Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson og Kolbeinn H. Stefánsson skrifa 8. janúar 2026 12:30 Hugtakið sjálfbærni er oftast notað yfir auðlindir náttúrunnar. En sjálfbærni snýst líka um fólkið sem býr í landinu, um samfélagsgerðina, heilsu og vellíðan og hvernig við búum að og nýtum mannauðinn sem við eigum. Ein áskorunin og jafnframt tækifæri samtímans, felst í því hvernig við mætum hækkandi meðalaldri þjóðarinnar og tryggjum að eldra fólk geti áfram verið virkir þátttakendur í samfélaginu, og þá ekki síður á atvinnumarkaðinum. Reynslan er dýrmæt auðlind Það er algengur misskilningur að starfskraftar fólks rýrni sjálfkrafa við ákveðinn aldur. Þvert á móti, þá býr eldra fólk yfir dýrmætri reynslu, yfirsýn og vinnusiðferði sem getur sem dæmi verið mikilvægt fyrir atvinnulífið. Sjálfbært samfélag kallar á skipulag þar sem rými er fyrir ólík hlutverk og ólíka þátttöku fólks á öllum æviskeiðum. Slíkt getur gerst með sveigjanleika og starfsumhverfi þar sem unnið er markvisst gegn aldursfordómum. Þannig má hindra félagslega einangrun og það efnahagslega tap sem hlýst af því þegar fólk þarf að fara of snemma út af vinnumarkaði.„Vinnan, fjölskyldan og skyldur móta líf eldra fólks á mjög ólíkan hátt þvert á Evrópu. Þar sem umönnun er á ábyrgð hins opinbera hefur fólk meira rými til að viðhalda heilsu sinni, starfsgleði og virkni; þar sem umönnun hvílir hins vegar sem skylda innan fjölskyldna eykst hættan á kulnun eða starfslokum. Skilningur á þessum kerfislægu og menningarlegu þáttum er lykilatriði þegar huga þarf að lengri og heilbrigðari starfsævi.“ (Ieva Reine, rannsakandi við Háskólann í Uppsölum)Virkni er lykill að vellíðan Rannsóknir sýna að áframhaldandi þátttaka til dæmis í atvinnulífinu eða sjálfboðaliðastarfi hefur áhrif á andlega og líkamlega heilsu eldra fólks. Þegar fólki finnst það hafa hlutverk og tilgang, eykst lífshamingjan. Þetta er ekki spurning um að allir verði að vinna fram á tíræðisaldur, heldur spurning um raunverulegt valfrelsi. Það þarf að efla þau kerfi sem hvetja fólk til þátttöku - í stað þess að letja eða refsa með flóknum reglum eða skertum kjörum.Málþing um framtíðina Hvernig tryggjum við að íslenskt samfélag verði leiðandi í að virkja krafta eldra fólks? Hvernig getum við skipulagt og stutt við atvinnulíf sem er sjálfbært fyrir allar kynslóðir?Umræðan er mikilvæg og um þessi mál verður fjallað á málþingi um atvinnu og starfslok eldra fólks sem haldið verður í Norræna húsinu 14. janúar næstkomandi og íMenningarhúsinu Hofi 16. janúar (nánar hér). Þar munu innlendir og erlendir sérfræðingar deila þekkingu sinni og þeir sem hafa áhuga á samfélagsmálum geta komið til að fræðast og ræða málin.Hækkandi aldur þjóðarinnar þarf ekki að líta á sem byrði, heldur sem tækifæri til að nýta þann reynslubrunn sem eldra fólk býr að. Á því veltur sjálfbærni samfélagsins, að allir fái að njóta sín – óháð fæðingarári.Höfundar eru prófessor og dósent og starfa báðir við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Eldri borgarar Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Hugtakið sjálfbærni er oftast notað yfir auðlindir náttúrunnar. En sjálfbærni snýst líka um fólkið sem býr í landinu, um samfélagsgerðina, heilsu og vellíðan og hvernig við búum að og nýtum mannauðinn sem við eigum. Ein áskorunin og jafnframt tækifæri samtímans, felst í því hvernig við mætum hækkandi meðalaldri þjóðarinnar og tryggjum að eldra fólk geti áfram verið virkir þátttakendur í samfélaginu, og þá ekki síður á atvinnumarkaðinum. Reynslan er dýrmæt auðlind Það er algengur misskilningur að starfskraftar fólks rýrni sjálfkrafa við ákveðinn aldur. Þvert á móti, þá býr eldra fólk yfir dýrmætri reynslu, yfirsýn og vinnusiðferði sem getur sem dæmi verið mikilvægt fyrir atvinnulífið. Sjálfbært samfélag kallar á skipulag þar sem rými er fyrir ólík hlutverk og ólíka þátttöku fólks á öllum æviskeiðum. Slíkt getur gerst með sveigjanleika og starfsumhverfi þar sem unnið er markvisst gegn aldursfordómum. Þannig má hindra félagslega einangrun og það efnahagslega tap sem hlýst af því þegar fólk þarf að fara of snemma út af vinnumarkaði.„Vinnan, fjölskyldan og skyldur móta líf eldra fólks á mjög ólíkan hátt þvert á Evrópu. Þar sem umönnun er á ábyrgð hins opinbera hefur fólk meira rými til að viðhalda heilsu sinni, starfsgleði og virkni; þar sem umönnun hvílir hins vegar sem skylda innan fjölskyldna eykst hættan á kulnun eða starfslokum. Skilningur á þessum kerfislægu og menningarlegu þáttum er lykilatriði þegar huga þarf að lengri og heilbrigðari starfsævi.“ (Ieva Reine, rannsakandi við Háskólann í Uppsölum)Virkni er lykill að vellíðan Rannsóknir sýna að áframhaldandi þátttaka til dæmis í atvinnulífinu eða sjálfboðaliðastarfi hefur áhrif á andlega og líkamlega heilsu eldra fólks. Þegar fólki finnst það hafa hlutverk og tilgang, eykst lífshamingjan. Þetta er ekki spurning um að allir verði að vinna fram á tíræðisaldur, heldur spurning um raunverulegt valfrelsi. Það þarf að efla þau kerfi sem hvetja fólk til þátttöku - í stað þess að letja eða refsa með flóknum reglum eða skertum kjörum.Málþing um framtíðina Hvernig tryggjum við að íslenskt samfélag verði leiðandi í að virkja krafta eldra fólks? Hvernig getum við skipulagt og stutt við atvinnulíf sem er sjálfbært fyrir allar kynslóðir?Umræðan er mikilvæg og um þessi mál verður fjallað á málþingi um atvinnu og starfslok eldra fólks sem haldið verður í Norræna húsinu 14. janúar næstkomandi og íMenningarhúsinu Hofi 16. janúar (nánar hér). Þar munu innlendir og erlendir sérfræðingar deila þekkingu sinni og þeir sem hafa áhuga á samfélagsmálum geta komið til að fræðast og ræða málin.Hækkandi aldur þjóðarinnar þarf ekki að líta á sem byrði, heldur sem tækifæri til að nýta þann reynslubrunn sem eldra fólk býr að. Á því veltur sjálfbærni samfélagsins, að allir fái að njóta sín – óháð fæðingarári.Höfundar eru prófessor og dósent og starfa báðir við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun