Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar 8. janúar 2026 07:31 Ég er alin upp á landsbyggðinni og það sem heillaði mig við Kópavog var að þetta er eins og að búa í litlum bæ í borg. Hér er að finna nálægð við náttúru og samheldið samfélag, en líka fjölbreytt tækifæri, mannlíf og þjónustu sem ekki finnast alls staðar annars staðar á landinu og þóttu alls ekki sjálfsögð þegar ég var að alast upp. Að velja Kópavog sem stað til að búa á og ala upp börn eftir langa dvöl erlendis var því ekki erfið ákvörðun. Það er mér mjög mikilvægt að taka þátt í samfélaginu mínu. Ég hef reynt að leggja mitt af mörkum í foreldrasamstarfi og vera virk í skólasamfélaginu og frístundum barnanna minna. Samhliða þessu hefur mér orðið ljóst, bæði af eigin reynslu og í samtölum við aðra foreldra, hversu snúið daglegt líf fjölskyldna getur verið. Það er erfitt að finna laust pláss hjá dagmömmu, láta dæmið ganga upp með sex tíma vistun á leikskóla eða fá aðgang að lögbundinni þjónustu, eins og talmeinafræðingi eða sálfræðingi. Þetta eru ekkert alltaf stór mál í sjálfu sér, en þau geta haft mikil áhrif á daglegt líf fólks. Ég sat í foreldraráði við innleiðingu nýs leikskólakerfis í Kópavogi. Þar var verið að bregðast við langvarandi vanda sem við þekkjum öll og kerfi sem hafði verið undir miklu álagi, ekki síst í kjölfar heimsfaraldurs. Í þeirri vinnu kom þó í ljós skortur á gagnsæi og fyrirsjáanleika fyrir foreldra. Sú reynsla gerði mér ljóst hversu mikilvægt er að ákvarðanir séu teknar með áhrif þeirra á velferð fjölskyldna í huga og í raunverulegu samtali við íbúa. Það er mikilvægt að sveitarfélagið axli meiri ábyrgð, svo byrðin falli ekki fyrst og fremst á foreldra. Síhækkandi gjaldtaka á barnafjölskyldur hefur áhrif á daglegt líf ungs fólks sem er að reyna að samræma vinnu, fjölskyldulíf og fjárhag, og aukið álag á heimilin bitnar á börnum og ungmennum. Foreldrar eiga að geta treyst því að sveitarfélagið standi með þeim í uppeldi barna og að börn og ungmenni fái stuðning sem mætir þörfum þeirra. Til þess þarf skýra forgangsröðun, ábyrga fjármálastjórn og ákvörðunartöku sem tekur mið af raunverulegu lífi fjölskyldna. Ég býð mig fram vegna þess að ég vil leggja mitt af mörkum til að Kópavogur verði sveitarfélag sem styður við barnafjölskyldur og gerir ungu fólki auðveldara að stofna fjölskyldu, í stað þess að hækka álögur og skerða þjónustu. Ég vil skapa samfélag í Kópavogi sem setur fjölskyldur í fyrsta sæti. Höfundur býður sig fram í 2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Kópavogi sem fer fram þann 7. febrúar 2026. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ég er alin upp á landsbyggðinni og það sem heillaði mig við Kópavog var að þetta er eins og að búa í litlum bæ í borg. Hér er að finna nálægð við náttúru og samheldið samfélag, en líka fjölbreytt tækifæri, mannlíf og þjónustu sem ekki finnast alls staðar annars staðar á landinu og þóttu alls ekki sjálfsögð þegar ég var að alast upp. Að velja Kópavog sem stað til að búa á og ala upp börn eftir langa dvöl erlendis var því ekki erfið ákvörðun. Það er mér mjög mikilvægt að taka þátt í samfélaginu mínu. Ég hef reynt að leggja mitt af mörkum í foreldrasamstarfi og vera virk í skólasamfélaginu og frístundum barnanna minna. Samhliða þessu hefur mér orðið ljóst, bæði af eigin reynslu og í samtölum við aðra foreldra, hversu snúið daglegt líf fjölskyldna getur verið. Það er erfitt að finna laust pláss hjá dagmömmu, láta dæmið ganga upp með sex tíma vistun á leikskóla eða fá aðgang að lögbundinni þjónustu, eins og talmeinafræðingi eða sálfræðingi. Þetta eru ekkert alltaf stór mál í sjálfu sér, en þau geta haft mikil áhrif á daglegt líf fólks. Ég sat í foreldraráði við innleiðingu nýs leikskólakerfis í Kópavogi. Þar var verið að bregðast við langvarandi vanda sem við þekkjum öll og kerfi sem hafði verið undir miklu álagi, ekki síst í kjölfar heimsfaraldurs. Í þeirri vinnu kom þó í ljós skortur á gagnsæi og fyrirsjáanleika fyrir foreldra. Sú reynsla gerði mér ljóst hversu mikilvægt er að ákvarðanir séu teknar með áhrif þeirra á velferð fjölskyldna í huga og í raunverulegu samtali við íbúa. Það er mikilvægt að sveitarfélagið axli meiri ábyrgð, svo byrðin falli ekki fyrst og fremst á foreldra. Síhækkandi gjaldtaka á barnafjölskyldur hefur áhrif á daglegt líf ungs fólks sem er að reyna að samræma vinnu, fjölskyldulíf og fjárhag, og aukið álag á heimilin bitnar á börnum og ungmennum. Foreldrar eiga að geta treyst því að sveitarfélagið standi með þeim í uppeldi barna og að börn og ungmenni fái stuðning sem mætir þörfum þeirra. Til þess þarf skýra forgangsröðun, ábyrga fjármálastjórn og ákvörðunartöku sem tekur mið af raunverulegu lífi fjölskyldna. Ég býð mig fram vegna þess að ég vil leggja mitt af mörkum til að Kópavogur verði sveitarfélag sem styður við barnafjölskyldur og gerir ungu fólki auðveldara að stofna fjölskyldu, í stað þess að hækka álögur og skerða þjónustu. Ég vil skapa samfélag í Kópavogi sem setur fjölskyldur í fyrsta sæti. Höfundur býður sig fram í 2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Kópavogi sem fer fram þann 7. febrúar 2026.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun