Sport

Fyrst til að verða heims­meistari í báðum greinum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sydney McLaughlin-Levrone er magnaður hlaupari.
Sydney McLaughlin-Levrone er magnaður hlaupari. Sam Barnes/Sportsfile via Getty Images

Hin bandaríska Sydney McLaughlin-Levrone, sexfaldur heimsmeistari í 400 metra grindahlaupi, varð heimsmeistari í 400 metra hlaupi á HM í Tókýó í dag.

Þar með varð hún fyrsti hlauparinn til að vinna heimsmeistaratitil í báðum flokkum en Sydney tók þá umdeildu ákvörðun að skipta um grein og keppa frekar á flötu.

„Þetta er æðislegt, þvílíkur heiður. Ég veit að margir efuðust um mig þegar ég skipti úr grind í flatt en á endanum hafði ég alltaf trú á sjálfri mér og minni þjálfun“ sagði Sydney, sem er nú staðfest í hugum margra sem besti eins hrings hlaupari sögunnar.

Hún varð aðeins fjórða konan til að hlaupa 400 metrana á minna en 48 sekúndum en Sydney hljóp á 47.78 sekúndum, sem er næst hraðasti tími sögunnar og aðeins átján sekúndubrotum frá heimsmeti Maritu Koch sem hefur staðið í fjörutíu ár.

Þar með bætist enn einn titill í safn hennar, sem telur nú þegar tvö Ólympíugull og sex heimsmeistaratitla í 400 metra grindahlaupi.

Eftir að hafa unnið mótið í Tókýó fyrr í dag talaði hún einnig um að keppa mögulega í báðum greinum á Ólympiuleikunum í Los Angeles 2028, ef skipulagið leyfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×