Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar 8. janúar 2026 08:03 Forvarnir eru mikilvægar, um þetta erum við flest sammála. Sameiginlegum fjármunum okkar er varið í að efla þær og sérstaklega þá þætti sem vitað er að hafa jákvæð áhrif á líf og lýðheilsu barna og ungmenna. Sveitarfélög verja hundruðum milljóna árlega í niðurgreiðslu á skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi, halda árlegar forvarnarvikur, vinna að vellíðan allra nemenda í skólum, smíða samskiptaáætlanir gegn einelti og vinna markvisst gegn ofbeldishegðun barna og ungmenna. Hinsegin börn og ungmenni eru til staðar í öllum skólum. Þá eru börn og barnabörn hinsegin fólks einnig víða í skólakerfinu. Fjölmargar rannsóknir benda til þess að fræðsla um fjölbreytileika í kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkennum hafi víðtækt forvarnargildi, bæði fyrir þau börn og ungmenni sem eru hinsegin og þau sem eru það ekki. Það er því engin tilviljun að sveitarfélög um allt land hafa gert samninga við Samtökin ‘78 um reglubundna fræðslu um hinsegin málefni til barna, ungmenna og starfsfólks. Fyrirlestrar Samtakanna ‘78 eru settir fram til stuðnings því jafnréttisstarfi sem unnið er á hverjum degi á grundvelli aðalnámskrár grunnskóla. En hvert er forvarnagildið? Hinsegin ungmenni eiga það almennt meira á hættu að upplifa kvíða, þunglyndi, að stunda sjálfsskaða og gera sjálfsvígstilraunir en jafnaldrar þeirra. Þessi aukna áhætta tengist þáttum eins og félagslegri útskúfun, einelti og skorti á viðurkenningu. Fræðsla sem eflir skilning, virðingu og jákvæðni gagnvart fjölbreytileika samfélagsins getur dregið úr þessum áhættuþáttum í skólaumhverfinu. Hinsegin sýnileiki og fræðsla stuðlar einnig að minni skömm og auknu öryggi meðal hinsegin nemenda, góðum tengslum við fullorðið fólk og eykur líkur á að þau leiti sér aðstoðar þegar þörf er á.Ritrýndar rannsóknir sýna að í skólum þar sem hinseginfræðsla, stuðningshópar fyrir hinsegin nemendur (hér mætti tiltaka sérstakar hinsegin opnanir félagsmiðstöðva í íslensku samhengi) og inngildandi stefna eru hluti af menningu skólans, er minna um einelti og nemendur upplifa meira öryggi og hærra sjálfsmat. Þar að auki benda rannsóknir til þess að fræðsla sem nær til allra nemenda dragi úr fordómum og stuðli að jákvæðari skólabrag. Með því að fræða bæði nemendur og starfsfólk um hinsegin málefni eykst hæfni fólks til að grípa inn í þegar ofbeldi eða mismunun á sér stað. Í íþróttafélögum er þekking og meðvitund um fjölbreytileika lykilforsenda þess að hinsegin börn og ungmenni geti tekið virkan þátt og haldið áfram í skipulögðu íþróttastarfi með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á heilsu þeirra og líðan. Íslenska forvarnarmódelið leggur áherslu á að styrkja verndandi þætti og draga úr áhættuþáttum í umhverfi barna og ungmenna. Hinsegin fræðsla fellur vel að þeim hugmyndum, þar sem hún eflir félagsfærni allra barna, getur styrkt sjálfsmynd þeirra sem eru hinsegin og ýtir undir fulla þátttöku hinsegin barna og ungmenna í skólasamfélaginu sem og í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi. Hinsegin fræðsla dregur úr fordómum og styrkir tengsl hinsegin nemenda við skóla, kennara og þjálfara. Að sjálfsögðu er hinseginfræðsla ein og sér ekki svar við öllu því sem blasir við hinsegin börnum og ungmennum, en það er alveg ljóst hún er ein leið til þess að stuðla að umhverfi þar sem öll börn fá að blómstra og tilheyra á eigin forsendum. Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í vor munu heyrast raddir um að draga ætti úr hinseginfræðslu til grunnskólanema. Það er því ekki úr vegi að minna á að hún tengist beint verndandi þáttum á sviði geðheilbrigðis, sjálfsvígsforvarna, líkamlegrar heilsu og ofbeldisforvarna. Reglubundin hinseginfræðsla til grunnskólabarna, starfsfólks grunnskóla og íþróttafélaga er þess vegna ekkert annað en liður í forvarnarstarfi sveitarfélaga. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78 og kennari. Allar upplýsingar um fræðslu Samtakanna ‘78 til grunnskólabarna má finna vefnum okkar, ásamt glærum og kennsluáætlunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Garðarsson Hinsegin Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Forvarnir eru mikilvægar, um þetta erum við flest sammála. Sameiginlegum fjármunum okkar er varið í að efla þær og sérstaklega þá þætti sem vitað er að hafa jákvæð áhrif á líf og lýðheilsu barna og ungmenna. Sveitarfélög verja hundruðum milljóna árlega í niðurgreiðslu á skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi, halda árlegar forvarnarvikur, vinna að vellíðan allra nemenda í skólum, smíða samskiptaáætlanir gegn einelti og vinna markvisst gegn ofbeldishegðun barna og ungmenna. Hinsegin börn og ungmenni eru til staðar í öllum skólum. Þá eru börn og barnabörn hinsegin fólks einnig víða í skólakerfinu. Fjölmargar rannsóknir benda til þess að fræðsla um fjölbreytileika í kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkennum hafi víðtækt forvarnargildi, bæði fyrir þau börn og ungmenni sem eru hinsegin og þau sem eru það ekki. Það er því engin tilviljun að sveitarfélög um allt land hafa gert samninga við Samtökin ‘78 um reglubundna fræðslu um hinsegin málefni til barna, ungmenna og starfsfólks. Fyrirlestrar Samtakanna ‘78 eru settir fram til stuðnings því jafnréttisstarfi sem unnið er á hverjum degi á grundvelli aðalnámskrár grunnskóla. En hvert er forvarnagildið? Hinsegin ungmenni eiga það almennt meira á hættu að upplifa kvíða, þunglyndi, að stunda sjálfsskaða og gera sjálfsvígstilraunir en jafnaldrar þeirra. Þessi aukna áhætta tengist þáttum eins og félagslegri útskúfun, einelti og skorti á viðurkenningu. Fræðsla sem eflir skilning, virðingu og jákvæðni gagnvart fjölbreytileika samfélagsins getur dregið úr þessum áhættuþáttum í skólaumhverfinu. Hinsegin sýnileiki og fræðsla stuðlar einnig að minni skömm og auknu öryggi meðal hinsegin nemenda, góðum tengslum við fullorðið fólk og eykur líkur á að þau leiti sér aðstoðar þegar þörf er á.Ritrýndar rannsóknir sýna að í skólum þar sem hinseginfræðsla, stuðningshópar fyrir hinsegin nemendur (hér mætti tiltaka sérstakar hinsegin opnanir félagsmiðstöðva í íslensku samhengi) og inngildandi stefna eru hluti af menningu skólans, er minna um einelti og nemendur upplifa meira öryggi og hærra sjálfsmat. Þar að auki benda rannsóknir til þess að fræðsla sem nær til allra nemenda dragi úr fordómum og stuðli að jákvæðari skólabrag. Með því að fræða bæði nemendur og starfsfólk um hinsegin málefni eykst hæfni fólks til að grípa inn í þegar ofbeldi eða mismunun á sér stað. Í íþróttafélögum er þekking og meðvitund um fjölbreytileika lykilforsenda þess að hinsegin börn og ungmenni geti tekið virkan þátt og haldið áfram í skipulögðu íþróttastarfi með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á heilsu þeirra og líðan. Íslenska forvarnarmódelið leggur áherslu á að styrkja verndandi þætti og draga úr áhættuþáttum í umhverfi barna og ungmenna. Hinsegin fræðsla fellur vel að þeim hugmyndum, þar sem hún eflir félagsfærni allra barna, getur styrkt sjálfsmynd þeirra sem eru hinsegin og ýtir undir fulla þátttöku hinsegin barna og ungmenna í skólasamfélaginu sem og í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi. Hinsegin fræðsla dregur úr fordómum og styrkir tengsl hinsegin nemenda við skóla, kennara og þjálfara. Að sjálfsögðu er hinseginfræðsla ein og sér ekki svar við öllu því sem blasir við hinsegin börnum og ungmennum, en það er alveg ljóst hún er ein leið til þess að stuðla að umhverfi þar sem öll börn fá að blómstra og tilheyra á eigin forsendum. Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í vor munu heyrast raddir um að draga ætti úr hinseginfræðslu til grunnskólanema. Það er því ekki úr vegi að minna á að hún tengist beint verndandi þáttum á sviði geðheilbrigðis, sjálfsvígsforvarna, líkamlegrar heilsu og ofbeldisforvarna. Reglubundin hinseginfræðsla til grunnskólabarna, starfsfólks grunnskóla og íþróttafélaga er þess vegna ekkert annað en liður í forvarnarstarfi sveitarfélaga. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78 og kennari. Allar upplýsingar um fræðslu Samtakanna ‘78 til grunnskólabarna má finna vefnum okkar, ásamt glærum og kennsluáætlunum.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun