Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona

Goncalo Ramos skoraði sigurmarkið á lokamínútu leiksins.
Goncalo Ramos skoraði sigurmarkið á lokamínútu leiksins. David Ramos/Getty Images

Barcelona komst yfir en þurfti að sætta sig við 1-2 tap gegn PSG í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Goncalo Ramos skoraði sigurmarkið á lokamínútu leiksins.

Líkt og búast mátti við var leikur þessara liða mjög fjörugur og færamargur.

Börsungar voru við völd í upphafi leiks og tóku forystuna eftir sjaldséð mistök á miðjunni hjá PSG þegar Vitinha tapaði boltanum, Marcus Rashford var snöggur að hugsa og gefa á Ferran Torres, sem lagði boltann í netið.

PSG vann sig snöggt inn í leikinn eftir að hafa lent undir og ungstirnið Senny Mayulu skoraði jöfnunarmarkið, eftir frábæran sprett Nuno Mendes upp nánast allan völlinn.

Bradley Barcola og Akhraf Hakimi höfðu þá klúðrað úrvalsfærum fyrir PSG og Barcola átti eftir að klúðra öðru dauðafæri skömmu síðar, staðan í hálfleik því 1-1.

Liðin skiptust á færum í seinni hálfleik og vildu greinilega bæði vinna leikinn. PSG fékk þó hættulegri og átti betri tilraunir til að setja sigurmarkið, meðal annars skaut varamaðurinn Kang-In Lee í stöngina.

Á lokamínútu leiksins tókst Goncalo Ramos svo að tryggja sigurinn með utanfótarafgreiðslu eftir stoðsendingu Achraf Hakimi.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira