Menning

Það skrítnasta á djamminu: Am­feta­mín inni á klósetti og fólk að ríða

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Gugga kíkti á körfuboltakvöld á Suðurnesjum og niður í miðborgina þar sem hún spurði fólk út í það skrítnasta sem þau hefðu séð á djamminu.
Gugga kíkti á körfuboltakvöld á Suðurnesjum og niður í miðborgina þar sem hún spurði fólk út í það skrítnasta sem þau hefðu séð á djamminu.

Gugga í gúmmíbát kíkti á Herrakvöld á Suðurnesjum þar sem hún bauð upp notaðan brjóstahaldara áður en hún fór niður í bæ til að komast að því skrítnasta sem fólk hafði séð á djamminu.

„Getiði hvar ég er, þið fáið þrjár sekúndur,“ segir Gugga í upphafi nýjasta þáttar Gugga fer á djammið

„Ég er í Keflavík, held ég, eða Reykjanesbæ, eða Sandgerði, eða Garði eða Njarðvík. Ég er ekki alveg viss, en ég er mætt á eitthvað kvöld, ég held þetta sé körfuboltakvöld. Ég elska körfuboltastráka.“

Gugga í Séð og heyrt.

Andri Már, betur þekktur sem Nablinn og besti vinur Guggu þessa dagana, var þar að veislustýra og fékk Guggu til að aðstoða sig með uppboð. Gugga fékk sér skot, gekk á milli manna í leit að körfuboltamönnum og endaði svo á að bjóða upp brjóstahaldarann sinn. Förinni var síðan heitið niður í bæ.

Á leiðinni drakk Gugga áfengisblandaða Orku og þuldi upp nokkur heit „take“ um yfirstandandi Wicked-æði, Neil Armstrong sem mögulegan bólfélaga og nauðsyn þess að fá Séð og heyrt aftur.

Strákar að sniffa og fólk að ríða

Niðri í bæ tók Gugga púlsinn á djömmurum, spurði þá út í uppáhalds skemmtistaðina sína og voru ýmsir nefndir á nafn. Stúlkurnar elskuðu American Bar en fjölmargir aðrir staðir báru á góma.

Hvað er það skrítnasta sem þið hafið séð á klúbbi?

„Hvað strákar eru casual að taka hvítt duft í nefið,“ sagði ein stúlka og vinur hennar sagði: „Ég hef séð live kynlíf á klúbbi á Tenerife.“

Þessi stúlka var hneyksluð með svar vinar síns.

Aðrir höfðu séð poka af ofskynjunarsveppum, „gæja að hömpa annarri gellu“ og „fólk að ríða“.

„Ég fór í sleik við gellu á klúbbi og hún sagði: „Shit hvað ég væri til í að þú værir bróðir þinn.“,“ sagði einn djammarinn um það skrítnasta sem hann hafði lent í.

Ljóstrað upp um leyndarmál

Gugga náði síðan tali af raunveruleikastjörnunni Binna Glee og bað hann um að segja áhorfendum frá einhverjum sem mamma hans vissi ekki af.

„Hún veit ekki neitt, bara,“ svaraði Binni.

Veit hún að þú sért á Grindr?

„Mamma ég er á Grindr,“ sagði Binni þá.

Aðrir ljóstruðu upp um gamla árekstra og djammsögur af yngri árum. Gugga kíkti loks inn á Auto, ræddi við tónlistarmennina Alösku og Elvar og spurði fleiri djammara út í það skrítnasta sem þeir hefðu séð.

Jón Gnarr yngri hefur séð ýmislegt.

„Það er voðalega mikið af fólki að taka amfetamín inni á klósetti,“ sagði Jón Gnarr yngri.

„En það má,“ sagði þá vinur hans.

„Ég er ekki að banna neitt!“ bætti Jón við. Þeir félagar vildu þó helst banna fólki yfir þrítugu að djamma á stöðum á borð við Auto.

Þriðja þáttinn af Gugga fer á djammið má sjá hér að neðan:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.