Mannasættir Teitur Atlason skrifar 8. janúar 2026 12:00 Það var sagt um Steingrím Hermannsson fyrrverandi forsætisráðherra að hann væri „mannasættir.“ Þetta þykir mér fallega sagt. Í rauninni má segja að betri ummæli um stjórnmálamann séu vandfundinn. Í orðinu fellst nefnilega kjarninn lýðræðisfyrirkomulaginu sem okkur öllum er svo kært. Orðið innifelur meðal annars hugtökin úrræðasemi, sáttaumleitun, samskipti, tillitssemi, úrlausn, samstarf, samráð, nærgætni, greiðvirkni, rósemi og málaleitan, svo nokkur dæmi séu tekin. Mannasættir er fyrsta orðið sem mér dettur í hug þegar borgarstjórann okkar, Heiðu Björgu Hilmisdóttur ber á góma. Ég hef þekkt hana í nokkur ár í gegnum starf innan Samfylkingarinnar og þekki af eigin raun þennan kost hennar og hversu mikilvægur þessi eiginleiki hennar er í stjórnmálastarfi. Heiða hefur verið í allskonar hlutverkum innan stjórnmálanna og fáir þekkja betur hvernig kerfið virkar heldur en hún. Þetta hól mitt um Heiðu Björgu er ekkert prívat skoðun mín. Þessi skoðun mín er frekar almenn og sérstaklega hjá þeim sem þekkja til starfa Heiðu Bjargar. Besta dæmið um þetta var þegar Heiða var kjörinn formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga árið 2022. Það voru ekki flokksmenn hennar úr Samfylkingunni sem kusu hana í þessa mikilvæga embætti heldur það sem kalla má pólítíska andstæðinga hennar. Heiða var fyrsta manneskja sem ekki kemur úr Sjálfstæðisflokknum til þess að gegna þessu embætti. Það var ekki vegna þess að hún var “þeirra” eða hafði beðið þolinmóð eftir þessari vegtyllu. Þetta var vegna þess að hún er mannasættir og sú sem embættismennirnir í Samtökum íslenskra sveitarfélaga, treystu best til að standa í stafni i þessum mikilvægu samtökum. Því miður (eða sem betur fer), þá stoppaði Heiða Björg stutt við í þessu embætti því eftir upphlaup Framsóknarflokksins. Þá fór í gang atburðarás sem endað með meirihluta 5 flokka undir forystu Samfylkingarinnar.Um leið og ég sá Einar Þorsteinsson titra í sjónvarpinu eftir að glappaskotið varð heyrinkunnugt, þá sagði ég við alla sem á vegi mínum urðu, að Heiða Björg yrði næsti borgarstjóri Reykjavíkur. Enda varð sú raunin. Heiða var eina manneskja sem gat sameinað nýjan meirihluta úr 5 flokkum. Þetta var enginn draumastaða, en það þurfti að greiða úr óreiðunni sem Einar Þorsteinsson skildi eftir sig og enginn gat það nema Heiða Björg Hilmisdóttir. Hérna kemur að mikilvægu máli sem aldrei er talað um þegar almenningur spáir í hin pólitísku spil sem koma upp þegar gefið er upp á nýtt. Það var ekki sturlaður metnaður til að „ná á toppinn” sem varð til þess að Heiða Björg Hilmisdóttir varð borgarstjóri (eins og alltof oft má sjá í forystuliði stjórnmálanna) heldur kostur hennar sem mannasættir. Þetta er lykilatriði og óendanlega mikilvægt þegar kemur að persónum og leikendum á hinu pólitíska sviði. Stundum er það svo að þeir einstaklingar sem mest þrá völdin, eru sennilega síðasta fólkið sem ætti að höndla þau. Ég hvet allt Samfylkingarfólk í Reykjavík til að tryggja að Heiðu óumdeilt umboð til þess að leiða lista Samfylkingarinnar í kosningum til borgarstjórnar í maí.Höfundur er jafnaðarmaður og ritari Rósarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Samfylkingin Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Það var sagt um Steingrím Hermannsson fyrrverandi forsætisráðherra að hann væri „mannasættir.“ Þetta þykir mér fallega sagt. Í rauninni má segja að betri ummæli um stjórnmálamann séu vandfundinn. Í orðinu fellst nefnilega kjarninn lýðræðisfyrirkomulaginu sem okkur öllum er svo kært. Orðið innifelur meðal annars hugtökin úrræðasemi, sáttaumleitun, samskipti, tillitssemi, úrlausn, samstarf, samráð, nærgætni, greiðvirkni, rósemi og málaleitan, svo nokkur dæmi séu tekin. Mannasættir er fyrsta orðið sem mér dettur í hug þegar borgarstjórann okkar, Heiðu Björgu Hilmisdóttur ber á góma. Ég hef þekkt hana í nokkur ár í gegnum starf innan Samfylkingarinnar og þekki af eigin raun þennan kost hennar og hversu mikilvægur þessi eiginleiki hennar er í stjórnmálastarfi. Heiða hefur verið í allskonar hlutverkum innan stjórnmálanna og fáir þekkja betur hvernig kerfið virkar heldur en hún. Þetta hól mitt um Heiðu Björgu er ekkert prívat skoðun mín. Þessi skoðun mín er frekar almenn og sérstaklega hjá þeim sem þekkja til starfa Heiðu Bjargar. Besta dæmið um þetta var þegar Heiða var kjörinn formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga árið 2022. Það voru ekki flokksmenn hennar úr Samfylkingunni sem kusu hana í þessa mikilvæga embætti heldur það sem kalla má pólítíska andstæðinga hennar. Heiða var fyrsta manneskja sem ekki kemur úr Sjálfstæðisflokknum til þess að gegna þessu embætti. Það var ekki vegna þess að hún var “þeirra” eða hafði beðið þolinmóð eftir þessari vegtyllu. Þetta var vegna þess að hún er mannasættir og sú sem embættismennirnir í Samtökum íslenskra sveitarfélaga, treystu best til að standa í stafni i þessum mikilvægu samtökum. Því miður (eða sem betur fer), þá stoppaði Heiða Björg stutt við í þessu embætti því eftir upphlaup Framsóknarflokksins. Þá fór í gang atburðarás sem endað með meirihluta 5 flokka undir forystu Samfylkingarinnar.Um leið og ég sá Einar Þorsteinsson titra í sjónvarpinu eftir að glappaskotið varð heyrinkunnugt, þá sagði ég við alla sem á vegi mínum urðu, að Heiða Björg yrði næsti borgarstjóri Reykjavíkur. Enda varð sú raunin. Heiða var eina manneskja sem gat sameinað nýjan meirihluta úr 5 flokkum. Þetta var enginn draumastaða, en það þurfti að greiða úr óreiðunni sem Einar Þorsteinsson skildi eftir sig og enginn gat það nema Heiða Björg Hilmisdóttir. Hérna kemur að mikilvægu máli sem aldrei er talað um þegar almenningur spáir í hin pólitísku spil sem koma upp þegar gefið er upp á nýtt. Það var ekki sturlaður metnaður til að „ná á toppinn” sem varð til þess að Heiða Björg Hilmisdóttir varð borgarstjóri (eins og alltof oft má sjá í forystuliði stjórnmálanna) heldur kostur hennar sem mannasættir. Þetta er lykilatriði og óendanlega mikilvægt þegar kemur að persónum og leikendum á hinu pólitíska sviði. Stundum er það svo að þeir einstaklingar sem mest þrá völdin, eru sennilega síðasta fólkið sem ætti að höndla þau. Ég hvet allt Samfylkingarfólk í Reykjavík til að tryggja að Heiðu óumdeilt umboð til þess að leiða lista Samfylkingarinnar í kosningum til borgarstjórnar í maí.Höfundur er jafnaðarmaður og ritari Rósarinnar.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun