Bónus-deild kvenna

Bónus-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Davíð hættur: „Dreginn á asna­eyrunum“

    Davíð Tómas Tómasson, alþjóðadómari í körfubolta, hefur lagt dómaraflautuna á hilluna þrátt fyrir ungan aldur. Þetta segist hann ekki gera af sjálfdáðum, en hann hefur verið útilokaður frá dómgæsluverkefnum síðastliðið hálft ár. Tilraunir til sátta við dómaranefnd KKÍ hafi ekki skilað árangri og starfskrafta hans ekki óskað á komandi vetri. Hann sé ekki fyrsti dómarinn sem hrökklist úr starfi með þessum hætti en vonast til að vera sá síðasti.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snýr aftur til Ís­lands betri en nokkru sinni áður

    Ríkjandi bikar­meistarar kvenna í körfu­bolta, Njarðvík, ætla sér stóra hluti á næsta tíma­bili. Liðið hefur nælt í ís­lensku lands­liðs­konuna Dani­elle úr at­vinnu­mennsku og eftir að hafa verið með betri leik­mönnum efstu deildar á árum áður segist hún snúa aftur heim til Ís­lands sem mun betri leik­maður.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þór dregur liðið úr keppni í efstu deild

    Stjórn körfuknattleiksdeildar Þórs frá Akureyri hefur ákveðið að draga lið sitt úr keppni í Bónus deild kvenna og skrá liðið þess í stað í 1. deildina á næsta tímabili. Ákvörðunin er tekin í kjölfar fregna um brotthvarf tveggja lykilleikmanna liðsins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stjarnan sækir tvo öfluga Þórsara

    Miðherjinn Madison Sutton og landsliðskonan Eva Wium Elíasdóttir hafa yfirgefið herbúðir Þórs frá Akureyri og samið við Stjörnuna í Garðabænum til næstu tveggja ára.

    Körfubolti