Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar 7. janúar 2026 07:33 Árið er 2026. Þetta er árið sem ég óska þess heitt og innilega að við jörðum útlitsdýrkun, megrunartal, fitufordóma og þá hugmynd að nota hreyfingu sem refsingu eða útlitsmótunartól. Staðan er sú að í dag lifum við í heimi samfélagsmiðla þar sem við erum stöðugt mötuð af alls kyns upplýsingum — mörgum jákvæðum, en allt of mörgum neikvæðum og beinlínis heilsuskaðandi. Börnin okkar eru einnig á góðri leið með að alast upp við síendurtekin neikvæð skilaboð, og við sem erum fullorðin berum ábyrgð. Við berum ábyrgð á því að börnin okkar þurfi ekki að fara í gegnum sama megrunar- og útlitsáróður og við höfum þurft að þola. Ég hélt í alvörunni að við værum á góðri leið með að útrýma þessu, en í staðinn virðist vera að verða veruleg afturför í þessum málefnum. Þess vegna finnst mér þörfin fyrir brýningu nú meiri en nokkru sinni fyrr. Í ljósi þess vitum við meðal annars að: Útlit annarra kemur okkur ekki við. Við erum eins misjöfn og við erum mörg og eigum ekki öll að líta eins út. Sama hversu líkur lífsstíllinn okkar er verðum við aldrei öll eins — því enginn er eins, sem betur fer. Heilsa hefur ekki eitt ákveðið útlit. Hún ræðst af fjölmörgum þáttum, bæði líkamlegum, andlegum og félagslegum. Hefðbundin megrun skilar yfirleitt ekki fyrirsjáanlegum eða varanlegum árangri og getur haft neikvæð áhrif á samband fólks við mat, líkama og sjálfsmynd. Heilbrigt samband við mat og hreyfingu er hins vegar heilsueflandi. Að nota hreyfingu sem refsingu eða sem leið til að „bæta upp fyrir“ mat stuðlar sjaldnast að jákvæðu eða varanlegu sambandi við hreyfingu. Að nota hreyfingu einungis sem tól til að breyta líkamanum sínum er heldur ekki líklegt til að gera hana að einhverju sem við stundum ævilangt. Fitufordómar eru ekki væntumþykja né hvatning til betri heilsu. Við vitum í dag að líkamsþyngd og sjúkdómurinn offita eru flókin fyrirbæri sem mótast af mun fleiri þáttum en einfaldlega því að borða minna og hreyfa sig meira. Útlit annarra kemur okkur ekki við. Það sem við þurfum á að halda — og síðast en ekki síst það sem börnin okkar þurfa að alast upp við — er sú sýn að hreyfing sé heilsueflandi. Við stundum hreyfingu til að verða sterk, líða vel, hafa meiri orku, byggja upp traust á eigin líkama og geta gert þá hluti sem okkur langar til að gera, ævilangt. Við borðum næringarríkan og góðan mat til að efla heilsuna, styðja við líkamann, hafa orku, sofa vel og geta lifað lífinu með úrvals orku á tankinum. Við gerum okkur grein fyrir því að fólk er mismunandi og á að vera ólíkt. Útlit fólks, breytingar á líkamsþyngd eða líkamsformi koma okkur ekki við og eru ekki okkar að gera athugasemdir við. Getum við gert þetta saman? Höfundur er íþróttafræðingur og þjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Árið er 2026. Þetta er árið sem ég óska þess heitt og innilega að við jörðum útlitsdýrkun, megrunartal, fitufordóma og þá hugmynd að nota hreyfingu sem refsingu eða útlitsmótunartól. Staðan er sú að í dag lifum við í heimi samfélagsmiðla þar sem við erum stöðugt mötuð af alls kyns upplýsingum — mörgum jákvæðum, en allt of mörgum neikvæðum og beinlínis heilsuskaðandi. Börnin okkar eru einnig á góðri leið með að alast upp við síendurtekin neikvæð skilaboð, og við sem erum fullorðin berum ábyrgð. Við berum ábyrgð á því að börnin okkar þurfi ekki að fara í gegnum sama megrunar- og útlitsáróður og við höfum þurft að þola. Ég hélt í alvörunni að við værum á góðri leið með að útrýma þessu, en í staðinn virðist vera að verða veruleg afturför í þessum málefnum. Þess vegna finnst mér þörfin fyrir brýningu nú meiri en nokkru sinni fyrr. Í ljósi þess vitum við meðal annars að: Útlit annarra kemur okkur ekki við. Við erum eins misjöfn og við erum mörg og eigum ekki öll að líta eins út. Sama hversu líkur lífsstíllinn okkar er verðum við aldrei öll eins — því enginn er eins, sem betur fer. Heilsa hefur ekki eitt ákveðið útlit. Hún ræðst af fjölmörgum þáttum, bæði líkamlegum, andlegum og félagslegum. Hefðbundin megrun skilar yfirleitt ekki fyrirsjáanlegum eða varanlegum árangri og getur haft neikvæð áhrif á samband fólks við mat, líkama og sjálfsmynd. Heilbrigt samband við mat og hreyfingu er hins vegar heilsueflandi. Að nota hreyfingu sem refsingu eða sem leið til að „bæta upp fyrir“ mat stuðlar sjaldnast að jákvæðu eða varanlegu sambandi við hreyfingu. Að nota hreyfingu einungis sem tól til að breyta líkamanum sínum er heldur ekki líklegt til að gera hana að einhverju sem við stundum ævilangt. Fitufordómar eru ekki væntumþykja né hvatning til betri heilsu. Við vitum í dag að líkamsþyngd og sjúkdómurinn offita eru flókin fyrirbæri sem mótast af mun fleiri þáttum en einfaldlega því að borða minna og hreyfa sig meira. Útlit annarra kemur okkur ekki við. Það sem við þurfum á að halda — og síðast en ekki síst það sem börnin okkar þurfa að alast upp við — er sú sýn að hreyfing sé heilsueflandi. Við stundum hreyfingu til að verða sterk, líða vel, hafa meiri orku, byggja upp traust á eigin líkama og geta gert þá hluti sem okkur langar til að gera, ævilangt. Við borðum næringarríkan og góðan mat til að efla heilsuna, styðja við líkamann, hafa orku, sofa vel og geta lifað lífinu með úrvals orku á tankinum. Við gerum okkur grein fyrir því að fólk er mismunandi og á að vera ólíkt. Útlit fólks, breytingar á líkamsþyngd eða líkamsformi koma okkur ekki við og eru ekki okkar að gera athugasemdir við. Getum við gert þetta saman? Höfundur er íþróttafræðingur og þjálfari.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun