Innlent

Líklega mistök flugmanna

Flest bendir til þess að mistök flugmanna hafi orðið til þess að Dornier-flugvél Íslandsflugs magalenti á Siglufjarðarflugvelli í síðustu viku. Fulltrúar frá Rannsóknarnefnd flugslysa fóru með flugrita flugvélarinnar til aflestrar í Englandi í gær og verða niðurstöðurnar skoðaðar síðar í dag. Í gær voru líka teknar skýrslur af flugmönnum vélarinnar. Þormóður Þormóðsson, rannsóknarstjóri nefndarinnar, segir að ekkert hafi komið fram við rannsóknina sem bendi til bilunar í flugvélinni. Af því má ráða að mistök flugmanna séu líklegasta skýringin á því að flugvélin hafi magalent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×