Háskóla Íslands og Kvikmyndaskóla Íslands. 29.6.2004 00:01
24 starfsmenn Sþ létust Tuttugu og fjórir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna létu lífið í Afríkuríkinu Síerra Leóne í dag þegar þyrla þeirra flaug á fjallshlíð í vesturhluta landsins. Ekkert bendir til annars en að þetta hafi verið slys. 29.6.2004 00:01
Utankjörfundarkosning nauðsyn Svokölluð Þjóðarhreyfing - viðbragðshópur sérfræðinga - telur nauðsynlegt að boðið verði upp á utankjörfundarkosningu í þjóðaratkvæðagreiðslunni um fjölmiðlalögin. 29.6.2004 00:01
Uppsagnir meinatækna Meinatæknafélag Íslands mótmælir harðlega þeirri ákvörðun að öllum meinatæknum á Heilsuverndarstöð Íslands var sagt upp í dag með aðeins þriggja daga fyrirvara en uppsagnirnar taka gildi 1. júlí. 29.6.2004 00:01