Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Eiður Þór Árnason skrifar 22. janúar 2026 18:09 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir enn margt óljóst varðandi Grænland. Vísir/Vilhelm Of snemmt er að segja til um hvort viðræður Bandaríkjaforseta og framkvæmdastjóra NATO séu jákvætt skref í samskiptum Bandaríkjanna við Danmörku og Grænland á meðan lítið er vitað um innihald rammasamkomulagsins, að sögn utanríkisráðherra. „Ég vil ekki vera með neinar vangaveltur um þessar viðræður en svo lengi sem samtölin leiða í þá átt að fullveldi Grænlands sé virt, sjálfsákvörðunarréttur þeirra sé virtur, þá held ég að það sé í lagi að fólk tali saman. En þá verða þessi prinsipp að vera virt og þau eru alveg skýr og þau prinsipp styðjum við Íslendingar. Ég ætla ekki að fara út í neinar aðrar vangaveltur þegar málið er á svona viðkvæmu stigi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Gerir þú einhverjar athugasemdir við það að viðræður Trumps og Rutte, framkvæmdastjóra NATO, hafi farið fram án beinnar aðkomu stjórnvalda í Danmörku eða Grænlandi? „Það vissu allir að þessi samtöl myndu eiga sér stað. Það var líka mikilvægt að Rutte vissi vel og það er alveg vitað hver eru rauðu flöggin hjá Dönum.“ Íslensk stjórnvöld styðji allar þær aðgerðir sem byggi á grunni þeirra prinsippa og um leið haldi bandalaginu saman. Þorgerður undirstrikar þá yfirlýstu stefnu íslenskra stjórnvalda að ríkisstjórnin standi með Grænlandi og ekki verði samið um fullveldi þeirra eða landskika án aðkomu Grænlendinga. „Ég heyrði það í þinginu að sumum innan Miðflokksins fannst ég vera með glannalegar yfirlýsingar. Það er ekki glannaleg yfirlýsing að segjast standa með fullveldi Grænlands eða sjálfsákvörðunarrétti þjóða og þeirra. Þetta er það sem við höfum ítrekað og ítreka hér með enn og aftur að það er Grænlendinga þetta mál.“ Fengið staðfest að Trump átti ekki við um Ísland Athygli vakti á dögunum þegar Trump nefndi Ísland ítrekað opinberlega. Bæði sagði hann Ísland ástæðuna fyrir lækkunum á bandarískum hlutabréfamörkuðum og sakaði NATO um að vera ekki til staðar fyrir Bandaríkin varðandi málefni Íslands. Þorgerður segir utanríkisráðuneytið hafa fengið staðfest frá bandarískum yfirvöldum að þarna hafi verið um að ræða mismæli og Trump ekki átt við Ísland. RÚV greindi fyrst frá þessu en allar líkur eru á því að Bandaríkjaforseti hafi þarna ætlað að tala um Grænland. Trump nefndi Ísland á nafn í ræðu sinni á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss í gær. Augnablikið sést þegar rúmar níutíu sekúndur eru liðnar af myndskeiðinu. Agnúast ekki út í tal um jarðefni Trump hefur sagt að rætt hafi verið um aðgang Bandaríkjanna að jarðefnum í Grænlandi í viðræðum hans við framkvæmdastjóra NATO. Aðspurð hvort hún geri athugasemdir við að slíkt sé rætt án beinnar aðkomu fulltrúa Grænlands eða Danmerkur ítrekar Þorgerður að hún vilji ekki vera með vangaveltur á meðan málið sé enn svo óljóst. Sjá einnig: Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Bara enn og aftur. Prinsippin gilda um þetta. Það verður ekki samið um þetta án aðkomu Grænlendinga, bara svo það sé alveg skýrt og konungsríkið Danmörk sé stutt í þá veru. En það er mikilvægt að samtöl eigi sér stað. Það þurfa oft einhver samtöl að byrja og eiga sér stað til þess að höggva á hnúta og við eigum ekki að agnúast í það svo lengi sem menn eru með skýru myndina og prinsippin alveg á hreinu.“ Trump í Davos í gærkvöld. Greina hefur mátt meiri sáttatón í ummælum hans um Grænland en áður.AP/Markus Schreiber „Ég vona bara að þetta leiði til þess að öryggi á þessum slóðum aukist, eftirlit aukist og fullveldi Grænlands og þeirra réttur sé tryggður,“ segir Þorgerður. Það sé af hinu góða að samtöl eigi sér stað en hún taki undir með forsætisráðherra Dana að NATO geti ekki samið um fullveldi Grænlands. Á sama tíma hafa dönsk yfirvöld undirstrikað að þau séu tilbúin í að ræða samkomulag á sviði öryggismála, fjárfestinga og efnahagsmála. Rutte segir Íslendinga ætla að taka þátt Framkvæmdastjóri NATO hefur sagt að Ísland muni hafa aðkomu að vörnum Grænlands með einhverjum hætti en ekki tilgreint það nánar. Þorgerður segir engar viðræður við NATO hafa farið fram um þetta sérstaklega á síðustu dögum. Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.Vísir/EPA „Það er alveg ljóst að við munum gera það sem þarf til, eins og við höfum verið að gera, til þess að teljast verðugur bandamaður.“ Ísland sé hluti af Arctic 7-samstarfsvettvangi norðurslóðaríkja og stjórnvöld muni gera „það sem þarf til þess að treysta það samband, treysta NATO og tryggja öryggi Grænlendinga á þeirra forsendum.“ Auk Íslands tilheyra Noregur, Svíþjóð, Finnland, Danmörk, Rússland, Bandaríkin og Kanada áðurnefndum hópi norðurslóðaríkja. Þurfi að efla ríkislögreglustjóra Aðspurð hvað Ísland geti gert sem herlaus þjóð til að efla varnir Grænlands nefnir Þorgerður að stjórnvöld hafi byggt upp innviði á öryggissvæðinu í Keflavík og haldi því áfram. „Okkar hlutverk er að sinna þeim þjóðum sem hingað vilja koma og styðja okkar varnir, okkar öryggi og öryggi Atlantshafsbandalagsins á norðurslóðum. Þá erum við að hjálpa til með að þjónusta þá, sem við höfum gert með mjög öflugum hætti.“ „Síðan erum við náttúrulega að efla okkar greiningargetu, við erum að efla okkar þekkingu og ég bara ætla að ítreka það að við verðum að styrkja enn frekar bæði [Landhelgis]gæsluna, ríkislögreglustjóra, sérsveitina, greiningardeildir og svo framvegis, netöryggissveitina okkar. Þetta er allt sem við þurfum líka að byggja upp hér innanlands: Þekkingu, kunnáttu og innviði, þannig að við getum einmitt verið hluti af því að tryggja varnir á norðurslóðum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Grænland Bandaríkin Danmörk NATO Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Donald Trump Tengdar fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Formaður landsstjórnar Grænlands segist lítið vita um innihald rammasamkomulags Bandaríkjaforseta og framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO). Viðræður þeirra hafa leitt til stiglækkunar í samskiptum Bandaríkjanna við Grænland, Danmörku og önnur bandalagsríki í Evrópu. 22. janúar 2026 17:11 Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Mikil óvissa ríkir varðandi meint samkomulag sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, gerðu í gær. Óljóst er um hvað þeir sömdu eða hvort þeir sömdu um eitthvað yfir höfuð. 22. janúar 2026 12:18 Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ítrekar að Danir og Grænlendingar séu þeir einu sem geti tekið ákvarðanir um mál sem varða Danmörku og Grænland. Dönsk stjórnvöld séu í þéttu sambandi við Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, sem sé fullmeðvitaður um afstöðu danska konungsríkisins en það sé gott og fullkomlega eðlilegt að framkvæmdastjóri bandalagsins ræði öryggi á Norðurslóðum við Bandaríkjaforseta. Þá fullyrðir varnarmálaráðherra Danmerkur að Rutte hafi ekki samið við Trump fyrir hönd landsins. 22. janúar 2026 08:41 Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Drög að samkomulagi Bandaríkjastjórnar við Atlantshafsbandalagið veitir Bandaríkjunum og bandalagsþjóðum í Evrópu aðgang að réttindum til jarðefnavinnslu í Grænlandi. Þá munu ríki vinna saman að þróun svokallaðrar Gullhvelfingar sem er viðurnefni á loftvarnarkerfi sem Trump vill að spanni hnöttinn og notist við gervihnetti. 22. janúar 2026 00:12 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Fleiri fréttir Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Sjá meira
„Ég vil ekki vera með neinar vangaveltur um þessar viðræður en svo lengi sem samtölin leiða í þá átt að fullveldi Grænlands sé virt, sjálfsákvörðunarréttur þeirra sé virtur, þá held ég að það sé í lagi að fólk tali saman. En þá verða þessi prinsipp að vera virt og þau eru alveg skýr og þau prinsipp styðjum við Íslendingar. Ég ætla ekki að fara út í neinar aðrar vangaveltur þegar málið er á svona viðkvæmu stigi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Gerir þú einhverjar athugasemdir við það að viðræður Trumps og Rutte, framkvæmdastjóra NATO, hafi farið fram án beinnar aðkomu stjórnvalda í Danmörku eða Grænlandi? „Það vissu allir að þessi samtöl myndu eiga sér stað. Það var líka mikilvægt að Rutte vissi vel og það er alveg vitað hver eru rauðu flöggin hjá Dönum.“ Íslensk stjórnvöld styðji allar þær aðgerðir sem byggi á grunni þeirra prinsippa og um leið haldi bandalaginu saman. Þorgerður undirstrikar þá yfirlýstu stefnu íslenskra stjórnvalda að ríkisstjórnin standi með Grænlandi og ekki verði samið um fullveldi þeirra eða landskika án aðkomu Grænlendinga. „Ég heyrði það í þinginu að sumum innan Miðflokksins fannst ég vera með glannalegar yfirlýsingar. Það er ekki glannaleg yfirlýsing að segjast standa með fullveldi Grænlands eða sjálfsákvörðunarrétti þjóða og þeirra. Þetta er það sem við höfum ítrekað og ítreka hér með enn og aftur að það er Grænlendinga þetta mál.“ Fengið staðfest að Trump átti ekki við um Ísland Athygli vakti á dögunum þegar Trump nefndi Ísland ítrekað opinberlega. Bæði sagði hann Ísland ástæðuna fyrir lækkunum á bandarískum hlutabréfamörkuðum og sakaði NATO um að vera ekki til staðar fyrir Bandaríkin varðandi málefni Íslands. Þorgerður segir utanríkisráðuneytið hafa fengið staðfest frá bandarískum yfirvöldum að þarna hafi verið um að ræða mismæli og Trump ekki átt við Ísland. RÚV greindi fyrst frá þessu en allar líkur eru á því að Bandaríkjaforseti hafi þarna ætlað að tala um Grænland. Trump nefndi Ísland á nafn í ræðu sinni á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss í gær. Augnablikið sést þegar rúmar níutíu sekúndur eru liðnar af myndskeiðinu. Agnúast ekki út í tal um jarðefni Trump hefur sagt að rætt hafi verið um aðgang Bandaríkjanna að jarðefnum í Grænlandi í viðræðum hans við framkvæmdastjóra NATO. Aðspurð hvort hún geri athugasemdir við að slíkt sé rætt án beinnar aðkomu fulltrúa Grænlands eða Danmerkur ítrekar Þorgerður að hún vilji ekki vera með vangaveltur á meðan málið sé enn svo óljóst. Sjá einnig: Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Bara enn og aftur. Prinsippin gilda um þetta. Það verður ekki samið um þetta án aðkomu Grænlendinga, bara svo það sé alveg skýrt og konungsríkið Danmörk sé stutt í þá veru. En það er mikilvægt að samtöl eigi sér stað. Það þurfa oft einhver samtöl að byrja og eiga sér stað til þess að höggva á hnúta og við eigum ekki að agnúast í það svo lengi sem menn eru með skýru myndina og prinsippin alveg á hreinu.“ Trump í Davos í gærkvöld. Greina hefur mátt meiri sáttatón í ummælum hans um Grænland en áður.AP/Markus Schreiber „Ég vona bara að þetta leiði til þess að öryggi á þessum slóðum aukist, eftirlit aukist og fullveldi Grænlands og þeirra réttur sé tryggður,“ segir Þorgerður. Það sé af hinu góða að samtöl eigi sér stað en hún taki undir með forsætisráðherra Dana að NATO geti ekki samið um fullveldi Grænlands. Á sama tíma hafa dönsk yfirvöld undirstrikað að þau séu tilbúin í að ræða samkomulag á sviði öryggismála, fjárfestinga og efnahagsmála. Rutte segir Íslendinga ætla að taka þátt Framkvæmdastjóri NATO hefur sagt að Ísland muni hafa aðkomu að vörnum Grænlands með einhverjum hætti en ekki tilgreint það nánar. Þorgerður segir engar viðræður við NATO hafa farið fram um þetta sérstaklega á síðustu dögum. Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.Vísir/EPA „Það er alveg ljóst að við munum gera það sem þarf til, eins og við höfum verið að gera, til þess að teljast verðugur bandamaður.“ Ísland sé hluti af Arctic 7-samstarfsvettvangi norðurslóðaríkja og stjórnvöld muni gera „það sem þarf til þess að treysta það samband, treysta NATO og tryggja öryggi Grænlendinga á þeirra forsendum.“ Auk Íslands tilheyra Noregur, Svíþjóð, Finnland, Danmörk, Rússland, Bandaríkin og Kanada áðurnefndum hópi norðurslóðaríkja. Þurfi að efla ríkislögreglustjóra Aðspurð hvað Ísland geti gert sem herlaus þjóð til að efla varnir Grænlands nefnir Þorgerður að stjórnvöld hafi byggt upp innviði á öryggissvæðinu í Keflavík og haldi því áfram. „Okkar hlutverk er að sinna þeim þjóðum sem hingað vilja koma og styðja okkar varnir, okkar öryggi og öryggi Atlantshafsbandalagsins á norðurslóðum. Þá erum við að hjálpa til með að þjónusta þá, sem við höfum gert með mjög öflugum hætti.“ „Síðan erum við náttúrulega að efla okkar greiningargetu, við erum að efla okkar þekkingu og ég bara ætla að ítreka það að við verðum að styrkja enn frekar bæði [Landhelgis]gæsluna, ríkislögreglustjóra, sérsveitina, greiningardeildir og svo framvegis, netöryggissveitina okkar. Þetta er allt sem við þurfum líka að byggja upp hér innanlands: Þekkingu, kunnáttu og innviði, þannig að við getum einmitt verið hluti af því að tryggja varnir á norðurslóðum.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Grænland Bandaríkin Danmörk NATO Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Donald Trump Tengdar fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Formaður landsstjórnar Grænlands segist lítið vita um innihald rammasamkomulags Bandaríkjaforseta og framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO). Viðræður þeirra hafa leitt til stiglækkunar í samskiptum Bandaríkjanna við Grænland, Danmörku og önnur bandalagsríki í Evrópu. 22. janúar 2026 17:11 Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Mikil óvissa ríkir varðandi meint samkomulag sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, gerðu í gær. Óljóst er um hvað þeir sömdu eða hvort þeir sömdu um eitthvað yfir höfuð. 22. janúar 2026 12:18 Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ítrekar að Danir og Grænlendingar séu þeir einu sem geti tekið ákvarðanir um mál sem varða Danmörku og Grænland. Dönsk stjórnvöld séu í þéttu sambandi við Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, sem sé fullmeðvitaður um afstöðu danska konungsríkisins en það sé gott og fullkomlega eðlilegt að framkvæmdastjóri bandalagsins ræði öryggi á Norðurslóðum við Bandaríkjaforseta. Þá fullyrðir varnarmálaráðherra Danmerkur að Rutte hafi ekki samið við Trump fyrir hönd landsins. 22. janúar 2026 08:41 Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Drög að samkomulagi Bandaríkjastjórnar við Atlantshafsbandalagið veitir Bandaríkjunum og bandalagsþjóðum í Evrópu aðgang að réttindum til jarðefnavinnslu í Grænlandi. Þá munu ríki vinna saman að þróun svokallaðrar Gullhvelfingar sem er viðurnefni á loftvarnarkerfi sem Trump vill að spanni hnöttinn og notist við gervihnetti. 22. janúar 2026 00:12 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Fleiri fréttir Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Sjá meira
Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Formaður landsstjórnar Grænlands segist lítið vita um innihald rammasamkomulags Bandaríkjaforseta og framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO). Viðræður þeirra hafa leitt til stiglækkunar í samskiptum Bandaríkjanna við Grænland, Danmörku og önnur bandalagsríki í Evrópu. 22. janúar 2026 17:11
Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Mikil óvissa ríkir varðandi meint samkomulag sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, gerðu í gær. Óljóst er um hvað þeir sömdu eða hvort þeir sömdu um eitthvað yfir höfuð. 22. janúar 2026 12:18
Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ítrekar að Danir og Grænlendingar séu þeir einu sem geti tekið ákvarðanir um mál sem varða Danmörku og Grænland. Dönsk stjórnvöld séu í þéttu sambandi við Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, sem sé fullmeðvitaður um afstöðu danska konungsríkisins en það sé gott og fullkomlega eðlilegt að framkvæmdastjóri bandalagsins ræði öryggi á Norðurslóðum við Bandaríkjaforseta. Þá fullyrðir varnarmálaráðherra Danmerkur að Rutte hafi ekki samið við Trump fyrir hönd landsins. 22. janúar 2026 08:41
Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Drög að samkomulagi Bandaríkjastjórnar við Atlantshafsbandalagið veitir Bandaríkjunum og bandalagsþjóðum í Evrópu aðgang að réttindum til jarðefnavinnslu í Grænlandi. Þá munu ríki vinna saman að þróun svokallaðrar Gullhvelfingar sem er viðurnefni á loftvarnarkerfi sem Trump vill að spanni hnöttinn og notist við gervihnetti. 22. janúar 2026 00:12