Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2025 06:32 Alan Ruschel með hinum tveimur liðsfélögunum, Neto og Follmann, sem komust af í flugslysinu. Myndin er tekin í góðgerðaleik á móti Barcelona í ágúst 2017. Getty/Alex Caparros Einn af þeim þremur leikmönnum brasilíska félagsins Chapecoense sem komust af hefur nú rætt þessa skelfilegu lífsreynslu sína fyrir næstum því tíu árum síðar. 19 af 22 leikmönnum létust í flugslysi Chapecoense þegar liðið var á leið í einn stærsta leikinn í sögu félagsins árið 2016. Hinn 36 ára gamli Alan Ruschel var einn þeirra sem lifðu slysið af og hann hefur nú tjáð sig við spænska blaðið Marca. „Ég man að flugstjórinn tilkynnti að við værum að fara að lenda. Við hringsóluðum, hringsóluðum aftur en við lentum ekki. Skyndilega, í einni af þessum hringsólunum, slokknuðu öll ljós í flugvélinni og allt varð hljótt. Enginn öskraði, það var engin skelfing, bara þessi tilfinning um „hvað er að gerast?“,“ sagði Ruschel við Marca. Ruschel man að síðan hafi skyndilega komið „mjög mikil ókyrrð“ og að „viðvörunarbjalla fór í gang inni í flugvélinni“. „Eftir það man ég ekkert meira,“ segir hann. Í þessu ítarlega viðtali við spænska stórblaðið segir Alan Ruschel meðal annars að hann hafi farið í algjört áfallaástand strax eftir slysið. „Ég bað björgunarmennina að hringja í pabba minn, ég afhenti þeim skilríkin mín og giftingarhringinn minn. En ég man ekkert eftir því,“ sagði Ruschel. Ruschel féll síðar í dá eftir slysið, en hann lifði af. „Ég var kominn á fætur eftir viku, tíu daga,“ segir Ruschel. 😔 Se cumplen nueve años de la tragedia de @ChapecoenseReal que conmovió al mundo entero✈️ Alan Ruschel, uno de los seis supervivientes, habla con MARCA sobre la noche que marcó su destino🗨️ "Preguntaba por mis compañeros, y nadie me decía nada" ⚽😢 pic.twitter.com/EZ0xhfH7qN— MARCA (@marca) November 28, 2025 Eftir að hann vaknaði úr dáinu fékk hann þó ekkert að vita um látna liðsfélaga sína. „Ég hafði enga hugmynd um hvað hafði gerst. Þegar ég vaknaði hélt ég áfram að spyrja um fólk, um liðsfélaga mína en enginn vildi segja mér neitt. Læknunum var ráðlagt að segja mér ekki allt í einu, heldur aðeins þegar sálfræðingurinn kæmi til að hjálpa mér að vinna úr fréttunum,“ sagði Ruschel. Að lokum fékk hann að vita hvað hafði í raun og veru gerst. „Þá varð ég fyrir áfalli og gat ekki brugðist við. Það var gríðarlegt áfall,“ sagði Ruschel. Eftir flugslysið gat Alan Ruschel haldið áfram að spila fótbolta og hann lék með Chapecoense til og með 2021. Ruschel er í dag enn að spila með Juventude, sem spilar í efstu deild Brasilíu. 💚 Así narra Alan Ruschel a MARCA el momento en el que su vida cambió para siempre. Pone los pelos de punta... pic.twitter.com/tNjNLCVG7B— MARCA (@marca) November 28, 2025 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sjá meira
19 af 22 leikmönnum létust í flugslysi Chapecoense þegar liðið var á leið í einn stærsta leikinn í sögu félagsins árið 2016. Hinn 36 ára gamli Alan Ruschel var einn þeirra sem lifðu slysið af og hann hefur nú tjáð sig við spænska blaðið Marca. „Ég man að flugstjórinn tilkynnti að við værum að fara að lenda. Við hringsóluðum, hringsóluðum aftur en við lentum ekki. Skyndilega, í einni af þessum hringsólunum, slokknuðu öll ljós í flugvélinni og allt varð hljótt. Enginn öskraði, það var engin skelfing, bara þessi tilfinning um „hvað er að gerast?“,“ sagði Ruschel við Marca. Ruschel man að síðan hafi skyndilega komið „mjög mikil ókyrrð“ og að „viðvörunarbjalla fór í gang inni í flugvélinni“. „Eftir það man ég ekkert meira,“ segir hann. Í þessu ítarlega viðtali við spænska stórblaðið segir Alan Ruschel meðal annars að hann hafi farið í algjört áfallaástand strax eftir slysið. „Ég bað björgunarmennina að hringja í pabba minn, ég afhenti þeim skilríkin mín og giftingarhringinn minn. En ég man ekkert eftir því,“ sagði Ruschel. Ruschel féll síðar í dá eftir slysið, en hann lifði af. „Ég var kominn á fætur eftir viku, tíu daga,“ segir Ruschel. 😔 Se cumplen nueve años de la tragedia de @ChapecoenseReal que conmovió al mundo entero✈️ Alan Ruschel, uno de los seis supervivientes, habla con MARCA sobre la noche que marcó su destino🗨️ "Preguntaba por mis compañeros, y nadie me decía nada" ⚽😢 pic.twitter.com/EZ0xhfH7qN— MARCA (@marca) November 28, 2025 Eftir að hann vaknaði úr dáinu fékk hann þó ekkert að vita um látna liðsfélaga sína. „Ég hafði enga hugmynd um hvað hafði gerst. Þegar ég vaknaði hélt ég áfram að spyrja um fólk, um liðsfélaga mína en enginn vildi segja mér neitt. Læknunum var ráðlagt að segja mér ekki allt í einu, heldur aðeins þegar sálfræðingurinn kæmi til að hjálpa mér að vinna úr fréttunum,“ sagði Ruschel. Að lokum fékk hann að vita hvað hafði í raun og veru gerst. „Þá varð ég fyrir áfalli og gat ekki brugðist við. Það var gríðarlegt áfall,“ sagði Ruschel. Eftir flugslysið gat Alan Ruschel haldið áfram að spila fótbolta og hann lék með Chapecoense til og með 2021. Ruschel er í dag enn að spila með Juventude, sem spilar í efstu deild Brasilíu. 💚 Así narra Alan Ruschel a MARCA el momento en el que su vida cambió para siempre. Pone los pelos de punta... pic.twitter.com/tNjNLCVG7B— MARCA (@marca) November 28, 2025
Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sjá meira