Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. desember 2025 21:30 Vísir/Hulda Margrét Eftir fjögur töp í röð komst KR á sigurbraut þegar liðið vann ÍR, 102-96, á Meistaravöllum í 10. umferð Bónus deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti sigur KR-inga síðan 30. október en með honum komust þeir upp í 5. sæti deildarinnar með tíu stig. ÍR er með átta stig í 7. sætinu. Liðsheild KR var sterk í kvöld og margir lögðu hönd á plóg. Linards Jaunzems og Kenneth Doucet voru öflugir í fyrri hálfleik og þegar á reyndi eftir kröftugt áhlaup ÍR sýndu Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Aleksa Jugovic úr hverju þeir eru gerðir. Jacob var einu sinni sem oftar atkvæðamestur hjá ÍR en hann skoraði 39 stig. Fyrsti leikhlutinn var jafn og fór að stórum hluta fram á vítalínunni. Liðin tóku samtals 25 víti í 1. leikhluta. Falko setti niður tvö víti undir lok hans en ÍR-ingar sváfu illilega á verðinum í kjölfarið og Linards skoraði og kom KR-ingum í 27-25. Þetta fór vel í leikmenn KR sem voru mun sterkari í 2. leikhluta sem þeir unnu, 25-14. Linards, Doucet og Jugovic voru iðnir við stigaskorun og Þórir dældi út stoðsendingum. Hann gaf sjö í fyrri hálfleiknum en staðan að honum loknum var 52-39, KR í vil. ÍR var í verulegum vandræðum og ef frá er talið framlag Falkos og Hákonar Arnar Hjálmarssonar var lítið að frétta í sóknarleik Breiðhyltinga. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn betur og náðu mest fimmtán stiga forskoti. En ÍR-ingar lögðu ekki árar í bát. Þeir breyttu stöðunni úr 66-51 í 67-63 á síðustu fjórum mínútum 3. leikhluta og KR-ingar farnir að skjálfa. ÍR minnkaði muninn í 71-68 í upphafi 4. leikhluta en Jugovic svaraði með þristi. Hann setti svo tvo til viðbótar niður og KR var skyndilega komið með ágætis andrými eftir áhlaup ÍR. Eftir þriðja þrist Jugovic náðu Vesturbæingar tólf stiga forskoti, 82-70. Sem fyrr gáfust ÍR-ingar ekki upp, skoruðu átta næstu stig og minnkuðu muninn í fjögur stig, 82-78. Þá var komið að Þóri að leiða KR-inga áfram. Hann skoraði sjö stig á skömmum tíma, KR gerði níu stig gegn tveimur og Borche Ilievski, þjálfari ÍR, tók leikhlé í stöðunni 91-80. ÍR-ingar reyndu hvað þeir gátu eftir þetta en áttu ekki annað áhlaup uppi í erminni. KR-ingar kláruðu leikinn, unnu sex stiga sigur, 102-96 og hoppuðu upp um fjögur sæti í deildinni. Atvik leiksins Þegar ÍR-ingar voru farnir að þrengja að hálsi KR-inga setti Jugovic niður þrist í upphafi 4. leikhluta og jók muninn í 74-68. Karfan var gríðarlega mikilvæg og í kjölfarið skoraði hann tvær þriggja stiga körfur til viðbótar og eftir það var staða ÍR-inga orðin afar erfið. Stjörnur og skúrkar Þórir átti frábæran leik; skoraði 23 stig, tók sjö fráköst og gaf fjórtán stoðsendingar. Hann skilaði 37 framlagsstigum og reyndist ómetanlegur á mikilvægum augnablikum eins og Jugovic sem skoraði tuttugu stig. Linards var með 24 stig og Doucet fimmtán auk átta frákasta. KR-ingar héldu ágætlega aftur af Falko, allt þar til í 4. leikhluta þar sem hann fór hamförum. Sá bandaríski skoraði þá 23 af 39 stigum sínum. Hákon byrjaði ágætlega en svo fjaraði hressilega undan honum. Dimitrios Klonaras skilaði fínu dagsverki; fimmtán stigum og fjórtán fráköstum og Tsotne Tsartsidze var fínn í seinni hálfleik. Hann skoraði nítján stig og hitti úr sjö af ellefu skotum sínum. Dómarar Þeir Sigmundur Már Herbertsson, Jón Þór Eyþórsson og Friðrik Árnason dæmdu leik kvöldsins og fórst það verkefni vel úr hendi. Stemmning og umgjörð Vel var mætt á Meistaravelli í kvöld og stemmningin með ágætum. Stuðningsmenn ÍR eru alltaf líflegir en kollegar þeirra KR-megin gáfu þeim ekkert eftir. Bónus-deild karla KR ÍR
Eftir fjögur töp í röð komst KR á sigurbraut þegar liðið vann ÍR, 102-96, á Meistaravöllum í 10. umferð Bónus deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti sigur KR-inga síðan 30. október en með honum komust þeir upp í 5. sæti deildarinnar með tíu stig. ÍR er með átta stig í 7. sætinu. Liðsheild KR var sterk í kvöld og margir lögðu hönd á plóg. Linards Jaunzems og Kenneth Doucet voru öflugir í fyrri hálfleik og þegar á reyndi eftir kröftugt áhlaup ÍR sýndu Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Aleksa Jugovic úr hverju þeir eru gerðir. Jacob var einu sinni sem oftar atkvæðamestur hjá ÍR en hann skoraði 39 stig. Fyrsti leikhlutinn var jafn og fór að stórum hluta fram á vítalínunni. Liðin tóku samtals 25 víti í 1. leikhluta. Falko setti niður tvö víti undir lok hans en ÍR-ingar sváfu illilega á verðinum í kjölfarið og Linards skoraði og kom KR-ingum í 27-25. Þetta fór vel í leikmenn KR sem voru mun sterkari í 2. leikhluta sem þeir unnu, 25-14. Linards, Doucet og Jugovic voru iðnir við stigaskorun og Þórir dældi út stoðsendingum. Hann gaf sjö í fyrri hálfleiknum en staðan að honum loknum var 52-39, KR í vil. ÍR var í verulegum vandræðum og ef frá er talið framlag Falkos og Hákonar Arnar Hjálmarssonar var lítið að frétta í sóknarleik Breiðhyltinga. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn betur og náðu mest fimmtán stiga forskoti. En ÍR-ingar lögðu ekki árar í bát. Þeir breyttu stöðunni úr 66-51 í 67-63 á síðustu fjórum mínútum 3. leikhluta og KR-ingar farnir að skjálfa. ÍR minnkaði muninn í 71-68 í upphafi 4. leikhluta en Jugovic svaraði með þristi. Hann setti svo tvo til viðbótar niður og KR var skyndilega komið með ágætis andrými eftir áhlaup ÍR. Eftir þriðja þrist Jugovic náðu Vesturbæingar tólf stiga forskoti, 82-70. Sem fyrr gáfust ÍR-ingar ekki upp, skoruðu átta næstu stig og minnkuðu muninn í fjögur stig, 82-78. Þá var komið að Þóri að leiða KR-inga áfram. Hann skoraði sjö stig á skömmum tíma, KR gerði níu stig gegn tveimur og Borche Ilievski, þjálfari ÍR, tók leikhlé í stöðunni 91-80. ÍR-ingar reyndu hvað þeir gátu eftir þetta en áttu ekki annað áhlaup uppi í erminni. KR-ingar kláruðu leikinn, unnu sex stiga sigur, 102-96 og hoppuðu upp um fjögur sæti í deildinni. Atvik leiksins Þegar ÍR-ingar voru farnir að þrengja að hálsi KR-inga setti Jugovic niður þrist í upphafi 4. leikhluta og jók muninn í 74-68. Karfan var gríðarlega mikilvæg og í kjölfarið skoraði hann tvær þriggja stiga körfur til viðbótar og eftir það var staða ÍR-inga orðin afar erfið. Stjörnur og skúrkar Þórir átti frábæran leik; skoraði 23 stig, tók sjö fráköst og gaf fjórtán stoðsendingar. Hann skilaði 37 framlagsstigum og reyndist ómetanlegur á mikilvægum augnablikum eins og Jugovic sem skoraði tuttugu stig. Linards var með 24 stig og Doucet fimmtán auk átta frákasta. KR-ingar héldu ágætlega aftur af Falko, allt þar til í 4. leikhluta þar sem hann fór hamförum. Sá bandaríski skoraði þá 23 af 39 stigum sínum. Hákon byrjaði ágætlega en svo fjaraði hressilega undan honum. Dimitrios Klonaras skilaði fínu dagsverki; fimmtán stigum og fjórtán fráköstum og Tsotne Tsartsidze var fínn í seinni hálfleik. Hann skoraði nítján stig og hitti úr sjö af ellefu skotum sínum. Dómarar Þeir Sigmundur Már Herbertsson, Jón Þór Eyþórsson og Friðrik Árnason dæmdu leik kvöldsins og fórst það verkefni vel úr hendi. Stemmning og umgjörð Vel var mætt á Meistaravelli í kvöld og stemmningin með ágætum. Stuðningsmenn ÍR eru alltaf líflegir en kollegar þeirra KR-megin gáfu þeim ekkert eftir.