„Hún er í afneitun“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. janúar 2026 11:03 Hólmfríður Dóra stefndi að því að keppa fyrir Íslands hönd á Vetrarólympíuleikunum. Formaður Skíðasambands Íslands segir Hólmfríði Dóru Friðgeirsdóttur vera í afneitun um alvarleika eigin meiðsla. Fótbrot hennar sé ekki gróið að fullu og samkvæmt læknisráði sé hún ekki hæf til keppni. Ákvörðunin hefði ekki átt að koma henni á óvart. Hólmfríður Dóra er efst á stigalista alþjóða skíðasambandsins og hefði því átt að fá úthlutað sæti Íslands á Vetrarólympíuleikunum sem hefjast á Ítalíu í næstu viku. En vegna meiðslanna sem hún varð fyrir í síðasta mánuði ákvað stjórn SKÍ að senda annan keppanda. Hólmfríður braut bein í sköflungi á æfingu í byrjun desember og gekkst undir aðgerð. Hún segir endurhæfinguna hafa gengið vel og stefndi sjálf að því að taka þátt á Ólympíuleikunum. Í viðtali við Vísi í gær lýsti hún yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðunina. Formaður Skíðasambandsins, Gísli Reynisson, segir ákvörðunina ekki hafa átt að koma Hólmfríði á óvart. Hún hafi verið tekin út frá fyrirliggjandi gögnum, læknisskýrslu sem sagði hana ekki hæfa til keppni. „Hún er í afneitun frekar en hitt. Hún er með þessa skýrslu og í henni stendur að það sé læknisfræðilegt mat að hún sé ekki hæf til keppni. Hún er með það haldreipi að hún telji sig vera hæfa, að hún verði í standi þarna 12. febrúar þegar risasvigið fer fram“ sagði Gísli í samtali við Vísi. „Hún fór í skoðun 15. janúar og fór svo aftur í myndatöku síðar. Þar kemur fram að beinið er enn þá brotið. Læknisfræðilegt mat mælir ekki með keppni“ sagði hann einnig og vitnaði svo beint í læknisskýrsluna máli sínu til stuðnings. Til hægri er Gísli Reynisson, formaður SKÍ. Til vinstri er fyrrum formaðurinn, Bjarni Th. Bjarnason. SKÍ „Ekki áhættunnar virði“ Hólmfríður Dóra lýsir annarri upplifun af sínum samtölum við lækna og sjúkraþjálfara. Hún segir þau hafa verið jákvæð og stefnan sett á keppni, en stjórn SKÍ hafi tekið fram fyrir hendur hennar og ákveðið hvað sé best fyrir hennar langtíma hagsmuni. Gísli ítrekaði að sætið á Ólympíuleikana sé úthlutað af stjórn og ákvörðunin hafi verið tekin út frá fyrirliggjandi gögnum. „Þó að íþróttamaðurinn telji sig geta keppt þá er það alveg ljóst að beinið er ekki fullgróið og miðað við þá krafta og það álag sem er í risasvigsbrautinni í Cortina, einni erfiðustu risasvigsbraut í heimi, þá var það metið að það væri ekki áhættunnar virði.“ Hver er áhættan? „Ef hún keppir þá eru auknar líkur á að hnéð gefi sig, þá eru einnig auknar líkur á að hún detti með þeim afleiðingum að meiðsli hljótist af því. Vissulega kemur það fram að sjúkraþjálfarinn hennar segir hana vera að koma mjög vel út úr endurhæfingunni… En Skíðasambandið byggir sitt mat á, að stærstum hluta, lækni sem telur hana ekki hæfa til keppni, miðað við hvað er stutt frá slysi… Stjórn Skíðasambandsins var ekki tilbúin til þess að senda hana í þá keppni miðað við ástandið á henni. Þrátt fyrir að við teljum hana vera okkar bestu skíðakonu og erum rosalega sorgmædd yfir þessu öllu.“ Funduðu tíu dögum áður og báðu um betri gögn Hólmfríður stefndi sjálf á keppni en fékk símtal á mánudagskvöld þar sem henni var tilkynnt um ákvörðunina. Hún segir það hafa verið mikið áfall. Hefði ekki verið hægt að tækla þetta áfall betur með henni Hólmfríði? „Það var alveg búið að funda með henni. Tíu dögum, að minnsta kosti, áður, var umræða eftir fund hjá alpagreinanefnd. Þá voru fyrstu skilaboðin, þó að þau hafi ekki verið endanleg, að hún þyrfti að koma með betri gögn svo það væri hægt að gefa henni grænt ljós. Hvorki Skíðasambandið né ÍSÍ hefur lent í þessum aðstæðum, þær eru erfiðar og það eiga allir eftir að læra af þessu. Það hefði örugglega verið hægt að gera eitthvað öðruvísi í ferlinu, alveg klárlega.“ „Hreint út sagt gjörsamlega galin framkoma“ Eins og kemur fram að ofan er Hólmfríður allt annað en sátt með niðurstöðuna. Það er unnusti hennar líka, skíðagöngukappinn Dagur Benediktsson sem er að fara að keppa á Vetrarólympíuleikunum. Hann segir framkomuna gjörsamlega galna. Verður ekkert vandræðaleg stemning þarna úti á Ítalíu? „Nei ég held ekki. Ég á ekki von á því. Auðvitað er þetta leiðinlegt en þetta er ekkert persónulegt eða neitt svoleiðis. Hólmfríður er mjög faglegur íþróttamaður og tekur þessu bara af ótrúlegu æðruleysi“ sagði Gísli. Skíðasvæði Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Tengdar fréttir Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir mun ekki fara á Vetrarólympíuleikana vegna meiðslanna sem hún varð fyrir í síðasta mánuði. Elín Elmarsdóttir Van Pelt fær hennar sæti og keppir fyrir Íslands hönd í svigi og stórsvigi. 27. janúar 2026 15:24 Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Haukur tæpur fyrir leik dagsins „Erum við bara dýr í dýragarði?“ Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Elvar skráður inn á EM „Hún er í afneitun“ Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sjá meira
Hólmfríður Dóra er efst á stigalista alþjóða skíðasambandsins og hefði því átt að fá úthlutað sæti Íslands á Vetrarólympíuleikunum sem hefjast á Ítalíu í næstu viku. En vegna meiðslanna sem hún varð fyrir í síðasta mánuði ákvað stjórn SKÍ að senda annan keppanda. Hólmfríður braut bein í sköflungi á æfingu í byrjun desember og gekkst undir aðgerð. Hún segir endurhæfinguna hafa gengið vel og stefndi sjálf að því að taka þátt á Ólympíuleikunum. Í viðtali við Vísi í gær lýsti hún yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðunina. Formaður Skíðasambandsins, Gísli Reynisson, segir ákvörðunina ekki hafa átt að koma Hólmfríði á óvart. Hún hafi verið tekin út frá fyrirliggjandi gögnum, læknisskýrslu sem sagði hana ekki hæfa til keppni. „Hún er í afneitun frekar en hitt. Hún er með þessa skýrslu og í henni stendur að það sé læknisfræðilegt mat að hún sé ekki hæf til keppni. Hún er með það haldreipi að hún telji sig vera hæfa, að hún verði í standi þarna 12. febrúar þegar risasvigið fer fram“ sagði Gísli í samtali við Vísi. „Hún fór í skoðun 15. janúar og fór svo aftur í myndatöku síðar. Þar kemur fram að beinið er enn þá brotið. Læknisfræðilegt mat mælir ekki með keppni“ sagði hann einnig og vitnaði svo beint í læknisskýrsluna máli sínu til stuðnings. Til hægri er Gísli Reynisson, formaður SKÍ. Til vinstri er fyrrum formaðurinn, Bjarni Th. Bjarnason. SKÍ „Ekki áhættunnar virði“ Hólmfríður Dóra lýsir annarri upplifun af sínum samtölum við lækna og sjúkraþjálfara. Hún segir þau hafa verið jákvæð og stefnan sett á keppni, en stjórn SKÍ hafi tekið fram fyrir hendur hennar og ákveðið hvað sé best fyrir hennar langtíma hagsmuni. Gísli ítrekaði að sætið á Ólympíuleikana sé úthlutað af stjórn og ákvörðunin hafi verið tekin út frá fyrirliggjandi gögnum. „Þó að íþróttamaðurinn telji sig geta keppt þá er það alveg ljóst að beinið er ekki fullgróið og miðað við þá krafta og það álag sem er í risasvigsbrautinni í Cortina, einni erfiðustu risasvigsbraut í heimi, þá var það metið að það væri ekki áhættunnar virði.“ Hver er áhættan? „Ef hún keppir þá eru auknar líkur á að hnéð gefi sig, þá eru einnig auknar líkur á að hún detti með þeim afleiðingum að meiðsli hljótist af því. Vissulega kemur það fram að sjúkraþjálfarinn hennar segir hana vera að koma mjög vel út úr endurhæfingunni… En Skíðasambandið byggir sitt mat á, að stærstum hluta, lækni sem telur hana ekki hæfa til keppni, miðað við hvað er stutt frá slysi… Stjórn Skíðasambandsins var ekki tilbúin til þess að senda hana í þá keppni miðað við ástandið á henni. Þrátt fyrir að við teljum hana vera okkar bestu skíðakonu og erum rosalega sorgmædd yfir þessu öllu.“ Funduðu tíu dögum áður og báðu um betri gögn Hólmfríður stefndi sjálf á keppni en fékk símtal á mánudagskvöld þar sem henni var tilkynnt um ákvörðunina. Hún segir það hafa verið mikið áfall. Hefði ekki verið hægt að tækla þetta áfall betur með henni Hólmfríði? „Það var alveg búið að funda með henni. Tíu dögum, að minnsta kosti, áður, var umræða eftir fund hjá alpagreinanefnd. Þá voru fyrstu skilaboðin, þó að þau hafi ekki verið endanleg, að hún þyrfti að koma með betri gögn svo það væri hægt að gefa henni grænt ljós. Hvorki Skíðasambandið né ÍSÍ hefur lent í þessum aðstæðum, þær eru erfiðar og það eiga allir eftir að læra af þessu. Það hefði örugglega verið hægt að gera eitthvað öðruvísi í ferlinu, alveg klárlega.“ „Hreint út sagt gjörsamlega galin framkoma“ Eins og kemur fram að ofan er Hólmfríður allt annað en sátt með niðurstöðuna. Það er unnusti hennar líka, skíðagöngukappinn Dagur Benediktsson sem er að fara að keppa á Vetrarólympíuleikunum. Hann segir framkomuna gjörsamlega galna. Verður ekkert vandræðaleg stemning þarna úti á Ítalíu? „Nei ég held ekki. Ég á ekki von á því. Auðvitað er þetta leiðinlegt en þetta er ekkert persónulegt eða neitt svoleiðis. Hólmfríður er mjög faglegur íþróttamaður og tekur þessu bara af ótrúlegu æðruleysi“ sagði Gísli.
Skíðasvæði Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Tengdar fréttir Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir mun ekki fara á Vetrarólympíuleikana vegna meiðslanna sem hún varð fyrir í síðasta mánuði. Elín Elmarsdóttir Van Pelt fær hennar sæti og keppir fyrir Íslands hönd í svigi og stórsvigi. 27. janúar 2026 15:24 Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Haukur tæpur fyrir leik dagsins „Erum við bara dýr í dýragarði?“ Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Elvar skráður inn á EM „Hún er í afneitun“ Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sjá meira
Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir mun ekki fara á Vetrarólympíuleikana vegna meiðslanna sem hún varð fyrir í síðasta mánuði. Elín Elmarsdóttir Van Pelt fær hennar sæti og keppir fyrir Íslands hönd í svigi og stórsvigi. 27. janúar 2026 15:24