Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 7. nóvember 2025 17:02 Hæstiréttur Íslands ógilti nýverið úrskurð Persónuverndar í máli sem sneri að Íslenskri erfðagreiningu og aðkomu fyrirtækisins að söfnun og vistun blóðsýna í upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar.Dómurinn varpar ljósi á hversu langt íslensk stjórnvöld og Alþingi gengu við innleiðingu á evrópsku persónuverndarreglugerðinni (GDPR), hversu langt Persónuvernd hefur gengið í túlkun sinni á persónuverndarlögum og hvaða áhrif það hefur á atvinnulíf og nýsköpun hér á landi. Of ströng túlkun hamlar framförum Þessi niðurstaða ætti að verða tilefni til umræðu um hver markmiðin eru hvað varðar persónuvernd og um jafnvægið milli verndar einstaklinga og þess að skapa umhverfi sem styður við nýsköpun og þar með verðmætasköpun. Samtök iðnaðarins hafa ítrekað bent á að of ströng og ósveigjanleg túlkun persónuverndarlaga geti staðið í vegi fyrir rannsóknum og þróun og þar með nýsköpun. Það snýst ekki um að draga úr vernd einstaklinga heldur að tryggja traust og öryggi án þess að kæfa framfarir. Sérstaklega á þetta við í menntatækni. Þar hafa fyrirtæki og skólar lent í því að úrskurðir Persónuverndar, sem síðar hafa verið ógiltir, hafi tafið eða stöðvað verkefni sem miðuðu að því að bæta námsumhverfi og nýta gögn á ábyrgan hátt til að auka gæði menntunar. Þessi óvissa veldur því að mörg fyrirtæki sem þróa tæknilausnir þora ekki að stíga næstu skref, þó svo að tilgangurinn sé góður og gagnavinnslan í raun innan ramma laganna. GDPR í gylltum búning Samtök iðnaðarins gagnrýndu á sínum tíma hvernig staðið var að innleiðingu evrópsku persónuverndarreglugerðarinnar (GDPR) hér á landi. Í ljós hefur komið að gagnrýnin var réttmæt, í íslenskum rétti var gengið lengra í strangri túlkun reglugerðarinnar en þörf var á, með gullhúðun sem hefur gert framkvæmdina stífa og flókna. Þá hefur íslenskum fyrirtækjum reynst erfitt að fá leiðbeiningar frá Persónuvernd um hvernig nauðsynlegt er að búa um hnútana til þess að þau uppfylli þær ströngu kröfur sem löggjöfin setur og Persónuvernd túlkar og beitir sér samkvæmt. Þörf á nýju jafnvægi Ef byggja á framtíð Íslands á þekkingu, þróun og nýsköpun er nauðsynlegt að enduskoða persónuverndarlöggjöfina og hvernig henni er beitt. Reglur sem eiga að vernda okkur mega ekki verða hindrun sem heldur aftur af framförum. Það er kominn tími til að stjórnvöld rýni í hlutverk og framkvæmd Persónuverndar með það að markmiði að tryggja skýra ogsanngjarna framkvæmd sem styður nýsköpun í stað þess að kæfa hana. Hulda Birna er sérfræðingur í mennta- og mannauðsmálum hjá Samtökum iðnaðarins og Nanna Elísa er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Dómsmál Nýsköpun Evrópusambandið EES-samningurinn Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Hæstiréttur Íslands ógilti nýverið úrskurð Persónuverndar í máli sem sneri að Íslenskri erfðagreiningu og aðkomu fyrirtækisins að söfnun og vistun blóðsýna í upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar.Dómurinn varpar ljósi á hversu langt íslensk stjórnvöld og Alþingi gengu við innleiðingu á evrópsku persónuverndarreglugerðinni (GDPR), hversu langt Persónuvernd hefur gengið í túlkun sinni á persónuverndarlögum og hvaða áhrif það hefur á atvinnulíf og nýsköpun hér á landi. Of ströng túlkun hamlar framförum Þessi niðurstaða ætti að verða tilefni til umræðu um hver markmiðin eru hvað varðar persónuvernd og um jafnvægið milli verndar einstaklinga og þess að skapa umhverfi sem styður við nýsköpun og þar með verðmætasköpun. Samtök iðnaðarins hafa ítrekað bent á að of ströng og ósveigjanleg túlkun persónuverndarlaga geti staðið í vegi fyrir rannsóknum og þróun og þar með nýsköpun. Það snýst ekki um að draga úr vernd einstaklinga heldur að tryggja traust og öryggi án þess að kæfa framfarir. Sérstaklega á þetta við í menntatækni. Þar hafa fyrirtæki og skólar lent í því að úrskurðir Persónuverndar, sem síðar hafa verið ógiltir, hafi tafið eða stöðvað verkefni sem miðuðu að því að bæta námsumhverfi og nýta gögn á ábyrgan hátt til að auka gæði menntunar. Þessi óvissa veldur því að mörg fyrirtæki sem þróa tæknilausnir þora ekki að stíga næstu skref, þó svo að tilgangurinn sé góður og gagnavinnslan í raun innan ramma laganna. GDPR í gylltum búning Samtök iðnaðarins gagnrýndu á sínum tíma hvernig staðið var að innleiðingu evrópsku persónuverndarreglugerðarinnar (GDPR) hér á landi. Í ljós hefur komið að gagnrýnin var réttmæt, í íslenskum rétti var gengið lengra í strangri túlkun reglugerðarinnar en þörf var á, með gullhúðun sem hefur gert framkvæmdina stífa og flókna. Þá hefur íslenskum fyrirtækjum reynst erfitt að fá leiðbeiningar frá Persónuvernd um hvernig nauðsynlegt er að búa um hnútana til þess að þau uppfylli þær ströngu kröfur sem löggjöfin setur og Persónuvernd túlkar og beitir sér samkvæmt. Þörf á nýju jafnvægi Ef byggja á framtíð Íslands á þekkingu, þróun og nýsköpun er nauðsynlegt að enduskoða persónuverndarlöggjöfina og hvernig henni er beitt. Reglur sem eiga að vernda okkur mega ekki verða hindrun sem heldur aftur af framförum. Það er kominn tími til að stjórnvöld rýni í hlutverk og framkvæmd Persónuverndar með það að markmiði að tryggja skýra ogsanngjarna framkvæmd sem styður nýsköpun í stað þess að kæfa hana. Hulda Birna er sérfræðingur í mennta- og mannauðsmálum hjá Samtökum iðnaðarins og Nanna Elísa er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun