Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar 7. janúar 2026 08:02 Leikskólabyltingarnar í Reykjavík Leikskólar eru bæði mikilvægir fyrir velferð og jöfnuð barna og jafnrétti kynjanna enda voru það konur í Reykjavík sem settu fyrst á stofn dagheimili og síðan leikskóla. Nánar tiltekið konurnar í Barnavinafélaginu Sumargjöfin sem var stofnað sumardaginn fyrsta árið 1924. Samtökin ráku bæði sína eigin leikskóla og leikskóla borgarinnar þangað til 1978. Það ár tók borgin yfir rekstur eigin leikskóla og í dag eru þeir tveir leikskólar í eigu Sumargjafar reknir af Reykjavíkurborg. Þetta kemur fram í stórmerkri bók um börn í Reykjavík rituð af sagnfræðingnum Guðjóni Friðrikssyni að beiðni félagsins. Önnur leikskólabyltingin varð þegar Reykjavíkurlistinn undir feminískri forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur tók við stjórnartaumunum í borginni af Sjálfstæðisflokknum árið 1994. Á fyrstu tveimur af þremur kjörtímabilum Reykjavíkurlistans jókst hlutfall barna með leikskólapláss úr 30% úr 80%. Hlutur kvenna fór í stjórnunarstöðum fór frá því að vera 10% árið 1994 í 50% árið 2002. Launamunur kynjanna, sem var varla til sem hugtak, var kortlagður og gripið til aðgerða til að leiðrétta hann. Valdatíð Reykjavíkurlistans endurspeglar mikilvægi pólitískrar forystu sem hefur jafnaðarstefnu og jafnrétti að leiðarljósi. Staða leikskólamála í dag – heimatilbúinn vandi Árið 2023 var 84% allra eins til fimm ára barna í Reykjavík í leikskóla. Þar af 40% eins árs barna, 92% tveggja ára barna, 94% þriggja ára barna, 96% fjögurra ára barna og 97% fimm ára barna. Miklar áskoranir hafa verið í leikskólastarfi í Reykjavík sem við nánari skoðun virðast að mestu vera heimatilbúnar. Breytingar á fyrirkomulagi kennaranáms og leyfisbréfa Í fyrsta lagi mönnunarvandi sem gerir það m.a. að verkum að börn eru send heim vegna fáliðunar og komast ekki inn á leikskóla þegar fæðingarorlofi lýkur við eins árs aldurinn. Vandinn varð til í kjölfar lagalegra breytinga á tilhögun kennaranáms og útgáfu leyfisbréfa þvert á skólastig. Vandinn sést í því að árið 2023 voru eingöngu um 25% þeirra sem unnu á leikskólum um land allt með kennsluréttindi. Ósamræmi milli styttingar vinnuvikunnar hjá hinu opinbera og á almenna vinnumarkaðnum Í öðru lagi aukið álag á starfsfólk leikskóla vegna innleiðingar á styttingu vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg 2021 án viðbótarfjármagns á meðan fæstir á hinum almenna vinnumarkaði njóta sömu kjara. Stytting vinnuvikunnar er ekki beinlínis orsök heldur ýtti hún vandanum af stað enda er eingöngu 25% vinnumarkaðarins búinn að innleiða styttingu vinnutíma. Það leiddi til aukins álags á starfsfólk leikskólanna sem var tilneytt til að hlaupa í „styttingarskarðið“ fyrir hvert annað. Það hefur valdið álagi, veikindum og mikilli starfsmannaveltu, einkum meðal ófaglærðs starfsfólk, sem aftur veldur mönnunarvanda. Það var auðvitað ekki það sem stefnt var að með styttingu vinnuvikunnar sem hefur verið eitt stærsta baráttumál BSRB, stærstu samtaka opinberra starfsmanna á Íslandi. Þvert á móti. Markmiðið með styttingu vinnuvikunnar er „að bæta vinnustaðamenningu og nýtingu vinnutíma, tryggja gagnkvæman sveigjanleika og stuðla að bættum lífskjörum og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs.“ Það kemur því ekki á óvart að starfsfólk sem vinnur við umönnunarstörf hjá stofnunum sveitarfélaga er sá hópur sem er síst ánægður með styttingu vinnuvikunnar skv. rannsókn sem Varða – Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins gerði. Rakaskemmdir og mygla í leikskólahúsnæði Í þriðja lagi hefur raki og mygla í leikskólahúsnæði bætt gráu ofan á svart fyrir leikskólastjórnendur, starfsfólk, börn, foreldra og atvinnurekendur m.a. vegna veikinda og lokunar deilda í leikskólum. Raki og mygla í húsnæði er líka heimatilbúinn vandi vegna þess að leikskólar eru ekki byggðir með réttum hætti sem veldur kostnaðarsömu viðhaldi og mikilli röskun á skólahaldi eins og fyrr segir. Raki og mygla er reyndar vandamál um allt land en þó ekki alls staðar. Það lítur út fyrir að það sé mögulegt að fyrirbyggja hvoru tveggja skv. byggingameistara á Selfossi en af þeim 200 húsum sem hann hefur byggt hefur ekki komið upp mygla í neinu þeirra. Barnarefsingin – ósanngjörn afleiðing hins heimatilbúna vanda Afleiðingar mönnunar- og húsnæðisvanda leikskólanna veldur ungum foreldrum áhyggjum og hefur einkum bitnað á mæðrum. Ástæðan er sú að þeim er refsað fyrir að vera lengur frá vinnumarkaði en karlar í kjölfar barneigna og fyrir að vera frekar í hlutastarfi. Konur eru þannig látnar bera fórnarkostnaðinn af barneignum og leikskólaskortinum persónulega. Feðurnir sleppa meira og minna með skrekkinn. Þetta hefur verið staðfest í rannsókn hérlendis sem sýnir að rauntekjur karla og kvenna þróast með svipuðum hætti fram að fæðingu fyrsta barns. Við fæðingu fyrsta barns verður hins vegar 30% fall í tekjum kvenna á meðan karlar hækka aðeins eða standa í stað. Í grein hagfræðinga ASÍ og BSRB segir að „[r]auntekjur mæðra dragast áfram saman og árið eftir fæðingu nemur samdrátturinn í tekjum kvenna tæpum 50% samanborið við árið fyrir fæðingu og 5 árum eftir barneign eru tekjur kvenna enn um 25% lægri en þær voru fyrir fæðingu á meðan rauntekjur feðra hækka.“ Lokaniðurstaða rannsóknarinnar er að tekjumissir kvenna í hlutfalli við karla (e. child penalty in earnings) er um 36,5 prósent eftir fimm ár og 34,5 prósent tíu árum eftir barneign.“ Þetta eru sláandi niðurstöður og fyrirbæri hefur verið skilgreint sem „barnarefsingin“ (e. child penalty in earnings). Það er því ekki undra að fæðingartíðni hefur lækkað. Það eru vissulega fleiri en ein ástæða fyrir því að konur eiga færri börn en áður sbr. staðan á húsnæðismarkaði fyrir ungt fólk en ef heldur áfram sem horfir og konur þurfi einar að taka afleiðingunum af fjölgun mannkyns og framleiðslu á vinnuafli framtíðar þá mun fæðingartíðni eingöngu halda áfram að lækka. Varaformaður Miðflokksins hefur látið í ljós miklar áhyggjur af þessari þróun og lagt til „skattafslátt[..] eða eitthvað annað, eitthvað sem sendir skilaboð inn í umræðuna um að barneignir séu málið.“ Miðflokkurinn hefur einnig lagt til að auka valfrelsi foreldra um ráðstöfun fæðingarorlofs. Það yrði hins vegar örugglega skref í öfuga átt vegna þess að hugmyndin að baki tillögunni er ekki að feður getir tekið meira af fæðingarorlofinu. Þvert á móti og þar með er tillagan ekki endilega eitthvað sem konur kjósa almennt, þ.e. að hugsa meira um börnin heldur en faðirinn og vera háðar körlum um afkomu sína. Tvær íslenskar rannsóknir hafa einnig sýnt að það dragi úr líkum á hjónaskilnaði að báðir foreldrar taki orlof sem er örugglega eitthvað sem þau í Miðflokknum, sem tala í nafni kristinna fjölskyldugilda, ættu að fagna. Besta ráðið til að snúa þróuninni er sem sagt sem mest jafnrétti og jöfnuður frekar en hitt og atvinnurekendur mega sýna lit með því að hætta að refsa konum sem jafnframt eru mæður. Taki til sín sem eiga. Akureyrar- og Kópavogsleiðin lausnin á hinum heimatilbúna vanda? Það er eitt sem ég hef lært á lífsleiðinni og það er að maður leysir ekki eitt vandamál með því að skapa annað. Er verið að að gera það með lausninni á hinum heimatilbúna leikskólavanda, þ.e. að velta vandanum yfir á foreldra, sérstaklega mæður? Sveitarfélög eins og Kópavogur og Akureyri hafa brugðið á það ráð að skapa neikvæða efnahagslega hvata, eða jákvæða eftir því hvernig á það er litið, fyrir foreldra með það að markmiði að lágmarka viðveru barna í leikskólanum og þar með bæta aðstæður starfsfólks leikskólanna og barnanna. En hvað með aðstæður foreldranna? Skoðanir foreldra í Kópavogi eru skiptar. Sumir mæla með Kópavogsleiðinni á meðan aðrir foreldrar andmæla henni. Hins vegar sýnir niðurstaðarannsóknar Vörðu rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins að almenn óánægja ríkir í röðum foreldra í Kópavogi með breytingarnar. Á sama tíma hefur hin umdeilda Kópavogsleið haft þær jákvæðu afleiðingar að fleiri börn eru núna í leikskólum Kópavogs en áður, þ.m.t. börn af erlendum uppruna. Það er vegna þess að leikskólar eru núna gjaldfrjálsir í allt að sex klukkustundir eða þann tíma sem á að fara í skipulagt leikskólastarf skv. aðalnámskrá. Það er mögulega ástæða þess að bæjarstjórnin í Hafnarfirði ákvað að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla í allt að sex klukkustundir fyrir utan fæðisgjald án þess að það hefði áhrif á fjölskyldur sem þurfa lengri dagvistun fyrir börnin sín. Það er mjög jákvætt og Reykjavíkurborg ætti að taka sér til fyrirmyndar. Breytingin tók gildi um áramót og hefur að markmiði að „létta undir með fjölskyldum og styrkja jafnvægið milli fjölskyldulífs og atvinnu.“ Í Kópavogi hafa foreldrar hins vegar gagnrýnt aukinn kostnað við leikskólavist. Aukinn kostnaður er ekki í anda jafnréttis og ýtir undir ójöfnuð. Það hefur m.a. komið í ljós á Akureyri þar sem „[s]ífellt fleiri eiga erfitt með að fæða og klæða börn sín.“ Núna fyrir jólin voru mun fleiri foreldrar leikskólabarna sem leituðu aðstoðar hjálparsamtaka á Akureyri. „Það er að koma inn meira að ungu fólki sem er bæði í vinnu, með börn á leikskóla, og þau ná ekki endum saman.“ Ein ástæða þessa er sú að tekjutenging er ekki gott tæki þar sem ráðstöfunartekjur gefa ekki neina mynd af því hversu stórt hlutfall þeirra fer m.a. til að borga afborganir af húsnæði eða leigu. Það eru líka fleiri ástæður fyrir því að tekjutenging er ekki góð leið eins og Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, hefur bent á. Hvað er til ráða? Í Reykjavík stendur eða stóð til að gera svipaða breytingu og var gerð á kerfinu í Kópavogi og Akureyri. Tillögurnar voru settar fram sem svar við bráðavanda sem blasir við í leikskólamálum í Reykjavík þrátt fyrir að færri börn séu á biðlista eftir leikskólaplássi milli ára. Það sama gildir um önnur sveitarfélög. Vandinn er þó mismikill skv. upplýsingum Hagstofunnar. Mestur er hann á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum þar sem fólksfjölgun hefur orðið hvað mest undanfarin ár. Heildarsamtök vinnandi fólks á almenna og opinbera markaðnum, ASÍ og BSRB, hafa nú þegar lagt dóm á tillögurnar. Þær eru vonbrigði og fela í sér uppgjöf sem lausn á þeim vanda sem við blasir að þeirra mati. Tillögur Reykjavíkurborgar eru ekki hrein uppgjöf að mínu mati ef litið til þess að breytingin á fyrirkomulagi leikskóla virðist vera tilraun til að þrýsta á vinnumarkaðinn almennt um að koma betur á móts við þarfir foreldra og skapa hér barn- og fjölskylduvænna samfélag í samræmi við markmið verkalýðssamtakanna. Við erum hins vegar ekki komin þangað og þess vegna hefur Jafnréttisstofa varað önnur sveitarfélög við að fara sömu leið og Kópavogur út frá jafnréttissjónarmiðum. Ein ástæða þess að meirihlutinn hjá borginni hefur verið að skoða Kópavogsleiðina er ánægju leikskólakennara í Kópavogi með hana. Vissulega er mikilvægt að bæta starfsaðstæður þeirra kvennastétta sem vinna mikilvægt starf í leikskólum eins og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur bent á enda má halda fram með rökum að starfsfólk umönnunarstofnanna, heilu kvennastéttirnar hjá hinu opinbera, hafi tekið á sig fórnarkostnaðinn vegna þeirrar kerfisbreytinga sem voru innleiddar með styttingu vinnuvikunnar. Kópavogsleiðin virðist hafa skapað forsendur fyrir betra skipulagi og þar með bætt stöðu leikskólastjórnenda og starfsfólks þrátt fyrir aukinn fjölda barna. Það er vissulega jákvætt og til eftirbreytni. Árið 2024 voru engar lokanir í Kópavogi ólíkt öðrum stærri sveitarfélögum, þ.m.t. Akureyri. Það er líka jákvætt fyrir foreldra í Kópavogi en á sama tíma hafa neikvæðu hliðar Akureyrar- og Kópavogsleiðarinnar fyrir foreldra verið dregnar fram. Hvað er þá til ráða? Lausnir á leikskólavandanum í skrefum og samfélagsleg ábyrgð okkar allra Rétturinn til leikskólavistar lögbundinn og bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla brúað Fyrsta skrefið er að Ísland hætti að skera sig úr en Ísland er eina Norðurlandið þar sem börn hafa ekki lögbundinn rétt til leikskólavistar þrátt fyrir að leikskólinn sé skv. lögum fyrsta skólastigið. Það myndi vissulega létta sveitarfélögum róðurinn ef fjármagni væri veitt frá ríki til sveitarfélaga til reksturs leikskólastigsins sbr. jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna barna af erlendum uppruna. Það er í raun og veru furðulegt að svo sé ekki eins og Samfylkingarfólk í Reykjavík hefur gagnrýnt. Annað skrefið væri brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla sem stjórnvöld vinna að. Endurskoða breytingar á leikskólakennaranáminu og útgáfu leysisbréfa? Þriðja skrefið væri að endurskoða þær breytingar sem urðu á kennaranáminu og útgáfu eins leyfisbréfs þvert á skólastig eins og borgarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa bent á að skapi mönnunarvanda. Á sama tíma hefur forystufólk ASÍ og BSRB kallað eftir raunverulegum aðgerðum til að fjölga starfsfólki og treysta grundvöll leikskólastarfsins. Flestir ef ekki allir eru sammála um nauðsyn slíkra aðgerða. Það þarf að bæta mönnun og auka framboð á leikskólaplássum sem aftur kallar á meiri mönnun. Þarf mögulega að skoða styttingu leikskólakennaranáms til að skapa meiri hvata fyrir fólk til að fara í leikskólakennaranám? Það þarf að ræða og ákveða í sátt við þau sem málið varðar. Einnig má hugsa sér að sérstök áhersla verði lögð á tiltekna þætti eða mismunandi sérhæfingu eins og málörvun barna, ekki síst þeirra sem eru af erlendum uppruna, enda er framtíð íslenskunnar og barnanna að veði. Á sama tíma má skoða hvort megi auka námsframboð fyrir leikskólaliða og stuðningsfulltrúa sem getur leitt til launahækkunar. Síðast en ekki síst þurfa heildarsamtök fólks á vinnumarkaði ásamt stjórnvöldum að vinna áfram að endurmati á virði hefðbundinna kvennastarfa og virði háskólamenntunar (kvenna) til að búa í haginn fyrir betri framtíð í leikskólamálum. Byggja leikskólahúsnæði rétt og sinna viðhaldi Fjórða skrefið væri að tryggja að leikskólar séu byggðir rétt og viðhaldi sinnt. Slíkt kallar á að til staðar sé sú þekking sem fyrrnefndur byggingarmeistari á Selfossi býr yfir í formi faglegra viðmiða sem húsasmíðameistarar og verktakar þurfa að fylgja við byggingu húsa, faglegt eftirlit á framkvæmdatíma og reglubundin skoðun og viðhald. Það er auðvitað til staðar en greinilega ekki að virka. Núna eru viðmið að finna á vefsvæði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) en útgáfa faglegra viðmiða hófst árið 1973 á vegum Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins (RB) sem var stofnuð árið 1965. Árið 2002 gaf RB út rafræna handbók byggingariðnaðarins. Eftirlitið er í höndum byggingarfulltrúa sveitarfélaganna og er hlutverk þeirra skilgreint á vefsvæði HMS. Hins vegar er ekkert frekar að finna um byggingareftirlit á vefsíðu HMS og rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins var lögð niður árið 2021 þrátt fyrir andmæli margra m.a. sérfræðings í rakaskemmdum. Í viðtali við sérfræðinginn var m.a. bent á að fjöldinn allur af nýju byggingarefni streymdi inn í landið sem þyrti að rannsaka með hliðsjón af íslensku veðurfari og aðstæðum. Í viðtalinu kom einnig fram rakaskemmdir er að finna í nær 20% nýrra húsa og að viðhaldi sé ekki sinnt sem skyldi. Kallað hefur verið eftir því að RB sé endurreist en verkefnin voru að hluta til færð til Háskólans í Reykjavík, þ.e. rannsóknir á slitþolinni steypu sem og raka- og mygluskemmdum. Þess fyrir utan hefur HMS í þessu sambandi sbr. staðið að gerð vegvísis um rannsóknir í mannvirkjagerð. Staðreyndin er samt sem áður sú að betur má ef duga skal til að fyrirbyggja og uppræta raka og myglu með tilheyrandi kostnaði fyrir borgarbúa og raski á starfsemi leikskóla sem og annarri starfsemi. Auka tekjustofna Reykjavíkurborgar með útsvari á fjármagnstekjur eða fjármagnstekjuskatt? Fimmta skrefið væri að auka tekjustofna sveitarfélagsins enda snerta leikskólamál fjármögnun sveitarstjórnarstigsins, aðstæður á lána- og húsnæðismarkaði og lóðaframboð. Þó nokkuð mörg sveitarfélög hafa átt í vanda við að uppfylla lögboðnar skyldur sínar eftir flutning samfélagslegra mikilvægra verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Þjónusta við börn með fjölþættan vanda er dæmi um það og frábært að eitt fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar var að undirrita samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um hvernig mætti tryggja þeim börnum og fjölskyldum þeirra viðeigandi þjónustu. Nýlega benti oddviti Viðreisnar í Hafnarfirði á fjármögnununarvanda sveitarfélaga við rekstur grunnskóla sem er eitt stærsta verkefni allra sveitarfélaga flutt frá ríkinu árið 1996 og það sama má segja um rekstur leikskóla. Í grein sinni á Vísi benti hann á að ein lausn væri samkomulag við ríkið sbr. samkomulagið sem var gert vegna barna með fjölþættan vanda. Önnur tillaga hans var að innheimta hærra útsvar til að standa undir kostnaði við rekstur. En hvernig? Ein leið til að fá aukna skatttekjur er að leggja útsvar á fjármagnstekjur sem hefur ekki verið gert hingað til. Það stóð til að leggja fram frumvarp þess efnis í tíð fyrri ríkisstjórnar. Þar var miðað við að þau, sem hafa eingöngu fjármagnstekjur, reikni sér endurgjald og greiði útsvar. Það er hins vegar spurning hvort það sé rétta leiðin þar sem inni í hópi fjármagnseigenda er t.d. fólk sem er komið á eftirlaunaaldur og eftirlifandi makar. Hins vegar mætti kanna hvort ekki væri betra ef visst hlutfall fjármagnstekjuskatts reiknist sem útsvar og greiðist til sveitarfélaga. Þannig mætti betur mæta fjármagnsþörf sveitarfélaga með einföldum hætti. Samstarf milli Reykjavíkurborgar og atvinnulífsins við að reisa leikskóla? Sjötta skrefið væri að kanna hvort atvinnulífið væri til í að leggja samfélaginu lið og fjármagna t.d. byggingu leikskóla að fullu eða hluta? Það hefur komið til tals að fyrirtæki reisi og reki leikskóla sbr. Arion banki og Alvotech. Hugmyndir um að fyrirtæki reki leikskóla eru umdeildar en það ereinkumFramsóknarflokkurinn sem hefur kallað eftir þessu og Sjálfstæðisflokkurinn í nafni aukinnar fjölbreytni í leikskólamálum. Markmiðið með rekstri leikskóla skv. lyfjafyrirtækinu Alvotech er að bæta aðstöðu starfsmanna með börn á leikskólaaldri, samfélagsleg ábyrgð og stuðningur í verki við nærumhverfi fyrirtækisins enda geti aukið framboð af leikskólaplássum leyst sameiginlegan vanda og létt undir með foreldrum annarra barna en starfsmannanna fyrirtækisins. Það er hins vegar eingöngu mögulegt ef og þegar búið er að mæta þörfum starfsmanna fyrir leikskólapláss. Til allra lukku hefur núverandi borgarmeirihluti undir forystu Samfylkingarinnar hafnað veitingu leyfa til fyrirtækja um rekstur leikskóla með vísan í jafnræðisregluna. Spurning er hins vegar hvort fyrirtæki geti komið að leikskólamálum með einhvers konar hætti í anda samfélagslegrar ábyrgðar? Hvað með ef fyrirtæki tækju sér til fyrirmyndar Barnavinafélagið Sumargjöfin, Samband þingeyskra ungmennafélaga, kvenfélagið Hringinn og Harald Þorleifsson? Þetta framtak gæti veitt Framsóknarmönnum innblástur: „Það var Samband þingeyskra ungmennafélaga [...] sem byggði skólann í sjálfboðavinnu og afhenti sýslunni hann árið 1925 til þess að mennta þingeysk ungmenni.“ Kvenfélagið Hringurinn var stofnað árið 1904 til að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna. Félagið sett sér það markmið að koma upp barnaspítala hér á landi og hófu að safna fé til byggingar Barnaspítala Hringsins. Félagskonurnar, sem vinna allar sem sjálfboðaliðar, hafa allar götur síðan stutt við starfsemi spítalans með fjársöfnunum sem hafa farið til kaupa á búnaði og margt fleira án þess að gera það að skilyrði að veik börn félagskvenna hefðu forgang að þjónustu spítalans umfram önnur börn. Þvert á móti gildir jafnræðisreglan og læknisfræðileg sjónarmið þegar kemur að forgangsröðun. Athafnamaðurinn Haraldur Þorleifsson er loka fyrirmyndin en hann hefur með frumkvæði sínu Römpum upp Ísland sýnt fram á hvers konar samvinna er möguleg milli einkageirans, félagasamtaka og hins opinbera um samfélagsleg mikilvæg verkefni. Þannig gæti Reykjavíkurborg og fyrirtæki innan borgarmarkanna unnið saman að því samfélagslega mikilvæga verkefni að reisa leikskóla fyrir börn okkar allra. Höfundur er stjórnmálafræðingur og gefur kost á sér í 2. – 4. sæti í forvali Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar. Öll sem eru skráð í Samfylkinguna geta tekið þátt í prófkjörinu sem fer fram 24. janúar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Marinósdóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Leikskólar Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Sjá meira
Leikskólabyltingarnar í Reykjavík Leikskólar eru bæði mikilvægir fyrir velferð og jöfnuð barna og jafnrétti kynjanna enda voru það konur í Reykjavík sem settu fyrst á stofn dagheimili og síðan leikskóla. Nánar tiltekið konurnar í Barnavinafélaginu Sumargjöfin sem var stofnað sumardaginn fyrsta árið 1924. Samtökin ráku bæði sína eigin leikskóla og leikskóla borgarinnar þangað til 1978. Það ár tók borgin yfir rekstur eigin leikskóla og í dag eru þeir tveir leikskólar í eigu Sumargjafar reknir af Reykjavíkurborg. Þetta kemur fram í stórmerkri bók um börn í Reykjavík rituð af sagnfræðingnum Guðjóni Friðrikssyni að beiðni félagsins. Önnur leikskólabyltingin varð þegar Reykjavíkurlistinn undir feminískri forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur tók við stjórnartaumunum í borginni af Sjálfstæðisflokknum árið 1994. Á fyrstu tveimur af þremur kjörtímabilum Reykjavíkurlistans jókst hlutfall barna með leikskólapláss úr 30% úr 80%. Hlutur kvenna fór í stjórnunarstöðum fór frá því að vera 10% árið 1994 í 50% árið 2002. Launamunur kynjanna, sem var varla til sem hugtak, var kortlagður og gripið til aðgerða til að leiðrétta hann. Valdatíð Reykjavíkurlistans endurspeglar mikilvægi pólitískrar forystu sem hefur jafnaðarstefnu og jafnrétti að leiðarljósi. Staða leikskólamála í dag – heimatilbúinn vandi Árið 2023 var 84% allra eins til fimm ára barna í Reykjavík í leikskóla. Þar af 40% eins árs barna, 92% tveggja ára barna, 94% þriggja ára barna, 96% fjögurra ára barna og 97% fimm ára barna. Miklar áskoranir hafa verið í leikskólastarfi í Reykjavík sem við nánari skoðun virðast að mestu vera heimatilbúnar. Breytingar á fyrirkomulagi kennaranáms og leyfisbréfa Í fyrsta lagi mönnunarvandi sem gerir það m.a. að verkum að börn eru send heim vegna fáliðunar og komast ekki inn á leikskóla þegar fæðingarorlofi lýkur við eins árs aldurinn. Vandinn varð til í kjölfar lagalegra breytinga á tilhögun kennaranáms og útgáfu leyfisbréfa þvert á skólastig. Vandinn sést í því að árið 2023 voru eingöngu um 25% þeirra sem unnu á leikskólum um land allt með kennsluréttindi. Ósamræmi milli styttingar vinnuvikunnar hjá hinu opinbera og á almenna vinnumarkaðnum Í öðru lagi aukið álag á starfsfólk leikskóla vegna innleiðingar á styttingu vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg 2021 án viðbótarfjármagns á meðan fæstir á hinum almenna vinnumarkaði njóta sömu kjara. Stytting vinnuvikunnar er ekki beinlínis orsök heldur ýtti hún vandanum af stað enda er eingöngu 25% vinnumarkaðarins búinn að innleiða styttingu vinnutíma. Það leiddi til aukins álags á starfsfólk leikskólanna sem var tilneytt til að hlaupa í „styttingarskarðið“ fyrir hvert annað. Það hefur valdið álagi, veikindum og mikilli starfsmannaveltu, einkum meðal ófaglærðs starfsfólk, sem aftur veldur mönnunarvanda. Það var auðvitað ekki það sem stefnt var að með styttingu vinnuvikunnar sem hefur verið eitt stærsta baráttumál BSRB, stærstu samtaka opinberra starfsmanna á Íslandi. Þvert á móti. Markmiðið með styttingu vinnuvikunnar er „að bæta vinnustaðamenningu og nýtingu vinnutíma, tryggja gagnkvæman sveigjanleika og stuðla að bættum lífskjörum og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs.“ Það kemur því ekki á óvart að starfsfólk sem vinnur við umönnunarstörf hjá stofnunum sveitarfélaga er sá hópur sem er síst ánægður með styttingu vinnuvikunnar skv. rannsókn sem Varða – Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins gerði. Rakaskemmdir og mygla í leikskólahúsnæði Í þriðja lagi hefur raki og mygla í leikskólahúsnæði bætt gráu ofan á svart fyrir leikskólastjórnendur, starfsfólk, börn, foreldra og atvinnurekendur m.a. vegna veikinda og lokunar deilda í leikskólum. Raki og mygla í húsnæði er líka heimatilbúinn vandi vegna þess að leikskólar eru ekki byggðir með réttum hætti sem veldur kostnaðarsömu viðhaldi og mikilli röskun á skólahaldi eins og fyrr segir. Raki og mygla er reyndar vandamál um allt land en þó ekki alls staðar. Það lítur út fyrir að það sé mögulegt að fyrirbyggja hvoru tveggja skv. byggingameistara á Selfossi en af þeim 200 húsum sem hann hefur byggt hefur ekki komið upp mygla í neinu þeirra. Barnarefsingin – ósanngjörn afleiðing hins heimatilbúna vanda Afleiðingar mönnunar- og húsnæðisvanda leikskólanna veldur ungum foreldrum áhyggjum og hefur einkum bitnað á mæðrum. Ástæðan er sú að þeim er refsað fyrir að vera lengur frá vinnumarkaði en karlar í kjölfar barneigna og fyrir að vera frekar í hlutastarfi. Konur eru þannig látnar bera fórnarkostnaðinn af barneignum og leikskólaskortinum persónulega. Feðurnir sleppa meira og minna með skrekkinn. Þetta hefur verið staðfest í rannsókn hérlendis sem sýnir að rauntekjur karla og kvenna þróast með svipuðum hætti fram að fæðingu fyrsta barns. Við fæðingu fyrsta barns verður hins vegar 30% fall í tekjum kvenna á meðan karlar hækka aðeins eða standa í stað. Í grein hagfræðinga ASÍ og BSRB segir að „[r]auntekjur mæðra dragast áfram saman og árið eftir fæðingu nemur samdrátturinn í tekjum kvenna tæpum 50% samanborið við árið fyrir fæðingu og 5 árum eftir barneign eru tekjur kvenna enn um 25% lægri en þær voru fyrir fæðingu á meðan rauntekjur feðra hækka.“ Lokaniðurstaða rannsóknarinnar er að tekjumissir kvenna í hlutfalli við karla (e. child penalty in earnings) er um 36,5 prósent eftir fimm ár og 34,5 prósent tíu árum eftir barneign.“ Þetta eru sláandi niðurstöður og fyrirbæri hefur verið skilgreint sem „barnarefsingin“ (e. child penalty in earnings). Það er því ekki undra að fæðingartíðni hefur lækkað. Það eru vissulega fleiri en ein ástæða fyrir því að konur eiga færri börn en áður sbr. staðan á húsnæðismarkaði fyrir ungt fólk en ef heldur áfram sem horfir og konur þurfi einar að taka afleiðingunum af fjölgun mannkyns og framleiðslu á vinnuafli framtíðar þá mun fæðingartíðni eingöngu halda áfram að lækka. Varaformaður Miðflokksins hefur látið í ljós miklar áhyggjur af þessari þróun og lagt til „skattafslátt[..] eða eitthvað annað, eitthvað sem sendir skilaboð inn í umræðuna um að barneignir séu málið.“ Miðflokkurinn hefur einnig lagt til að auka valfrelsi foreldra um ráðstöfun fæðingarorlofs. Það yrði hins vegar örugglega skref í öfuga átt vegna þess að hugmyndin að baki tillögunni er ekki að feður getir tekið meira af fæðingarorlofinu. Þvert á móti og þar með er tillagan ekki endilega eitthvað sem konur kjósa almennt, þ.e. að hugsa meira um börnin heldur en faðirinn og vera háðar körlum um afkomu sína. Tvær íslenskar rannsóknir hafa einnig sýnt að það dragi úr líkum á hjónaskilnaði að báðir foreldrar taki orlof sem er örugglega eitthvað sem þau í Miðflokknum, sem tala í nafni kristinna fjölskyldugilda, ættu að fagna. Besta ráðið til að snúa þróuninni er sem sagt sem mest jafnrétti og jöfnuður frekar en hitt og atvinnurekendur mega sýna lit með því að hætta að refsa konum sem jafnframt eru mæður. Taki til sín sem eiga. Akureyrar- og Kópavogsleiðin lausnin á hinum heimatilbúna vanda? Það er eitt sem ég hef lært á lífsleiðinni og það er að maður leysir ekki eitt vandamál með því að skapa annað. Er verið að að gera það með lausninni á hinum heimatilbúna leikskólavanda, þ.e. að velta vandanum yfir á foreldra, sérstaklega mæður? Sveitarfélög eins og Kópavogur og Akureyri hafa brugðið á það ráð að skapa neikvæða efnahagslega hvata, eða jákvæða eftir því hvernig á það er litið, fyrir foreldra með það að markmiði að lágmarka viðveru barna í leikskólanum og þar með bæta aðstæður starfsfólks leikskólanna og barnanna. En hvað með aðstæður foreldranna? Skoðanir foreldra í Kópavogi eru skiptar. Sumir mæla með Kópavogsleiðinni á meðan aðrir foreldrar andmæla henni. Hins vegar sýnir niðurstaðarannsóknar Vörðu rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins að almenn óánægja ríkir í röðum foreldra í Kópavogi með breytingarnar. Á sama tíma hefur hin umdeilda Kópavogsleið haft þær jákvæðu afleiðingar að fleiri börn eru núna í leikskólum Kópavogs en áður, þ.m.t. börn af erlendum uppruna. Það er vegna þess að leikskólar eru núna gjaldfrjálsir í allt að sex klukkustundir eða þann tíma sem á að fara í skipulagt leikskólastarf skv. aðalnámskrá. Það er mögulega ástæða þess að bæjarstjórnin í Hafnarfirði ákvað að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla í allt að sex klukkustundir fyrir utan fæðisgjald án þess að það hefði áhrif á fjölskyldur sem þurfa lengri dagvistun fyrir börnin sín. Það er mjög jákvætt og Reykjavíkurborg ætti að taka sér til fyrirmyndar. Breytingin tók gildi um áramót og hefur að markmiði að „létta undir með fjölskyldum og styrkja jafnvægið milli fjölskyldulífs og atvinnu.“ Í Kópavogi hafa foreldrar hins vegar gagnrýnt aukinn kostnað við leikskólavist. Aukinn kostnaður er ekki í anda jafnréttis og ýtir undir ójöfnuð. Það hefur m.a. komið í ljós á Akureyri þar sem „[s]ífellt fleiri eiga erfitt með að fæða og klæða börn sín.“ Núna fyrir jólin voru mun fleiri foreldrar leikskólabarna sem leituðu aðstoðar hjálparsamtaka á Akureyri. „Það er að koma inn meira að ungu fólki sem er bæði í vinnu, með börn á leikskóla, og þau ná ekki endum saman.“ Ein ástæða þessa er sú að tekjutenging er ekki gott tæki þar sem ráðstöfunartekjur gefa ekki neina mynd af því hversu stórt hlutfall þeirra fer m.a. til að borga afborganir af húsnæði eða leigu. Það eru líka fleiri ástæður fyrir því að tekjutenging er ekki góð leið eins og Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, hefur bent á. Hvað er til ráða? Í Reykjavík stendur eða stóð til að gera svipaða breytingu og var gerð á kerfinu í Kópavogi og Akureyri. Tillögurnar voru settar fram sem svar við bráðavanda sem blasir við í leikskólamálum í Reykjavík þrátt fyrir að færri börn séu á biðlista eftir leikskólaplássi milli ára. Það sama gildir um önnur sveitarfélög. Vandinn er þó mismikill skv. upplýsingum Hagstofunnar. Mestur er hann á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum þar sem fólksfjölgun hefur orðið hvað mest undanfarin ár. Heildarsamtök vinnandi fólks á almenna og opinbera markaðnum, ASÍ og BSRB, hafa nú þegar lagt dóm á tillögurnar. Þær eru vonbrigði og fela í sér uppgjöf sem lausn á þeim vanda sem við blasir að þeirra mati. Tillögur Reykjavíkurborgar eru ekki hrein uppgjöf að mínu mati ef litið til þess að breytingin á fyrirkomulagi leikskóla virðist vera tilraun til að þrýsta á vinnumarkaðinn almennt um að koma betur á móts við þarfir foreldra og skapa hér barn- og fjölskylduvænna samfélag í samræmi við markmið verkalýðssamtakanna. Við erum hins vegar ekki komin þangað og þess vegna hefur Jafnréttisstofa varað önnur sveitarfélög við að fara sömu leið og Kópavogur út frá jafnréttissjónarmiðum. Ein ástæða þess að meirihlutinn hjá borginni hefur verið að skoða Kópavogsleiðina er ánægju leikskólakennara í Kópavogi með hana. Vissulega er mikilvægt að bæta starfsaðstæður þeirra kvennastétta sem vinna mikilvægt starf í leikskólum eins og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur bent á enda má halda fram með rökum að starfsfólk umönnunarstofnanna, heilu kvennastéttirnar hjá hinu opinbera, hafi tekið á sig fórnarkostnaðinn vegna þeirrar kerfisbreytinga sem voru innleiddar með styttingu vinnuvikunnar. Kópavogsleiðin virðist hafa skapað forsendur fyrir betra skipulagi og þar með bætt stöðu leikskólastjórnenda og starfsfólks þrátt fyrir aukinn fjölda barna. Það er vissulega jákvætt og til eftirbreytni. Árið 2024 voru engar lokanir í Kópavogi ólíkt öðrum stærri sveitarfélögum, þ.m.t. Akureyri. Það er líka jákvætt fyrir foreldra í Kópavogi en á sama tíma hafa neikvæðu hliðar Akureyrar- og Kópavogsleiðarinnar fyrir foreldra verið dregnar fram. Hvað er þá til ráða? Lausnir á leikskólavandanum í skrefum og samfélagsleg ábyrgð okkar allra Rétturinn til leikskólavistar lögbundinn og bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla brúað Fyrsta skrefið er að Ísland hætti að skera sig úr en Ísland er eina Norðurlandið þar sem börn hafa ekki lögbundinn rétt til leikskólavistar þrátt fyrir að leikskólinn sé skv. lögum fyrsta skólastigið. Það myndi vissulega létta sveitarfélögum róðurinn ef fjármagni væri veitt frá ríki til sveitarfélaga til reksturs leikskólastigsins sbr. jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna barna af erlendum uppruna. Það er í raun og veru furðulegt að svo sé ekki eins og Samfylkingarfólk í Reykjavík hefur gagnrýnt. Annað skrefið væri brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla sem stjórnvöld vinna að. Endurskoða breytingar á leikskólakennaranáminu og útgáfu leysisbréfa? Þriðja skrefið væri að endurskoða þær breytingar sem urðu á kennaranáminu og útgáfu eins leyfisbréfs þvert á skólastig eins og borgarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa bent á að skapi mönnunarvanda. Á sama tíma hefur forystufólk ASÍ og BSRB kallað eftir raunverulegum aðgerðum til að fjölga starfsfólki og treysta grundvöll leikskólastarfsins. Flestir ef ekki allir eru sammála um nauðsyn slíkra aðgerða. Það þarf að bæta mönnun og auka framboð á leikskólaplássum sem aftur kallar á meiri mönnun. Þarf mögulega að skoða styttingu leikskólakennaranáms til að skapa meiri hvata fyrir fólk til að fara í leikskólakennaranám? Það þarf að ræða og ákveða í sátt við þau sem málið varðar. Einnig má hugsa sér að sérstök áhersla verði lögð á tiltekna þætti eða mismunandi sérhæfingu eins og málörvun barna, ekki síst þeirra sem eru af erlendum uppruna, enda er framtíð íslenskunnar og barnanna að veði. Á sama tíma má skoða hvort megi auka námsframboð fyrir leikskólaliða og stuðningsfulltrúa sem getur leitt til launahækkunar. Síðast en ekki síst þurfa heildarsamtök fólks á vinnumarkaði ásamt stjórnvöldum að vinna áfram að endurmati á virði hefðbundinna kvennastarfa og virði háskólamenntunar (kvenna) til að búa í haginn fyrir betri framtíð í leikskólamálum. Byggja leikskólahúsnæði rétt og sinna viðhaldi Fjórða skrefið væri að tryggja að leikskólar séu byggðir rétt og viðhaldi sinnt. Slíkt kallar á að til staðar sé sú þekking sem fyrrnefndur byggingarmeistari á Selfossi býr yfir í formi faglegra viðmiða sem húsasmíðameistarar og verktakar þurfa að fylgja við byggingu húsa, faglegt eftirlit á framkvæmdatíma og reglubundin skoðun og viðhald. Það er auðvitað til staðar en greinilega ekki að virka. Núna eru viðmið að finna á vefsvæði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) en útgáfa faglegra viðmiða hófst árið 1973 á vegum Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins (RB) sem var stofnuð árið 1965. Árið 2002 gaf RB út rafræna handbók byggingariðnaðarins. Eftirlitið er í höndum byggingarfulltrúa sveitarfélaganna og er hlutverk þeirra skilgreint á vefsvæði HMS. Hins vegar er ekkert frekar að finna um byggingareftirlit á vefsíðu HMS og rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins var lögð niður árið 2021 þrátt fyrir andmæli margra m.a. sérfræðings í rakaskemmdum. Í viðtali við sérfræðinginn var m.a. bent á að fjöldinn allur af nýju byggingarefni streymdi inn í landið sem þyrti að rannsaka með hliðsjón af íslensku veðurfari og aðstæðum. Í viðtalinu kom einnig fram rakaskemmdir er að finna í nær 20% nýrra húsa og að viðhaldi sé ekki sinnt sem skyldi. Kallað hefur verið eftir því að RB sé endurreist en verkefnin voru að hluta til færð til Háskólans í Reykjavík, þ.e. rannsóknir á slitþolinni steypu sem og raka- og mygluskemmdum. Þess fyrir utan hefur HMS í þessu sambandi sbr. staðið að gerð vegvísis um rannsóknir í mannvirkjagerð. Staðreyndin er samt sem áður sú að betur má ef duga skal til að fyrirbyggja og uppræta raka og myglu með tilheyrandi kostnaði fyrir borgarbúa og raski á starfsemi leikskóla sem og annarri starfsemi. Auka tekjustofna Reykjavíkurborgar með útsvari á fjármagnstekjur eða fjármagnstekjuskatt? Fimmta skrefið væri að auka tekjustofna sveitarfélagsins enda snerta leikskólamál fjármögnun sveitarstjórnarstigsins, aðstæður á lána- og húsnæðismarkaði og lóðaframboð. Þó nokkuð mörg sveitarfélög hafa átt í vanda við að uppfylla lögboðnar skyldur sínar eftir flutning samfélagslegra mikilvægra verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Þjónusta við börn með fjölþættan vanda er dæmi um það og frábært að eitt fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar var að undirrita samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um hvernig mætti tryggja þeim börnum og fjölskyldum þeirra viðeigandi þjónustu. Nýlega benti oddviti Viðreisnar í Hafnarfirði á fjármögnununarvanda sveitarfélaga við rekstur grunnskóla sem er eitt stærsta verkefni allra sveitarfélaga flutt frá ríkinu árið 1996 og það sama má segja um rekstur leikskóla. Í grein sinni á Vísi benti hann á að ein lausn væri samkomulag við ríkið sbr. samkomulagið sem var gert vegna barna með fjölþættan vanda. Önnur tillaga hans var að innheimta hærra útsvar til að standa undir kostnaði við rekstur. En hvernig? Ein leið til að fá aukna skatttekjur er að leggja útsvar á fjármagnstekjur sem hefur ekki verið gert hingað til. Það stóð til að leggja fram frumvarp þess efnis í tíð fyrri ríkisstjórnar. Þar var miðað við að þau, sem hafa eingöngu fjármagnstekjur, reikni sér endurgjald og greiði útsvar. Það er hins vegar spurning hvort það sé rétta leiðin þar sem inni í hópi fjármagnseigenda er t.d. fólk sem er komið á eftirlaunaaldur og eftirlifandi makar. Hins vegar mætti kanna hvort ekki væri betra ef visst hlutfall fjármagnstekjuskatts reiknist sem útsvar og greiðist til sveitarfélaga. Þannig mætti betur mæta fjármagnsþörf sveitarfélaga með einföldum hætti. Samstarf milli Reykjavíkurborgar og atvinnulífsins við að reisa leikskóla? Sjötta skrefið væri að kanna hvort atvinnulífið væri til í að leggja samfélaginu lið og fjármagna t.d. byggingu leikskóla að fullu eða hluta? Það hefur komið til tals að fyrirtæki reisi og reki leikskóla sbr. Arion banki og Alvotech. Hugmyndir um að fyrirtæki reki leikskóla eru umdeildar en það ereinkumFramsóknarflokkurinn sem hefur kallað eftir þessu og Sjálfstæðisflokkurinn í nafni aukinnar fjölbreytni í leikskólamálum. Markmiðið með rekstri leikskóla skv. lyfjafyrirtækinu Alvotech er að bæta aðstöðu starfsmanna með börn á leikskólaaldri, samfélagsleg ábyrgð og stuðningur í verki við nærumhverfi fyrirtækisins enda geti aukið framboð af leikskólaplássum leyst sameiginlegan vanda og létt undir með foreldrum annarra barna en starfsmannanna fyrirtækisins. Það er hins vegar eingöngu mögulegt ef og þegar búið er að mæta þörfum starfsmanna fyrir leikskólapláss. Til allra lukku hefur núverandi borgarmeirihluti undir forystu Samfylkingarinnar hafnað veitingu leyfa til fyrirtækja um rekstur leikskóla með vísan í jafnræðisregluna. Spurning er hins vegar hvort fyrirtæki geti komið að leikskólamálum með einhvers konar hætti í anda samfélagslegrar ábyrgðar? Hvað með ef fyrirtæki tækju sér til fyrirmyndar Barnavinafélagið Sumargjöfin, Samband þingeyskra ungmennafélaga, kvenfélagið Hringinn og Harald Þorleifsson? Þetta framtak gæti veitt Framsóknarmönnum innblástur: „Það var Samband þingeyskra ungmennafélaga [...] sem byggði skólann í sjálfboðavinnu og afhenti sýslunni hann árið 1925 til þess að mennta þingeysk ungmenni.“ Kvenfélagið Hringurinn var stofnað árið 1904 til að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna. Félagið sett sér það markmið að koma upp barnaspítala hér á landi og hófu að safna fé til byggingar Barnaspítala Hringsins. Félagskonurnar, sem vinna allar sem sjálfboðaliðar, hafa allar götur síðan stutt við starfsemi spítalans með fjársöfnunum sem hafa farið til kaupa á búnaði og margt fleira án þess að gera það að skilyrði að veik börn félagskvenna hefðu forgang að þjónustu spítalans umfram önnur börn. Þvert á móti gildir jafnræðisreglan og læknisfræðileg sjónarmið þegar kemur að forgangsröðun. Athafnamaðurinn Haraldur Þorleifsson er loka fyrirmyndin en hann hefur með frumkvæði sínu Römpum upp Ísland sýnt fram á hvers konar samvinna er möguleg milli einkageirans, félagasamtaka og hins opinbera um samfélagsleg mikilvæg verkefni. Þannig gæti Reykjavíkurborg og fyrirtæki innan borgarmarkanna unnið saman að því samfélagslega mikilvæga verkefni að reisa leikskóla fyrir börn okkar allra. Höfundur er stjórnmálafræðingur og gefur kost á sér í 2. – 4. sæti í forvali Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar. Öll sem eru skráð í Samfylkinguna geta tekið þátt í prófkjörinu sem fer fram 24. janúar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar