Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar 8. janúar 2026 07:02 Í vor eru mikilvægar kosningar um framtíð Reykjavíkurborgar og þann 24. janúar fer fram prófkjör hjá Samfylkingunni. Ég heiti Bjarnveig Birta og býð mig fram í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Ég er 33 ára rekstrarstjóri, þriggja barna móðir úr Grafarvogi og sigraði í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks sem fram fór í vetur. Ég er stolt af því að vera efsti fulltrúi á blaði fyrir ungt fólk en hundruð ungmenna greiddu mér atkvæði. Nú stefni ég í borgarstjórn – þar sem ég verð öflugur fulltrúi úthverfanna og ungs fólks. Ég ólst upp í Breiðholti með foreldrum mínum sem voru 16 ára þegar þau áttu mig. Við bjuggum í verkamannabústöðum hjá ömmu minni á meðan foreldrar mínir unnu láglaunastörf og sóttu sér menntun. Ég hef því alltaf gert mér grein fyrir mikilvægi þess að samneyslan sé sterk og að kerfið grípi fólk þegar það þarf á því að halda. Ég ætla að berjast fyrir barnafjölskyldur Sem þriggja barna móðir þekki ég af eigin raun þær áskoranir sem barnafjölskyldur í borginni standa frammi fyrir. Á íbúðamarkaði, í leikskólum og í brasinu frá degi til dags. Ég veit hvað þarf til að auðvelda daglega lífið og ég ætla að berjast fyrir barnafjölskyldur í borgarstjórn. Byggjum meira og hraðar. Sköpum rétta hvata fyrir verktaka og tryggjum fjölbreytt framboð af húsnæði svo að barnafjölskyldur geti komið þaki yfir höfuðið og stækkað við sig þegar þörf er á. Við fjölskyldan búum til að mynda fimm í 77 fermetrum. Bilið milli fæðingarorlofs og leikskólavistar er óviðunandi fyrir foreldra, sérstaklega þá sem þurfa að vinna mikið og eru með minna milli handanna. Bætum starfsaðstæður í skólunum okkar, lögfestum leikskólastigið og stöndum með foreldrum. Horfumst í augu við áskoranir foreldra í daglega lífinu. Tökum ábyrgð á umferðinni með því að ráðast í Sundabraut og hraða Borgarlínu. Styrkjum íþróttafélögin svo þau geti boðið foreldrum ódýrari tómstundir fyrir börnin. Betri rekstur og skýr forgangsröðun Sem rekstrarstjóri hjá nýsköpunarfyrirtækinu Tulipop hef ég reynslu af því að passa upp á hverja krónu og velta við öllum steinum í rekstrinum. Tulipop er nýsköpunarfyrirtæki sem framleiðir hágæðaefni fyrir börn á íslensku. Ég veit hvað þarf til að láta dæmið ganga upp. Það er ekki hægt að fara í öll verkefni, markaðsherferðir og vöruþróanir. Verum óhrædd við að forgangsraða verkefnum eftir mikilvægi. Á sama tíma þarf að tryggja að forgangsröðun skili árangri með því að auka eftirlit með framgangi mála. Fjármagnið á að nýtast þar sem það raunverulega hefur áhrif. Hjá borginni eru ferlar orðnir flóknir og skriffinnska mikil. Það verður að vinda ofan af þessari þróun í þágu skilvirkni og velferðar borgarbúa. Þá þarf að endurskoða tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Það er mikilvægt að Reykjavík geti staðið undir nauðsynlegri þjónustu við borgarbúa og líka tryggt sjálfbæran rekstur. Í góðri samvinnu við ríkið mætti styrkja fjárhag borgarinnar. Ég elska úthverfin okkar Sem Breiðhyltingur sem býr núna í Grafarvogi þá get ég með sanni sagt að ég elska úthverfin okkar. Og ég vil beita mér fyrir því að Samfylkingin verði sterk í öllum hverfum borgarinnar og vinni að því að gera þau líflegri og eftirsóknarverðari. Styrkjum hverfin með því að bæta grænu svæðin með leikvöllum og gróðri og efla þjónustu í nærumhverfi. Sköpum hvata til að hefja fjölbreyttan rekstur inni í hverfunum. Lyftum sérkennum hverfanna og menningu. Einföldum lífið í úthverfunum með því að fjölga leiðum Strætó og gera hann ókeypis fyrir börn undir 18 ára. Samfylking til sigurs í vor Samfylkingin getur unnið glæsilegan sigur í borgarstjórnarkosningum vor. Jafnaðarstefnan stendur fyrir sínu og margt hefur gengið vel. En við þurfum ný augu, skýra forgangsröðun og fólk sem þekkir vandamálin af eigin raun. Ég býð fram krafta mína til að gera góða borg enn betri. Ég hvet alla til að skrá sig í Samfylkinguna og kjósa í prófkjörinu 24. janúar. Ég óska eftir þínum stuðningi í 3. sæti. Kjósum Birtu í borgina! Höfundur er frambjóðandi í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Í vor eru mikilvægar kosningar um framtíð Reykjavíkurborgar og þann 24. janúar fer fram prófkjör hjá Samfylkingunni. Ég heiti Bjarnveig Birta og býð mig fram í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Ég er 33 ára rekstrarstjóri, þriggja barna móðir úr Grafarvogi og sigraði í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks sem fram fór í vetur. Ég er stolt af því að vera efsti fulltrúi á blaði fyrir ungt fólk en hundruð ungmenna greiddu mér atkvæði. Nú stefni ég í borgarstjórn – þar sem ég verð öflugur fulltrúi úthverfanna og ungs fólks. Ég ólst upp í Breiðholti með foreldrum mínum sem voru 16 ára þegar þau áttu mig. Við bjuggum í verkamannabústöðum hjá ömmu minni á meðan foreldrar mínir unnu láglaunastörf og sóttu sér menntun. Ég hef því alltaf gert mér grein fyrir mikilvægi þess að samneyslan sé sterk og að kerfið grípi fólk þegar það þarf á því að halda. Ég ætla að berjast fyrir barnafjölskyldur Sem þriggja barna móðir þekki ég af eigin raun þær áskoranir sem barnafjölskyldur í borginni standa frammi fyrir. Á íbúðamarkaði, í leikskólum og í brasinu frá degi til dags. Ég veit hvað þarf til að auðvelda daglega lífið og ég ætla að berjast fyrir barnafjölskyldur í borgarstjórn. Byggjum meira og hraðar. Sköpum rétta hvata fyrir verktaka og tryggjum fjölbreytt framboð af húsnæði svo að barnafjölskyldur geti komið þaki yfir höfuðið og stækkað við sig þegar þörf er á. Við fjölskyldan búum til að mynda fimm í 77 fermetrum. Bilið milli fæðingarorlofs og leikskólavistar er óviðunandi fyrir foreldra, sérstaklega þá sem þurfa að vinna mikið og eru með minna milli handanna. Bætum starfsaðstæður í skólunum okkar, lögfestum leikskólastigið og stöndum með foreldrum. Horfumst í augu við áskoranir foreldra í daglega lífinu. Tökum ábyrgð á umferðinni með því að ráðast í Sundabraut og hraða Borgarlínu. Styrkjum íþróttafélögin svo þau geti boðið foreldrum ódýrari tómstundir fyrir börnin. Betri rekstur og skýr forgangsröðun Sem rekstrarstjóri hjá nýsköpunarfyrirtækinu Tulipop hef ég reynslu af því að passa upp á hverja krónu og velta við öllum steinum í rekstrinum. Tulipop er nýsköpunarfyrirtæki sem framleiðir hágæðaefni fyrir börn á íslensku. Ég veit hvað þarf til að láta dæmið ganga upp. Það er ekki hægt að fara í öll verkefni, markaðsherferðir og vöruþróanir. Verum óhrædd við að forgangsraða verkefnum eftir mikilvægi. Á sama tíma þarf að tryggja að forgangsröðun skili árangri með því að auka eftirlit með framgangi mála. Fjármagnið á að nýtast þar sem það raunverulega hefur áhrif. Hjá borginni eru ferlar orðnir flóknir og skriffinnska mikil. Það verður að vinda ofan af þessari þróun í þágu skilvirkni og velferðar borgarbúa. Þá þarf að endurskoða tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Það er mikilvægt að Reykjavík geti staðið undir nauðsynlegri þjónustu við borgarbúa og líka tryggt sjálfbæran rekstur. Í góðri samvinnu við ríkið mætti styrkja fjárhag borgarinnar. Ég elska úthverfin okkar Sem Breiðhyltingur sem býr núna í Grafarvogi þá get ég með sanni sagt að ég elska úthverfin okkar. Og ég vil beita mér fyrir því að Samfylkingin verði sterk í öllum hverfum borgarinnar og vinni að því að gera þau líflegri og eftirsóknarverðari. Styrkjum hverfin með því að bæta grænu svæðin með leikvöllum og gróðri og efla þjónustu í nærumhverfi. Sköpum hvata til að hefja fjölbreyttan rekstur inni í hverfunum. Lyftum sérkennum hverfanna og menningu. Einföldum lífið í úthverfunum með því að fjölga leiðum Strætó og gera hann ókeypis fyrir börn undir 18 ára. Samfylking til sigurs í vor Samfylkingin getur unnið glæsilegan sigur í borgarstjórnarkosningum vor. Jafnaðarstefnan stendur fyrir sínu og margt hefur gengið vel. En við þurfum ný augu, skýra forgangsröðun og fólk sem þekkir vandamálin af eigin raun. Ég býð fram krafta mína til að gera góða borg enn betri. Ég hvet alla til að skrá sig í Samfylkinguna og kjósa í prófkjörinu 24. janúar. Ég óska eftir þínum stuðningi í 3. sæti. Kjósum Birtu í borgina! Höfundur er frambjóðandi í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun