Fleiri fréttir

Kosningar í Mongólíu

Áhrifamesti stjórnmálaflokkur Mongólíu mátti þola ósigur í þingkosningum sem fram fóru um helgina. Fékk flokkurinn, Byltingarflokkur Mongólíu, 35 þingsæti af 76.

Áhyggjur af umferðaröngþveiti

Grískir embættismenn vara við gríðarlegu umferðaröngþveiti á götum Aþenu ef ekki verður gripið til sérstakra aðgerða meðan Ólympíuleikarnir standa yfir. Ólympíuleikarnir hefjast þann 13. ágúst og standa yfir í tvær vikur.

Ísraelskur ferðamaður varð úti

Ferðamaðurinn sem björgunarsveitir á Suðurlandi leituðu að í fyrradag fannst látinn um eittleytið aðfaranótt mánudags á gönguleið milli Landmannalauga og Þórsmerkur.

Upphlaup hans gamaldags pólitík

Morgunblaðið sakar Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, um "gamaldags pólitík" í leiðara sínum í gær. Forsetinn hafi "haldið því fram að frétt á forsíðu Morgunblaðsins á kjördag um breytta hætti varðandi birtingu upplýsinga um fjölda auðra seðla hefði verið eins konar tilkynning til landsmanna að þeir ættu að skila auðu".

Berlusconi tapar fylgi

Forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, tapaði fylgi í svæðiskosningum sem fram fóru á Ítalíu um helgina. Mátti hann meðal annars þola ósigur í heimabæ sínum.

2.500 athugasemdir vegna netléna

Samkeppnisstofnun sendi um 2500 eigendum að íslenskum netlénum athugasemdir þess efnis að vefsíður þeirra uppfylltu ekki upplýsingaskyldu þeirra sem veita rafræna þjónustu á netinu.

Kiran Pacific á síðasta séns

"Þetta gat ekki farið betur miðað við aðstæður," sagði Helgi Jensson, hjá Umhverfisstofnun, skömmu eftir að tyrkneska súrálsflutningaskipið Kiran Pacific losnaði af strandstað á þriðja tímanum í gær. Eftir að skipið losnaði hafði ekki orðið vart við olíuleka eða mengun frá skipinu.

Fá svar um skólavist í ágúst

Fjölmargt ungt fólk sem ekki hefur fengið svar frá framhaldsskólum landsins um skólavist þarf að bíða svars fram í ágúst. Framhaldsskólar eru að fara í sumarfrí og ná margir þeirra ekki að ganga frá málunum fyrir þann tíma. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði í Fréttablaðinu á föstudag að öllum nýnemum yrði tryggð skólavist.

Ræddi varnir Íslands

Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, ræddi um varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna á fundi sem hann átti með George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, í Tyrklandi í gær.

Tilbúnir að hitta Powell

Utanríkisráðherra Norður-Kóreu lýsti því yfir í gær að hann væri tilbúinn til þess að hitta utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Colin Powell, að máli. Þjóðirnar hafa átt í deilum vegna kjarnorkuáætlunar stjórnvalda Norður-Kóreu.

Vill ekki þjálfa hersveitir Íraks

Frakkar munu ekki senda herþjálfara til Íraks, að sögn Jacques Chirac, forseta Frakklands. Þessu lýsti hann yfir á fundi leiðtoga NATO í Istanbúl í gær en þar var ákveðið að NATO tæki virkan þátt í þjálfun hersveita Íraka.

Hrærður yfir stuðningnum

"Ákveðin öfl úr ákveðnu pólitísku litrófi hafa beitt sér mjög gegn mér og hvatt fólk til að skila auðu. Morgunblaðið hefur farið þar fremst í flokki eins og forsíða blaðsins í dag ber með sér. Hlutfall auðra seðla í þessum kosningum er lítil uppskera miðað við það sem á undan hefur gengið," sagði Ólafur Ragnar Grímsson.

Önnur talning Norðvesturkjördæmi

Ólafur Ragnar Grímsson hefur hlotið 71% atkvæða í Norðvesturkjördæmi þegar talin hafa verið 1.500 atkvæði eða rúmlega 7%.

Lokatölur úr Reykjavík og Kraga

Talningu er lokið í Reykjavíkurkjördæmi suður og í Suðvesturkjördæmi. Í báðum kjördæmum hlaut Ólafur Ragnar Grímsson um 64% atkvæða. Auðir seðlar voru tæpur fjórðungur greiddra atkvæða.

Sameining felld í Fljótsdalshreppi

Íbúar Fljótsdalshrepps felldu naumlega tillögu um sameiningu við Austur-Hérað, Fellahrepp og Norður-Hérað. Sameiningin var samþykkt í hinum hreppunum þremur.

Kjörfundaratkvæði í Kraganum talin

Talningu kjörfundaratkvæða í Suðvesturkjrödæmi erlokið. Einungis á eftir að telja 4.400 til 4.500 utankjörfundaratkvæði. Ólafur Ragnar Grímsson hlaut 63,3% greiddra atkvæða.

Dræm kjörsókn viðvörunarmerki

"Ég fór í þessar kosningar vegna þess að ég hafði ákveðna hluti að segja. Ég vonaðist til að þetta færi öðruvísi en það er þjóðin sem ræður," sagði Baldur Ágústsson um úrslit kosninganna.

Nýjar tölur úr Suðurkjördæmi

Öll kjörgögn eru nú komin í hús á talningarstað á Selfossi þar sem talning atkvæða í Suðurkjördæmi fer fram. Búið er að telja tæplega 15.000 atkvæði og hefur Ólafur Ragnar Grímsson hlotið tæp 70% atkvæðanna.

Landið allt - lokatölur forsetakosninganna

Talningu atkvæða í forsetakosningunum er nú lokið í öllum kjördæmum. Kjörsókn var rétt tæp 63,0%. Ólafur Ragnar Grímsson hlaut rúmlega 67% greiddra atkvæða.

Ekki forseti þjóðarinnar

"Aðalatriðið er það að samkvæmt þessum tölum er Ólafur Ragnar Grímsson með minnihluta atkvæðisbærra manna á bak við sig. Hann er því ekki forseti þjóðarinnar, heldur forseti vinstrimanna," sagði Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði.

Kjörsókn í sögulegu lágmarki

"Þetta er mun minni kjörsókn en skoðanakannanir bentu til og í ljósi þess hvernig umræðan hefur verið síðustu vikur," segir Þórólfur Þórlindsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.

Þyrlan sótti kjörkassa

Landhelgisgæslan kom yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis til hjálpar við að flytja atkvæði frá Vestmannaeyjum á talningarstað á Selfossi. Veður kom að mestu í veg fyrir flug en þyrla Landhelgisgæslunnar komst þangað sem aðrar flugvélar komu ekki og sótti kjörseðla til talningar.

Neyðarúrræði Háskóla Íslands

Formaður stúdentaráðs telur að ákvörðun Háskóla Íslands um að nýta ekki undanþáguheimild í lögum og hleypa um 200 nemendum með starfsreynslu á við stúdentspróf inn í skólann sé neyðarúrræði. Framkvæmdastjóri akademískrar stjórnsýslu við Háskólann segir skólann ekki í deilu við menntamálaráðuneytið.

Á fjórða tug létust á einum degi

Í það minnsta 34 manns létust í árásum og bardögum víðs vegar í Írak í gær. Mesta mannfallið varð í sprengjuárás sem var gerð í borginni Hilla síðla dags. Sautján manns létu lífið og um fjörutíu særðust að sögn herstjórnarinnar. Í borginni búa að mestu sjíamúslimar.

Samstaða um að hjálpa Írökum

Leiðtogar Bandaríkjanna og Evrópusambandsins lögðu áherslu á að Atlantshafsbandalagið yrði við beiðni Íraksstjórnar um aðstoð við uppbyggingu íraskra öryggissveita. Þessu lýstu þeir yfir eftir fund sem þeir héldu í gær til að slétta yfir deilumál sín fyrir leiðtogafund Nató sem er að hefjast í Istanbúl í Tyrklandi.

Fréttatími á stöð 2 í hádeginu

Stöð 2 er með auka sjónvarpsfréttatíma í hádeginu þar sem farið verður yfir niðurstöður forsetakosninganna, rætt við endurkjörinn forseta Íslands meðal annarra og rýnt í tölurnar með sérfræðingum. Augljóst er að þær verði túlkaðar með ýmsum hætti í umræðunni á næstu dögum og vikum.

Fimmti hver skilaði auðu

Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn forseti Íslands í kosningunum í gær með 85,6 prósentum gildra atkvæða. Ástþór Magnússon hlaut innan við 2 prósent og Baldur Ágústsson 12 og hálft prósent. Fimmti hver kjósandi skilaði auðu, sem á sér engin fordæmi hér á landi.

Vill Tyrkland í Evrópusambandið

Bush forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að beita sér fyrir því að Tyrkland verði tekið inn sem aðildarþjóð að Evrópusambandinu. Hann hrósaði þessari íslömsku þjóð fyrir að hafa tekið lýðræði og lögum og reglum, opnum örmum.

Úrslitin hljóti að vera áfall

Davíð Oddsson forsætisráðherra segir úrslit forsetakosningarnar hljóta að vera Ólafi Ragnari áfall. Forsætisráðherra er í Tyrklandi á fundi leiðtoga Atlantshafsbandalagsins en tal náðist af honum stuttu fyrir fréttir. Hann óskar Ólafi Ragnari Grímssyni þó til hamingju með að hafa verið endurkjörinn forseti Íslands næstu fjögur árin.

Akureyri og Hrísey sameinuð

Sameining Akureyrarkaupstaðar og Hríseyjarhrepps var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða í kosningum sem fram fóru samhliða forsetakosningunum í gær. Sveitarstjóri Hríseyjar segir sameininguna styrkja stöðu hreppsins. Sameining fjögurra sveitarfélaga austur á Héraði var hins vegar felld.

Enginn spámaður í eigin föðurlandi

Ástþór Magnússon segist hafa fengið fleiri atkvæði upp úr kjörkössunum í gærkvöldi en Kristur átti sér fylgismenn. Hann segir engann vera spámann í eigin föðurlandi. Alls hlaut Ástþór Magnússon 1,89 prósent gildra atkvæða. Hann hefði viljað sjá fleiri koma með mannúð í hjarta á kjörstað til að styðja friðarmálin. Hann sagðist þó alls ekki vera hættur og héldi baráttunni áfram.

Hefur ótvírætt umboð frá þjóðinni

Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að Ólafur Ragnar Grímsson hafi fengið ótvírætt umboð frá þjóðinni til að gegna áfram forsetaembættinu. Hann bendir á að meirihluti þjóðarinnar hafi hafnað þeim málflutningi að forsetinn hefði ekki rétt til að skjóta málum til þjóðarinnar.

Ekki lengur sameiningartákn

Ólafi Ragnari Grímssyni hefur mistekist að verða sameiningartákn þjóðarinnar. Þetta segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor. Hannes Hólmsteinn verður seint talinn til aðdáenda Ólafs Ragnars Grímssonar, og túlkun hans á niðurstöðun kosninganna er ljós.

Skipstrand nálægt Straumsvíkurhöfn

Tyrkneska súrálflutningaskipið Kiran Pacific strandaði á skeri 3.3 sjómílur norðvestur af Straumsvíkurhöfn í gærkvöldi. Alls er 21 maður um borð í skipinu, allir frá Tyrklandi. Skipið er talið nokkuð stöðugt á skerinu og því ekki óttast um að áhöfnin sé í hættu. Varðskip kom á vettvang í morgun og er áhöfn þess að kanna aðstæður og ástand skipsins.

23 látnir í Hillah

Á þriðja tug fórst í sprengjuárásum í borginni Hillah í Írak í gær. Tugir særðust. Svo virðist sem árásum í landinu ætli aldrei að linna. Svo virðist sem tveimur bílum hafi verið ekið upp að aðalmoskunni í bænum Hillah suður af Bagdad, en moskan er kennd við Saddam Hússein.

Sif opnar opinn skóg

Sif Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra opnaði "Opinn skóg", á Snæfoksstöðum í Grímsnesi á laugardaginn, með því að saga í sundur veglega ösp sem lögð hafði verið þvert á stíginn inn í skóginn. Þetta gerði Siv með öflugri mótorsög, íklædd hjálmi og öðrum nauðsynlegum öryggisbúnaði.

SUF vill kanna umsókn að aðild

Þing Sambands ungra framsóknarmanna hvetur til þess að undirbúningur verði hafinn að umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Í ályktun er það sagt þjóna hagsmunum Íslands að hefja nú þegar vinnu við samningsmarkmið með aðild í huga og skuli sú vinna hefjast að frumkvæði forsætisráðuneytisins.

Fyrsta sjóferðin í 16 ár

Vestfirðingar minntust sögu sinnar um helgina. Gamlir Sléttuhreppingar og afkomendur þeirra gerðu gott betur en að fylla hina hundrað ára gömlu Staðarkirkju í Aðalvík á Ströndum og elsti varðveitti vélbátur landsins, Gestur frá Vigur sem er aldargamall, fór í sína fyrstu sjóferð í sextán ár.

Hefði viljað vinna

Baldur Ágústsson, forsetaframbjóðandi, segir niðurstöðuna í forsetakosningunum aðra en hann vonaðist eftir, en kjósendur ráði. Hann segir vaktaskipti á Bessastöðum tímabær og því hafi hann viljað vinna kosningarnar.

Andstaðan segir sína skoðun

Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn með traustum meirihluta, þrátt fyrir árásir Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins. Þetta er mat nokkurra stjórnarandstöðuþingmanna.

Gömul kaldastríðsblaðamennska

Ólafur Ragnar Grímsson segir Morgunblaðið hafa rekið markvissan og hatramman áróður gegn sér og segir blaðið komið í gamla kaldastríðsblaðamennsku.

Ástþór gerði ógilt

Ástþór Magnússon braut kosningalögin með því að flagga kjörseðlinum sínum og setja hann ekki samanbrotinn í kjörkassann í forsetakosningunum í gær. Þórunn Guðmundsson, oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður segir að með þessu hafi Ástþór ógilt atkvæðið sitt.

Heimsókn Hákons og Mette

Hákon krónprins Noregs, Mette-Marit krónprinsessa og dóttir þeirra komu nú síðdegis til Íslands í þriggja daga opinbera heimsókn. Krónprinsinn sagði þau hjónin mjög spennt fyrir heimsókninni til sögueyjarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir