„Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Aron Guðmundsson skrifar 27. janúar 2026 17:09 Hólmfríður Dóra segir farir sínar ekki sléttar í samtali við íþróttadeild Sýnar Vísir/Bjarni Skíðakonan Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir er mjög sár og svekkt út í Skíðasamband Íslands fyrir að treysta henni ekki til þáttöku á komandi Vetrarólympíuleikum. Sambandið segir ákvörðunina tekna með hennar langtíma hagsmuni til hliðsjónar. Hólmfríður segist sjálf vera best til þess fallin að meta þá. „Ég fékk þessa símhringingu í gær þar sem mér var tjáð að ég hefði ekki verið valin til þátttöku á Vetrarólympíuleikunum í Mílano Cortina núna í febrúar. Þetta er auðvitað bara áfall fyrir mig og gífurleg vonbrigði,“ segir Hólmfríður í samtali við Stefán Árna Pálsson, íþróttafréttamann Sýnar. „Ég er náttúrulega búin að vera undirbúa mig fyrir þessa leika í fjögur ár, sá alltaf fram á að vera fara en varð fyrir þessu óhappi, meiðslum, núna í desember sem setti strik í reikninginn.“ Klippa: Sár og svekkt út í Skíðasamband Íslands Fylgdu ströngu plani Það var fyrir rúmum einum og hálfum mánuði síðan sem Hólmfríður varð fyrir því óláni að brjóta sköflungsbein á æfingu og gekkst hún undir skurðagerð skömmu síðar. Um var að ræða lítið brot í tibial plateau, efsta fleti sköflungsins. Hólmfríður var þá að æfa sig fyrir heimsbikarmót í St.Moritz í Sviss en eftir aðgerðina fór hún að huga að endurhæfingu og hélt í vonina um að geta tekið þátt á Vetrarólympíuleikunum. „Ég fór í aðgerð úti í Sviss og var tilkynnt af aðgerðarlækni þar að ég ætti enn góða möguleika á að keppa á leikunum ef endurhæfingin gengi vel.“ Skíðakonan öfluga deildi bataferli sínu á samfélagsmiðlum og upplifði hún góðan bata dag frá degi og var laus við hækjur þann 6. janúar síðastliðinn. „Við fylgdum ströngu og mjög hörðu endurhæfingarplani. Fylgdum því í þaula og endurhæfingin hefur gengið vonum framar.“ Gífurleg vonbrigði Í dag var hins vegar landsliðshópur Íslands frá Skíðasambandinu opinberaður fyrir Vetrarólympíuleikana og var þar nafn Hólmfríðar ekki að finna. Í tilkynningu sambandsins var sagt frá því að mat sérfræðinga væri á þá leið að ekki væri ráðlegt fyrir Hólmfríði að keppa á leikunum. „Þetta eru bara gífurleg vonbrigði fyrir mig. Fyrst og fremst er ég bara sár að fá ekki traustið frá Skíðasambandi Íslands að láta reyna á þetta. Það eru enn tvær og hálf vika til stefnu fyrir keppni í risasviginu sem er mín aðalgrein. Ég hélt það væri markmiðið, að leyfa mér að halda þessu íslenska sæti, leyfa mér að reyna. En það var ekki staðan. Þessi ákvörðun var tekin í gær. Ég er bara mjög svekkt og mjög sár.“ Hólmfríði líður í dag mjög vel líkamlega. „Mér líður bara ótrúlega vel. Ég er á sirka sjöundu viku núna, beinið er í raun gróið. Það er ekki fullgróið en það getur tekið einhvern tíma að fullgróa. Ég fyrst og fremst vildi bara fylgja planinu sem ég fékk frá aðgerðarlækninum. Mér líður vel, ég var búin að vera mjög opinská með að ég treysti mér til þess að keppa í febrúar. Þetta er bara sárt.“ Sjálf best til þess fallin að meta eigin hagsmuni Hún er ósammála skýringum Skíðasambands Íslands á að velja hana ekki fyrir komandi Vetrarólympíuleika en Hólmfríður fékk þær útskýringar að ákvörðunin væri tekin með hana langtíma hagsmuni að leiðarljósi. „Ég verð bara að vera ósammála því og segja að ég ein sé best til þess fallin að meta mína langtíma hagsmuni. Ég er ekki sammála þessu en þetta er helsti rökstuðningurinn frá sambandinu.“ Í aðdraganda valsins var Hólmfríður send í læknisskoðun á vegum skíðasambandsins. „Þann 15.janúar síðastliðin og kom bara nokkuð vel út úr henni. Ég er að vinna við þetta, að vera íþróttamaður og sinna endurhæfingu og kem því betur út heldur en meðal maðurinn en ég fór líka í myndgreiningar sem komu nokkuð vel út og tek líka tvö styrktarpróf hjá sjúkraþjálfara. Fer samt út til Ítalíu Eins og staðan var þá sá ég bara fram á að fara á Vetrarólympíuleikana og við værum að fara láta reyna á skíðaæfingarnar en það er bara leiðinlegt að það hafi ekki verið látið á það reyna. Hólmfríður ætlar sér hins vegar að halda út til Ítalíu í fyrramálið þar sem leikarnir fara fram. „Ég held mínu plani og þarf að taka ákvörðun varðandi næstu skref en ætla mér að vera á Ítalíu á meðan á leikunum stendur, fylgjast með íslenska hópnum og styðja þau. Ég óska þeim auðvitað öllum virkilega góðs gengis. Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Skíðaíþróttir Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Valur - Haukar | Berjast um að vera með á toppnum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum „Erum við bara dýr í dýragarði?“ Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Sjá meira
„Ég fékk þessa símhringingu í gær þar sem mér var tjáð að ég hefði ekki verið valin til þátttöku á Vetrarólympíuleikunum í Mílano Cortina núna í febrúar. Þetta er auðvitað bara áfall fyrir mig og gífurleg vonbrigði,“ segir Hólmfríður í samtali við Stefán Árna Pálsson, íþróttafréttamann Sýnar. „Ég er náttúrulega búin að vera undirbúa mig fyrir þessa leika í fjögur ár, sá alltaf fram á að vera fara en varð fyrir þessu óhappi, meiðslum, núna í desember sem setti strik í reikninginn.“ Klippa: Sár og svekkt út í Skíðasamband Íslands Fylgdu ströngu plani Það var fyrir rúmum einum og hálfum mánuði síðan sem Hólmfríður varð fyrir því óláni að brjóta sköflungsbein á æfingu og gekkst hún undir skurðagerð skömmu síðar. Um var að ræða lítið brot í tibial plateau, efsta fleti sköflungsins. Hólmfríður var þá að æfa sig fyrir heimsbikarmót í St.Moritz í Sviss en eftir aðgerðina fór hún að huga að endurhæfingu og hélt í vonina um að geta tekið þátt á Vetrarólympíuleikunum. „Ég fór í aðgerð úti í Sviss og var tilkynnt af aðgerðarlækni þar að ég ætti enn góða möguleika á að keppa á leikunum ef endurhæfingin gengi vel.“ Skíðakonan öfluga deildi bataferli sínu á samfélagsmiðlum og upplifði hún góðan bata dag frá degi og var laus við hækjur þann 6. janúar síðastliðinn. „Við fylgdum ströngu og mjög hörðu endurhæfingarplani. Fylgdum því í þaula og endurhæfingin hefur gengið vonum framar.“ Gífurleg vonbrigði Í dag var hins vegar landsliðshópur Íslands frá Skíðasambandinu opinberaður fyrir Vetrarólympíuleikana og var þar nafn Hólmfríðar ekki að finna. Í tilkynningu sambandsins var sagt frá því að mat sérfræðinga væri á þá leið að ekki væri ráðlegt fyrir Hólmfríði að keppa á leikunum. „Þetta eru bara gífurleg vonbrigði fyrir mig. Fyrst og fremst er ég bara sár að fá ekki traustið frá Skíðasambandi Íslands að láta reyna á þetta. Það eru enn tvær og hálf vika til stefnu fyrir keppni í risasviginu sem er mín aðalgrein. Ég hélt það væri markmiðið, að leyfa mér að halda þessu íslenska sæti, leyfa mér að reyna. En það var ekki staðan. Þessi ákvörðun var tekin í gær. Ég er bara mjög svekkt og mjög sár.“ Hólmfríði líður í dag mjög vel líkamlega. „Mér líður bara ótrúlega vel. Ég er á sirka sjöundu viku núna, beinið er í raun gróið. Það er ekki fullgróið en það getur tekið einhvern tíma að fullgróa. Ég fyrst og fremst vildi bara fylgja planinu sem ég fékk frá aðgerðarlækninum. Mér líður vel, ég var búin að vera mjög opinská með að ég treysti mér til þess að keppa í febrúar. Þetta er bara sárt.“ Sjálf best til þess fallin að meta eigin hagsmuni Hún er ósammála skýringum Skíðasambands Íslands á að velja hana ekki fyrir komandi Vetrarólympíuleika en Hólmfríður fékk þær útskýringar að ákvörðunin væri tekin með hana langtíma hagsmuni að leiðarljósi. „Ég verð bara að vera ósammála því og segja að ég ein sé best til þess fallin að meta mína langtíma hagsmuni. Ég er ekki sammála þessu en þetta er helsti rökstuðningurinn frá sambandinu.“ Í aðdraganda valsins var Hólmfríður send í læknisskoðun á vegum skíðasambandsins. „Þann 15.janúar síðastliðin og kom bara nokkuð vel út úr henni. Ég er að vinna við þetta, að vera íþróttamaður og sinna endurhæfingu og kem því betur út heldur en meðal maðurinn en ég fór líka í myndgreiningar sem komu nokkuð vel út og tek líka tvö styrktarpróf hjá sjúkraþjálfara. Fer samt út til Ítalíu Eins og staðan var þá sá ég bara fram á að fara á Vetrarólympíuleikana og við værum að fara láta reyna á skíðaæfingarnar en það er bara leiðinlegt að það hafi ekki verið látið á það reyna. Hólmfríður ætlar sér hins vegar að halda út til Ítalíu í fyrramálið þar sem leikarnir fara fram. „Ég held mínu plani og þarf að taka ákvörðun varðandi næstu skref en ætla mér að vera á Ítalíu á meðan á leikunum stendur, fylgjast með íslenska hópnum og styðja þau. Ég óska þeim auðvitað öllum virkilega góðs gengis.
Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Skíðaíþróttir Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Valur - Haukar | Berjast um að vera með á toppnum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum „Erum við bara dýr í dýragarði?“ Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Sjá meira