Íslenski boltinn

Króati tekur við kvenna­liði Kefla­víkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Króatinn Vedran Medenjak kom fyrst til Vals en hann hefur verið að þjálfa í yngri flokkum Keflavíkur undanfarin ár.
Króatinn Vedran Medenjak kom fyrst til Vals en hann hefur verið að þjálfa í yngri flokkum Keflavíkur undanfarin ár. @keflavikfc

Keflavík hefur fundið þjálfara fyrir kvennaliðið sitt í fótboltanum og þeir leituðu ekki langt.

Króatinn Vedran Medenjak fær stöðuhækkun og er nýr þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Keflavík.

Vedran er 42 ára gamall UEFA-Pro þjálfari frá Króatíu. 

Eftir farsælan feril í Króatíu sem yfirmaður knattspyrnuakademíu Slaven Belupo, aðalþjálfari Koprivnica og héraðsþjálfari hjá knattspyrnusambandinu, flutti hann til Íslands og hóf að þjálfa yngri flokka hjá Val áður en hann tók við 2. flokki Keflavíkur árið 2023.

Á tveimur árum með ungu strákana í Keflavík hefur hann lyft liðinu úr C-deild í A-deild og samhliða því að móta leikmenn sem nú eru að banka á dyrnar hjá meistaraflokki.

Kvennalið Keflavíkur endaði í áttunda sæti í Lengjudeildinni í sumar og var langt frá því að endurheimta sæti sitt í Bestu deildinni sem liðið missti haustið 2024. Það er því verk að vinna hjá Vedran ætli hann að fara með Keflavíkurliðið upp um deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×