Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar 7. janúar 2026 13:30 Í áratugi hefur Reykjanesbrautin klofið Hafnarfjörð í tvennt. Á hverjum morgni horfa íbúar í Setbergi og Suðurbæ á eftir dýrmætum tíma í biðröðum sem virðast engan endi ætla að taka. Staðreyndin er sú að íbúar bæjarins búa við verulegar tafir vegna gegnumumferðar sem er bílastraumur sem á ekkert erindi inn í bæinn heldur keyrir aðeins í gegnum hann á leið sinni annað. Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs í dag var umferðargreining Reykjanesbrautar við Lækjargötu tekin til umræðu að nýju. Niðurstaðan er skýr: Ráðið gerir kröfu um að farið verði í ljósastýringu (metering) við hringtorgið á mótum Reykjanesbrautar og Lækjargötu til reynslu strax. Þessi krafa er ekki tilkomin fyrir tilviljun, heldur er hún niðurstaða margra ára vinnu og eftirfylgni þar sem við höfum lagt áherslu á að finna raunhæfar leiðir til úrbóta fyrir íbúa. Í þessu hagsmunamáli ríkir algjör pólitísk samstaða og standa allir fulltrúar í ráðinu þétt saman í þessari kröfu. Tölurnar sýna alvarleika málsins Nýjustu greiningar verkfæðistofunnar COWI og Vegagerðarinnar frá 2025 staðfesta þá þungu stöðu sem íbúar þekkja af eigin raun. Reykjanesbrautin klýfur bæinn og hamlar eðlilegu flæði innanbæjar. Gögn staðfesta að yfir 36.000 ökutæki fara um þennan kafla daglega, en meirihlutinn er gegnumumferð sem tefur verulega fyrir íbúum í Setbergi og við Lækjargötu. Á álagstímum árdegis eru biðraðirnar sláandi: Lækjargata: Meðalbiðröðin er um 959 metrar. Hlíðarberg: Meðalbiðröðin er um 912 metrar. Þetta ástand er óþolandi fyrir íbúa og hrekur umferð inn í íbúðahverfi og um Flóttamannaveg, en tafir á Reykjanesbrautinni valda nú þegar auknu álagi þar. Nauðsynleg bráðabirgðalausn Krafist er ljósastýringar við hringtorgið sem fyrst, en hún myndi stytta biðraðir á hliðargötum úr ríflega 900 metrum í 60 metra. Þetta er nauðsynleg bráðabirgðalausn þar til framtíðarlausn Reykjanesbrautar fer í framkvæmd, hvort sem það verða göng eða önnur útfærsla, samkvæmt samgöngusáttmála. Varanleg lausn samkvæmt er á áætlun í Samgöngusáttmála Höfuðborgarsvæðisins og fagna ég því að ábatagreining á þeim kostum sé á lokametrunum. Hins vegar geta íbúar ekki beðið án úrbóta fram að því. Við ætlum að halda þrýstingnum á Vegagerðina þar til þessi hnútur hefur verið leystur. Hafnarfjörður á ekki að vera biðstofa fyrir gegnumumferð og það er kominn tími til að forgangsraða fólkinu sem hér býr. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Umferð Garðabær Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Í áratugi hefur Reykjanesbrautin klofið Hafnarfjörð í tvennt. Á hverjum morgni horfa íbúar í Setbergi og Suðurbæ á eftir dýrmætum tíma í biðröðum sem virðast engan endi ætla að taka. Staðreyndin er sú að íbúar bæjarins búa við verulegar tafir vegna gegnumumferðar sem er bílastraumur sem á ekkert erindi inn í bæinn heldur keyrir aðeins í gegnum hann á leið sinni annað. Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs í dag var umferðargreining Reykjanesbrautar við Lækjargötu tekin til umræðu að nýju. Niðurstaðan er skýr: Ráðið gerir kröfu um að farið verði í ljósastýringu (metering) við hringtorgið á mótum Reykjanesbrautar og Lækjargötu til reynslu strax. Þessi krafa er ekki tilkomin fyrir tilviljun, heldur er hún niðurstaða margra ára vinnu og eftirfylgni þar sem við höfum lagt áherslu á að finna raunhæfar leiðir til úrbóta fyrir íbúa. Í þessu hagsmunamáli ríkir algjör pólitísk samstaða og standa allir fulltrúar í ráðinu þétt saman í þessari kröfu. Tölurnar sýna alvarleika málsins Nýjustu greiningar verkfæðistofunnar COWI og Vegagerðarinnar frá 2025 staðfesta þá þungu stöðu sem íbúar þekkja af eigin raun. Reykjanesbrautin klýfur bæinn og hamlar eðlilegu flæði innanbæjar. Gögn staðfesta að yfir 36.000 ökutæki fara um þennan kafla daglega, en meirihlutinn er gegnumumferð sem tefur verulega fyrir íbúum í Setbergi og við Lækjargötu. Á álagstímum árdegis eru biðraðirnar sláandi: Lækjargata: Meðalbiðröðin er um 959 metrar. Hlíðarberg: Meðalbiðröðin er um 912 metrar. Þetta ástand er óþolandi fyrir íbúa og hrekur umferð inn í íbúðahverfi og um Flóttamannaveg, en tafir á Reykjanesbrautinni valda nú þegar auknu álagi þar. Nauðsynleg bráðabirgðalausn Krafist er ljósastýringar við hringtorgið sem fyrst, en hún myndi stytta biðraðir á hliðargötum úr ríflega 900 metrum í 60 metra. Þetta er nauðsynleg bráðabirgðalausn þar til framtíðarlausn Reykjanesbrautar fer í framkvæmd, hvort sem það verða göng eða önnur útfærsla, samkvæmt samgöngusáttmála. Varanleg lausn samkvæmt er á áætlun í Samgöngusáttmála Höfuðborgarsvæðisins og fagna ég því að ábatagreining á þeim kostum sé á lokametrunum. Hins vegar geta íbúar ekki beðið án úrbóta fram að því. Við ætlum að halda þrýstingnum á Vegagerðina þar til þessi hnútur hefur verið leystur. Hafnarfjörður á ekki að vera biðstofa fyrir gegnumumferð og það er kominn tími til að forgangsraða fólkinu sem hér býr. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar