Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. september 2025 13:04 Aðalsteinn Leifsson formaður nefndarinnar segir segir fjölþættar ógnir stafa að landinu. Vísir/Ívar Fannar Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum voru kynntar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna í morgun. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir þessi mál hafa setið á hakanum síðustu ár og skortur á rýningu á fjárfestingum erlendra aðila hafa verið ákveðinn akkílesarhæl. Skýrslan var kynnt á opnum fundi í Veröld, húsi Vigdísar í morgun. Í samráðsnefndinni eru fulltrúar allra flokka, utan Miðflokksins, sem sagði sig úr nefndinni. Fram kemur í inngangi skýrslunnar að raunveruleg og aðkallandi öryggisógn steðji að Íslandi sem beri að taka alvarlega. „Það eru bæði þessar hefðbundnu ógnir sem við erum að fjalla um, sem stafa af erlendum herjum eða öflum studd af eða rekin af ríkisvaldinu sem okkur stafar ógn af. Svo eru það þessar fjölþáttaógnir, ógnir sem snúa að okkar innviðum, ógnir sem snúa jafnvel að upplýstri og lýðræðislegri umræðu í landinu og samstöðu,“ segir Aðalsteinn Leifsson, formaður nefndarinnar og aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Varnar- og öryggisstefna Íslands á alþjóðavettvangi hefur aldrei verið sett fram með formlegum hætti en til stendur að Þorgerður leggi slíka stenu fyrir Alþingi strax í þessum mánuði. Meðal lykiláherlsna er aukið alþjóðasamstarf, styrking innlends varnarviðbúnaðar, þekkingar og getu og að jafnvel verði innleidd sérstök öryggislöggjöf. Bandalagsríki okkar hafa á síðustu árum gert rýningu fjárfestinga erlendra aðila að forgangsmáli en málið setið á hakanum hérlendis. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir vinnu við þetta hafa gengið of hægt. „Við höfum verið að vinna að þessu í of langan tíma en allmörg ár þannig að við erum mjög langt komin. Ég veit að núverandi ríkisstjórn ætlar að leggja fram frumvarp, sem auðvitað þarf að fara í gegn um og það sem þarf að tryggja er að við séum ekki að kaffæra nýsköpun og einhverja verðmætasköpun í leiðinni,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og fulltrúi Sjáflstæðisflokksins í hópnum.Vísir/Ívar Fannar „En þetta er sannarlega verkefni sem við þurfum að klára, það er akkílesarhæll að við séum ekki búin með það. Við vitum það og við þurfum að gera það fyrir okkur sjálf en við þurfum líka að sýna að við séum með þær girðingar og meðvitund sem við þurfum að hafa sem frjálst lýðræðisríki og hluti af Atlantshafsbandalaginu.“ Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Skýrslan var kynnt á opnum fundi í Veröld, húsi Vigdísar í morgun. Í samráðsnefndinni eru fulltrúar allra flokka, utan Miðflokksins, sem sagði sig úr nefndinni. Fram kemur í inngangi skýrslunnar að raunveruleg og aðkallandi öryggisógn steðji að Íslandi sem beri að taka alvarlega. „Það eru bæði þessar hefðbundnu ógnir sem við erum að fjalla um, sem stafa af erlendum herjum eða öflum studd af eða rekin af ríkisvaldinu sem okkur stafar ógn af. Svo eru það þessar fjölþáttaógnir, ógnir sem snúa að okkar innviðum, ógnir sem snúa jafnvel að upplýstri og lýðræðislegri umræðu í landinu og samstöðu,“ segir Aðalsteinn Leifsson, formaður nefndarinnar og aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Varnar- og öryggisstefna Íslands á alþjóðavettvangi hefur aldrei verið sett fram með formlegum hætti en til stendur að Þorgerður leggi slíka stenu fyrir Alþingi strax í þessum mánuði. Meðal lykiláherlsna er aukið alþjóðasamstarf, styrking innlends varnarviðbúnaðar, þekkingar og getu og að jafnvel verði innleidd sérstök öryggislöggjöf. Bandalagsríki okkar hafa á síðustu árum gert rýningu fjárfestinga erlendra aðila að forgangsmáli en málið setið á hakanum hérlendis. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir vinnu við þetta hafa gengið of hægt. „Við höfum verið að vinna að þessu í of langan tíma en allmörg ár þannig að við erum mjög langt komin. Ég veit að núverandi ríkisstjórn ætlar að leggja fram frumvarp, sem auðvitað þarf að fara í gegn um og það sem þarf að tryggja er að við séum ekki að kaffæra nýsköpun og einhverja verðmætasköpun í leiðinni,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og fulltrúi Sjáflstæðisflokksins í hópnum.Vísir/Ívar Fannar „En þetta er sannarlega verkefni sem við þurfum að klára, það er akkílesarhæll að við séum ekki búin með það. Við vitum það og við þurfum að gera það fyrir okkur sjálf en við þurfum líka að sýna að við séum með þær girðingar og meðvitund sem við þurfum að hafa sem frjálst lýðræðisríki og hluti af Atlantshafsbandalaginu.“
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira