Forsetahjónin á leið til Finnlands Atli Ísleifsson skrifar 23. september 2025 13:38 Björn Skúlason og Halla Tómasdóttir forseti. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir forseti fer ásamt eiginmanni sínum, Birni Skúlasyni, í ríkisheimsókn til Finnlands dagana 7. og 8. október. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir að það séu forseti Finnlands, Alexander Stubb, og eiginkona hans, Suzanne Innes-Stubb, sem bjóði til þessarar heimsóknar og sé markmið hennar að styrkja hin góðu tengsl Íslands og Finnlands. „Í fylgdarliði forseta er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands, ásamt opinberri sendinefnd. Samhliða ríkisheimsókninni fer viðskiptasendinefnd, leidd af Íslandsstofu, til Finnlands með fulltrúum 25 íslenskra fyrirtækja á sviði orkumála, hátækni og leikjaiðnaðar. Finnsku forsetahjónin bjóða íslensku forsetahjónin formlega velkomin til Finnlands framan við forsetahöllina í Helsinki að morgni þriðjudagsins 7. október. Í kjölfarið eiga forsetarnir fund innan dyra en að honum loknum svara þau spurningum blaðamanna. Meðal annarra dagskrárliða þennan dag er hádegisverður í boði Daniel Sazonov, borgarstjóra Helsinki, og heimsókn í þinghúsið þar sem forseti Íslands hittir þingforsetann Jussi Halla-aho. Að því loknu heldur hún til fundar við forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo, í embættisbústaðnum Kesäranta. Eftir hádegi heimsækja Björn Skúlason og Suzanne Innes-Stubb meðal annars veitingastaðinn Nolla, Ólympíuleikvanginn í Helsinki og höfuðstöðvar líftæknifyrirtækisins Solar Foods. Þessum fyrri degi heimsóknarinnar lýkur á kvöldverði sem finnsku forsetahjónin bjóða til í forsetahöllinni. Á miðvikudeginum, 8. október, halda forseti Íslands og maki til Espoo. Þau heimsækja m.a. miðstöð Nokia-fyrirtækisins í borginni og JA Yrityskylä, starfsþróunarvettvang þar sem skólabörnum úr 6. og 9. bekk gefst kostur á að setja sig í spor ólíkra fagstétta. Forsetahjónin sitja síðan hádegisverð í boði Kai Mykkänen, borgarstjóra Espoo. Þá liggur leiðin í Aalto-háskóla en þar taka forsetar landanna tveggja m.a. þátt í samræðu við nemendur um hlutverk leiðtoga á tímum hnattrænna breytinga. Síðdegis verður farið í heimsókn í Arkitekta- og hönnunarsafnið í Helsinki þar sem verið er að setja upp sýningu um Múmíndal finnsku skáldkonunnar Tove Jansson. Heimsókninni lýkur um kvöldið með gagnkvæmnismóttöku sem íslensku forsetahjónin bjóða til á veitingastaðnum Katajanokan Kasino í Helsinki. Þar skemmtir söngkonan GDRN gestum,“ segir í tilkynningunni. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Finnland Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir að það séu forseti Finnlands, Alexander Stubb, og eiginkona hans, Suzanne Innes-Stubb, sem bjóði til þessarar heimsóknar og sé markmið hennar að styrkja hin góðu tengsl Íslands og Finnlands. „Í fylgdarliði forseta er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands, ásamt opinberri sendinefnd. Samhliða ríkisheimsókninni fer viðskiptasendinefnd, leidd af Íslandsstofu, til Finnlands með fulltrúum 25 íslenskra fyrirtækja á sviði orkumála, hátækni og leikjaiðnaðar. Finnsku forsetahjónin bjóða íslensku forsetahjónin formlega velkomin til Finnlands framan við forsetahöllina í Helsinki að morgni þriðjudagsins 7. október. Í kjölfarið eiga forsetarnir fund innan dyra en að honum loknum svara þau spurningum blaðamanna. Meðal annarra dagskrárliða þennan dag er hádegisverður í boði Daniel Sazonov, borgarstjóra Helsinki, og heimsókn í þinghúsið þar sem forseti Íslands hittir þingforsetann Jussi Halla-aho. Að því loknu heldur hún til fundar við forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo, í embættisbústaðnum Kesäranta. Eftir hádegi heimsækja Björn Skúlason og Suzanne Innes-Stubb meðal annars veitingastaðinn Nolla, Ólympíuleikvanginn í Helsinki og höfuðstöðvar líftæknifyrirtækisins Solar Foods. Þessum fyrri degi heimsóknarinnar lýkur á kvöldverði sem finnsku forsetahjónin bjóða til í forsetahöllinni. Á miðvikudeginum, 8. október, halda forseti Íslands og maki til Espoo. Þau heimsækja m.a. miðstöð Nokia-fyrirtækisins í borginni og JA Yrityskylä, starfsþróunarvettvang þar sem skólabörnum úr 6. og 9. bekk gefst kostur á að setja sig í spor ólíkra fagstétta. Forsetahjónin sitja síðan hádegisverð í boði Kai Mykkänen, borgarstjóra Espoo. Þá liggur leiðin í Aalto-háskóla en þar taka forsetar landanna tveggja m.a. þátt í samræðu við nemendur um hlutverk leiðtoga á tímum hnattrænna breytinga. Síðdegis verður farið í heimsókn í Arkitekta- og hönnunarsafnið í Helsinki þar sem verið er að setja upp sýningu um Múmíndal finnsku skáldkonunnar Tove Jansson. Heimsókninni lýkur um kvöldið með gagnkvæmnismóttöku sem íslensku forsetahjónin bjóða til á veitingastaðnum Katajanokan Kasino í Helsinki. Þar skemmtir söngkonan GDRN gestum,“ segir í tilkynningunni.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Finnland Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira