Leik lokið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 28. nóvember 2025 21:48 Frá leik Keflavíkur fyrr á tímabilinu Vísir/Anton Brink Keflavík vann sinn þriðja leik í röð í Bónus-deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar þær sóttu sigur til Grindavíkur.Keflavík vann leikinn með átta stiga mun, 103-95, en sigurinn var sannfærandi og Grindavíkurkonur lögðuðu aðeins stöðuna í lokaleikhlutanum.Keflavík komst upp fyrir Grindavík með þessum sigri en bæði lið eru með tólf stig í þriðja til fimmta sæti ásamt KR en Njarðvík og Valur eru tveimur stigum á undan. Leikurinn fór vel af stað og setti Keflavík þrist í sinni fyrstu sókn. Grindavík mættu örlítið vanstilltar til leiks en fyrstu tvær mínúturnar voru þær að gera klaufaleg mistök sem Keflavík náði þó ekki að nýta sér. Grindavík tók fyrsta áhlaup leiksins og sótti fjögurra stiga forskot. Keflavík svaraði því með því að keyra upp hraðan og sóttu mest tíu stiga forskot. Grindavík vann sig vel inn í leikinn aftur og var jafnræði með liðunum að lokum fyrsta leikhluta 22-23. Í öðrum leikhluta var það Keflavík sem náði að stíga skrefinu framar. Bæði lið náðu góðum áhlaupum og voru hættuleg þegar þau komust á ferðina. Grindavík náði forystu í skamman tíma um miðbik leikhlutans en sú forysta lifði ekki lengi og Keflavík náði sér í gott forskot aftur sem þær héldu fram að hálfleik. Keflavík leiddi með fimm stigum þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik 45-50. Keflavík mætti með krafti út í seinni hálfleikinn. Þær voru að tengja saman sókn og vörn virkilega vel og náðu upp þrettán stiga forskoti um miðbik leikhlutans áður en Grindavík tók leikhlé til að ráða ráðum sínum. Gestirnir frá Keflavík náðu mest átján stiga forskoti en þegar þriðji leikhluti var úti var staðan 64-78 Keflavík í vil. Sara Rún Hinriksdóttir opnaði fjórða leikhluta með þrist fyrir Keflavík en nýting Keflavíkur fyrir aftan þriggja stiga línuna í kvöld var virkilega góð. Grindavík náði frábæru áhlaupi í fjórða og settu stór skot sem náði að minnka mun Keflavíkur niður í fimm sig þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Keflavík gerði þó vel að stoppa áhlaup Grindavíkur og náðu að lokum að fara með öflugan átta stiga sigur 95-103. Atvik leiksins Frábær þriggja stiga nýting Keflavíkur reyndist Grindavík ansi þungbær í kvöld. Þristar frá Söru Rún og Önnu Ingunni drápu von Grindavíkur á endurkomu í fjórða leikhluta. Stjörnur og skúrkarKeishana Washington var hrikalega öflug í liði Keflavíkur og var stigahæst með 26 stig í liði gestana. Sara Rún Hinriksdóttir var ekki langt á eftir með 22 stig. Bekkurinn hjá Keflavík skilaði svo góðu verki en stigin dreifðust vel.Farhiya Abdi var stigahæst í liði Grindvíkur með 27 stig og reyndist oft liði gestana erfið undir körfunni.DómararnirSigmundur Már Herbertsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson og Dominik Zielinski voru á flautunni hér í kvöld.Ég var heilt yfir bara ánægður með frammistöðu dómarana hér í kvöld. Auðvitað hægt að pikka út einhver einstaka atriði en heilt yfir var þetta bara fínt.Stemingin og umgjörðUmgjörðin í Grindavík er til fyrirmyndar. Allt til alls og yfir engu að kvarta. Það var fínasta stuð í stúkunni þegar þessi nágranna lið mættust. Bónus-deild kvenna Grindavík Keflavík ÍF
Keflavík vann sinn þriðja leik í röð í Bónus-deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar þær sóttu sigur til Grindavíkur.Keflavík vann leikinn með átta stiga mun, 103-95, en sigurinn var sannfærandi og Grindavíkurkonur lögðuðu aðeins stöðuna í lokaleikhlutanum.Keflavík komst upp fyrir Grindavík með þessum sigri en bæði lið eru með tólf stig í þriðja til fimmta sæti ásamt KR en Njarðvík og Valur eru tveimur stigum á undan. Leikurinn fór vel af stað og setti Keflavík þrist í sinni fyrstu sókn. Grindavík mættu örlítið vanstilltar til leiks en fyrstu tvær mínúturnar voru þær að gera klaufaleg mistök sem Keflavík náði þó ekki að nýta sér. Grindavík tók fyrsta áhlaup leiksins og sótti fjögurra stiga forskot. Keflavík svaraði því með því að keyra upp hraðan og sóttu mest tíu stiga forskot. Grindavík vann sig vel inn í leikinn aftur og var jafnræði með liðunum að lokum fyrsta leikhluta 22-23. Í öðrum leikhluta var það Keflavík sem náði að stíga skrefinu framar. Bæði lið náðu góðum áhlaupum og voru hættuleg þegar þau komust á ferðina. Grindavík náði forystu í skamman tíma um miðbik leikhlutans en sú forysta lifði ekki lengi og Keflavík náði sér í gott forskot aftur sem þær héldu fram að hálfleik. Keflavík leiddi með fimm stigum þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik 45-50. Keflavík mætti með krafti út í seinni hálfleikinn. Þær voru að tengja saman sókn og vörn virkilega vel og náðu upp þrettán stiga forskoti um miðbik leikhlutans áður en Grindavík tók leikhlé til að ráða ráðum sínum. Gestirnir frá Keflavík náðu mest átján stiga forskoti en þegar þriðji leikhluti var úti var staðan 64-78 Keflavík í vil. Sara Rún Hinriksdóttir opnaði fjórða leikhluta með þrist fyrir Keflavík en nýting Keflavíkur fyrir aftan þriggja stiga línuna í kvöld var virkilega góð. Grindavík náði frábæru áhlaupi í fjórða og settu stór skot sem náði að minnka mun Keflavíkur niður í fimm sig þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Keflavík gerði þó vel að stoppa áhlaup Grindavíkur og náðu að lokum að fara með öflugan átta stiga sigur 95-103. Atvik leiksins Frábær þriggja stiga nýting Keflavíkur reyndist Grindavík ansi þungbær í kvöld. Þristar frá Söru Rún og Önnu Ingunni drápu von Grindavíkur á endurkomu í fjórða leikhluta. Stjörnur og skúrkarKeishana Washington var hrikalega öflug í liði Keflavíkur og var stigahæst með 26 stig í liði gestana. Sara Rún Hinriksdóttir var ekki langt á eftir með 22 stig. Bekkurinn hjá Keflavík skilaði svo góðu verki en stigin dreifðust vel.Farhiya Abdi var stigahæst í liði Grindvíkur með 27 stig og reyndist oft liði gestana erfið undir körfunni.DómararnirSigmundur Már Herbertsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson og Dominik Zielinski voru á flautunni hér í kvöld.Ég var heilt yfir bara ánægður með frammistöðu dómarana hér í kvöld. Auðvitað hægt að pikka út einhver einstaka atriði en heilt yfir var þetta bara fínt.Stemingin og umgjörðUmgjörðin í Grindavík er til fyrirmyndar. Allt til alls og yfir engu að kvarta. Það var fínasta stuð í stúkunni þegar þessi nágranna lið mættust.