Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2025 07:47 Anthony Joshua mun líklega þéna meira en sex milljarða króna á þessum eina bardaga. Getty/Dave Benett Hnefaleikasérfræðingurinn Steve Bunce segir að Anthony Joshua hafi hreinlega fengið tilboð sem hann gat einfaldlega ekki hafnað þegar hann samþykkti að berjast við Jake Paul. Joshua er fyrrverandi tvöfaldur heimsmeistari í þungavigt en hann mun mæta YouTube-stjörnunni og hnefaleikakappanum Paul í Kaseya Center í Miami þann 19. desember næstkomandi. Bardaginn mun samanstanda af átta þriggja mínútna lotum og báðir keppendur munu nota hefðbundna tíu únsu hanska. Hinn 36 ára gamli Joshua vó yfir 113 kíló í síðustu þremur bardögum sínum en verður að vera 111 kílóum fyrir þennan bardaga. AJ given offer he simply couldn't refuse - Bunce https://t.co/fZhZsyyRB3— BBC News (UK) (@BBCNews) November 17, 2025 Bunce sagði samt að bardaginn væri „fáránlegur“ og að hinn 28 ára gamli Bandaríkjamaður Paul væri ekkert annað en „nýliði“, en bætti við að hann skildi fjárhagslega aðdráttaraflið fyrir Joshua, sem er sagður munu þéna fimmtíu milljónir Bandaríkjadala eða meira en 6,3 milljarða íslenskra króna. „Í nóvember síðastliðnum barðist Jake Paul við Mike Tyson og sló næstum heimsmet í áhorfi,“ sagði Bunce við BBC Radio 5 Live. „Það var fáránlegur fjöldi, eitthvað um 300 milljónir manna, sem horfði á mismunandi rásir og þeir fengu greitt eitthvað í líkingu við það í dölum líka. Það er ástæðan fyrir því að þessi bardagi fer fram, höfum það á hreinu. AJ hefur fengið tilboð sem hann gat einfaldlega ekki hafnað og hann hefur samþykkt það,“ sagði Bunce „Ef AJ fær jafn ríkulega borgað og okkur er sagt, og höfum í huga að hann vinnur mikið fyrir samfélagið með stofnun sinni, þá hef ég ekkert á móti því að hann fylli vasana sína,“ sagði Bunce. Bunce sagði að Joshua væri enn í viðræðum um að berjast við landa sinn Tyson Fury, en þetta eru eflaust tveir af síðustu bardögunum Anthony Joshua.Getu- og stærðarmunurinn í þessum bardaga ætti að vera mikill. „AJ verður að minnsta kosti fimmtán 15 sentímetrum hærri og hann verður kannski 25 kílóum þyngri. Hann er ólympíumeistari, munum það – við gleymum oft þeirri staðreynd,“ útskýrði Bunce. „Jake Paul er frábær nýliði. Hann er frábær nýliði í þyngdarflokki fyrir neðan, veltivigt, og það er það sem hann er: nýliði. En hann er nýliði sem töfrar fram þessa fáránlegu bardaga,“ sagði Bunce. Box Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Sjá meira
Joshua er fyrrverandi tvöfaldur heimsmeistari í þungavigt en hann mun mæta YouTube-stjörnunni og hnefaleikakappanum Paul í Kaseya Center í Miami þann 19. desember næstkomandi. Bardaginn mun samanstanda af átta þriggja mínútna lotum og báðir keppendur munu nota hefðbundna tíu únsu hanska. Hinn 36 ára gamli Joshua vó yfir 113 kíló í síðustu þremur bardögum sínum en verður að vera 111 kílóum fyrir þennan bardaga. AJ given offer he simply couldn't refuse - Bunce https://t.co/fZhZsyyRB3— BBC News (UK) (@BBCNews) November 17, 2025 Bunce sagði samt að bardaginn væri „fáránlegur“ og að hinn 28 ára gamli Bandaríkjamaður Paul væri ekkert annað en „nýliði“, en bætti við að hann skildi fjárhagslega aðdráttaraflið fyrir Joshua, sem er sagður munu þéna fimmtíu milljónir Bandaríkjadala eða meira en 6,3 milljarða íslenskra króna. „Í nóvember síðastliðnum barðist Jake Paul við Mike Tyson og sló næstum heimsmet í áhorfi,“ sagði Bunce við BBC Radio 5 Live. „Það var fáránlegur fjöldi, eitthvað um 300 milljónir manna, sem horfði á mismunandi rásir og þeir fengu greitt eitthvað í líkingu við það í dölum líka. Það er ástæðan fyrir því að þessi bardagi fer fram, höfum það á hreinu. AJ hefur fengið tilboð sem hann gat einfaldlega ekki hafnað og hann hefur samþykkt það,“ sagði Bunce „Ef AJ fær jafn ríkulega borgað og okkur er sagt, og höfum í huga að hann vinnur mikið fyrir samfélagið með stofnun sinni, þá hef ég ekkert á móti því að hann fylli vasana sína,“ sagði Bunce. Bunce sagði að Joshua væri enn í viðræðum um að berjast við landa sinn Tyson Fury, en þetta eru eflaust tveir af síðustu bardögunum Anthony Joshua.Getu- og stærðarmunurinn í þessum bardaga ætti að vera mikill. „AJ verður að minnsta kosti fimmtán 15 sentímetrum hærri og hann verður kannski 25 kílóum þyngri. Hann er ólympíumeistari, munum það – við gleymum oft þeirri staðreynd,“ útskýrði Bunce. „Jake Paul er frábær nýliði. Hann er frábær nýliði í þyngdarflokki fyrir neðan, veltivigt, og það er það sem hann er: nýliði. En hann er nýliði sem töfrar fram þessa fáránlegu bardaga,“ sagði Bunce.
Box Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Sjá meira