„Nánast ómögulegt að sigra“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. október 2025 10:01 Alexander Veigar lenti í kröppum dansi við Luke Littler. getty / vísir / ívar Pílukastarinn Alexander Veigar Þorvaldsson var ánægður með frammistöðu sína á HM ungmenna og segir að hún hefði dugað til sigurs gegn flestum á mótinu, en ekki Luke Littler. Alexander mætti vongóður til Wigan á Englandi, þar sem heimsmeistaramót ungmenna í pílukasti fór fram, en varð fljótt ljóst að verkefnið yrði ansi erfitt, því hann dróst í riðil með heimsmeistara fullorðinna. „Eftir að hann vann Luke Humphries [6-1] á Grand Prix þá tilkynnir hann að hann ætli að spila daginn eftir á heimsmeistaramóti ungmenna, það var smá spenna fyrir alla“ sagði Alexander, sem gerði betur en Luke Humphries og tókst að vinna tvo leggi gegn Littler. „Já, ég er bara mjög sáttur. Hann tók einn ellefu pílna og einn tíu pílna leik, sem er svona nánast ómögulegt að sigra, en ég gerði mitt besta og er helvíti sáttur með það. Ég tapaði 5-2 fyrir honum, hann var á 108 meðalskori, það er dálítið erfitt að standa í því. Ég var með meðalskorið 92 og held að ég hefði sigrað flesta á mótinu ef ég hefði átt þannig leik á móti þeim.“ „Á eftir að komast allavega á topp sextán“ Það fylgir þó sögunni að Luke Littler fór ekki alla leið á mótinu, eins og flestallir bjuggust við, hann tapaði 6-5 í oddaleik í undanúrslitum fyrir Beau Greaves sem mun mæta ríkjandi heimsmeistara ungmenna, Gian van Veen, í úrslitaleik í nóvember. „Ég er hissa að hún sé ekki búin að reyna við tour card miklu fyrr, þetta er leikmaður sem á eftir að komast allavega á topp sextán í heiminum“ segir Alexander um Beau Greaves. Álftanesið í kvöld og Úrvalsdeildin hefst bráðum Eftir að hafa glímt við einn besta pílukastara heims taka nú önnur verkefni við hjá Alexander, sem ekki bara pílukastari heldur körfuboltamaður líka og spilar með liði Grindavíkur í Bónus deildinni. „Jájá, það er bara Álftanesið [í kvöld]. Síðan er maður að undirbúa sig fyrir úrvalsdeildina [í pílukasti] sem byrjar 25. október. Þetta er svolítið þannig, maður nær að kasta aðeins fyrir æfingu, fer svo á körfuboltaæfingu og kastar kannski aðeins þegar maður kemur heim. Svolítið busy dagar.“ „Þetta helst í hendur, ég hef alltaf sagt það, svipaðar hreyfingar. Maður þarf að fylgja pílunni í gegn, vera rólegur og yfirvegaður, en þetta er náttúrulega aðeins öðruvísi líkamlegt álag“ segir Alexander um tengslin milli pílu og körfubolta. DeAndre Kane kann ekkert í pílukasti Liðsfélagar hans í körfuboltaliði Grindavíkur eru líka duglegir að keppa við hann í pílukasti og einn þeirra hefur meira að segja unnið Alexander. DeAndre Kane er hins vegar versti pílukastari Grindavíkur og þó víðar væri leitað. „Ég tapaði fyrir einum… Við skulum ekki tala meira um það“ segir Alexander hlæjandi. „DeAndre Kane er langverstur í pílu, eins og hann er góður í körfubolta, hann nær varla að hitta spjaldið. Þetta snýst svolítið við í pílunni, þar fæ ég að láta hann heyra það og hann fær að láta mig heyra það í körfunni.“ Pílukast Bónus-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Körfubolti Fleiri fréttir Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Keflavík - ÍA | Nýr leikmaður frumsýndur gegn Kanalausum Skagamönnum ÍR - Grindavík | Toppliðið með fullt hús fyrir heimsókn í Breiðholtið KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Sjá meira
Alexander mætti vongóður til Wigan á Englandi, þar sem heimsmeistaramót ungmenna í pílukasti fór fram, en varð fljótt ljóst að verkefnið yrði ansi erfitt, því hann dróst í riðil með heimsmeistara fullorðinna. „Eftir að hann vann Luke Humphries [6-1] á Grand Prix þá tilkynnir hann að hann ætli að spila daginn eftir á heimsmeistaramóti ungmenna, það var smá spenna fyrir alla“ sagði Alexander, sem gerði betur en Luke Humphries og tókst að vinna tvo leggi gegn Littler. „Já, ég er bara mjög sáttur. Hann tók einn ellefu pílna og einn tíu pílna leik, sem er svona nánast ómögulegt að sigra, en ég gerði mitt besta og er helvíti sáttur með það. Ég tapaði 5-2 fyrir honum, hann var á 108 meðalskori, það er dálítið erfitt að standa í því. Ég var með meðalskorið 92 og held að ég hefði sigrað flesta á mótinu ef ég hefði átt þannig leik á móti þeim.“ „Á eftir að komast allavega á topp sextán“ Það fylgir þó sögunni að Luke Littler fór ekki alla leið á mótinu, eins og flestallir bjuggust við, hann tapaði 6-5 í oddaleik í undanúrslitum fyrir Beau Greaves sem mun mæta ríkjandi heimsmeistara ungmenna, Gian van Veen, í úrslitaleik í nóvember. „Ég er hissa að hún sé ekki búin að reyna við tour card miklu fyrr, þetta er leikmaður sem á eftir að komast allavega á topp sextán í heiminum“ segir Alexander um Beau Greaves. Álftanesið í kvöld og Úrvalsdeildin hefst bráðum Eftir að hafa glímt við einn besta pílukastara heims taka nú önnur verkefni við hjá Alexander, sem ekki bara pílukastari heldur körfuboltamaður líka og spilar með liði Grindavíkur í Bónus deildinni. „Jájá, það er bara Álftanesið [í kvöld]. Síðan er maður að undirbúa sig fyrir úrvalsdeildina [í pílukasti] sem byrjar 25. október. Þetta er svolítið þannig, maður nær að kasta aðeins fyrir æfingu, fer svo á körfuboltaæfingu og kastar kannski aðeins þegar maður kemur heim. Svolítið busy dagar.“ „Þetta helst í hendur, ég hef alltaf sagt það, svipaðar hreyfingar. Maður þarf að fylgja pílunni í gegn, vera rólegur og yfirvegaður, en þetta er náttúrulega aðeins öðruvísi líkamlegt álag“ segir Alexander um tengslin milli pílu og körfubolta. DeAndre Kane kann ekkert í pílukasti Liðsfélagar hans í körfuboltaliði Grindavíkur eru líka duglegir að keppa við hann í pílukasti og einn þeirra hefur meira að segja unnið Alexander. DeAndre Kane er hins vegar versti pílukastari Grindavíkur og þó víðar væri leitað. „Ég tapaði fyrir einum… Við skulum ekki tala meira um það“ segir Alexander hlæjandi. „DeAndre Kane er langverstur í pílu, eins og hann er góður í körfubolta, hann nær varla að hitta spjaldið. Þetta snýst svolítið við í pílunni, þar fæ ég að láta hann heyra það og hann fær að láta mig heyra það í körfunni.“
Pílukast Bónus-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Körfubolti Fleiri fréttir Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Keflavík - ÍA | Nýr leikmaður frumsýndur gegn Kanalausum Skagamönnum ÍR - Grindavík | Toppliðið með fullt hús fyrir heimsókn í Breiðholtið KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Sjá meira