Sport

Fyrsti sigur Eyja­manna í meira en mánuð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andri Erlingsson átti mjög góðan leik í Kórnum í kvöld.
Andri Erlingsson átti mjög góðan leik í Kórnum í kvöld. IHF

ÍBV sótti tvö stig í Kórinn í Olís-deild karla í handbolta í kvöld en liðið vann þá sex marka sigur á heimamönnum í HK.

ÍBV vann leikinn 34-28 eftir að hafa átt mjög góðan endasprett. Staðan var 27-27 undir lok leiksins en Eyjamenn unnu lokamínúturnar 7-1.

Þetta var langþráður sigur hjá Eyjaliðinu sem hafði leikið þrjá deildarleiki í röð án sigurs og unnið síðast 25. október síðastliðinn.

Þetta var þriðji tapleikur HK-liðsins í röð.

Andri Erlingsson átti stórleik í Eyjaliðinu en hann var með tólf mörk og fjórar stoðsendingar í leiknum. Mágur hans Daníel Þór Ingason skoraði átta mörk og Kristófer Ísak Bárðarson var með fjögur mörk.

Eyjamenn komust mest fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-14.

Haukur Ingi Hauksson, Andri Þór Helgason og Ágúst Guðmundsson skoruðu allir sex mörk fyrir HK og Leó Snær Pétursson var með fimm mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×