Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar 7. janúar 2026 13:30 Í áratugi hefur Reykjanesbrautin klofið Hafnarfjörð í tvennt. Á hverjum morgni horfa íbúar í Setbergi og Suðurbæ á eftir dýrmætum tíma í biðröðum sem virðast engan endi ætla að taka. Staðreyndin er sú að íbúar bæjarins búa við verulegar tafir vegna gegnumumferðar sem er bílastraumur sem á ekkert erindi inn í bæinn heldur keyrir aðeins í gegnum hann á leið sinni annað. Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs í dag var umferðargreining Reykjanesbrautar við Lækjargötu tekin til umræðu að nýju. Niðurstaðan er skýr: Ráðið gerir kröfu um að farið verði í ljósastýringu (metering) við hringtorgið á mótum Reykjanesbrautar og Lækjargötu til reynslu strax. Þessi krafa er ekki tilkomin fyrir tilviljun, heldur er hún niðurstaða margra ára vinnu og eftirfylgni þar sem við höfum lagt áherslu á að finna raunhæfar leiðir til úrbóta fyrir íbúa. Í þessu hagsmunamáli ríkir algjör pólitísk samstaða og standa allir fulltrúar í ráðinu þétt saman í þessari kröfu. Tölurnar sýna alvarleika málsins Nýjustu greiningar verkfæðistofunnar COWI og Vegagerðarinnar frá 2025 staðfesta þá þungu stöðu sem íbúar þekkja af eigin raun. Reykjanesbrautin klýfur bæinn og hamlar eðlilegu flæði innanbæjar. Gögn staðfesta að yfir 36.000 ökutæki fara um þennan kafla daglega, en meirihlutinn er gegnumumferð sem tefur verulega fyrir íbúum í Setbergi og við Lækjargötu. Á álagstímum árdegis eru biðraðirnar sláandi: Lækjargata: Meðalbiðröðin er um 959 metrar. Hlíðarberg: Meðalbiðröðin er um 912 metrar. Þetta ástand er óþolandi fyrir íbúa og hrekur umferð inn í íbúðahverfi og um Flóttamannaveg, en tafir á Reykjanesbrautinni valda nú þegar auknu álagi þar. Nauðsynleg bráðabirgðalausn Krafist er ljósastýringar við hringtorgið sem fyrst, en hún myndi stytta biðraðir á hliðargötum úr ríflega 900 metrum í 60 metra. Þetta er nauðsynleg bráðabirgðalausn þar til framtíðarlausn Reykjanesbrautar fer í framkvæmd, hvort sem það verða göng eða önnur útfærsla, samkvæmt samgöngusáttmála. Varanleg lausn samkvæmt er á áætlun í Samgöngusáttmála Höfuðborgarsvæðisins og fagna ég því að ábatagreining á þeim kostum sé á lokametrunum. Hins vegar geta íbúar ekki beðið án úrbóta fram að því. Við ætlum að halda þrýstingnum á Vegagerðina þar til þessi hnútur hefur verið leystur. Hafnarfjörður á ekki að vera biðstofa fyrir gegnumumferð og það er kominn tími til að forgangsraða fólkinu sem hér býr. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Umferð Garðabær Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Í áratugi hefur Reykjanesbrautin klofið Hafnarfjörð í tvennt. Á hverjum morgni horfa íbúar í Setbergi og Suðurbæ á eftir dýrmætum tíma í biðröðum sem virðast engan endi ætla að taka. Staðreyndin er sú að íbúar bæjarins búa við verulegar tafir vegna gegnumumferðar sem er bílastraumur sem á ekkert erindi inn í bæinn heldur keyrir aðeins í gegnum hann á leið sinni annað. Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs í dag var umferðargreining Reykjanesbrautar við Lækjargötu tekin til umræðu að nýju. Niðurstaðan er skýr: Ráðið gerir kröfu um að farið verði í ljósastýringu (metering) við hringtorgið á mótum Reykjanesbrautar og Lækjargötu til reynslu strax. Þessi krafa er ekki tilkomin fyrir tilviljun, heldur er hún niðurstaða margra ára vinnu og eftirfylgni þar sem við höfum lagt áherslu á að finna raunhæfar leiðir til úrbóta fyrir íbúa. Í þessu hagsmunamáli ríkir algjör pólitísk samstaða og standa allir fulltrúar í ráðinu þétt saman í þessari kröfu. Tölurnar sýna alvarleika málsins Nýjustu greiningar verkfæðistofunnar COWI og Vegagerðarinnar frá 2025 staðfesta þá þungu stöðu sem íbúar þekkja af eigin raun. Reykjanesbrautin klýfur bæinn og hamlar eðlilegu flæði innanbæjar. Gögn staðfesta að yfir 36.000 ökutæki fara um þennan kafla daglega, en meirihlutinn er gegnumumferð sem tefur verulega fyrir íbúum í Setbergi og við Lækjargötu. Á álagstímum árdegis eru biðraðirnar sláandi: Lækjargata: Meðalbiðröðin er um 959 metrar. Hlíðarberg: Meðalbiðröðin er um 912 metrar. Þetta ástand er óþolandi fyrir íbúa og hrekur umferð inn í íbúðahverfi og um Flóttamannaveg, en tafir á Reykjanesbrautinni valda nú þegar auknu álagi þar. Nauðsynleg bráðabirgðalausn Krafist er ljósastýringar við hringtorgið sem fyrst, en hún myndi stytta biðraðir á hliðargötum úr ríflega 900 metrum í 60 metra. Þetta er nauðsynleg bráðabirgðalausn þar til framtíðarlausn Reykjanesbrautar fer í framkvæmd, hvort sem það verða göng eða önnur útfærsla, samkvæmt samgöngusáttmála. Varanleg lausn samkvæmt er á áætlun í Samgöngusáttmála Höfuðborgarsvæðisins og fagna ég því að ábatagreining á þeim kostum sé á lokametrunum. Hins vegar geta íbúar ekki beðið án úrbóta fram að því. Við ætlum að halda þrýstingnum á Vegagerðina þar til þessi hnútur hefur verið leystur. Hafnarfjörður á ekki að vera biðstofa fyrir gegnumumferð og það er kominn tími til að forgangsraða fólkinu sem hér býr. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun