Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 8. janúar 2026 10:47 Ísland er áratugum á eftir hinum Norðurlöndunum þegar kemur að stuðningi við barnafjölskyldur með leikskóla eða dagvistun að loknu fæðingarorlofi. Mörg sveitarfélög hafa ekki tryggt úrræði fyrir börn, og foreldrar, oftast mæður, standa frammi fyrir mánuðum eða jafnvel heilu ári þar sem þau hafa ekki aðgang að vistun. Því neyðast foreldrar til að taka launalaust leyfi, draga úr starfshlutfalli eða leita annarra afar dýrra lausna ef þær eru yfirleitt í boði. Þetta hefur áhrif á tekjur, lífeyrisréttindi og stöðu viðkomandi á vinnumarkaði og viðheldur kynbundnu misrétti. Auk þess hefur þetta áhrif á vinnumarkaðinn þegar mikilvægt starfsfólk getur ekki snúið aftur til starfa eftir fæðingarorlof. Ný skýrsla aðgerðarhóps um brúun umönnunarbilsins dregur skýrt fram þessa stöðu og leggur til aðgerðir sem gætu markað tímamót í fjölskyldu- og jafnréttismálum á Íslandi verði þær að veruleika. Ein megintillagan er að rekstur leikskóla verði lögbundið hlutverk sveitarfélaga og að börn eigi rétt á leikskólavist að loknu fæðingarorlofi. Samhliða því verði teknar upp viðræður um uppbyggingu, kostnaðarskiptingu og tekjustofna og samkomulag gert milli ríkis og sveitarfélaga um verkaskiptingu við að brúa umönnunarbilið. Slík lögfesting myndi færa ábyrgðina af herðum foreldra og yfir til hins opinbera. Þetta kann að hljóma sem lítilvægt atriði en þetta yrði grundvallarbreyting á leikskólakerfinu. Í dag stjórnast aðgengi að leikskóla eftir fæðingarorlof af því hvar foreldrar búa eða fjárhag þeirra. Sum staðar er búið að brúa bilið en í mörgum fjölmennum sveitarfélögum hefur bilið verið rúmlega ár. Í velferðarsamfélagi ætti að vera sjálfsagt að öll börn búi við jafnt aðgengi að leikskóla eftir fæðingarorlof óháð því hvar þau búa. Enda sýnir nýleg könnun á vegum Prósent að afgerandi meirihluti landsmanna vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar. Þó er engu að síður skýrt í skýrslunni að brúun umönnunarbilsins verði ekki að veruleika nema leikskólastigið verði styrkt verulega. Aðgerðarhópurinn leggur m.a. til áframhaldandi átaks í menntun leikskólakennara og aðgerðir til að bæta kjör og starfsumhverfi starfsfólks. Í ljósi þeirra neikvæðu áhrifa og kostnaðar sem skapast af umönnunarbilinu á fjölskyldur, vinnumarkað, jöfnuð og jafnrétti er stórmerkilegt að málið hafi ekki verið tekið heildstætt til umræðu og tryggt að börn hafi sama rétt til leikskólapláss alls staðar á landinu. Nú er boltinn hjá ríkisstjórninni og sveitarfélögunum, sem þurfa að taka höndum saman og hrinda í framkvæmd breytingum samkvæmt tillögum aðgerðahópsins - og taka þannig eitt stærsta skref síðari ára í átt að auknum jöfnuði og jafnrétti. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Leikskólar Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ísland er áratugum á eftir hinum Norðurlöndunum þegar kemur að stuðningi við barnafjölskyldur með leikskóla eða dagvistun að loknu fæðingarorlofi. Mörg sveitarfélög hafa ekki tryggt úrræði fyrir börn, og foreldrar, oftast mæður, standa frammi fyrir mánuðum eða jafnvel heilu ári þar sem þau hafa ekki aðgang að vistun. Því neyðast foreldrar til að taka launalaust leyfi, draga úr starfshlutfalli eða leita annarra afar dýrra lausna ef þær eru yfirleitt í boði. Þetta hefur áhrif á tekjur, lífeyrisréttindi og stöðu viðkomandi á vinnumarkaði og viðheldur kynbundnu misrétti. Auk þess hefur þetta áhrif á vinnumarkaðinn þegar mikilvægt starfsfólk getur ekki snúið aftur til starfa eftir fæðingarorlof. Ný skýrsla aðgerðarhóps um brúun umönnunarbilsins dregur skýrt fram þessa stöðu og leggur til aðgerðir sem gætu markað tímamót í fjölskyldu- og jafnréttismálum á Íslandi verði þær að veruleika. Ein megintillagan er að rekstur leikskóla verði lögbundið hlutverk sveitarfélaga og að börn eigi rétt á leikskólavist að loknu fæðingarorlofi. Samhliða því verði teknar upp viðræður um uppbyggingu, kostnaðarskiptingu og tekjustofna og samkomulag gert milli ríkis og sveitarfélaga um verkaskiptingu við að brúa umönnunarbilið. Slík lögfesting myndi færa ábyrgðina af herðum foreldra og yfir til hins opinbera. Þetta kann að hljóma sem lítilvægt atriði en þetta yrði grundvallarbreyting á leikskólakerfinu. Í dag stjórnast aðgengi að leikskóla eftir fæðingarorlof af því hvar foreldrar búa eða fjárhag þeirra. Sum staðar er búið að brúa bilið en í mörgum fjölmennum sveitarfélögum hefur bilið verið rúmlega ár. Í velferðarsamfélagi ætti að vera sjálfsagt að öll börn búi við jafnt aðgengi að leikskóla eftir fæðingarorlof óháð því hvar þau búa. Enda sýnir nýleg könnun á vegum Prósent að afgerandi meirihluti landsmanna vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar. Þó er engu að síður skýrt í skýrslunni að brúun umönnunarbilsins verði ekki að veruleika nema leikskólastigið verði styrkt verulega. Aðgerðarhópurinn leggur m.a. til áframhaldandi átaks í menntun leikskólakennara og aðgerðir til að bæta kjör og starfsumhverfi starfsfólks. Í ljósi þeirra neikvæðu áhrifa og kostnaðar sem skapast af umönnunarbilinu á fjölskyldur, vinnumarkað, jöfnuð og jafnrétti er stórmerkilegt að málið hafi ekki verið tekið heildstætt til umræðu og tryggt að börn hafi sama rétt til leikskólapláss alls staðar á landinu. Nú er boltinn hjá ríkisstjórninni og sveitarfélögunum, sem þurfa að taka höndum saman og hrinda í framkvæmd breytingum samkvæmt tillögum aðgerðahópsins - og taka þannig eitt stærsta skref síðari ára í átt að auknum jöfnuði og jafnrétti. Höfundur er formaður BSRB.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun