Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar 7. janúar 2026 21:01 Heimurinn hefur breyst. Vægi alþjóðalaga og fjölþjóðastofnana hefur veikst og sá heimur sem við blasir er síst af öllu betri fyrir smærri þjóðir. Ef fullkomin virðing væri borin fyrir alþjóðalögum þyrfti varla nokkur þjóð að huga að eigin vörnum. Smærri ríki þyrftu ekki að óttast að fullveldi þeirra yrði skert með valdi. En í heimi þar sem alþjóðalög eru látin mæta afgangi og fullveldi þjóða er ekki virt, þar eykst óöryggið sannarlega. Samvinna besta vörnin En við getum samt alltaf haft áhrif á okkar örlög. Öryggi smærri ríkja hvílir ekki á alþjóðalögum einum saman – og hefur reyndar aldrei gert í tilfelli Íslands. Öll lönd, sem ekki teljast til stórvelda, geta tryggt pólitískt, efnahagslegt og hernaðarlegt öryggi sitt með virkri þátttöku í bandalögum með öðrum þjóðum. Tvö mikilvægustu pólitísku bandalög vestrænna ríkja eru NATO og Evrópusambandið. Ísland er aðili að NATO, sem er lykilbandalag þjóða báðum megin Atlantshafsins um sameiginlegar varnir. Vera okkar þar snýst þó ekki aðeins um hernaðarlegt öryggi, heldur einnig um aðild að því pólitíska bandalagi líkt-þenkjandi þjóða sem NATO er. Við eigum heima við borðið Ísland starfar náið með Evrópusambandinu, bæði í gegnum EES-samninginn og með þátttöku í samstarfi um löggæslu og landamæri. Við erum hins vegar enn utan við það mikilvæga pólitíska bandalag sem sambandið sjálft er. Þegar mynd birtist af forsætisráðherrum hinna fjögurra Norðurlandanna við kvöldverðarborð, án þess að fulltrúi Íslands væri viðstaddur var það gagnrýnt. Fólki fannst við eiga heima við þetta borð. En á sama hátt má benda á að í hverri viku og í hverjum mánuði hittast leiðtogar Evrópuríkja innan vébanda ESB og ræða sín sameiginlegu hagsmuna- og öryggismál án okkar þátttöku. Það er tímabært að breyta því. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Heimurinn hefur breyst. Vægi alþjóðalaga og fjölþjóðastofnana hefur veikst og sá heimur sem við blasir er síst af öllu betri fyrir smærri þjóðir. Ef fullkomin virðing væri borin fyrir alþjóðalögum þyrfti varla nokkur þjóð að huga að eigin vörnum. Smærri ríki þyrftu ekki að óttast að fullveldi þeirra yrði skert með valdi. En í heimi þar sem alþjóðalög eru látin mæta afgangi og fullveldi þjóða er ekki virt, þar eykst óöryggið sannarlega. Samvinna besta vörnin En við getum samt alltaf haft áhrif á okkar örlög. Öryggi smærri ríkja hvílir ekki á alþjóðalögum einum saman – og hefur reyndar aldrei gert í tilfelli Íslands. Öll lönd, sem ekki teljast til stórvelda, geta tryggt pólitískt, efnahagslegt og hernaðarlegt öryggi sitt með virkri þátttöku í bandalögum með öðrum þjóðum. Tvö mikilvægustu pólitísku bandalög vestrænna ríkja eru NATO og Evrópusambandið. Ísland er aðili að NATO, sem er lykilbandalag þjóða báðum megin Atlantshafsins um sameiginlegar varnir. Vera okkar þar snýst þó ekki aðeins um hernaðarlegt öryggi, heldur einnig um aðild að því pólitíska bandalagi líkt-þenkjandi þjóða sem NATO er. Við eigum heima við borðið Ísland starfar náið með Evrópusambandinu, bæði í gegnum EES-samninginn og með þátttöku í samstarfi um löggæslu og landamæri. Við erum hins vegar enn utan við það mikilvæga pólitíska bandalag sem sambandið sjálft er. Þegar mynd birtist af forsætisráðherrum hinna fjögurra Norðurlandanna við kvöldverðarborð, án þess að fulltrúi Íslands væri viðstaddur var það gagnrýnt. Fólki fannst við eiga heima við þetta borð. En á sama hátt má benda á að í hverri viku og í hverjum mánuði hittast leiðtogar Evrópuríkja innan vébanda ESB og ræða sín sameiginlegu hagsmuna- og öryggismál án okkar þátttöku. Það er tímabært að breyta því. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun