Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2025 15:31 Jayson Shaw var reiður út í áhorfanda en lét það ekki koma í veg fyrir öruggan sigur. Skjáskot/@matchroompool Það átti sér stað ansi skrautlegt atvik í Alexandra Palace í Lundúnum í gærkvöld, þegar keppt var í Mosconi-bikarnum sem er liðakeppni Bandaríkjanna og Evrópu í pool. Skotinn Jayson Shaw, fyrirliði Evrópuliðsins, brást reiður við hátterni áhorfanda þegar hann var að keppa við Skyler Woodward. Ekki er ljóst hvað áhorfandinn gerði til að ögra Shaw en Skotanum varð að minnsta kosti heitt í hamsi. Hann kallaði blótsyrði að áhorfandanum og lét hann vita að hann væri alveg til í að fara út fyrir höllina til að útkljá málin, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. WOW! 😳Jayson Shaw is not happy with somebody in the crowd 👀🍿#MosconiCup 🇪🇺🇺🇸 pic.twitter.com/z63n2RkMMT— Matchroom Pool (@MatchroomPool) December 3, 2025 Shaw vann svo öruggan sigur í viðureigninni og átti sinn þátt í því að Evrópa endaði með 4-0 forskot eftir fyrsta dag mótsins. Shaw hafði verið kokhraustur fyrir mótið enda Evrópu gengið vel og unnið síðustu fimm skipti, á þessu móti sem svipar til Ryder-bikarsins þekkta í golfi. „Ég held að þeim takist ekki að stöðva niðursveifluna. Þessir sömu fimm töpuðu með sannfærandi hætti í fyrra svo ég held að við vitum hvað þarf að gera,“ sagði Shaw við Sky Sports fyrir mótið. „Við spilum okkar leik og tökum frumkvæðið, þá molna þeir niður. Þeir gera það alltaf. Við sjáum það á andlitum þeirra – það er munurinn á okkur og þeim,“ sagði Shaw. Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Sjá meira
Skotinn Jayson Shaw, fyrirliði Evrópuliðsins, brást reiður við hátterni áhorfanda þegar hann var að keppa við Skyler Woodward. Ekki er ljóst hvað áhorfandinn gerði til að ögra Shaw en Skotanum varð að minnsta kosti heitt í hamsi. Hann kallaði blótsyrði að áhorfandanum og lét hann vita að hann væri alveg til í að fara út fyrir höllina til að útkljá málin, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. WOW! 😳Jayson Shaw is not happy with somebody in the crowd 👀🍿#MosconiCup 🇪🇺🇺🇸 pic.twitter.com/z63n2RkMMT— Matchroom Pool (@MatchroomPool) December 3, 2025 Shaw vann svo öruggan sigur í viðureigninni og átti sinn þátt í því að Evrópa endaði með 4-0 forskot eftir fyrsta dag mótsins. Shaw hafði verið kokhraustur fyrir mótið enda Evrópu gengið vel og unnið síðustu fimm skipti, á þessu móti sem svipar til Ryder-bikarsins þekkta í golfi. „Ég held að þeim takist ekki að stöðva niðursveifluna. Þessir sömu fimm töpuðu með sannfærandi hætti í fyrra svo ég held að við vitum hvað þarf að gera,“ sagði Shaw við Sky Sports fyrir mótið. „Við spilum okkar leik og tökum frumkvæðið, þá molna þeir niður. Þeir gera það alltaf. Við sjáum það á andlitum þeirra – það er munurinn á okkur og þeim,“ sagði Shaw.
Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Sjá meira