Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 21. september 2025 13:16 Keflvíkingar fögnuðu innilega í leikslok Vísir/Anton Brink Keflavík er á leið í úrslitaleik um sæti í Bestu deild karla í fótbolta eftir 0-3 sigur á Njarðvík á útivelli í dag. Njarðvíkingar unnu fyrir leikinn 1-2 en tapa einvíginu samanlagt 4-2 eftir úrslit dagsins. Stefan Alexander Ljubicic afgreiddi Njarðvíkinga með tveimur mörkum, það fyrra á 62. mínútu og svo gulltryggði hann sigurinn með marki í uppbótartíma. Leikurinn fór kröftuglega af stað en gestirnir í Keflavík sóttu hart að marki Njarðvíkinga fyrstu mínúturnar en náðu þó ekki að ógna marki heimamanna að viti. Njarðvíkingar unnu sig vel inn í leikinn og urðu mikil jafnræði með liðunum. Baráttan á miðjunni var mikil en Freysteinn Ingi Guðnason átti nokkra fína spretti fyrir heimamenn eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Njarðvík-Keflavík Anton Brink/Vísir Valdimar Jóhannsson fékk algjört dauðafæri á 22. mínútu leiksins þegar Tómas Bjarki Jónsson þræddi hann í gegn en undir pressu skóflaði Valdimar boltanum yfir markið. Þarna var heldur betur tækifæri fyrir Njarðvíkinga. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks fékk Keflavík gott færi þegar Stefán Ljubicic fékk flottan bolta á bakvið vörn Njarðvíkur en Aron Snær Friðriksson í marki Njarðvíkinga sló boltann yfir markið. Keflavík tók hornspyrnu og svo fljótlega var flautað til loka fyrri hálfleiks, markalaust. Það dró strax til tíðinda á 48. mínútu leiksins þegar Keflavík fékk innkast sem endaði svo hjá Marin Mudrazija sem þrumaði boltanum svo í skeytin fjær og kom Keflavík yfir í leiknum og um leið jafnaði einvígið. Þetta mark blés heldur betur lífi í Keflavík sem fengu nokkur dauðafæri sem Aron Snær Friðriksson í marki Njarðvíkur varði frábærlega. Aron Snær Friðriksson, NjarðvíkAnton Brink/Vísir Það var svo umdeilt atvik sem átti sér stað eftir rétt um klukkutímaleik þegar Keflavík eru að sækja að marki Njarðvíkur og Sigurjón Már Markússon á tæklingu á boltann sem endar í fanginu á Aroni Snær Friðrikssyni. Þórður Þorsteinn Þórðarson dómari leiksins flautar og dæmir óbeina aukaspyrnu. Keflavík tíar boltann upp fyrir Stefán Ljubicic sem þrumar boltanum í skeytin og kemur Keflavík í 0-2 forystu og um leið tekur forystu fyrir Keflavík í einvíginu. Sindri Snær Magnússon hélt hann væri að koma Keflavík í þriggja marka forystu stuttu seinna en flaggið fór á loft. Orrahríð að marki Njarðvíkinga. Njarðvíkingar gerðu breytingar á sínu liðu og reyndu hvað þeir gátu að jafna einvígið. Viggó Valgeirsson kom inn fyrir heimamenn og fékk hann tvö afbragðsfæri undir lokin en Sindri Kristinn Ólafsson sá við honum í bæði skiptin. Njarðvík-KeflavíkAnton Brink/Vísir Þegar Njarðvíkingar voru búnir að henda öllu fram þá nær Keflavík skyndisókn í uppbótartíma og Stefán Ljubicic skorar sitt annað mark og endanlega tryggir farseðilinn á Laugardalsvöll fyrir Keflavík. Lokastaða 0-3 á JBÓ vellinum og 4-2 í einvíginu. Atvik leiksins Keflavík fær óbeina aukaspyrnu sem þeir skora svo úr á 62. mínútu leiksins. Kolrangur dómur að mínu mati sem kom Keflavík yfir í einvíginu. Stjörnur og skúrkar Stefán Ljubicic skorar tvö mörk og var erfiður viðreignar fyrir Njarðvíkinga í dag. Steig upp þegar þurfti. Varnarlína Keflavíkur hélt líka virkilega vel. Fyrsta liðið í sumar til þess að halda Njarðvíkingum markalausum. Hjá Njarðvíkingum er það einna helst Aron Snær Friðriksson sem getur gengið af velli með höfuð hátt. Frans Elvarsson og Tómas Bjarki JónssonAnton Brink/Vísir DómararnirÞórður Þorsteinn Þórðarson var á flautunni í dag og honum til aðstoðar voru Guðni Freyr Ingvarsson og Arnþór Helgi Gíslason. Stórar ákvarðanir sem klikkuðu finnst mér. Línan var á tíðum heldur óskýr. Stundum var leyft hörku og aðra stundina ekki. Stemingin og umgjörðÞað var öllu tjaldað til í Njarðvík í dag. Það var stórkostleg mæting hjá báðum liðum. Það var umdeilt Fan zone fyrir leik en umgjörðin í kringum leikinn var frábær. Fullt hrós á Njarðvíkinga sem unnu hörðum höndum að því að græja allt og gera í vikunni fyrir leik. Virkilega ánægjulegt að sjá vellina svona vel sótta eins og sást í þessu einvígi.Viðtöl Besta deild karla Lengjudeild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF
Keflavík er á leið í úrslitaleik um sæti í Bestu deild karla í fótbolta eftir 0-3 sigur á Njarðvík á útivelli í dag. Njarðvíkingar unnu fyrir leikinn 1-2 en tapa einvíginu samanlagt 4-2 eftir úrslit dagsins. Stefan Alexander Ljubicic afgreiddi Njarðvíkinga með tveimur mörkum, það fyrra á 62. mínútu og svo gulltryggði hann sigurinn með marki í uppbótartíma. Leikurinn fór kröftuglega af stað en gestirnir í Keflavík sóttu hart að marki Njarðvíkinga fyrstu mínúturnar en náðu þó ekki að ógna marki heimamanna að viti. Njarðvíkingar unnu sig vel inn í leikinn og urðu mikil jafnræði með liðunum. Baráttan á miðjunni var mikil en Freysteinn Ingi Guðnason átti nokkra fína spretti fyrir heimamenn eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Njarðvík-Keflavík Anton Brink/Vísir Valdimar Jóhannsson fékk algjört dauðafæri á 22. mínútu leiksins þegar Tómas Bjarki Jónsson þræddi hann í gegn en undir pressu skóflaði Valdimar boltanum yfir markið. Þarna var heldur betur tækifæri fyrir Njarðvíkinga. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks fékk Keflavík gott færi þegar Stefán Ljubicic fékk flottan bolta á bakvið vörn Njarðvíkur en Aron Snær Friðriksson í marki Njarðvíkinga sló boltann yfir markið. Keflavík tók hornspyrnu og svo fljótlega var flautað til loka fyrri hálfleiks, markalaust. Það dró strax til tíðinda á 48. mínútu leiksins þegar Keflavík fékk innkast sem endaði svo hjá Marin Mudrazija sem þrumaði boltanum svo í skeytin fjær og kom Keflavík yfir í leiknum og um leið jafnaði einvígið. Þetta mark blés heldur betur lífi í Keflavík sem fengu nokkur dauðafæri sem Aron Snær Friðriksson í marki Njarðvíkur varði frábærlega. Aron Snær Friðriksson, NjarðvíkAnton Brink/Vísir Það var svo umdeilt atvik sem átti sér stað eftir rétt um klukkutímaleik þegar Keflavík eru að sækja að marki Njarðvíkur og Sigurjón Már Markússon á tæklingu á boltann sem endar í fanginu á Aroni Snær Friðrikssyni. Þórður Þorsteinn Þórðarson dómari leiksins flautar og dæmir óbeina aukaspyrnu. Keflavík tíar boltann upp fyrir Stefán Ljubicic sem þrumar boltanum í skeytin og kemur Keflavík í 0-2 forystu og um leið tekur forystu fyrir Keflavík í einvíginu. Sindri Snær Magnússon hélt hann væri að koma Keflavík í þriggja marka forystu stuttu seinna en flaggið fór á loft. Orrahríð að marki Njarðvíkinga. Njarðvíkingar gerðu breytingar á sínu liðu og reyndu hvað þeir gátu að jafna einvígið. Viggó Valgeirsson kom inn fyrir heimamenn og fékk hann tvö afbragðsfæri undir lokin en Sindri Kristinn Ólafsson sá við honum í bæði skiptin. Njarðvík-KeflavíkAnton Brink/Vísir Þegar Njarðvíkingar voru búnir að henda öllu fram þá nær Keflavík skyndisókn í uppbótartíma og Stefán Ljubicic skorar sitt annað mark og endanlega tryggir farseðilinn á Laugardalsvöll fyrir Keflavík. Lokastaða 0-3 á JBÓ vellinum og 4-2 í einvíginu. Atvik leiksins Keflavík fær óbeina aukaspyrnu sem þeir skora svo úr á 62. mínútu leiksins. Kolrangur dómur að mínu mati sem kom Keflavík yfir í einvíginu. Stjörnur og skúrkar Stefán Ljubicic skorar tvö mörk og var erfiður viðreignar fyrir Njarðvíkinga í dag. Steig upp þegar þurfti. Varnarlína Keflavíkur hélt líka virkilega vel. Fyrsta liðið í sumar til þess að halda Njarðvíkingum markalausum. Hjá Njarðvíkingum er það einna helst Aron Snær Friðriksson sem getur gengið af velli með höfuð hátt. Frans Elvarsson og Tómas Bjarki JónssonAnton Brink/Vísir DómararnirÞórður Þorsteinn Þórðarson var á flautunni í dag og honum til aðstoðar voru Guðni Freyr Ingvarsson og Arnþór Helgi Gíslason. Stórar ákvarðanir sem klikkuðu finnst mér. Línan var á tíðum heldur óskýr. Stundum var leyft hörku og aðra stundina ekki. Stemingin og umgjörðÞað var öllu tjaldað til í Njarðvík í dag. Það var stórkostleg mæting hjá báðum liðum. Það var umdeilt Fan zone fyrir leik en umgjörðin í kringum leikinn var frábær. Fullt hrós á Njarðvíkinga sem unnu hörðum höndum að því að græja allt og gera í vikunni fyrir leik. Virkilega ánægjulegt að sjá vellina svona vel sótta eins og sást í þessu einvígi.Viðtöl
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann