Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Aron Guðmundsson skrifar 15. desember 2025 12:25 Snæfríður og Snorri eru sundfólk ársins 2025 Myndir: Sundsamband Íslands Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Snorri Dagur Einarsson eru sundfólk ársins 2025. Frá þessu greinir Sundsamband Íslands í fréttatilkynningu til fjölmiðla í dag. Snæfríður Sól er 25 ára gömul og syndir fyrir Álaborg í Danmörku. Þetta er í sjötta skipti sem hún er útnefnd sundkona ársins. Hún náði bestum árangri íslenskra kvenna í sundi árið 2025. Hún tryggði sér sjötta sæti í 200m skriðsundi á Evrópumeistaramótinu í Lublin í Póllandi fyrr í desember. Þar setti hún einnig tvö Íslandsmet, þar af eitt sem hafði staðið í 16 ár í 50m skriðsundi. Einnig bætti hún Íslandsmetið sitt í 200m skriðsundi um tæplega hálfa sekúndu, en sá tími er tuttugasti og þriðji besti tíminn í Evrópu frá upphafi. Snæfríður Sól JórunnardóttirMynd/Sundsamband Íslands Snæfríður Sól tók einnig þátt í Heimsmeistaramótinu í Singapore í ágúst sl. og varð þar í 23. sæti í 200m skriðsundi og í 29. sæti í 100m skriðsundi. Snæfríður Sól hefur keppt fyrir Íslands hönd á tvennum Ólympíuleikum, árið 2021 i Tokyo og árið 2024 í París. Hún stefnir ótrauð á sína þriðju Ólympíuleika í Los Angeles árið 2028. Snæfríður Sól var ein þeirra sem fékk starfslaun úr launasjóði íþróttamanna sem án efa á eftir að hjálpa henni að ná enn betri árangri á næstu árum. „Snæfríður Sól er mikil fyrirmynd fyrir annað íþróttafólk, en samhliða æfingum stundar hún nám í sálfræði við Álaborgar Háskóla í Danmörku. Þess má geta að hún var 160 daga við æfingar og keppni erlendis á þessu ári,“ segir í tilkynningu frá Sundsambandi Íslands Snorri Dagur Einarsson er tvítugur Hafnfirðingur sem syndir með Sundfélagi Hafnarfjarðar en hann hefur verið valinn sundmaður ársins 2025 hjá Sundsambandi Íslands. Þetta er í fyrsta skipti sem Snorri Dagur er útnefndur sundmaður ársins. Snorri Dagur Einarssonmynd/simone castrovillari Snorri Dagur hefur staðið sig mjög vel á þessu ári og hefur bætt tíma sína töluvert. Hann vann besta afrek karla á Íslandsmeistaramótinu í apríl í 50m laug og aftur á Íslandsmeistaramótinu í nóvember í 25m laug. Snorri Dagur tók þátt í EM U23 í Slóvakíu í sumar og komst í úrslit í 50m bringusundi og endaði í 4. sæti. Snorri Dagur keppti einnig á Evrópumeistaramótinu í Póllandi í desember, en þar synti hann 100m bringusund á sínum allra besta tíma og varð í 32 sæti. „Snorri Dagur er einn þeirra sem fékk á dögunum starfslaun úr Launasjóði Íþróttamanna og mun það án efa hjálpa honum að ná enn betri árangri á næstu árum. Snorri Dagur stefnir ótrauður á næstu Ólympíuleika árið 2028 í Los Angeles,“ segir í tilkynningu sundsambandsins. Sund Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Sjá meira
Snæfríður Sól er 25 ára gömul og syndir fyrir Álaborg í Danmörku. Þetta er í sjötta skipti sem hún er útnefnd sundkona ársins. Hún náði bestum árangri íslenskra kvenna í sundi árið 2025. Hún tryggði sér sjötta sæti í 200m skriðsundi á Evrópumeistaramótinu í Lublin í Póllandi fyrr í desember. Þar setti hún einnig tvö Íslandsmet, þar af eitt sem hafði staðið í 16 ár í 50m skriðsundi. Einnig bætti hún Íslandsmetið sitt í 200m skriðsundi um tæplega hálfa sekúndu, en sá tími er tuttugasti og þriðji besti tíminn í Evrópu frá upphafi. Snæfríður Sól JórunnardóttirMynd/Sundsamband Íslands Snæfríður Sól tók einnig þátt í Heimsmeistaramótinu í Singapore í ágúst sl. og varð þar í 23. sæti í 200m skriðsundi og í 29. sæti í 100m skriðsundi. Snæfríður Sól hefur keppt fyrir Íslands hönd á tvennum Ólympíuleikum, árið 2021 i Tokyo og árið 2024 í París. Hún stefnir ótrauð á sína þriðju Ólympíuleika í Los Angeles árið 2028. Snæfríður Sól var ein þeirra sem fékk starfslaun úr launasjóði íþróttamanna sem án efa á eftir að hjálpa henni að ná enn betri árangri á næstu árum. „Snæfríður Sól er mikil fyrirmynd fyrir annað íþróttafólk, en samhliða æfingum stundar hún nám í sálfræði við Álaborgar Háskóla í Danmörku. Þess má geta að hún var 160 daga við æfingar og keppni erlendis á þessu ári,“ segir í tilkynningu frá Sundsambandi Íslands Snorri Dagur Einarsson er tvítugur Hafnfirðingur sem syndir með Sundfélagi Hafnarfjarðar en hann hefur verið valinn sundmaður ársins 2025 hjá Sundsambandi Íslands. Þetta er í fyrsta skipti sem Snorri Dagur er útnefndur sundmaður ársins. Snorri Dagur Einarssonmynd/simone castrovillari Snorri Dagur hefur staðið sig mjög vel á þessu ári og hefur bætt tíma sína töluvert. Hann vann besta afrek karla á Íslandsmeistaramótinu í apríl í 50m laug og aftur á Íslandsmeistaramótinu í nóvember í 25m laug. Snorri Dagur tók þátt í EM U23 í Slóvakíu í sumar og komst í úrslit í 50m bringusundi og endaði í 4. sæti. Snorri Dagur keppti einnig á Evrópumeistaramótinu í Póllandi í desember, en þar synti hann 100m bringusund á sínum allra besta tíma og varð í 32 sæti. „Snorri Dagur er einn þeirra sem fékk á dögunum starfslaun úr Launasjóði Íþróttamanna og mun það án efa hjálpa honum að ná enn betri árangri á næstu árum. Snorri Dagur stefnir ótrauður á næstu Ólympíuleika árið 2028 í Los Angeles,“ segir í tilkynningu sundsambandsins.
Sund Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Sjá meira